Morgunblaðið - 27.01.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANIJAR 1973 Gunnar Thoroddsen, alþm.: Eldgos við Ægisdyr „Herjólfur bjó í Herjólfsdal fyrir innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið," segir í Landnámu. Alla stund síðan er Herjólfur nam land hafa Vestmannaeyingar búið við Ægisdyr. 1 greipar Ægis hafa þeir gull'ið sótt, er all'ur landslýður hef- ur notið. Þar hefur ekkert á skort um harðfengi og æðruleysi, þegar sækja skyldi björg í bú. Og slíkt hefur verið framlag Vestmannaéyja til þjóðarbúsins, að numið hefur hin síðari ár nær fimmtungi af fiskút- fiutningi þjóðarinnar. Á brunnið hraun og eldlega kviku voru Vestmannaeyingar minntir óþyrmilega í nóvembermánuði 1963, þegar Surtur jötunn teygði arm sinn upp fyrir sjávarmál skammt vestan við eyjarnar og skóp Surtsey. Var það mikil mildi, að vindar stóðu lengst af, meðan mestu skipti, úr þeim áttum, að vikur, sandur og eitr uð efni bárust ekki að ráði inn yfir byggð á Heimaey. En hrollur mun hafa farið um marga eyjaskeggja við tilhugsun um það, hvað gat gerzt ef vindar hefðu blásið á annan veg hin fyrstu dægur eða eldur rofið jörðina nær. Sá Surtarlogi brann hálft fjórða ár. Heyrt hef ég hugs- andi menn síðan ræða um það af áhyggju, ef slikir atburðir gerðust aftur á þessari eldsprungu, og þá í byggð eða hinu næsta nágrenni. ★ Nú, þegar nýr bylur hefur brostið á, og það rétt við bæjardyrnar, koma í hug manna samfara sorg, samúð og kvíða einnig aðrar kenndir: Gleði yfir þvi, að enginn skyldi týna lífi né alvarleg slys verða á mönnum, — og aðdáun á því æðruleysi, kjarki, stillingu, sem eyjabúar sýndu, vakt- ir við slíka martröð og knúðir til þess af skyndingu að yfirgefa átt- haga, heimili og allar eigur. Það var mi'kið lán, að allur bátafloti Vest- mannaeyja skyldi þegar í stað til- tækur til þess að flytja á fimmta þúsund manns frá Eyjum til Þor- lákshafnar. Allir þeir fjölmörgu, sem áttu skerf í þessum skyndilegu þjóð- flutningum fyrirgreiðslu O'g móttök- um, eiga skilið þjóðarþökk. Hraunið frá þessu gosi hefur hing- að til að mestu runnið í austurátt til sjávar. Sú hætta er á ferðum, að hraunið haldi með ströndinni fram i átt að innsiglingu og höfn. Eitt af hinum mikilvægu vandamálum er að kanna, hvort mannlegur máttur get- ur með einhverjum ráðum komið i veg fyrir þennan háska. Ef hraun- rennslið á landi tæki stefnu til kaup staðarins meira en orðið er, rís einn- ig sú spurning, hvort tiltök séu að hafa áhrif á stefnu þess, stöðva það eða breyta því. Fræðilega hafa menn uppi tillögur og hugmyndir, t.d. um varnargarða, sprengingar og vatns- dælingu til kælingar svo að hraunið sjállft myndi stiflu og varnargarða. Hvort nokkuð slíkt stenzt í fram- kvæmd gegn ægi'kröftum náttúrunn- ar, er annað mál. En alla möguleika þar að skoða, — svo mikið er í húfi þarf að skoða, — svo mikið er í húfi höfnin. ★ Flestir kunnugir menn virðast gera ráð fyrir því, að varla verði fiskvinnsla að nokkru ráði mögu- leg í Vestmannaeyjum á næstu vik- um. Óvissan um framvindu eldsum- brotanna torveldar mjög allar áætl- anir um heimflutning ibúa, starf- rækslu fiskvinnslustöðva og mögu- leika bátanna til þess að koma afl- anum frá sér. Allir aðilar, sem hér eiga hiiut að máli, svo sem ríkis- stjóm, bæjarstjóm Vestmannaeyja, samtök útvegsbænda, sjómanna, vinnslustöðva, hafa brugðið við skjótt til þess að kanna allar hliðar hins geigvænlega varjda. Öll þjóðin á að standa þar einhuga að baki og óska þess af heilum huga, að giftu- samlega takist að finna þau úr- ræði, sem skást mega verðia til bjargar. Sú er von okkar allra, að þrátt fyrir allan sortann sé upprof ekki afar langt undan, og sem flestir Vest mannaeyingar geti aftur flutzt til sinna ástkæru átthaga og mannlíf og atvinnulíí komist aftur í hinn fyrra farveg. En þangað til það má Gunnar Thoroddsen. verða, þurfa hið opinbera, einstakl- ingar og samtök þeirra að hjálpast að til þess að greiða götu þessa fóllks um húsnæði, vinnu, skólavisit og aðra nauðsynlega fyrirgreiðslu. ★ Það eru ekki aðeins Vestmannaeyj ar, sem hafa orðið fyrir þyngra áfalli en áður hefur gerzt. Islenzka þjóðin er öll í miklum vanda stödd. Hún þarf að standa saman sem einn maður, eins og svo oft áður á örlaga- stundum. Þá munu ráð finnast, og þá munu Vestmannaeyingar, áður en langar stundir liða, festa aftur byggð á hinni fögru Heimnaey, hefja hildarleik sinn á ný við náttúruöfl in og taka sér trausta varðstöðu við Ægisdyr. I. VANDI sá, sem við hefur ver ið að etja í efnahagsmálum fslendinga að undanförnu, á í grundvaliaratriðum rætur að rekja til þess, að stefnt hef ur verið hærra í aukningu neyziu, framkvæmda og op- inberrar þjónustu en vöxtur þjóðartekna hefur ieyft. Þótt hliðstæð vandamál séu orðin næsta kunnugleg af hagsögu síðustu áratuga, er hverju sinni um að ræða nýja sam- stæðu samverkamdi orsaka, sem verður ekki nema að nokkru leyt'. metin á grund- velli fyrri reynslu. Einkenni efnahagsþróunar- innar síðustu árin hefur ver- ið ör aukning þjóðarfram- lega til þenslu í neyzlu og fjárfestingu, einkum eftir hin ar miklu launahækkanir, er urðu á síðari hluta ársins 1970. Árið 1971 fór aul ing eft 'rspurnar verulega fram úr vexti þjóðartekna, þannig að mikiil viðskiptahalli myndað- ist við útlönd. Vegna hinnar hagstæðu verðlagsþróunar hélzt þó afkoma sjávarútvegs ins enn góð allt árið 1971 þrátt fyrir mikla hækkun framleiðsliukostnaðar miðað v ð ár'ð á umdan. II. Ný stökkbreyting varð i þróun eftirspurnar eftir launasamningana í byrjun des ember 1971 og í kjölfar ann- í peningamálum hefur þó vafalaust átt nokkurn þátt i því að draga úr aukningu inn flutnings. Þótt lokatölur liggi enm ekki fyrir, má búast við því, að viðskiptahallinn á ár- inu 1972 reynist nokkru m'nni en við hafð' verið búizt. Jafn- framt hafa lántökur erlemdis orðið svo miklar, að nú er út- lit fyrir, að þær muni gera betur en vega á móti við- skiptahallanum, þannig að nokkur aukning get' orðið á gjaldeyriseign. í þessu er þó á engan hátt fóiigin lausn á gre i ðsl u j af n a ða rvan d anu m, enda hafa þjóðhagsspár bent til þess, að viðskiptahallinn mundi að öllu óbreyttu auik- ast enn verulega á árinu 1973. í upphafi ársms 1972 var enn bú'zt við aukningu fram- leiðsluverðmætis sjávarút- vegsins á því ári þrátt fyrir mikla hækkum framileiðslu- kostnaðar. í upphafi ársins 1972 var Dr. Jóhannes Nordal: Um Jóhannes Nordal efnahagsvandann leiðslu, sem hófst í kjölfar gengisbreytingarinnar 1968. Helzti aflgjafi hins öra hag- vaxtar var nrkil aukn ng út- flutningstekna á árunum 1969—1971. Fyrri tvö árin fór saman allmikil aukn'ng á sjávarafla og ör hækkun út- flutningsverðiags, en árið 1971 nægði hækkun útflutn- ingsverðlags til þess að tryggja mikla verðmætis- aukningu sjávarútvegsfram- leiðslu, þrátt fyr r afiaminnk- un, sem þá varð. Þegar þetta hagvaxtarskelð hófst, var veruiegur slaki í atvinnu og nýtingu framle ðsluaf.a þjóð arbúsins eftir samdráttarárin á undan, og greiddi það bæði íyrir örari framle'ðsluaukn- ingu en ella og hagstæðum viðskiptajöfnuði við útlönd. Eins og við var að búast, ieidjdi efnahagsbatinn bráð arra ákvarðana, sem teknar voru um líkt leyti og áhrif hafa á atvinnutekjur, svo sem um vinnutímastyttingu og hækkun fiskverðs. Við þetta bættist mikil aukning op- inberra útgjalda, bæði á vegum ríkis og sveitar- félaga. Augljóst virt- st þegar í upphafi ársins 1972, að eftirspurnarbróunin stefndi með þessum hætti angt fram úr líklegri fram- leiðsluaukningu þjóðaibúsins og hlyti afieiðing n að verða vaxandi greiðsluhall' við út- lönd og versnandi gjaldeyris- staða, nema við þessum vanda væri brugðizt með sam ræmduim ráðstöfunum til að- halds i peninzamálum og rík- isf jármáium. Því m ður voru v ðh ítandi ráðstafan r ekkl gerðar 1 þess um eínurn, en auk ð aðhald Þegar auking tekna innan- iands hefur stefnt eins langt fram úr vexti þjóðarteknanna og átt hefur sér stað hér á landi udanfarin tvö ár, hefur það venjulega kom'ð nokkurn veginn samtim's fram í við- skiptahaila v'ð útlönd og versnandi afkomu útflutnings atvinnuveganna. Að þessiu s'nni hafa áhrifin hins vegar komið miklu fyrr fram í við- skiptajöfnuð num en í af- komu atvinnuveganna, og er þar fyrlr að þakka áframhald and: hækkunum á verðlagi ís- lenzkra útflutningsafurða. Þótt framleiðsla sjávaraf- urða minnkaði um 4—5% á árinu 1971, jókst verðmæti hennar um nær 20%. Tryggði þetta viðunandi hag sjávar- utvegs'.ns á því ári þrátt fyr- ir m k a hækkuin framleiðslu- kostnaðar. enn búizt við auk'ngu fram- leiðsluverðmætis sjávarút- vegsins um 8—9% á ársgrund velli. Þegar einnig kom inin í dæmið, að nú var ekki búizt við neinum greiðslum í Verð jöfnunarsjóð, en þær höfðu numið 690 millj. kr. árlð 1971, bentu reikningar til þess, að þessi tekjuauking nægði til að tryggja útgerð og fiskvinnslu þolanlega afkomu á árinu þrátt fyrir hinar miklu launa- hækkanir. Þessar forsendur hafa hins vega.r bruigðizt í veigamiklum atriðum, þar sem nú er talið, að fram- leiðslumagn sjávarafurða muni minnka í heild um 5—6% á árinu, en vegna enn frekari verðhækkana er þó gert ráð fyrir því, að fram- leiðsluiverðmætið í heild muni aukast um 2—3%. Er þetta 6—7% minmi verðmætis aukning en við var búizt og allsendis ónóg til þess að tryggja viðunandi afkomu sjávarútvegs'ns eftir hinar miklu kostnaðarhækkanir, sem hann hefur orðið að taka á sig á árinu. Reyndist af þess um sökum ekk unnt að ná samkomulag: um fiskverð á haustvertíð nema á grund- velii sérstakra framleiðslu- styrkja úr Verðjöfnunarsjóði. III. Á meðan efnahagsvandinii var fyrst og fremst fólginn í umframeftirspurn innan- lands og greiðsluhalla við út- lönd, hefði átt að vera unnt að leysa hann með almenn- um hjöðnunarráðstöfunum, svo sem aukinni skattheimtu, aðhaldi í opinberum útgjöld- um og takmörkunum útlána. Þegar ofan á bætt'st versn- andi afkoma sjávarútvegs, eft ir því sem á árið 1972 leið, breyttu vandamálin hins veg ar mjöig um svlp, og varð að- gerðum nú ekki lengur skot- ið á frest, ef forðast átti al- varlegan samdrátt í fram- leiðslu og atvinnu. Auk almennra aðhaldsráð- stafana og takmörkunar eft- irspurnar var nú einniig nauð synlegt að þæta ha.g útflutn- ingsframleiðsliunnar veru- lega. Kom þetta skýrt fram í áliti efnahagsmálanefndar þeirrar sem ríkisstjórnin skip aði sl. sumar og skilaði áliti um mánaðamótin nóvember/ desember. Benti hún á, að samtímis þyrfti að draga úr útgjalda- og framkvæmda- áætliunum opinberra aðila, tak marka aukn'ngu einkaneyzlu og bæta rekstrargrundvöll útflutningsatvinnuveganna. Aðeins með samstilltum að- gerðum af þessu tagi virtist unnt að tryggja þolanlegan greiðslujöfnuð við útlönd á árinu 1973 ásamt fullri at- vinnu og æskilegum hagvexti. í áliti nefndarinnar kom fram, að gengisbreytin.g væri að ýmsu leyti líklegust til þess að ná þessum markmið- um, ef henni fylgdu viðeig- Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.