Morgunblaðið - 20.12.1972, Page 16
«4
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1972
Otgefonch' W Árveíkur, fteyíojavfk
Pramkveemdastjóri Hair&Wur Sveinsson.
flftstjórar Mattihías Johannessen,
Eyjóífur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnorsson.
Rftstfórnarftííltriúi Þwrbjónn Guðmrundsson.
Fréttasíjóri Björn Jóihannsson.
Augíýsingá&tjdri Árni Garðar Kristinssoo.
Rltstjóm og aifgraiðsla AðaJstræti 6, sfmi 10-100.
Augiýsingaj Aðakrtrtetí 6, sfmi 22-4-80
Askriftargjafd 225,00 kr á mémiuði innanlonds
I teusasölu 15,00 Ikr eintakið.
j?yrir nokkrum dögum lýsti
* Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra, yfir því á Al-
þingi, að ekki hefði verið
þörf á að beita gengislækk-
un vegna þess vanda, sem
við hefði verið að etja í efna-
hagsmálum, þegar ríkis-
stjórn hans tók við völdum.
Þar með liggur fyrir skýlaus
staðfesting ráðherrans á því,
að gengislækkun sú, sem nú-
verandi ríkisstjórn hefur
framkvæmt, á sér engar ræt-
ur í efnahagsstjórn Viðreisn-
arinnar. Þetta er ánægjuleg
viðurkenning hjá forsætis-
ráðherra og í sjálfu sér lofs-
vert, að hann skuli þó stað-
festa þetta.
Þegar Viðreisnarstjórnin
framkvæmdi gengislækkun
haustið 1967 var það vegna
þess. að sterlingspundið var
fellt og öllum ljóst, að sú
gengislækkun hafði svo mik-
il áhrif fyrir okkur, að ekki
var annarra kosta völ. Þegar
sama ríkisstjórn felldi gengið
haustið 1968 hafði verðmæti
útflutningsafurða minnkað
um nær 50% vegna verð-
hruns og aflabrests. Þá töldu
núverandi stjórnarflokkar,
að 50% minnkun útflutnings-
verðmætis væri ekki nægi-
leg ástæða fyrir gengis-
lækkun.
Nú er ljóst, að útflutnings-
verðmæti sjávarafurða eykst
á þessu ári um 1,5%, en
minnkar ekki. Samt sem áð-
ur er því haldið fram, af
sömu mönnum og töldu
haustið 1968, að ekki væri
þörf gengisbreytingar vegna
nær 50% minnkunar út-
flutningsverðmætis, að nú sé
þörf gengisbreytingar, þegar
útflutningsverðmætið eykst
en minnkar ekki. Þessi rök-
semdafærsla stenzt ekki.
Gengi íslenzku krónunnar
er fellt nú, ekki vegna er-
lendra gengisbreytinga, ekki
vegna verðhruns og afla-
brests, ekki vegna þess að
vinstri stjórnin hafi tekið
við svo slæmu búi frá Við-
reisnarstjórn, heldur vegna
heimatilbúins verðbólgu-
vanda ríkisstjórnarinnar
sjálfrar. í viðtali við Þjóð-
viljann í gær játar Mágnús
Kjartansson þetta, er hann
segir, að gengislækkunin sé
staðfesting á því, að ríkis-
stjórnin hafi ekki ráðið við
verðbólguna.
Þá vaknar sú spurning,
hvort þessi g'engislækkun
nægi til þess að leysa þann
vanda, sem við blasir. í við-
tali við Morgunblaðið í gær
sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LÍÚ: „Mér virðist
þessi gengisbreyting jafn-
gilda tekjuauka hjá sjávarút-
veginum, sem nemur þeirri
upphæð, sem nú er greidd
úr verðjöfnunarsjóði fiskiðn-
aðarins, þ.e. eftir 1. október
sl. Ég fæ því ekki séð, hvern-
ig á að mæta þeim hækkun-
*
um á rekstrarkostnaði, sem
gengisbreytingin veldur, né
hvernig á að jafna þann halla,
sem fyrirsjáanlegur var á
næsta ári að óbreyttu gengi.“
Þetta er mat Kristjáns Ragn-
arssonar, sem gjörþekkir
málefni útgerðar og fisk-
vinnslu.
En fleiri eru á sama máli
og Kristján Ragnarsson.
Sjálfur iðnaðarráðherrann,
Magnús Kjartansson, 'segir í
Þjóðviljanum í gær: „Það er
augljóst mál, að þessi geng'-
islækkun er aðeins frestun á
lausn verðbólguvandans. Hún
leysir vanda útflutningsat-
vinnuveganna um skeið, en
eftir tiltekið tímabil stönd-
um við andspænis hliðstæð-
um vandamálum á nýjan
leik.“
Það er því ljóst, að gengis-
lækkun vinstri stjórnarinnar
er heimatilbúin. Hún leysir
engan vanda nema í stuttan
tíma, og þar að auki er hún
framkvæmd af mönnum, sem
allir upp til hópa hafa gefið
þjóðinni hátíðleg fyrirheit
um, að þeir mundu aldrei
fella gengið.
Þessi ríkisstjórn á aðeins
einn kost, þann að segja af
sér, rjúfa þing og efna til
nýrra kosninga og gefa
kjósendum þar með færi á að
leggja dóm á verkleysi henn-
ar og svik. Þótt hún kunni
að hafa nægilega mörg at-
kvæði á Alþingi til að fella
vantrauststillögu sjálfstæðis-
manna er ljóst, að sú van-
trauststillaga hefur þegar
verið samþykkt af yfirgnæf-
andi meirihluta þjóðarinnar.
RIKISSTJORNIN A EINN
KOST - AÐ SEGJA AF SÉR
Steinþór Gestsson, alþm.:
Alþingi verður að fjalla
niðurskurð fjárlaga
um
Óeðlilegt að ríkisstjórn taki
einhliða ákvarðanir um það
Allar þær leiðir, sem val-
kostanefndin telur koma til
greina að fara til lausne.r
efnahagsvanda sem nú-
verandi rikisstjórn hefur
skapað, gera ráð fyrir þvi að
lækka beri opinber útgjöld
og útlán um 1300—1700 millj.
kr. og er þá alveg sama, hver
leiðin valin er, hvort það er
uppfærsla, niðurfærsla eða
millifærsla. Það kom fram í
ræðu Halldórs E. Sigurðsson
ar við 2. umræðu fjárlaga, að
í framkvæmdaáætlun, sem
lögð v&r á borð hjá alþingis-
mönnum nýlega, hefði verið
gert ráð fyrir því að draga
úr þeim upphæðum, sem ætl-
að var að framkvæma fyrir á
árinu 1973 í samræmi við til-
lögur valkostanefndar. Þegar
tillit er tekið til þess þá
minnkar það fjárlagavand-
ann frá því, sem gert er ráð
fyrir í tiliögum valkosta-
nefndar úr 1300—1700 millj.,
að hversu miklu leyti veit ég
ekki. I>að verður fjármálaráð-
herra að upplýsa áður en
lengra er komið afgreiðslu
fjárlaga. En rilavega er sá
vandi, sem leysa verður með
niðurskurði á fjárlögum, gróf
lega mikill. Og það er hér um
svo geypilega röskun að
ræða frá því, sem áform hafa
verið um hjá ríkisvaldinu til
þessa, að ég tel það fullrar
athygli vert. Það er óeðlilegt
ef Alþingi fær ekki að segja
sitt álit um þetta stórfellda
fráhvarf frá - fyrri áætlunum
og lagasetningum eða sýnist
mönnum sú aðferð eðlilegri
að haga málum eins og gert
var á þessu ári, þegar rikis-
stjórnin ákvað það einhliða
og ákvað það sjálf, hvernig
niðurskurður á framkvæmd-
um skyldi koma niður. Ég
held þvi hiklaust fram, að sá
niðurskurður hafi verið gerð
ur af fullkomnu handahófi
og þótt sá niðurskurður, sem
gerður var á þessu ári og við
höfum fregnir r.f, nemi ekki
rheiru en 174,6 millj. kr. þyk-
ir mér hann í fyllsta máta
koma óeðlilega rtiður. Og mig
furðar það stórlega, að þeir
menn, sem áður í stjórnar-
andstöðu, efndu til stórum-
ræðu um aðgerðaleysi stjórn
valöa í uppbyggingu heil-
brigðisþjónustunnar á ölium
stigum hennar og átti það
jafnt við um aðstöðu og að-
búnað héraðslækna úti á
landi og byggingu sjúkrahúsa
og fæðingarheimila, að þeir
skuli nú sjálfir sitjandi í stól-
um ráðherra treysta sér til að
skera niður fjárveitingar til
þessara mál&flokka um 71
millj. kr. á fyrsta stjórnarári
sinu. Þetta hefur þó gerzt.
Þá hafa og, eins og þegar
hefur verið upplýst, ver-
ið skornar niður fjárveiting-
ar til menningar- og mennta-
mála um 75 milljónir króna
og hefði ég haldið, að það
hefði a.m.k. ýmsum þeim
mönnum sjálfum, sem nú
styðja ríkisstjórnina þótt fyr
irsögn, að það skyldi nokk-
urn tíma geta hent þeirra
stjóm að draga úr framlög-
um til menntamála, sem mjög
þótti skorta á um framiög til
þeirra' málaflokka, meðan
viðreisnarstjórnin var við
völd. Hið sama er að segja
um hafnarframkvæmdimar.
Þær eru skornar niður um
27,9 millj. kr. á árinu, og ég
verð að segja það, eftir að
hafa kynnt mér það sérstak-
lega hvernig og hvar sá nið-
urskurður kom niður, að
hann er fullkomlega af handa
hófi gerður og það virðist
vera gersamlega undir þvi
komið, hversu fljótir og fjár
sterkir þeir aðilar hafa ver-
ið, sem framlaganna áttu að
njóta, hvort þeir gátu farið
seint eða snemma í fram-
kvæmdirnar, hvort niður-
skurðurinn átti sér stað eða
ekki. Þetta tel ég með öilu
ósæmilegt og óeðlilegt. Og ef
þarf að fara að skera niður
fjárlaga-fjárveitingar, þá er
það sjálfsagður hlutur, að A1
þíngi fjalli um það, en ekki
ríkisstjómin ein.
Eins og ég gat um, þá
hníga allar tillögur valkosta-
nefndarinnar að því, að til
framkvæmda komi lækkun á
opinberum útlánum og út-
gjöldum. Þegar þetta er vitað
á sama tíma og Alþingi fjall-
ar um fjárlagafrv. segir það
sig sjálft, að þingið hlýtur
að fjalla sjálft um þær breyt
ingar, sem vænt&nlega þarf
að gera á fjárlagafrv. til þess
að efnahagsaðgerðimar nái
tilgangi sínum. Ég legg á það
höfuðáherzlu, að sú reynsla,
sem fengizt hefur á yfir-
Steinþór Gestsson.
standandi ári af því &ð fá rík
isstjórninni sjálfri í hendur
ákvörðun og vald til þess að
breyta fjárlögum og ákvarða
hvar lækkun útgjalda skuli
kom& niður, sýni það og
sanni, að þar hefur ráðið
meiru hending en bein hugs-
un. Og í fjölmörgum tilvikuim
virðist það hafa ráðið úrslit-
um hvort áfangi verks var
hafinn seint eða snemma á
liðnu sumri. Niðurstaða mín
er sú, að ekki verði með
neinu móti gengið endanlega
frá fjárlagagerðinni, nema
ákveðin efnahagsmálastefna
fyrir næsta ár verði mótuð og
felld að frv. Álit valkosta-
nefndar mun eiga að vera
leiðarvísirinn í þessum efnum
fyrir hæstvirta ríkisstjóm og
fyrr en hún hefur tekið slna
ákvörðun um valkosti, verð-
ur með engu móti haldið
lengra áfr&m við gerð fjár-
laga og vafalaust verður að
vinna frv. upp að nýju, um-
reikna það til samræmi.s við
þá leið sem endanlega verður
valin. Það er mikið verk og
verður ekki hrist fraim úr
erminni í einu vetf&ngi.