Morgunblaðið - 27.01.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1973, Blaðsíða 11
M1>R&(Á4hLaí>í£); HAU&AltHAGUK 2T. JAN'ÚAlt 197:í • HAMFARIRNAR I VESTMANNAEYJUM „Svo Kftir ÓLA TYNES AÐ líta yfir Vestmarmaeyj ar utam byggfta nóna er eins og að horía yfir svartam iifvatna Sprengisandinm. Vestmanna- eyjar haifa alltaf haft á sér „klettayfirbragð" en grænu skeliumar, sem þar vóru inm í miili eru horfnar og sortinn gefur eyjunum dapran blæ. Grœnn kollur Heimakletts er nú svartur. Herjólfsdalur, neðri hiíðar Heigafells, tún, garðar, tré, allt er svant. Bærinn er ekki fegurri á að Hta. I>ykkt vikurlag hyiur all- ar götur, ég held að það sé ekki ofreiiknað að meöal þykkt þess á götsunum sé eitt fet og víða eru nokkurra feta þykkir bingir, þar sem hefur runndð af húsþökum eða sópazt með vindinum. Fólksbifreiðar eiga orðið erf- itt með akstur, en það er reynit að haMa götunum nið- ur að hofninini ökufærum fyr ir fóik sem er að bjarga úr híbýlum siinium. Gosstöðvamar sjálfar miinna á víti Dantes. Þegar ég var á vertáð i Vestmanma- eyjum fyrir nokíkrum ámm, þótti mér gaman að ganga í gegnum Kirkjuibæinn og þar út með ströndiinni. Þegar ég stóð við minnismcrki Jóns píslarvotts, sá ég í sjó fram. Nú eru komán þarna tvö f jöll, sem eru farin að slaga nokk- uð í Heligafellið og á fimmtu- dag vair minnismerkið dreg- ið úit úr hrauninu og þvi kom ið á örugigan stað. Það er hrikaleg sjón að standa á nóttíinni og horfa á guirauðar gostunigumar teygja sig tdl hdmin's við und- irleik ferlegs þrumugnýs, en það er erfitt að sjá nokkuð faHegt í því. TU þess er oí miikið í húfi. Ég verð að viðúrkenna að mér þótfci það ægifagurt fyrst í stað, en sú fegurðar- tilfinninig hvaf þegar ég hélt inn í bæinn aftur. Við vorum að ganga ndður Búastaðaforaiutima, þegar við siáium vörubílhnn. Ég og svo Edda og Bragi frá Vísl. Hann stóð fyrir framan Sadtegt ein- býlislhús við Búasitaðabraut númer 15 og á svölum þess voru menn að haimast við að koma húsgögnunum niðiur á hann. Við stóðum þögul andairtak og einhvem veginn hætti gos- ið að vera ægifagurt og fóir að taka á sig aðra mynd. Húseigandinn, unigur maður, retti sig upp eftir að hafa lyfit þungum sófa, leit til gossins og strauk sivitann af emiinu með þreytulegri hreyf in'gu. Svo gekk hann inn í húsið aftuir. í>að var kaUað tii okkar næstum hösituiglega: — Upip á paHinn. Andartaki síðar vorum við Bragi komnsir þang að og svitnuðum undan is- skápum, þvotitavélum og öðr- um þeim hiutum, sem þunigir finniaist á heimUum, en Edda stóð fyrir neðan með aliar myndavéiamar um hálsinn. Og eimhvern veginn virtist gosiið hafa færzt nær og hávaðinn af því vera miklu meiri. — Þá er aUt komið i bili, var kailað og það var ekið á ferð niður að höfn, þar sem Huginn II. beið þess m.a. að fá þennan farm um borð. Á leiðinni niður eftir fékk ég að vita að sá sem átti hús- ið hét Óli og sá sem keyrði hét Raggi og þeir höfða stol- ið bílmum til að bjarga inn- búi'nu. — Það er ekki um annað að ræða, sagði Raggi, við verðum að nota það sem tiltækt er og ég veit að eig- andinn hefði lánað okkiur bíl- inn fúslega, hvort eð er. Bensángjöfin fór aldrei langt frá gólfinu hjá homum, á leiðinni niður eftir og við sáum þvi ekíki nema snögg- ar svipmyndír af því sem var að geraist i krimgum okk- ur: Vörubílar fyirir utan hús, fólk sveitt við að hlaða þá. Fjölskyida á leiðinni niður að höfin með altó sem hún gat komið á stóran handvagn. Lögreglubílar með blikkandi sirenur og hjálparsveitar- menn takandi tU höndum alls staðar sem þeir gátu komið að gagni. Svo vorum við komin nið- ur að höfn og hjáipíúsar hendur aðstoðuðu við að losa bílinn. Það voru sagðir kald- ranailegir brandarar, en menn hlógu ekki, heldur brostu kaldranalega. Það var ekkerit fyndið við það sem var að gerast, en fjandinn hiafi það að Eyjamerm lótu það svipta sig máiinu. Einn á fætur öðrum sveifl- uðust húsmunimir niður af pallinum. Einu sinni hrösuð- um við og þá opnaðist upp- þvottavélin. í henni voru disk ar, hnífar, gafflar, glös. Það var búið að þvo það en húsmóðirin hafði ætlað að biða t'l morguns með að taka úr vélinni. Ég henti inn í hana HtiUi drengjaskyrtu og lokaði henni. Svo fórum við uppeftir aft- ur. Það var ekki mikið sem við tókum í þeirri ferð og það fórum við með heim til Ragga sem átti heima á ör- uggari stað í bænum. Við trömpuðum inn í stof- urnar á Búastaðabrauit 15 og Óli brosti dauflega og hristi höfiuðið þegar við ætluðum að fara úr stigvélunum sem voru löðrandi í vikri. Það var ekki tími tU slíkrar kurteisi. Þegar allt var komið um kring stóðum við nokkra stund og horfðum í kringium okkur. Björt ljós loguðu i hverju herbergi. Ennþá héngu nokkrar myndir á vegigjum, barnaleikfönigium var stungið niður i skúfifur á kommóðum sem svo áttu að vera eftir. Það var kannski tilgangs- laust, enda gert hugsunar- laust. Við lögðum hendurnar upp að rúðunum, sem nötr- uðu. Við höfðum hrópað og kall- að meðan við vorum að koma hlutunum út. En nú stóðum við þögul og hikuðum við að slökkrva. Við stóðum í miðri stofumni og horfðum á það sem fiáum klukkustundum áð ur hafði verið snyrtilegt og smekklegt heimUi umgra hjóna. Sem nokkrum dögum áður hafði verið örugg fram- tiðarhöfn. En sem átti kannski innan nokkurra kl.ukkustuinda að vera rjúk- andi rúst sem ekki einu sinni sást undir hrauninu. Svo herðum viið okkur upp og slökktum. Kannski var það á þvi augnabliki, þegar við ókum frá myrkvuðu hús- inu, sem við skildum raun- verulega hvað í húfi er fyrir fólkið sem býr þama. Það eru skiptar skoöanir um hvað þetta gos er stórt, eða iítið. Mér skilst að það fari að nokkru eftir því hvaSa hagsmuna menn eiga að gæta Surnir vilja óðir og uppvaegir fara út i Eyjar, aðrir hika við að hleypa þeim. Fyrir þá sem eiiga aUt sitt, að því kom- ið að fara jndir hra.u n, er sjálfsagt erfitt að skilja hvers vegna þeir rnega ekki fara að bjar,ga því. Fyrir þá sem bera ábyrgð á mannslífum er dæm ið annað. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deiiur og ég þykist ekki vera neinn eld gosas érfræðing ur. En ég held að óhætt sé að fullyTða að eðlilegt Mif við það ástand sem nú ríkir í Eyjum er gersam- lega óhugsandi. Það er kannski hægt að flytja hingað eitthvert vinnu- lið til að halda einhverjum hliuta atvmnulífsins gang- andi, en það verður varia næstu daga. Þetta eldigos er tæplega vikugamalt. Eldfjöll á íslandi hafa stuandum gosið um margra ára skeið sam- fleytt. Það þarf engan vis- rndamann til að sjá að enn sem komið er getur nær allt gerzt i sambandi við þetta gos. Það getur minnkað og dáið út og það getur stækkað og eyðilagt. Það eina, sem hægt er að segja með nokkurri vissu nú, er að það er ekkert hægt að segja með nokkurri vissu. Þegar ég stóð á Skóia- vegi aðfararnótt föstudags- ins um kl. 3, vár gjallregnið svo þétt að það var eins og ausandi rigning byldi stöðuigt og stanzlaust á bárujáms- þaki. Öðru hvoru komu hreufl- unigar sem voru svo stórir að ég kipptist við undan högg- inu þótt óg væri í svellþykkri ullarpeysu sem dró úr þvi. Ég fann til óhugnaðar. Ég held að engin orð fái lýst til- finningu sem gripur marrn ef stoppað er til að hu.gsa um þetta. Sérstaklega ef maður stendur í vikurbrúgu á miðri götu um koldimma nótt, með vikurtmuHungana dynjandi í krinigum sig, horfandi á hrika legar eldsúlurnar brjótast upp á yfirborðið og draugáleg ar útlinur húsanna sem þær slá annartegri birtu sinni á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.