Morgunblaðið - 29.12.1972, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1972
POL.ÝFÓNKÓRINN flytur
Jólaóratoríu Bachs í Háskóla-
bíói i kvöld (föstudagr) kl. 21
og aftur Iaugrardaginn 30. des-
ember kl. 14. Flutningur kórs-
ins á þessu verki er löngu
orðinn fastur liður í jólahaldi
tónUstarunnenda, enda þegar
uppselt á fyrri tónleikana fyr-
ir nokkru.
Einsöngvarar með kórnum
að þessu sinni eru Neil Jenk-
ins, Sandra Wilkes, Ruth L.
Magnússon og Halldór Vil-
helmsson, en stjómandl að
vanda Ingólfur Guðbrands-
son.
Sá síðastnefndi var kannski
örlítið þreytulegur þegar við
lituim inn á æfingu í Háskóla-
biói í gær, enda hefur hann
stjómað 22 æfingum í þessum
mánuði.
— Hér hafa margir lagt á
sig mikið starf og án annars
endurgjalds en þess sem söng
gteðin er. Það má kannski
Jólaóratoría Bachs
flutt í Háskólabíói
líta á þessa tónleika sem jóla-
gjöf kórsins til landsmanna
og ég vona að þeir njóti vei.
— Þið hafið hingað til flutt
þetta verk í Landakotskirkju?
— Já og unað okkur mjög
vel þar. Kirkjan er nú bara
því miður of lítil fyrir svona
marga flytjendur, þeir eru nú
144 talsins. Þessi fjöldd er aft-
ur nauðsynlegur til að koma
verkinu til skila í Háskólabíói.
Ég er að vísu ekki ánægður
með hljómburðinn, en ein-
söngvararnir sem hafa setið
úti í sal og hlýtt á æfingar,
álíta að verkið komist vel til
skila. Þetta er nú kannski
bráðabirgðaráðstöfun, ég bind
mifclar vonir við Hallgrims-
kirkju, hljómburður þar ætti
að geta verið mjög góður ef
eitthvað er þá gert til að
hugsa um það atriði.
— Mér virðist því miður
að það sé oft lítið hugsað um
Einsöngvarar og stjórnandi: Ruth L. Magnússon, Sandra Wilkes, Neil
Vilhelmsson. Að baki þeim e r Ingólíur Guðbrandsson.
Jenkins
hljómburð í þessum nýju
kirkjuim sem verið er að
byggja. Það er jafnvel teppa-
lagt í hólf og gólf og betri
hljómigleypi er varla hægt að
finma. Vonandi verður betur
að þessu hugað í Hallgríms-
kirkju.
— Það er 140 manna kór,
sem flybur óratoríuna, feng-
uð þið einhverja utanaðkom-
andi aðstoð?
— Þú mátt ekki gleytma
Kammerhljómsveitinni, það
eru flytjendumir sem eru sam
tels 140, að undanskildum
einsöngvurunum. Polýfónkór-
inn hefur stækkað mitkið síð-
an kórskólinn tók til starfa
og það má segja að allir flytj-
endurnir séu tengdir kórnum.
Halldór
Sungið af innlifun á æfingu.
(Ljósm. Kr. Ben.)
Lester Pearson látinn:
Litríkur stjórnmálamaður
og einlægur friðarsinni
— EINLÆGUR hugsjóna-
maður og með afbrigðum
starfsamur en jafnframt
skemmtilegur háðfugl, sem
hleypti fjöri í allar umræð-
ur með óvæntum tilþrifum. Á
þennan veg var kanadiska
stjórnmálamanninum Lester
Pearson gjaman lýst, en
hann lézt í gær, 75 ára að
aldri. Með honum er horfinn
af sjónarsviðinu einn mikil-
hæfasti og litrikasti stjóm-
málamaður, sem Kanada-
menn hafa eignazt á þessari
öld. Hann hlaut friðarverð-
laun Nóbels fyrir störf sín í
þágu friðarins í heiminum,
var utanríkisráðherra og síð-
an forsætisráðherra lands
síns, einn af frumkvöðlum At-
lantshafsbandalag-sins og
hefði orðið framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
hefðu Rússar ekki komið í
veg fyrir það.
Lestetr Pearson var fæddur
23. apríl 1897 í Toronto, son-
ur prests, sem starfaði við
kirkju meþódista. Haran lagði
stemd á sagmfræði við háskól-
ann í Toronto og sáðan í Ox-
ford, en þegar fyrri heirns-
styrjöldin skall á, tók hamm
þátt í henni sem ftagmaður
og gat sér góðan orðstir. Að
stríðinu ioknu gerðist hann
prófessor í nútimasögu við
háskóia sinn í Toronto. Árið
1928 hóf hann svo þann feril,
sem átti eftir að færa honum
völd og heimsfrægð.
Þótt merkiiegt megi virð-
ast, fékk Kanada ekki sitt
eigið utanríkisráðuneyti fyrr
en þetta sama ár — og í
þjónustu þess staraði Pearson
síðan af miklum krafti og
áhuga árum saman. Þar
hjálpaði honum sferbur per-
sónuleiki hains og mikil skap-
festa og þar að auki var hann
starfsamur með afbrigðum.
Það spil'lti ekki fyrir verð-
andi stjómmálaferli harns, eim
mitt í Kanadia, að hann var
áhugasamur iþróttaimaður.
Þaninig hafði hann í æsku
verið góður knabtspyrnumað-
ur og þjálfaði sjúlfur isknatt-
leiksveitir. Jafnvel á efri ár-
um var hann orðlagður tenn-
isleikarL
Pearson tók þátt í fundurn
og ráðstefnum Þjóðabanda-
lagsins í Gemf fyrir síðari
heim.sstyrjöldiin a, en á styrj-
aldarárunum hafði hann með
hendi mikilvægt embætti í
kanadiska sendiráöiinu i Lond
on. Hann var ákafur stuðn-
ingsmaður friðarhugsjónar-
inmar og alþjóölegs sam-
starfs og var á meðal þeirra
frumherja, sem mótuðu
stefnu og hlutverk Samein-
uðu þjóðanna í heimsimálun-
um.
Það varð honum mikils
virði á framabraiutiinni, að
hann var skipaöur sendi-
herra Kanada i Washington
og gegndi þar hliutverki sem
meðalgöngumaður milli
Bandarikjianna og annarra
enigiisaxneskra landa, en
ósjaidan var misklíð þeirra á
miIM.
Þegar Sameinuðiu þjóðimar
voru komnar á fót, var hann
skipaður fuiltrúi lands síns
þar og varð brátt einn at-
kvæðamesti fulltrúinn þar og
hefði tekið við embætti fram-
kvæmdastjóra eiftir Trygve
Lie, ef Rússar hefðu ekki
beitt neitunarvaldi gegn hon-
um. Yfirleitt var samband
hans við Rússa einkennilegt.
Ýmiis’t lögðust þeir eindregið
gegn honuim eða reyndust
homuim saimvinnuþýðir.
Seigja imá, að með sbarfi
siímu hjá Sameiinuðiu þjóðunum
hafi Pearson óumideilanlliega
orðið þekkitasti sérfræðingur
Kanadamanina á vettvangi
utarurikiamiála og mestur
áhrifúimaður á því sviði.
Haustiö 1948 varð hann lika
uitaniríldsráðherra iands sínis
og hélt þá s amitímis inn á hinn
pólitíslka vettvang hekna fyrir
sem einn helzti foryistuimaður
Frjálslynda flokksins.
Som uitanrílkisiráðherm varð
han/n einin af frumlkvöðium
Framh. á bls. 20
Mynd þessi sýnir Lester Pearson, er hann afhjújKiði bronstöfiu í bókasafnsbyggingu Kanada
þings í Ottawa, en taflart var gjöf frá Vestur-íslendingum í Kanada á hundrað ára afmæli
landsins. Á töfluna er letruð frásögniu af för Leifs Eiríkssonar til Ameríku úr Græniendinga-
sögu og er textinn á isienzku, ensku og frönsku. (Ljósm.: E. Pá.)