Morgunblaðið - 16.01.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1973, Blaðsíða 11
MOKGUXBLAÐIÐ. MiíÐJI’IlAGÍ’K 'lfi.'JÁNl'ÍAR 1973 |V Matthías Kjeld, læknir: Geðdeild eða nýr Kleppur í umræðum þeim, sem orðið hafa um „geðdeild“ Landspítal- a»is að undanförnu, vekur það sérstaka furðu að aldrei hefur verið frá því skýrt, hvaða ástæð ur liggja til grundvallar þeirri ákvörðun heilbrigðismálaráð herra, að byggja skuli sérstakt geðdeildarhús á lóð Landspítal- ans og Háskólans við Hring- braut. Ráðherra segir sjálfur í ræðu, að þetta sé gert í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann, þar sem segir að bætt skuli úr ófremdarástandi í málefnum geðsjúkra. Þetta er eina ástæð- an, sem tilgreind er og verður ekki annað séð en að margar og ólíkar framkvæmdir yrðu þann- ig í samræmi við stjómarsátt- málann. t>að hefur hvergi kom- ið fram, að neitt hafi verið gert til þess að komast að þvi hvað bezt væri að gera til þess að fullnægja þessu atriði í stjóm arsáttmálanum, enda er árangur eftir því. Ákvörðun ráðherra er ein sú versta, sem um er að ] ræða, til úrlausnar á málefnum geðsjúks fólks á landinu. Hún hlýtur að endurskoðast vegna þess, og eins vegna einróma mótmæla Háskólans og lækna- ráðs Landspítalans. Málið liggur þannig fyrir í stuttu máli: Byggingarnefnd Landspitaíans og læknadeildar Háskólans hafa fyrir rúmum tveim árum, í samráði við ráðu- neyti heilbrigðís- og mennta- mála, ráðið þekkt enskt arki- tektafyrirtæki með víðtæka al- þjóðlega reynslu, til þess að skipuleggja byggingar á fyrr- nefndri lóð. Þar er gert ráð fyr- ir 60 rúma geðdeild, sem síðar er aukin upp i 100 rúm, vegna þrýstings einhvers staðar frá. Fyrir rúmu ári skipar svo ráð- herra skyndilega „starfshóp" sem kallaður hefur verið geð- deildamefnd, til þess að undir- búa byggingu geðdeildar við Landspítalann. Hvers vegna? Var bygginganefnd Landspítal- ans að gera einhverja vitleysu eða þeir menn, sem með henni unnu? Hvað hafa byggingamefndir Landspítalans og Háskólans um þetta að segja? 1 þessum byggingajnefndum sitja læknar Landspltalans og eru þeir jafnframt flestír kenn arar við læknadeild Haskólans. Þessir menn hafa fylgzt roeð þró un og byggingu Landspitaians í áraraðir og ætíu að vita hvað stofnuninni er fyrír beztu frá hinum tveim sjónarmiðum sem ráða fyrir þerrnan spítala, nefni lega sjónamiið Jækninga og læknakennslu. Landspítalinn er almennur spítali og jafnframt háskólaspít ali. Skyldur hans eru fyTst pg fremst að stunda þær beztu lækningar sem mögulegar eru og kenna þá beztu læknisfræði, sem unnt er í samræmi við það. Landspítalinn leysir aldrei og á ekki að leysa öll vanda- mál einhverra ákveðinna sjúfcl- ingahópa. Það eru og verða aðr ir góðir spítalar starfandi á landinu og margir góðír lækraar þar, ekki síður en á Landspít- alanum. Undarlegar umræður hafa átt sér stað um mál þetta í foorgar- stjóm. Tveir stjómmálaöokkar samþykkja sérstaka bókun, en þora auðsjáanlega ekki að standa gegn samþykkt hlns nýja geðdeildarhúss af ótta við at- kvæðatap. Adda Bára Sigfús- dóttir, einn flutningsmanna til- lögunnar og aðalhvatamaður að byggingunni telur málið enga bið þola og kunni málið að falla niður eða rýma í meðförum ella. Ekki bendir öþoMnmæði flutningsmanns og orð til þess að hún hafi neina sérstaka ánægju af að þetta hennar „ágæta“ mál verði sem bezt kynnt meðal borgarráðsmanna. Almenningur er látinn halda að hér sé um einhverja allsherj- ar patentlausn á vandamálum geðrænna sjúkdóma í landinu að ræða yfirleitt <sbr. blaða mannafund geðdeildarnefndar í haust), Þetta er auðvitað al- rangt og má verja þaim hundr- uðum milljóna króna, sem þetta kostar á margan betri veg og til miklu áhrifarílcari hjálpar og lækninga á geðsjúkum. Það má raunar leiða að því sterkar lík- ur að þetta sé geðsjúklingum og geðlækningum mjög I óhag. Til deamis að ne&ua er efiir- farandi: Sérstakur spitali á lóð- inni heldur geðsjúklingum að- skildum frá öðrum sjúklinga- hópum og nafnið Nýi Kleppur eða Landspítalakleppurínn fest- ist nær örugglega við deildina, samstarf og samgangur milli lækna og starfsliðs deiWarinnar annars vegar og aðalspítalans hins vegar verður stirt, rann- söknir þungt haldínna geðsjúkl- inga og raunar allra geðdeildar sjúklinga yrðu mjög þungar í vöfum o.s.frv. o.s.frv. Almenningi er hins vegar nokkur vorkunn. Margtr hafa heyrt um eða haft eitthvað af að segja geðveiku eða geðtrufl uðu fólM óg erfiðleíkum vegna þess, ráðstöfunarerfiðleikum vegna drj’kkjumanna o.s.frv. Geðdeild, eliefu þúsund fermetr ar, leysir bara ekki allan vand ann hvort heldur hún yrði reist við Landspítalann, Landa- kot eða einhvers stáðar annars staðar. Skammlégudeildír al- mennra sjúkrahúsa, í þessa til- vikí geðdéildir, nwmu reyna að lækna þetta fólk, en það verð- ur alltaf einhver byrði á sínum aðstandendum um skeið. Það er ekki fyrr en þetta fólk er al- gerlega dæmt til innilokunar að það er algerlega komið af hönd- um aðstandenda. Skammlegu- deildir almennra sjúkrahúsa, sem byggðar eru í kringum dýr- ar einingar eins og rannsóknar- stofur, röntgenstofur og skurð- stofur geta ekki og eiga ekM að taka við þeim sjúklingahópi. Allmargt broslegt hefur kom- ið fram í þessu máli af hálfu áhugamanna um geðdeildina., en furðulegust er sú röksemda- færsla Tómasar Helgasonar prófessors, að þessi fyrirhugaða bygging geðdeildarnefndar muni leysa læknavandamál dreifbýlisins (þessa röksemda- færslu tekur heilbrigðismála- ráðherra óforeytta upp í þing- ræðu sina um þetta mál). Ef reyna ætti að fá eitthvað út úr röksemdafærslu þessari, mætti helzt ætla að geðveiM sé megin- vandamál þeirra dreifbýlis- manna. En hvað sem nú líður Matthias Kjeld. þessari skringilegu röksemda- færslu, er staðreyndin í málinu auðvitað sú, að öll rök hníga að þvi að geðdeildarframkvæmdir geðdeildarnefndár verði til þess að auka læknaskort í dreifbýl- inu. Það fer ekki hjá því að hinn geysilegi kostnaður við þetta stóra geðsjúkrahús dragi úr framkvæmdum annars staðar í heilbrigðismálum, t.d. læknamið stöðvum, og Háskólinn getur ekki útskrifað þann fjölda lækna, sem nauðsynlegur er, þar sem hér er beinlínis verið að grafa undan þeim áætlunum sem áttu að verða læknadeild- inni til tijáipar. Bandalag kvcnua í Rvík hef- ur að sjálfsögðu sent frá sér yf- irlýsingar í málinu, og má æt<a. af yfirlýsingunni að konurnar séu töluvert „betur upplýstar" um mál þetta heldur en borgar- ráðsmenn. Það er leitt til þess að vita að svokallaðar tómasartöi- ur koma þar enn fram. Er hér um að ræða tölur uppgefuar af Tómasi Helgasyni, þar sem hann segir að 30—50% af fólki, sem leiti almennra lækna, þjáist af geðrænum truflunum aðal- lega. Aldrei hafa verið gefnar heimildir að tölum þessum, en aðrar tölur hafa verið uppgefn- ar og heimilda getið (sjá grein tíu lækna við nám í Bretlandi í Morgunbl. 15. des. s.l.) Hugsan legt er að tölur þessar séu fengnar frá héraðslækni, sem starfaði á Vestfjörðum um aMa- mótin, en þetta verður þó að bíða staðfestíngar heilbrigðis- málaráðuneytisins. Fyndið er það þó ekki, að Páil Sigurðsson læknir Lh. heil- brigðis- og tryggmgamálaráðu- neytisins skuli rangfæra stað- reyndir og skilja ekkí eða rang túlka áðurnefnda grein tíu lækna, í grein sem hann skrif- ar i Mbl. 20. des. s.l. Páll skrif- ar að Mr. Weeks og Byggingar nefnd Landspítalans hafi frá upphafí verið ákvörðunaraðili um, hvar á lóð spitalans geð- deild yrði reist. í samtali við nokkra bygginganefndarmenn hefur þessu veríð neitað og greín arhöfundur hefur séð Ijósrit aí bréfl frá Mr. Weeks þar sem seg ir í lauslegri þýðingu: „Einásta gjörð mín við val 4 stað fyrir sérstaka geðdeildarbyggingu var sú, að telja einn stað öðrum skárri af tveim stöðum sem mér voru sýndir." Þar sem íslenzMr læknar í Bretlandí eru í grein sinni að út skýra mínnkandi þörf fyrír geð- sjúkrarúm síðustu 15 árin, er ekki verið að gera tölum dags- ins í dag skil, eins og Páll virð- ist halda. Það er verið að spá til naestu 50—100 ára út frá reynslu sem fengizt hefur þ.e. minnkandi sjúkrarúmaþörf fyr- ir geðveika í framtíðinni. Þetta mál er einfaldlega þannig, að það er ekki nóg að fara eftír einhverjum ákveðnum töium, sem maður hefur, það þarf einn ig að vita hvort þær eru að breytast og þá á hvern hátt. Skopleg eru skrif ráðuneytis- stjórans um erlenda sérfræð- inga. Hann vísar á bug og telur ráðuneytið ekM hafa beðið um ráð frá arkitektinum og hönnuð inum Mr. Weeks, sem hefur iinn ið að þessu máli s.l. 2 ár, en hampar aftur geðiækninum Gunnar Holmberg sem tilkail- aður var af geðdeildarnefnd á síðastliðnu ári til þess að sjá hvað þeir geðdeildarmenn höfðu verið að gera. Svo mikið gengur á fyrir ráðuneytisstjór- anum, að fimmti hluti greinar hans í Mbl. er á sænsku, beint upp úr skrifum herra Holm- bergs. Það er víst ekM sama hvaðan góð ráð koma í þessu málí. Af hverju láta mennirnir svona? Fyrir nokkru herjaði hér að nokkru, inflúensa, svoköll- uð HONG-KONG inflúensa af A stofni, og lét fólik ,,sprautE:“ sig gegn þessum vágesti. En það er önnur veira, sem gerir vart við siig nok'ku rn veg inn árvisst, en gegn þessari veiru gagna engar „spraufur", og lítur út fyrir að velkm sé ólæknandi. Þó virðist svo sem kyrrð og rósemi hugans hafi helzt áhrif á veiruna, enda hjaðnar sjúkdóimurinn eitthvað, smátt óg smátt. Þessi veiru- sjúkdömiur er: Keflavikursjónvari>ið. Þessarri andúð nokkurra manna á Keflavíkursjónvarp- inu er bezt lýst sem siúkleika, og er leitt til þess að vita að hinir lærðustu menn í okkar landi skuli hafa látið hafa sig til þess með undirskriftum að hei.mta lokun þessa sjónvarps. Ég veit ekM betur en að það væri einmitt Keflavíkursjóii varpið, sem visaði leiðina að okkar sjónvarpd, og ég er anzi hræddur um að hefði Keflavtkursjónvarpið ekki komið til, værum við þeim krón um ríkari, sem hafa farið i þeinn am óskapnað, sem kallar sig sjónVarp, enda hefur það orð- ið lélogfa og lélégra með hverj um mánuði sem líður, í stað þéss að vaxa og þro-skast, þeg- ar 'byrj'unartíl raunimar voru mm p’airð œniímaT. Hvað er það nú sem ekki má sjónvarpa frá Keflavíkurstöð- inni. Þe:r lang siæsnushi kalla Kefiavikurstöóina hermanma sjónvarp, með sérstaka dags'krá til afþreyingar hermönnum fjarri sínu heimal'andi. Þetta er mesti misskilningur. KefLavik- ursjónvarpið er nákvænrdega eins og sjónvarp er í Banda- ríkjunum, hvorM betra né verra, það geta þeir staðfest, sem til Bandaríkjanna hafa komið. Svo eru aðrir, sem halda því fram að okkur stafi hætta af því að heyra svolii'tla ensku, og að við munum týna tungu okk- ar, íslenzkunni, við að hlusta á enskt mál. íslendingar stóðu af sér hina grimmustu storma, þegar danskan var að eyðileggja mál okkar, og eins ætia ég að við getum nú bjargað okkur sjálf- ir, án þess að okkur sé sagt hvað við megum heyra og sjá. Bókmenntir wkkar hljóta að verða það, sem verodar málið okkar bezt, en því aðeims að bókrmenntir okkar séu vel skrif aðar og málið hreint og öbrenglað. En meðal annarra orða, hver hefur gefið Nófoelsskáldinu ofckar heimild tíl að nota þá stafsetningu, sem hann notar í bóSfcum sinuim. Sá nemandi, sem hanrtip' sícrifaðj ritærðir sínar í steóla, fengi ékiki háa eink- unn i isllenzteu. Svo erum við að flytja inn aBs konar fólte, sunnam og aust an úr lömdurn, sem auðvitað hef ur með málfari sínu áhrif á ís- lenzteuna, svo maður tali nú ekki um blönduna, sem úr þessu verður. 6g spyr því aftur: Hvers vegna láta mennirnir svona? Hverju eru þeir að þjóna? Eru þeir raunverulega að hugsa um okleur íslendinga, ligg- ur ektei eitttwað annað á bak víð? Inman tíðar venður hægt að horfa á atis kyns sjónvarp frá gervifonöttum, og ég veát ekki betur en einn af hinum firægu 80-menníngum noti í starfi sínu upplýsingar frá bandarisk um gervifonetti, hvort sem hon- um líkar betur eða verr. Einm góður maður sagði ekki alts fyrir löngu, þegar „veiran grasseraði“, „látið menning- una í friði, hún bjargar sér sjálf'. Ég tek undir þessí orð. 1 des. 1972, 7877-8083. Sigurður iónsson. ,Welcome to Iceland4 30 þúsund sinnum Tólfti árgangur kynningar- rits FÍ kominn út KYNNINGARRIT Mugféiags Islands, Welcome to Ieeland, er nú komið í 12 skipti og í þetta sinn í 3ð þúsund eintök- inn sem verður dreift víðs vegar um heiminn. Það er prentað á þremur tungumái- mn, ensku, dönsku og þýzku og hefur svo verið frá upp- hafi. Á fiundi með frétttamönnum í gsar (fösitudag) sagði Sveiwn Sæmundsisicm, blaðaifulltrúi Fluigfélagsins að tiiigangurinn með útgáfu ritsins væri að kynma ís’iand út á við, og eteM einungis sem feTðamamnaland he'.idur væri einnig lögð miteil áherzla á að kynna islenzk máliefini. 1 samrami við það er 1 þessu nýjasta hetftí grein um landlheigiismálið eftdr Lúðvik Jósepsson, sjávarúitvegsráð- herra. Þá eru liika í þvi frœði- legar grei-mar, t. d. um veður- far og lofitslag, eftir Mankús Á. Einarsson, veðurfraeðing, og um iðnað ef'tir Reinho'd Dey. Riíið foefur eðl'iíega tekið töluverðum breyfimgum á þessum tólf árum. Fyrst vo.ru flestar myndimar í þvá svart/ hvítar en nú eru litmj’ndír í mi'klium meirihlutia og ýmis- legt annað hefur verið gert til að bæta útlit þess og gera það skemimtiLegra aflestrar. Meðai'. annarra gneina í blað iinu nú, má neifha eina eftir sjáMan Bing Grosfoy, í hverrí Forsíðumynd kynningarrits Fliigfélagsins. hanin lýsir veiðiferð sinni í Laxá í Aðaldal, á léttan og skemmitiiiegan hátt. Annar herna sem ekki er síður skemmti'legur aiflestrar er WUIy Bnein'ho’st sem í þetta hefti skrifar lýsingu á íslend ingtnn, að sjálfsögðu i léfcteim dúr. Þá er au'k þsss mikið af fali'egum myndum í blaðinu og eru þær ffliestar frá Ma-ts Wibe Lund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.