Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1972
Hfíngl eflii midncelti
M.G.EBERHART
— En það er bara ekki satt.
— Ilr. Calender sá yður ekki
koma upp stigann. Hann heyrði
ópin í frú Vleedam. Hann v&r
þotinn upp. En svo heyrði hann
skotin og þaut inn i herbergið
hennar. Ungfrú Fair heyrði líka
skotin og kom fram í ganginn.
iVfPfl
m &
Hvorugt þeirra minnist þess að
hafa séð manninn yðar fyrr\rer-
andi í stiganum.
— Við vorurn þar. Blanche
féll saman, rétt eins og liðið
hefði yfir hana. Cal var ... ég
býst við, að hann hafi verið kom
inn inn í herbergi Fioru.
— Hvernig hefði annar mað-
ur — morðinginn — getað kom-
izt inn í húsið?
—- Hver sem er getur komizt
inn í húsið, ef hann vill það á
annað borð, sagði hún og tók sér
í munn orð Cals.
— Og hver sem er getur lika
komizt út úr húsinu, ef hann vill.
Áttuð þér ekki við það? En
hvemig?
— Nú, auðvitað um bakdym-
ar.
— Þér sögðuzt hafa læst bak-
dyrunum.
—■ Já, það gerði ég, en morð-
r '
Aramótaskoteldar
ELDFLAUGAR - TUNGLFLAUGAR
SKRAUTFLUGELDAR - Skipaflugeldar
Fallhlífaf lugeldar
Bengalblys — Jokerblys
Stjörnuljós — Eldgos.
Verzlið þar sem úrvalið er.
Gleðileg jól!
Laugavegi 13 — Kjörgarði — Glæsibæ.
BLAÐBURÐARFOLK:
Sími 16801.
VESTURBÆR
Nesvegur II - Lynghagi -
Reynimelur 1-56.
AUSTURBÆR
Miðtún - Háteigsvegur -
Háahlíð - Þingholtsstræti - Miðbær
Freyjugata 1-27 - Laufásvegur 2-57.
Hjallavegur - Hraunbær 44-100 - Foss-
vogur V - Langholtsvegur 71-108 -
Háaleitisbraut 13-101.
ISAFJÖRÐUR
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsing-
ar hjá umboðsmanni á ísafirði og afgreiðslu-
stjóra.
Morgunblaðið,
sími 10100.
inginn getur vel hafa opnað þær
innan frá.
— Þér viljið fá mig til að
trúa, að einhver hafi læðzt inn
í húsið, og hafi verið þar í fel-
um, þegar þér fóruð inn í eld-
húsið?
— Það veit ég ekkert um.
— Það virðist nú ekki sérlega
trúlegt, finnst yður? Einhver
maður inni í húsinu, biðandi eft-
ir tækifæri til að fremja morð.
Bíðandi eftir, að þér færuð út
frá frú Vleedam. Það væri nú
nokkuð áhættusemt fyrir hvern
sem væri.
— Ég veit ekkert, hvernig það
hefur gengið til. En hann hlýtur
að hafa komizt inn í húsið og
sloppið út aftur ... Hún laut
fram. —: Var bakdyrahurðin enn
læst þegar þið ... þegar lögregl-
an kom á vettvang?
— Það er ég sem er að spyrja.
Hvemig viljið þér halda fram,
að morðinginn hafi sloppið út?
— Ja ... gegnum gluggann.
Eða frönsku dyrnar, þarna.
Hann gætí svo sem vel hafa kom
izt út um fordyrnar, án þess að
nokkurt okkar hefðd orðið þess
vart. En þetta var svo óskap-
legt og ruglingslegt, að ég get
ekki kornið orðum að því ...
— Hvernig hefði nokkur mað-
ur getað komizt út úr herbergi
frú Vleedam, án þess að nokk-
urt ykkar sæi hann?
Hún starði á hann. — Það
veit ég ekki ... jú, víst veit ég
þf.ð. Það eru vængjadyr um
þveran ganginn.
Hann kinkaði kolli. Hún flýtti
sér að halda áfram: — Ég er
viss um, að þær hafa verið læst
ar þegar skotunum var hleypt
af, því að þegar Cal hljóp inn í
herbergi Fioru, þá heyrði ég
báðar hurðirnar skellast í vegg-
inn. Svo að hver sem hefur skot-
ið hana, hefur haft svigrúm ...
ég er alveg viss um, að hann
hefur haft tíma tii að hlaupa
fyrir hornið I ganginum og svo
niður bakdyrastigann. Hún dró
andann og hugsaði sig um. —
Já, þannig hlýtur það að hafa
gengið tíl.
— Er þetta í fyrsta sinn, sem
þér hafið hugleitt undankomu-
leið fyrir innbrotsþjóf ?
— Já það er það.
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
— Hafið þér ekki rætt þetta
við neinn?
— Nei. Var bakdyrahurðdn
enn læst þegar þið komuð?
Hann tók aftur upp kanínuna,
kveiktá á henni nokkrum sinnum
og sagði síðan: — Nei. Læsingin
var dregin frá.
—- Þarna sjáið þér!
— Þér höfðuð kappnógan
tíma til að opna læsinguna og
láta það líta þannig út, að ein-
hver hefði sloppið út.
— En það gerði ég ekki.
— Þér segið, að þessi ósýni-
legi og merkiiega þögli maður
hafi tekið byssuna með sér?
Það hlýtur hann að hafa
gert, ef þið hafið enga byssu
fundið. Þannig vissum við, að
þetta var morð. Pétur og Cai
leituðu báðir, en þarna var eng-
in byssa.
— Hvers vegna fleygði maður
inn yðar fyrrverandi kúlunni,
I vær stúlknanna ásamt börnnni sínum. — Og lítil gestkomandi stúlka horfir lirifin á.
— Heimilis-
bragur
Framh. af bls. 13
leiknum er lokið. Þær geta
fengið helgarleyfi, larið á
laugardegi og komið á sunnu
dagskvöld, og verða þá bara
að láta vita af því, hvar þær
eru. Þær taka náttúrlega börn
in með sér. Hvað gestakom-
ur snertir þá er það mjög
frjálst, stúlkumar geta tekið
á móti vinum sinum og kunn-
ingjum. En ætlazt er tái, að
kvöldges'tir séu famir klukk-
an ellefu.
— Og svo vinna þær vænt-
anlega húsverk hér?
— Þær gera það eftir á-
kveðnum reglum og skiptingu.
Þær sjá um matseld og þvotta
af sér og sínu bami. Þær
sauma talsvert á bömin og á
sjálfar sig. Þær eiga þess kost
að sækja námskeið í Hús-
mæðraskólanum, en hafa lítið
notfært sér það. En yfirleitt
eru þær ósköp samvizkusam-
ar við sín verk. Núna fyrir
jóiin bakar til dæmis hver
stúlka eina smákökutegund
og svo höfum við bakað vín-
artertur, súkkulaðikökur,
kryddtertur og allt sem nöfn-
um tjáir að nefna. Það geng-
ur fyrir sig, eins og á öðrum
heimilum.
— Á hvaða aldri eru stúlk-
urnar, sem hingað koma?
Sú yngsta var 16 ára og sú
elzta 35 ára. En flestar hafa
verið 20-—22 ára gamlar. Ég
nefndi, að stúlkurnar væru
undantekningarlítið samvizku
samar við vinnu hér á heimil
inu, enda er það nauðsynlegt.
Og þær hugsa ákaflega vel og
umhyggj usamlega um börn
sín, svo að það er til fyrir-
myndar. Til mikils stuðnings
er að hingað kemnr hjúkrun
arkona vikulega og skoðar
börnin og ræðir við stúlkurn
ar og gefur þeim holl ráð og
leiðbeiningar. Beri veikindi að
höndum leita stúikurnar til
sinna heimilislækna, en lækn
ar mæðraheimiMsins eru
annatrs Guðjón Guðnason og
Haildór Hansen.
— Og samkomulagið á heim
ilinu, Kristín?
—Samkomulag milli stúlkn
anna er gott. Það held ég mér
sé óhætt að segja. Þær ræða
mikið saman og mér hefur
fundizt að þær ættu einnig
hægt með að tala við mig um
sín mál, enda er slíkt alveg
frumskilyrði til að sambúðin
á svona heimili geti biessazt.
Ég hef einnig veitt því eftir-
tekt, að þær hafa taugar til
heimilisins eftir að þær fara
héðan; þær skreppa í heim-
sóknir hingað, hringja og
segj a góðar fréttir af sínum
högum eða spjialla bara um
daginn og veginn.
Að mörgu leyti finnst mér
heimilisbragur vera hér ágæt
ur. Þetta er talsvert bindandi
starf fyrir mig, en ég hef
fundið velvilja hjá stúlkunum
og stuðning og það er uppörv
un í því, eins og gefur að
skilja. Margar þessara stúlkna
eiga við svo margþætt vanda
mál að stríða, að fólk sem lif
ir venjulegu lifi og þekkir
ekki inn á annað en þægileg-
ar hliðar mannlífsins, á kann-
ski erfitt með að skilja þau. En
engu að síður er þetta jákvætt
starf, sem hér er unnið af
borginni og ég vona að stúlk
unum líði að mörgu leyti vel
hér.
— Og jólahaldið hjá ykkur?
-— Verður eins og á hverju
öðru heimili. Við skreytum
stofurnar og neðri hæðina,
höfum jólatré, skiptumst á
gjöfurri og borðum gómsætan
mat. Á aðfangadagskvöld ætl
um við að hafa svínakótelett-
ur. Sumar stúlknanna fara til
ættingja um jólin og ég veit
ekki, hverjar verða hér á að-
fangadagskvöld. En það held
ég mér sé óhætt að segja að
heimilisbragur sé hér góður
og jólástemning ríkir hér ekki
síður en annars staðar — og
kannski meira en víða. Það
gera líka krakkakrílin.
Þegar við Kristin höfðum
skrafað saman, skoðaði ég
heimilið betur og rabbaði við
þær tvær stúlkur, sem voru
heima. Þær létu prýðilega af
verunni á Mæðraheimilinu og
voru sammála um, að heimili
af þessu tagi veitti mörgum
stúlkum þá hjálp og þann
styrk, sem kynni að ráða úr-
slitum um framtíð þeirra og
barnanna þeirra. — h.k.