Morgunblaðið - 27.01.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.1973, Blaðsíða 23
MORGLTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1973 23 Guðmundur Kristins son — Minningarorð Fæddur 10. maí 1962. Dáinn 18. janúar 1973. Váktu iminn JesÚK, vafctu í mér vaJka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá soifnar Mlf sé húin ætíð í þinni hMif Klstou Guðnnundur minn. Ég þaktoa þér fyrir þær samveru- stundir, sem við höfum átt sam- an bæði í gleði og í sorg. Sér- staklega þatoka ég þér fyrir þarrn styrk, sem þú sýndir oktour sem næst þér stóðu í þínum veikind- um. Þú varst meiri hetja en orð fá lýst al'veg fram á síðustu stuindu, þar til þú sofnaðir að ei litfiu, elstoulegi drengurinn minn. Ég bið Guð að gefa foreldr- um þteuim og systkinum styrto til að bera þessa mitolu sorg. Þín frænka, Sólveig. Hin langa þraut er liðdn, ruú lotosins hlauztu friðinn, ag allt er orðið rótt, nú sæll er sigur uinnirun og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. í dag, laugardaginn 27. jamúar er kvaddur hinztu toveðju Guð- mundur Kristinsson næst yingsta barn hjónanna Sigriðar Guð mundsdóttur og Kristins Ingvars sonar bónda í Austurhlíð í Bisk- upstungum. Það er ilokið löngu sjúkdómsstríði ungs drengs, en eftir lifir skýr miinningin um líifis þrótt og dugnað hans. Hann var svo ungur og átti æstoufögnuðinn í hjarta sinu og ölilum sem umgengust hainn og önnuðust var hann svo hugiþekk ur og ljúfiur. Ég mínnist þess er ég sá Guðmund litla fyrst 4 ára gamlan. Mér fannst gleðin brosa Við þessuim yndislega dreng og berast honum í söng fuglanna, lits'krúði blómanna og daggaperl- um grasanna í fallegu sveiitinni hans. En handan við þessa um- gjörð um tilveruna eru lögrpál lSifis og dauða, óræð, og óvefengj- anileg. Við lútum valdi sem æðra er öllu mannlegu valdi. 1 stojóli ástrikra fioreldra og móðurforeldra leið bernska Guð rnundar með systkinum sínum, Magnúsi, Jóhanni og Kristinu og frændsysttoinum, við hliðina í sveitinni sem hann elskaði og þráði. Lif hans var bernska og allir þetokja næmleika bemstouliund- arinnar fyrir öffiu fögru, góðu og háleitu, hve barnssálin er kær- leiksrik og ástúðleg. Barnið elsk ar alla og þannig voru allir í hans augum elskulegir og góð- ir. Og inn í unaðsheim, sem mjög er í ætt við hugarheim bernsk- unnar og honum mjög líto- ur, hverfur sólin þegar jarðlífs- viljinin sleppir henni. Kyrrð og ró bernstoustöðvanna og kær- leitosrikt heimiii hafa eflaust markað skapgerð Guðmund- ar litla. Dugnaður hans í lang- vinnum véikindum varð mesti styrkur fioreldrum óg ástvinum, í von og óvissu, seinustu árin, ásamt innilegri vináttu samsveit unga. Ég votta foreldrum, systkin- um og ástvinum Guðimundar mína innilegustu samúð. Sigurður Óskarsson. Axel Jóhannes Guð- mundsson — Minning Fæddur 24. september 1895. Dáinn 18. janúar 1973. Þegar mér var sagt andlát vin- ar míns, Axels bónda í Valdar- á®i, komu óðara margar ljúfa mlnningar fram í huga mér, frá þeim samverustundum okkar í þau nitján ár, sem kynni okkar srtóðu. Ekki hef ég fyrir- hitt neinn mann, sem hefur haft til brunns að bera, svo fjölþætta mannkosti sem hann. Axel var meðalmaður á hæð, mjög vel vaxinn, stæltur vel og mjúkur í hreyfingum. Friður sýn um, með afbrigðum broshýr, þannig að glettnin, skapfestan og hjartahlýjan speglaðist út úr ciindiitinu. Axel var fæddur að Aðalbreið í Miðfirði, Vestur-Húnavaitns- sýslu, 24. september árið 1895. Foreldrar hans voru hjónin, Oddný Oddsdóttir og Guðmund ur Guðmundsson bóndi á Aðal- breið. Árið 1912 fluttust foreldr ar Axels til Kanada ásamt börn- um sínum. Tvö þeirra urðu þó eftir hér á landi. Axel og Ingi- björg síðar húsfreyja í Tungu í Vatnsnesi. Eitthvert sinn sagði hann mér frá því, hvað fátækur hann var, þegar foreldrar hans fóru utan. Aleigan var fötin sem hann stóð í og tvær krónur í peningum. Ekki var hann að sýta orðinn hlut, heldur fór til sjóróðra á opnum árabátum frá Grindavík og víðar. Árið 1919 giftist hann Guð- rúnu Sigríði Guðmundsdótt- ur, frá Hvarfi í Víðidal. Var Guðrún talin með friðustu og gjörvilegustu heimasætum í sínu héraði um þær mundir, sem leið- ir þeirra lágu saman og hafði hún fengið meiri menntun en títt var í þá daga. Meðal annars gengið í Kvennaskólann á Blönduósi. Guðrún lézt fyrir rúimu ári síðan. Þeim hjónum varð fjög- urra sona auðið, sem allir eru bænidur: Guðmundur Kristinin og Helgi, báðir í Valdanási, Skúli á Bergstöðum og Benedikt í Miðhópi. Árið 1920 keypfiu þau hjónin hálfa jörðina Valdarás í Víðidal og hófu búskap þar í fardögum árið 1922. Höfðu þau búið þar í rétt fimmtíu ár, þegar þau féllu frá. Skölaganga Axels varð að- eins örfáir mánuðir í barnaskóla, aðallega vegna fátæktar og kennaraleysis. Þætti víst flestu yngra fólki þessa lands, það gagnslítil menntun. Þegar þess er gætt, að nú á tímum, ganga flestir í gegn um tíu ára náun minnst og margir tuttugu til þrjátíu ára nám. Eigi að sið- ur kom þessi skðlaganga að góð um notum, enda var maðurinn gæddur fjölþættum gáfum. Ekki lét hann þar staðar numið, held ur las slík ókjör af bókum að undrun sætir. Mikil'l reiknings- og bókhaldsmaður var hann og leituðu margir til hans á þvi sviði. Jarðrækt og kynbætur hvers konar sá hann, á fyrstu búskap- arárum sínum, að voru það afl, sem mundi auka framleiðni búanna og afurðasemi búfjárins. ÞeSsari stefnu fylgdi hann fast eftir allan sinn búskap. Ekki fór hjá því, að slíkur maður veldist tii margvís'legra trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Skal þess nú getið að nokkru: Oddviti Þorkelshólshrepps frá 1942 til 1954, stjórnarmeðlimur í Kaupfélagi V-Húnvetninga i tæp þrjátíu ár, hvatamaður að stofnun Ungmennafélagsins Víð- is, hvatamaður að byggingu tveggja fjárrétta, gaf land und- ir þá síðari og lét i té ýmiss kon ar aðstoð við byggingu hennar, umsjónarmaður markaskrár frá 1950 til dauðadags, umboðsmað- ur tryggingafélags og bókafor- lags i áratugi. Eftir að mæðiveiki hafði geis- að viða um land og fjárskurður verið framkvæmdur, fór hann 1948 ásamt fáeinum héraðsmönn um öðrum, til kaupa á sauðfé, í þau héruð sem ósýkt voru. Heppnaðist sú ferð vonum fram- ar, þegar tekið er tillit til þess, að allir vildu fá fleira fé, held- ur en hægt var að láta þeim í té. Gegnir nokkurri furðu, hversu margháttuð og tímafrek störf, maðurinn gat af hendi leyst, meðfram sínu aðalstarfi sem bóndi. Axel veiktist skyndilega i ágúst, síðastliðið sumar, en var á batavegi, þegar sjúkdómurinn ágerðist aftur, með þeim afleið- ingum, að hann lézt eftir skamma legu á Héraðsspítalan- um á Blönduósi. Ég vil að lokum flytja þakk- ir mínar og fjölskyldu minnar til Axels Guðmundssonar, fyrir ein læga vináttu og vinsemd í okk- ar garð á liðnum árum. Minning in um hjartahlýjan og góðan drengskaparmann vermir mig, á meðan ég lifi. Nánustu aðstand- endum Axels, sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Hannes G. Thorarensen. Atvinna Jámiðnaöarmenn og laghentir aðstoðarmenn óskast nú þegar. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. HÉÐINN Guðrún María Bjarna- dóttir — Minning Fædd 19. júni 1909. Dáinn 16. janúar 1973. Stundum er sláttumaðurinn mikli velkominn. Ég sanmgladdist vinkonu minni þegar hún fékk hvild eftir löng og erfið Veik- indi. Hún var lengi búin að berjast fyrir lifinu með miklum dugnaði og kjarki. Aldrei heyrð ist hún vorkenna. sjiáJIIfri sér. „Mér líður ágætlega" var alltaf svarið ef maður spurði hana um líðan hennar. Það eru miklar og góðar minningar bundnar við langan vinskap, sem aldrei bar skugga á. Ég man hana í þröng- um vinahópi sem hrók alils fagn- aðar. Ég man líka þátttöku hennar og hjálpsemi ef eitthvað bjátaði á. Hún var gamalli móð ur minni sem bezta dóttir er hún dvaldi á heimili þeirra hjónanna, og allt til þess síð- asta. Það hefur aldrei verið full þakkað. Guðrún var falleg kona og hárprúð svo af bar, mörgum er áreiðanlega minnisstætt er þau hjónin færðu upp dansinn í Hjónaklúbbi Keflavíkur, hún á íslenzkum búningi sem hún bar með glæsibrag. „Lík böm leika bezt“ segir máltækið. Þau voru ekki lík Guðrún og Hallgrímur Sigurðs- son en betra hjónaband er vand fundið. Þau báru alla tíð óvenju mikla umhyggju hvort fyrir öðru. Þau voru búin að vera í hjónabandi i rúmlega 40 ár. HaHgrímur var sjómaður lengst af og kom það í hennar hlut að gæta bús og barna. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn Ingvar, Rúnar, Hrafnhildi, Hlöðver og Sigurð sem öll eru gift og búsett í Keflavík. Hún var góð móðir og félagi barna sinna. Bezt undi hún við heimili sitt, sem hún lagði sig alla fram við að gera fallegt. Mann- blendin var Guðrún ekki en vin irnir sem hún valdi sér voru til lífstíðar. Slysavarnir voru henni mikið áhugamál enda starfaði hún í þeim félagsskap meðan heil'sa leyfði, einnig starf aði hún í Kvenfélagi Keflavik- ur. Guðrún var næst elzt ellefiu systkina, dóttir hjónanna Bjarg ar Einarsdóttur og Bjama Sveinssonar sem bjuggu í Hábæ. Það er skammt stórra högga á milli i systkinahópnum. Svein- rún systir hennar lézt 27. októ- ber 1972. Þegar ég kveð vin- konu mína er mér efst i huga þakklæti, söknuður og samúð. Bömin hennar þó öll séu full- orðið fólk hafa misst mikið, þá ekki síður barnabörnin og tengdabörnin, sem voru öll eins og hennar eigin börn. Það er mikið að missa maka sinn eftir svo langa sambúð en góðar minningar ylja hugann. Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilifð að skilið. J.H. Blessuð sé minning hennar. Anna. STÓRKOSTLEGAR LITMYNDIR sýndar og útskýrðar í Aðventkirkj- unni, Ingólfsstræti 19, sunnudagirm 28. janúar, klukkan 17:00. Allir velkomnir. Takið Bibliuna með. jr Islenzk-skozkn félagið Aðalhátíð félagsirus „Burns Supper“ verður haldin í Tjairnarbúð laugardaginn 27. janúar nk. Upplýsingar í síma 20022. STJÓRNIN. SIGLINGAKLÚBBURINN jSiglunes Skemmtikvöld verður mánudaginn 29. janúar nk. kl. 20:00 fyrir félaga klúbbsins og gesti að Fríkirkju- vegi 11. Sagt verður frá væntanlegri sumarstarfsemií sýnd- ar sigiingamyndir o.fl. Einnig fer fram innritun á námskeið í siglinga- fræðum, sjóvinnu og meðferð seglbáta. Æskulýðsráð Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.