Morgunblaðið - 20.12.1972, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMTE I
17
Englar vorsins vinna
B.jörn J. Blöndal:
Vötnin strönsr.
(ítg’efandi Setberg.
Reykjayik 1972.
Það er margt og margvíslegt,
sem prýðir Borgarfjarðarhérað,
en einhver hin helzta höfuð-
prýði þess eru árnar. Sá sem
velur syðri leiðina vestur eða
norður í land, um Bæjarsveit,
Reykholtsdal og Stafholtstung-
ur yfir í Norðurárdal, fer yfir
sex allvatnsmiklar bergvatnsár,
sem allar falla, auk fjölda lækja
og linda, í hina miklu móðu,
Hvitá, sem skiptir meira litum
en flestar aðrar þær elfur á
landi hér, sem taldar eru jökul-
ár, og fellur ýmist í stríð
um strengjum eða myndar hylji,
unz hún verður að breiðu og
lygnu fljóti. Og svo sem þjóð-
kunnugt er, eru elfur Borgar-
fjaröar ekki aðeins fagrar, held
ur eru þær flestar mjög fiski-
sælar, svo að ég hygg, að á engu
jafnvíðáttulitlu svæði og Borg-
arfirði, muni vera veiddir
á stöng fleiri gljáfagrir fiskar.
Bleikja og sjóbirtingur renna
sér þar um strengi og hylji, og
lax af ýmsum stærðum stiklar
þar hávaða og fossa. Og eins og
nú er komið veiðimálum, eru
þau orðin ýkjamörg, heimilin í
Borgarfirði, er hafa árlegar tekj
ur, sem um munar, af þeim fögru
fiskum, sem renna á rið til hrygn
ingar i ám héraðsins.
Þó að ég geti auðvitað ekki
sagt það með óyggjandi vissu,
þykir mér næsta ólíklegt, að
nokkur maður hér á landi hafi
hugað í meira en hálfa öld af
slíkri samstillingu heila og
hjarta að íslenzkum vatnafisk-
um og Björn J. Blöndal, rithöf-
undur og garðyrkjubóndi í Laug
arholti í Bæjarsveit, enda er
hann löngu þjóðkunnur af bók-
um, sem segja má að flestar ger-
ist fyrst og fremst á bökkum
Hvitár og í hyljum hennar, há-
vöðum og strengjum. Og nú hef-
er hann ritað bók um
þessa frjóu og fögru fiskafóstru
og tvær þeirra bergvatns-
elfa, sem í hana falla. Er önn-
ur þeirra Grímsá, er mér þykir
eitt hið fegursta vatnsfall, sem
ég hef séð, enda kallaði ég hana
eitt sinn lifandi silfurdreg-
il Lundarreykjadals og Bæjar-
sveitar. Hin er Flókadalsá, sem
litt hefur verið rómuð, en er
gerð þau skil í bókinni, að það
mun auka henni virðingu og að
dráttarafl.
Bókin Vötnin ströng er ekki
ýkjastór og lætur ekki sérlega
mikið yfir sér að ytra útliti,
þótt hún sé mjög sæmilega bú-
in, en vissulega er hún næsta
fróðleg, og kennir i henni
margra athyglisverðra og eftir-
minnilegra grasa.
Fyrsti kaflinn fjallar um
Hvítá, og er þar lýst upptökum
hennar, .brúm á henni og vöðum,
svo sem þetta var allt til til-
tölulega skamms tíma, og eins
þeim breytingum, sem þar hafa
á orðið. Ennfremur er nákvæm-
lega sagt frá veiðistöðum og að
nokkru hvernig veiðum var hag
að í þessari stórelfu, meðan all-
víða voru þar enn stundaðar
netaveiðar. Þá er og skýrt frá
fyrstu veiðum útlendinga, sem
fengu til þeirra konungsleyfi og
jusu full skip sin úr fljótinu,
meðan landmenn höfðu enn litl-
ar nytjar af gnægð þess. Einnig
er sagt frá bátaferðum um Hvítá
og markverðum tilraunum til að
gera hana skipgenga sem lengst
upp eftir héraðinu. Er í þess-
um kafla viðað að fróðleik úr
gömium ritum, en mest hefur
höfundur frá mönnum, sem hann
hefur rætt við fyrr eða síðar á
ævinni, auk þess, sem hann hef-
ur athugað sjálfur. Inn í aðal-
efnið fléttar hann sögur og sagn
ir af ýmsu því, sem þarna hefur
gerzt, og kryddar það mjög hina
skýru greinargerð. Ein er sú
saga, sem mér þykir einna mest
til koma, þó að hún muni þyk.ja
næsta furðuleg. Get ég ekki
stillt mig um að birta hana hér
orðrétta:
„Um 1890 skeði það í siðustu
viku maímánaðar að vinnukona
í Stafholtsey fór út einhverra
! erinda. Var þá miðnætti. Sá hún
„Flytja þjóðinni auð,
sækja barninu brauð
Ásgeir Jakobsson:
líin borð í Sigurði og nokkrir
Grimsbæjarþættir.
Teikningar og hönnim eftir
Gísla Sigurðsson.
Ægisútgáfan 1972.
Ásgeir Jakobsson er að ætt,
uppeldi og uppfræðslu sjómað-
ur, og það, sem hann hefur skrif
að, fjallar flestallt um sjómenn,
sjómennsku og sjávarútveg. Ás-
geir er maður rösklegur í sjón
og máli og talar ógjarnan tæpi-
tungu, og mun ekki fjarri sanni,
að sjómennskan hafi mótað all-
mjög rithátt hans og málfar.
Hvort sem hann festir frásögn
eða skoðanir á bók eða blað,
kemur hann til dyranna djarf-
mannlega og hressilega og eins
og hann er klæddur, en dútlar
litt við að snurfusa það, sem
hann ritar. Þannig er það og
sums staðar i þessari bók, eink-
um fyrri hlutanum.
Fyrri hluti bókarinnar er sam
nefndur henni. Þar fjallar fyrsti
kaflinn um togarann Sigurð,
þetta stærsta og glæsilegasta
veiðiskip íslenzka veiðiflotans.
Fyrstu tvö ár hans var hann að-
gerðalítUil, og þótti hinum al-
kunna eiganda hans, Einari Sig-
urðssyni, ósýnt um, hvort unnt
yrði að halda honum úti til fram
búðar, en vildi þó ekki gefa á
bátinn þá von sína, að hið
mikta skip mætti koma honum
og þjóðinni að haldi. Svo réð
hann þá 1968 skipstjóra á drek-
ann mikla Arinbjöm Sigurðsson
sem sýnt heíur rækilega, að
skipið, sem heitir eftir föður
Einars, sævíkingnum og skör-
unginum, sem Örn Amarson orti
um þjóðfrægt kvæði, þurfti síð
ur en svo að kafna undir nafni.
Togarinn Sigurður hefur reynzt
afbrigða sjóborg, sem flest veð-
ur má bjóða, og auk þess hefur
hann undir stjórn Arinbjarnar
reynzt bæði afla- og söluhæst-
ur ísienzkra togara.
1 næsta kafla ræðir höfundur
um það, hve sér finnist Island
orðið litið, þar eð hann hitti
hvarvetna á veiðiflotanum —
meðal annars á Sigurði — menn
sem ýmist eru fæddir Vestfirð-
ingar eða af vestfirzku foreldri.
Þetta virðist mér honum ekki
hafa þurft að koma á óvart. Vest
firðingar hafa allt frá land-
námstíð sótt sjó af kappi, og
ungir nienn þaðan fóru þegar á
þilskipaöldinni suður á vertíð
og urðu margir frægir að fiskni,
og þá er togaraöldin hófst sótt-
ust þeir eftir að komast á slík
skip. Loks er þess að mimnast,
að á síðustu hálfri öld hafa
sumar byggðir vestra ýmist
alveg eða að miklu leyti farið í
auðn, sakir aðgerða þeirra sjó-
ræningja, sem eiga sér þann
eina sögulega rétt til veiða á ís-
lenzku landgrunni, að þeir hafa
öldum saman fiirrt islenzku þjóð
ina lífsbjörg og jafnvel farið
með ofbeldi og manndrápum!
í þessum kafla segir Ásgeir
meðal annprs:
„Við tölum gjaman um „ís-
lenzka þjóðfélagið", og okkur
þykir fínt að eiga vandamál,
sem líkust vandamálum raun-
verulegra þjóðfélaga, og við er-
um gjarnan með alls kyns
mannalæti og „system" . . .“
Satt að segja finnst mér Ás-
geir of greindur til þess að láta
svona frá sér fara. Sannarlega
er hér þjóðfélag, og vissulega á
það svipuð vandamál og þau,
sem eru margfalt stærri, hvað
svo sem Ásgeir á við með alls
kyns mannalátum og „systemi“.
Asgeir Jakobsson.
B.jörn J. Blöndal.
f þá hóp af hestum koma eftir Suð
! ureyju, vestanvert við Djúpa-
| poll. Höfðu þeir sýnilega farið
yfir farveginn á Bakkavaði.
Hún sá, að allir hestarnir voru
hvitir og þótti einkennilegt.
! Horfði á þetta um stund. Dreng-
ur vakti yfir túninu. Fann hún
hann og bað hann vekja Þórð
Stefánsson, er þá var vinnumað-
ur i Stafholtsey. Þórður kom að
vörmu spori og sá þegar hest-
ana. Þá bar hratt yfir, og voru
þeir komnir á móti Hádeg-
ispolli, er Þórður kom út. Fremst
ur rann fannhvítur hestur með
hringaðan makka og fór á kost-
um. Virtist hann bera af hinum
hestunum, sem allir voru hvítir.
Engu líkara var en að þeir
hlýddu taumhaldi, en enga menn
sáu þau á þeim sit.ja. Drengur
sá, er vakti yfir vellinum, sig-
aði hundi sínum á þá, er þeir
nálguðust túnið. Hundurinn
hljóp geltandi af stað, en lagði
brátt niður skottið og kom
skömmustulegur aftur. Síki
nokkur samfelld eru fyrir aust-
an tún i Stafholtsey. Eru þar
leifar af hinum forna farvegi
Hvítár. Hestarnir runnu eftir
túnjaðrinum og upp á Faxið.
Kngan þvt eða hófatök heyrðu
þau frá þessum hestum. Og þau
sáu þessa hvitu hesta fara fram
Faxið, og við Háúbakka sveigðu
þeir niður á þingstaðinn forna
og hurfu . . .“
Þórður, sem varð beykir I
Reykjavik, sagði Bimi fyrstur
þessa sögu, en hann spurði síð-
an ömmu sína, Elínu Thorodd-
Guðmundur G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
Þriðji kaflinn fjallar um Arin
björn skipstjóra, og er hann
næsta fróðlegur. Höfundinum
tekst að gefa lesandanum all-
glögga hugmynd um þennan
úrvalsmann í hinni feikna mikil-
vægu stétt íslenzkra skipstjórn
armanna, skapgerð hans, frá-
bæra árvekni, glöggskyggni og
fyrirmyndar stjórnsemi. En fróð
legastur og raunar stórmerkur
er þessi kafli sakir þess, hve
rækilega Ásgeir gerir lesandan-
um ljósan þann mikla vanda, sem
hvílir á skipstjóra við notlrun og
samstillingu allra þeirra hárná-
kvæmu, svo að ekki sé sagt við-
kvæmu siglinga og fiskieitar-
tækja, sem nýtízku togari og
raunar fleiri stör veiðiskip eru
búin. Landkrabbar mættu haida,
að þessi mörgu tæki léttu svo
mjög starf skipstjóra, að hann
þyrfti stórum minna á sig að
leggja en stéttarbræður hans
fyrir hálfri öld — og enn-
fremur, að miklu minni munur
sé á afla hinna ýmsu skipstjóra
á hliðstæðum skipum en áður
hefur verið títt. En Ásgeir fær
ir gild rök fyrir þvi gagnstæða.
Gernýting tækjanna krefst slíkr
ar þekkingar á verkan þeirra,
Framhald á bls. 23
sen. „Hún sagði, að Jón Þórð-
arson frá Stafholtsey — (hann
bjó síðar í Norðtungu) — hefði
sagt, að hvítu hestarnir hefðu
sézt oftar en einu sinni á bú-
skaparárum sínum í Stafholtsey.
Og jafnan á sama tíma árs. Þá
hafði hún heyrt, að þarna væru
Sturlungar að vitja hins forna
þingstaðar." . . . Þannig er frá-
sögn og skilgreining Björns víða
krydduð, en ekki er krydd-
ið allt af sama tæi. 1 þættinum
fagra og rækilega um Grímsá
segir svo:
„Og það var vist við Svart-
Framhald á bls. 23
ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON SKRIFAR UM
Sinfóníutónleikar
SEINUSTU tónleikar Sinfóniu-
hl'jómsveitarinnar voru mikill
persónulegur sigur fyrir stjórn-
aindann, Pál P. Pálsson. Hann
hafði sem sé ekki vantreyst
hljómsveitinni til að glíma við
eitt vandmeðfarinna glæsiverka
samtímaskáldskapar, Hljómsveit
arkonsertinn eftir Béla Bartók.
Verk þetta var fyrir tæpuim þrem
ur áratugum samið fyrir virtúósa
hljómsveit Sergeis Kussevitskýs
í Boston og nokkuð lengi á eftir
þótti það aðeins á færi hinna
færustu hljómsveita að gera þvi
nokkur sómasamleg skil. Verkið
krefst þess ekki aðeins að hljóm
sveitarmenn falli vel inn í heild
ina, heldur komi fram sem kon
serterandi einstaklingar, gripi til
fjölbreyttra leikbragða, ósjaldan
nýstárlegra. Hljómsveitin reynd
ist þessum vanda vaxin, og menn
voru innblásnir af góðum sam-
starfsvilja og skýrum ábending
um stjórnandans. E.t.v. mátti
sakna meiri þunga í inngangi
verksins eða miðþættinum, ele-
gíunni, og glettnisfyilri leik í
intermezzunni.
Hljómsveitarkonsert Bartóks
skipaði öndvegissess á tónleikun
um, en auk hans voru tveir kon
sertar eftir J. S. Bach, Sembal-
konsert i E-dúr, þar sem Helga
Ingólfsdóttir lék einleik og Fiðlu
konsert í sömu tóntegund, þar
sem einleikari var Konstantín
Krechler. Óneitanlega var illa
búið að hi.nni ágætu listakonu
Helgu. Hljóðfærið er of veikróma
fyrir stór salarkynni og reynt
var að vega á móti því með notk
un lélegs hátalarakerfis hússins.
Hljómsveitin mátti rétt kitla
strengina og samt bar hún ein-
leikarann ofurliði. Einleik Helgu
hefði annaðhvort átt að flytja
inn í stofu eða kaupa raddmeira
konserthljóðfæri handa henni í
stað þessa feluleiks í Háskóla-
bíói.
í Fiðlukonsertinum gat öll
strengjasveitin hins vegar leik-
ið með. Konstantin Krechler lék
af öryggi og myndugleik, örlítið
öryggisle ysi i byrjun hvarf brátt
með hverju nýju bogastroki.
Hvað skyldu annars margir geta
stigið fram úr öftustu röðum
hljómsveitarinnar (eða jafnvel
þeim fremstu) og leikið af jafu
miklum ágætum og Krechler?
Það hlýtur að vera rík hljómsveit
sem hefur ráð á að troða einleikur
um sínum aftu.r fyrir aftari púlt
in ár eftir ár og merkileg sú
stofnun, sem ekki þarf á frama-
vonum einstakiinganna að halda,
og skipar hálfbökuðum lærling
um og fullþroskuðum atvinnu-
mönnum við sama borð, efnilegu
og vaxandi fólki við hlið þeirra,
sem löngu eru hættir að gefa góð
fyrirheit, hvað þá að etfna þaut