Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1972 5 GLEÐILEGA IL4TIÐ! Suöurlandsbraut 14 — Sírni 3ö5 OSKAR VIÐSKIPTAVINUM SlNUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM le&ile ^ieOUe^ra J f )la . NILFISK pegar mm gæðín er mð tefia.... SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK, SÍMI 24420 legt gildi, auk þess að vera sí- gild jólaplata. Sðngstjórn Sigfús ar ber vott natni og fáguðum vinnubrögðum, en meðal þess, sem Dómkirkjukórinn syngur, er Heims um ból, 1 dag er glatt, Faðir andanna og Nú árið er liðið. Undirleikari er dr. Páll Is- ólfsson. Karlakórinn Vísir syngur þrjú jólalög undir stjórn Gerhard Schmidt m.a. Hvít jól og Hljóða nótt. Um flutning Vísis er óþarft að fjölyrða, því að kórinn er löngu landskunnur fyrir kraft- mikinn flutning. Lögreglukórinn syngur einnig þrjú lög, allt þjóð- lög. Söngfélagar úr M.A. enda plötuna með tveim lögum, og annað þeirra er Lofsyngið drottni eftir Handel. Þetta er því í senn fjölbreytt en þó þjóðleg jólaplata, og þar Sem um er að ræða gamlar hljóðritanir er ekk ert við þvi að segja, þótt þær séu ekki alveg eins og þær ger- ast beztar í dag. Örvax Kristjánsson, LP, Stereo, Xónaútgáfan. Örvar Kristjánsson er nær ó- þekkt nafn í dansmúsíkinni. Hann er frá Hornafirði, en hef- ur verið búsettur á Akureyri um nokkurra ára skeið og leikið þar í hljómsveitum. Á þessari plötu leikur Örvar tólf „gamla dansa“ á harmoniku við undirleik tveggja annarra Akureyringa, þeirra Gunnars Tryggvasonar og Júlíusar Fossberg. Það þarf nokkra dirfsku til að gefa út LP plötu með óþekktum listamönnum, og einhvern veg- in er það nú svo, að maður.býst ekki við jafn miklu af þeim og þjóðkunnum listamönnum. Og vissulega má heyra það á nokkr um smáatriðum, að hér eru ekki þrautþjálfaðir tónlistarmenn á ferð, undirleikurinn er þungur á nokkrum stöðum og eins mundi lærður harmonikuleikari draga belginn á faglegri hátt en Örvar gerir, en allt um það uppfyllir platan alveg þær vonir, sem hægt er að gera sér í upphafi. Vil ég nefna þrjú atriði. Þrátt fyrir áðurnefndan þungan undir- leik á stöku stað er platan spil- uð af lífi og krafti. 1 öðru lagi eru á plötunni fjögur ágæt ný lög og í þriðja lagi er platan gott dæmi um tíma, sem nú er að hverfa, er harmonikuleikar- ar fundust i hverri sveit. Þessir nikkarar sem voru algjörlega sjálfmenntaðir, léku á nokkrum samkomum á ári, mest fyrir á- nægjuna og þeir beztu voru fengnir á böll i aðrar sveitir. Nú er öldin önnur og vart svo hald- in samkoma, að rafmagnaðar hljómsveitir komi þar ekki við sögu. Örvar tilheyrir þessum fyrrnefnda flokki, og sú tónlist, sem hann leikur, og á hvern hátt hann leikúr þessa tónlist er dæmi gert fyrir þessa gömlu nikkara. Þessi plata mun þvi verða til ánægjuauka fyrir þá, sem muna timana tvenna í danstónlist. Á .IÖLUM: Dómkirkjukórinn, Karlakórinn Vísir, LögTeglukór Beykjavíkur, Söngfélagar úr M.A. LP, Mono, Fálkinn. Jólalög þau, sem eru á þess- ari plotu munu öll hafa komið út áður hjá Fálkanum. M.a. er þama hljóðritun á söng Dóm- kirkjukórsins frá árinu 1933 og syngur kórinn þar undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. Sigfús Einarsson starfaði í Reykjavík frá árinu 1905 til dauðadags 1939, lengst af sem dómorganisti en var í reynd burð arás tónlistar á Islandi og tókst með starfi sínu að hefja söng- mennt íslenzku þjóðarinnar á hærra stig. Þessi hljóðritun með Dómkirkjukórnum mun vera hið eina, sem til er af söng und- ir stjórn Sigfúsar, og er það vissulega fengur, að fá þann söng á einni hljómplötu. Þann- ig hefur þessi plata sagnfræði- TÍZKIJVERZLININ FAQC CjjíeSilecf jól! farsælt komandi ár. NESKJOR, Nesvegi 33. HaufcurIngibergsson: HLJÓMPLÖTUR I I kl. 14.00. Aöfangadag jóla opið til kl. 14.C Jóladag lokaö. Annan í jólum lokaö. Gamlársdag opiö til kl. 14. Nýársdag opið frá kl. 11-23.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.