Morgunblaðið - 16.01.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1973 21 1870. Að vísu hafði skozkur að- alsmaður, Selkirk lávarður árið 1912 flutt nokkra bændur, landa sína, á Rauðárbakka, þar sem nú stendur Winnipegborg. En sú byggð breiddist lítið út, þvi að samgöngur við aðra byggða landshluta voru afar- erfiðar. Menn vissu þess vegna lítið hverra kosta var völ á þvi óendanlega flæmi skóga og mýr arfenja sem lá til norðurs og norðvesturs. 1 Álftárdalnum 'er talið að sé einna bezt gróðurmold i byggð- um norðvestur Kanada, en þanig- að hófst ekki innflutningur hvitra manna fyrr en um síð- ustu aldamót. Áður byggðu landið Indíánar einir. Þar var þá gnægð veiðidýra í skóginum og fiskur í vötnum og ám. Nú eru i þess'Uim dal frjósamir akrar og engi, og þar lifir sam- an fólk frá ótal þjóðlöndum í sátt og fullum friði. Fyrstu islenzku landnemarnir komu þangað vorið 1898. Þeir voru Jakob Ágúst Vopni, frá Ljótsstöðum í Vopnafirði og Gunnar Helgason frá Geirólfs- stöðum i Skriðdal. Þeir höfðu áður komið til Argyle eða Mouse River, en þar var þá orð ið erfitt að fá heimilisréttarland og kaupverð á numdu landi of hátt. Þeir félagar lögðu af stað með fólk sitt og farangur 15. júní. Búslóðina fluttu þeir á vögnum og beittu uxum fyrir. Ferðin tók þá mánuð. Höggvin hafði verið í skóginn akbraut yfir Andafjöll, en allar keldur og læki urðu þeir að brúa, svo yfir yrði koimizt. Þótt nú breiði sig akrar og engi vitt um Álftárdai, er þó skaimmt síðan að þar var setzt að á ónumdu landi, ruddur skóg síðan til Mortenbyggðarinnar. Þar áttu þau heima í fimmtán ár. Lengst þann tíma, vann Ey- þór með stórvirkum jarðyrkju- verkfærum — ruddi skóga og braut land undir kornyrkju. Hann hefur sjálfur látið breyta ýmsum áhöldum sem hann hef- ur þurft að nota, eftir því sem honuim hefur reynzt bezt við hæfi. Þannig getur hann nú með sterkri jarðýtu, eða skera sem settur er í stað ýtunnar, brotið tólf feta skára af þykk- um skögi því nær hindrunar- laust og hagar sér við þetta á ekki ósvipaðan hátt og þegar vélslegin eru tún og akrar. — „Öll viinnutiihöguin og verkfæra- val verður að miðast við það, að sem minnst eyðileggjandi um- rót verði á jörðinni. Það er jörð in, sem maður er að leita eftir. gróðurmagni þeirrar moldar, sem þroskar kornið og fólkið nýtur uppskeru af. Með því að búa sjálfur til verkfærin hefur mér tekizt að auka vinnuafköst vélanna. Ég á 33 tonna jarðýtu. Hún er dýr í rekstri. Fyrir hverja vinnustund með þeirri vél, þarf ég að fá tuttugu dali. (Það er sem næst kr. 1760). Á límabili gerði ég út margar vélar og hafði menn í vinnu. Það skilaði talsverðum hagnaði, þarngað til kvótafyrirkomiulag- ið kom á kornsöluna. Þá gátu bænrtur ekki selt strax nema lít- ið brot af uppskerunni og höfðu því ekki handbært fé til að greiða fyrir vinnuna. Þetta úthald var því orðið erfitt og dýrt. Þess vegna hætti ég og keypti mér villt land. En einn- ig það fór að vaxa mér yfir höf- uð. Þetta er orðið alltof stórt fyrir okkur." Og nú stendur húsbónd'mm upp frá borðinu og gengur út að sinna bústörfum. i l Heiniili livknish.jónanna i Sw.ui Kiver. ur og sáðjörð unnin. Árið 1966 keyptu hjónin Ingibjörg og Ey þór ísfeld villt skógland suður undir Andafjöllum og settust þar að. Á þeim sex árum sem síðan eru liðin hefur þarna ris- ið upp myndarbýli með mikla kom- og grasfóðurræktum. Hvo:rt tveggja tiíl öflunar útsæð- is. Talsverðum örðugleikum hef- ur það valdið hve «rfitt hefur verið að koma skógarviðnum í verð. Alioft verið betri kostur að brenna hann en kosta til flutnings og vinnu. Sumarið hefur verið fremur óhagstætt. það er fyrst í dag, 1. sept. að Eyþór bóndi byrjar kom slátt. Ég get því varla talizt góð sending, þar sem ég hiýt að valda töfum frá vinnunni. En um það þýðir ekki að sakast, að eins vona, að þrátt fyrir það gagni.it bóndanum gróður jarð- PT. Þau Ingibjörg og Eyþór stofn uðu heimili 1940, fyrst á Eyjólfs stöðum í Geysibyggð i Nýja-ís landi. Þar var heimilisréttar- land afa Eyþórs og ömmu, Eyj- ólfs Einarssonar og Þórönnu Björnsdóttur. Þau komu frá Is- landi árið 1876. Dóttir þeirra, Halldóra Isfeld, móðir hans, er fædd vestanhafs. Eftir fjögurra ára dvöl á Eyj- ólfsstöðum, fluttust þau, Ingi- björg og Eyþór til Arborgar og Húsfreyjan Ingibjörg er dótt- I ir hjónanna Stefaniu Líndal og Ólafs Kristjánssonar. Hún er þvi náskyld fólkinu á Hjalta- stöðum í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu og þar heima hefur dvalizt uim tima eimn son- ur þeirra ísfeldhjóna. „Okkur hefur liöið vel. Við höfum verið heilsugóð, eignazt fimm böm, sem ölll hafa komizt vel áfram og aldrei orðið fyr- ir neinum áföllum. Þegar við tókum þetta land, héldum við kannski að eitthvað af drengj- unum okkar vildi eiga heimili úti á landi, en líklega verður það ekki. Þeir fá vinnu sína bet ur borgaða á annan hátt. Ég veit ekki hvernig þ«tta er, en mér virðist helzt stefnt I þá átt að gera þá stóru stærri en hina minni minni. Ég hef ævinlega verið hreyk- in af því að vera íslenzk að ætt- erni og segi öllum að ég sé Is- lendingur. Það er ekki dropi af öðru blóði í æðum okkar hjón- anna, svo langt sem þær ættir verða raktar. Og þótt börnin okkar hafi nú valið sér maka af öðru þjóðerni, tala þau öll íslenzku og þykir vænt um sinn íslenzka uppruna.“ „Já, okkur þykir öllum vænt um Island, þótt við aldrei höfum það augum litið,“ segir blessuð amman, Halldóra Isfeld. „For- eldrar mínir komu til Nýja-ls- lainds, að Gimli fyrst, en námu svo land á EyjóMsstöðum i Geysis-byggð og þar fæddist ég. Skömmu seinna fluttust þau út í Mikluey, liklega vegna þess, að faðir minn hefur talið auðveld ara að sækja þaðafe út á vatnið til fiskveiða. Hann hafði verið sjómaður heima á Islandi og ! kunni því vel til verka hvað veiðisikap snerti, t.d. að hnýta og bæta net. I Mikluey varð iifið þó ákaf- | lega erfitt. Gripirnir sukku í fenjadý, jafnvel mjólkurkýrnar, og engin ráð til að bjarga þeim. j Foreldrar mínir fluttust þvi aft j ur til Eyjólfsstaða og þar ól- ! umst við systkinin upp, átta, j sem lifðum. Faðir minn hélt þó áfram að stunda veiðiskap i vatninu (Winnipegvatni) og lét það ekki á sig fá þó að ganga þyrfti hann sex milur að morgni og sömu leið aftur að kvöldi eða næsta dag og þá með veiðina, sem nota átti fyrir heimilið, á bakinu. Þessi fyrstu ár voru erf ið. Hann átti hvorki uxa né hest til að beita fyrir æki. Við vor- um fátæk en höfðum alltaf eitt- hvað til að borða. Sjálfsagt hafa allir okkar heimilishættir verið mjög ís- lenzkir og i samræmi við þær lifsvenjur, sem foreldxar mínir ólust upp við. Islenzka var okkar mál og i uppvextinum kunnum við ekkert annað. Fullorðin giftist ég manni, sem Ástvaldur ísfeld hét. Hann var frá Saskatchewan. Með hon- um átti ég Eyþór. Svo fór bónd inn sína leið en ég fór heim til foreldra minna með drenginn. — Ónei, ég hef ekki gift mig aftur. Þetta var víst alveg nóg reynsla. Ég kvarta samt ekkert yfir ævikjörum minum. Síðustu árin hef ég verið hér hjá Lóu í og Eyþóri, þegar ég hef þurft með. Og ég nýt þess vel að vera amrna." Björn -læknir og Páll eru að aka heim að húsinu. Mér er því vist ekki til setu boðið, enda þótt vel hefði ég unað því að hlýða lengur á ömmusögur. Ég er þess fullviss að gamla kon- an á ennþá margt í sínum piinn ingasjóði, sem vert er eftir að leita. Á fyrstu árum íslendinga- byggðar í Álftárdal, voru þar margir landnemar, sennilega nær fjörutíu fjölskyldur. Þetta fólk er nú horfið af sviðinu og margir afkomendur þess ýmist fluttir i önnur héruð eða þá tengdir annarra þjóða fólki. Þó má ennþá finna marga, sem muna tungu feðra sinna og vita full skil á, af hvaða meiði þeir eru vaxnir. Við stöndum ferðbúin á heima hlaði írisar húsfreyju og Björns læknis. Tíminn er stundum fljót ur í förum. Sá sem notið hefur góðra kynna kveður með þeim hug, og í þeirri von að fá ein- hvern tíma síðar tækifæri til að heilsa aftur. Þannig er mér nú farið. Mér virðist sem komnir séu haustlitir á lauf trjánna. Vind- urinn er svalur og það er eins og stráin kveinki sér, þegar hann snertir þau. En hér, eins og heima á íslandi, slær heitt hjarta í brjósti þeirra manna og kvenna, sem ég hef átt tal við. Sá irnnri funi er hvorki háður veðri né vindum þeim er úti blása. Á hverjum tíma á mannsæv- in sínar stóru stundir, sem þó kalla misjafnlega hátt til samfé- lagsins. Þegar barnið fetar fyrstu skrefim til móts við lífið, á það rétt á öllum stuðningi samfélags ins sér til verndar og varnar, svo að haldizt geti ljómi þeirrar himinbláma heiðríkju, sem birt- ist í bliki barnsglaðra augna. Þegar lifið lýtur i lægra haldi fyrir aðför ellinnar, er samfélag ið aftur bundið þeirri sjálf- skyldu kvöð, að skýla fyrir gusti haustsins, svo að hrafna klær hrímsins skyggi ekki glóð kvöldroðans við sólarlag. Þ.M. ií y o. i 0!Í 11 R STUQy OFLiEFT-UlinG SUBUERSIOn TOORy Kynning á erlendum st j órnmálaritum Samband unigra Sjálfistæð- ismanna hafa nú nýlega borizt fáein erlend pólitisk rit sem fjalla aðallega um hina svoköll uðu nýju vinstri-stefnu, um vinstri og hægri i brezk- um stjórnmálum, gagnrýni á ný- marxdskar hugmyndir o.m.fl. Meðal fyrirgreindra rita eru m.a. „Den nygamla ávnstern“ e. Dan.iel Tarschys og Oarl Tham. Ritið er merkilegt innlegg í þær hugmyndafræðilegu deilur sem á seinni árum hafa stafað af einhverri þeirri mestu endur- nýjun, sem marxiskar kenn- ingar hafa upplifað. Er marx- isminn í dag lausnin á vanda- málum samtímans eða hef- ur henn fyrir löngu gen,g- ið sér til húðar? Hvað er raun- hæft og hvað er eingöngu fræði hga. mögulegt? Þessum spurning uim o.fl. reyna þeir D. Tarschys og C. Tham að svara í riti sínu. Útg.: Bókciforlagið Aldus/ Bonniers, Stokkhólmi. „Haif Marx“ e. Tufton Beam- ish. 1 riti sínu ræðir Beamish um sósialisima i Bretlandi i dag. Hann skýrir hinn sosialiska mælikvarða, sem stjórnarand- staða Verkamannaflokksins styðst við. „Half Marx“ er ekki aðeins rit er vekur fóik til um- hugsunar, heldiur einnitg nauðsynlegur lestur fyrir alla þá sem kjósa að gera sér grein fyrir stjórnmálasögu síðustu ára. Útg.: Tom Stacey Ltd., 28 Maid- en Lane, London W.C. 2. „We will bury you“ tekið sam an af Brian Crozier. 1 ritinu fjalla ellefu þekktir rithöfund- ar og blaðamenn um vinstri hug myndafræði og áhrif kommún- iismans á þróun móla í heiimdn- um. 1 inngangi ritsins segir m.a.: ,.l dag er einstaklingUrinn þrúg aður af alls kyns áróðri, sem er svo mikill og stöðugur, að fiest- ir eru löngu hættir að verða var ir við hann. Svo langt hefur þessi þróun genigið, að með því að standa gegn henni, eða að- eins með því að halda uppi and- ófi, eiga menn á hættu að vera kallaðir öllum illum nöfnum. Það virðist sem aðeins þeir er yzt eru til hægri, geti verið (til dæmis) andkommúnistar. Ekki þurfa þeir sem lýsa þessu yfir endilega að vera kommúnistar, maxistiar eða jafnvel vinstri sinn aðir. En áróðurinn hefur náð tök um á þeim: að vera yfirlýstur ,,andkommúnisti“ er nánast að fremja glæp gegn þjóðfélaginu. Algengt er að kommúnist- ar kaili andkommúnista „McCai'thyisma“. Útg.: Tom Stacey Ltd., 28 Maiden Lane, London W.C. 2. Samband ungra sjálfstæðis- manna vill hvetja allt ungt fólk til að komast yfir fyrrnefnd rit og kynna sér þau vel. Ef ein- hverjir óska eftir því að skrif- stofa S.U.S. panti fyrir þá rit, þá vinsamlegast hafið samband í símá 17103, frá kl. 13—17 alla virka daga. Ungir sjálfstæðismenn ræða: Sósíalisma og s j álf stæðisstef nu Stjórn S.IT.S. hefur ákveöið að efna til ráðstefnu iaugardaginn 20. janúar n.k. um „sósíalisma og sjálfstæðisstefnu". Verð ur ráðstefnan haldin að Hótel Loftleiðum, Kristalsal og liefst kl. 13.30. Dagskrá: Kl. 13.30 Ráðstefnan sett; Ellert B. Schram, formaður S.U.S. Jómas Haralz, banikastjóri og Jónas Kristjánsson ritstjóri flytja erindi um „sósialisma og s jálfstæðiissitefinu". — Fyrirspurnir og almennar um- ræður. — Kl. 15,30 Kaffihlé. K). 16.00 Þrir uimræðuhópar starfa undir stjóm Ellerts B. Schram, Markúsar A. Antonsson ar og Skúla Sigurðssonar. Kl. 17.00 Forsvarsmenn um- ræðuhópa skýra frá uimræðum í hópunum. — Fyrirspurnir og almennar um ræður. — Kl. 18.30 Ráðstefnunni slitið. Umræðustjóri verður Ellert B. Schram formaður S.U.S. Hjálagt fylgja með fáein- ar hugmyndir um umræðu- punkta, sem gott væri að ígrunda að einhverju marki fyr- ir ráðstefnuna. Einnig viljum við sérstaklega benda á eftirtalin e»' indi og fyrirlestra sem gefin hafa verið út. „Land og Lýðveldi II“, Bjarni Btinediktsson, Rvk. 1965. „Um sjálfsitæðisste-fnuna", Birgir Kjaran, sérpr. úr 2.—3. hefti Stefnis 1958, Rvk. 1959. „Sinna verka njóti hver", Birgir Kjaran, Rvk. 1958. „Hve mikil opinber afskipti eru samrýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagi", Birgir Kjar- an, Rvk. 1959. „Kjósandinn, stjórnmálin og valdið“, grein í bókinni um sjálí stæðisstefnuna: Geir Hallgríms- son og fleiri greinar, Rvk. 1965. „Sjálfstæðisstefnan“, Jóhann Hafstein, Rvk. 1953. „Þjóðmál“ erindi flutt á stjórn málaskóla Varðar, Rvk. 1959. Umræður og árangur af ráð- stefnunmi er að sjálísögðu und- ir þvi kominm, að væntanlegir þátttakendur séu að einhverju leyti undirbúnir. Þess er vænzt, að ungir sjálf- stæðismenn fjölmenni á ráðstefn una og taki sem flestir þátt i umræðunum. (Fréttatilkynning frá S.U.S.) iEsm nncLEGB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.