Morgunblaðið - 27.01.1973, Page 16

Morgunblaðið - 27.01.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1973 Ciít Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. í lausasölu 15. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjcffur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. FVéttirnar, sem berast frá Vestmannaeyjum verða æ ískyggilegri. í fyrrinótt breyttist áttin og öskufall hófst yfir kaupstaðinn. í gær- kvöldi voru 19 hús brunnin og hraun og aska lögðust yfir æ fleiri. Ekki var fært um götur bæjarins nema á stór- um vörubifreiðum og þeir, sem þar voru, segja, að í fyrrinótt hafi verið hrikalegt að vera í Vestmannaeyjum. í lengstu lög verðum við öll að vona, að til hins versta komi ekki og forsjónin verði okkur hliðholl og bjargi einni blóm- legustu byggð á íslandi. En um leið skulum við horfast í augu við þá staðreynd, að þessa dagna eru að gerast einhverjir örlagaþrungnustu atburðir, sem orðið hafa á ís- landi frá upphafi íslands- byggðar. Nú sýnist, sem tekizt hafi að tryggja útgerð Vestmanna eyjabáta á vetrarvertíðinni. Þeir munu væntanlega fyrst og fremst leggja upp í Þor- lákshöfn og Grindavík en afla þeirra verður síðan ekið í fiskvinnslustöðvar víðs veg- hafna og hinna hefðbundnu fiskimiða þeirra muni eitt- Atburðirnir í Vestmanna- eyjum í fyrrinótt og í gær gera það að verkum, að þær vonir, sem uppi voru um að kannski væri að einhverju marki unnt að hagnýta t. d. fiskimjölsverksmiðjurnar í Vestmannaeyjum hafa dofn- að; Og þeir hafa einnig leitt til þess að tæplega er hægt að búast við því, að þorri Vestmanaeyinga geti á næst- unni snúið til sinnar heima- bvggðar. Þess vegna er nauð- svnlegt að undirbúa nú þeg- ar ráðstafanir til þess að tryggja sæmilegan aðbúnað fyrir Vestmannaeyinga með- an það ástand varir, að þeir geta ekki farið aftur til Evja. heimilislífi út af fyrir sig. Hér er áreiðanlega um vanda samt viðfangsefni að ræða. Ölfusborgir hafa verið tekn- hvað rýra vertíðaraflann frá því, sem ella hefði orðið. ar í notkun í þessu skyni en meira þarf til að koma. Kanna þarf hvaða húsnæði stendur til boða á höfuðborg- arsvæðinu og í nærliggjandi byggðarlögum, t.d. á Reykja- nessvæðinu og ennfremur hvort unnt er að ljúka á skömmum tíma íbúðabygg- ingum t.d. í Breiðholti á veg- um Framkvæmdanefndar. Að þessu sérstaka verkefni verð- ur að ganga með odd og egg. Annað mikilvægt úrlausn- arefni er að tryggja eðlilegt áframhald skólagöngu barna og unglinga frá Vestmanna- HEITUM ÞVÍ AÐ TRYGGJA BYGGÐ í EYJUM ar á Reykjanesskaganum og höfuðborgarsvæðinu. Með þessum ráðstöfunum á að vera tryggt að útflutnings- framleiðslan sem slík verði ekki fyrir verulegum skakka- föllum, þótt sýnt sé, að lengri siglingatími Eyjabáta milli Brýnasta verkefnið er tví- mælalaust að útvega hús- næði. Fyrst eftir að Vest- mannaeyingar komu til lands komu þeir sér fyrir hjá vin- um og kunningjum en nauð- synlegt er að hver fjölskylda geti lifað sem eðlilegustu eyjum. Það verður að gera á þann veg, að ekki verði rösk- un á bekkjarheildum frá því sem var í Eyjum. Þá er einn- ig mikilvægt að nemendun- um verði ekki tvístrað mjög á milli margra bygginga, heldur verði reynt að hafa 'þá sem allra mest saman. I þessu sambandi er rétt að benda á, að seinni árin hefur álag minnkað verulega á skólahúsnæði í eldri hverfum Reykjavíkur og kann vel að vera að hægt verði að nota það að einhverju leyti í þessu skyni. Sjálfsagt hugsa margir Vestmannaeyimgar á þann veg, að þeir vilji bíða og sjá hvað setur áður en þeir festa sig í vinnu á höfuðborgar- svæðinu eða annars staðar. En alla vega er nauðsymlegt að menn verði viðbúnir því að næg atvinna verði tryggð. í öllum þessum ráðstöfunum verður að hafa það að leiðar- ljósi að halda fjölskyldum sem mest saman, sömuleiðis skólaheildum, vinnuflokkum og yfirleitt að gæta þess, að bæjarsamfélagið tvístrist ekki um of meðan þetta ástand varir. En hvernig sem fer nú í bili, munum við öll heita því að til frambúðar verði tryggð byggð í Eyjum, þótt um sinn kunni að syrta x álinn. Þetta er ekki mál Vestmannaey- inga einna, þetta er mál þjóð- arinnar allra og með saimeig- inlegu átaki mun þjóðin öll tryggja að byggð haldist í Vestmannaeyjum. Aðkall- andi verkefni í því sambandi er að koma upp skipulögðum vinnuflokkum, sem vinni stöðugt að því að halda við mannvirkjum og öðrum verð- mætum í Eyjum efti-r því, sem unnt er. Hrinan líður hjá Ingólfur Jónsson: Vestmannaeyingar munu fara aftur til heimila sinna í Eyjum ENN hafa íslend ngar verið minntir á, að þeir búa í landi eldsumbrota. EJdgosið í Vest mannaeyjum hefur þegar vald ið miklu tjóni. Enginn getur vitað, hve örlagaríkir atburð- ir eru að gerast. Helgafell virðist vera enn eins og traust ur varnargarður milli hraun- straumsins, byggðarinnar og hafnarinnar. En ómögulegt er að vita, hvernig eldurinn kann að haga sér á næstu dögum og vikum. Allir vilja trúa því, og vona, að „hulinn verndarkraftur", hlífi byggðinni og höfninni frá eyðileggingu. Á sjötta þúsund manns eiga heimili sín í Vestmannaeyj- um. Þar hefur verið og verð- ur vonandi áfram ein þrótt- mesta útgerðarstöð landsins. Frá Vestmannaeyjum hefur komið 15—17% af sjávaraf- urðum. Mun útflutningsverð- mætið hafa numið um 2000 milljónum kr. si. ár. Útgerð frá Vestmannaeyjum hefur mikið gildi í þjóðarbúskapn- um. Um útgerð þaðan i vetur er allt í óvissu. íbúarnir hafa yfirgefið hús sín, samkvæmt fyrirmælum af öryggisástæð- um. Greinilega hefur verið frá því skýrt, hve giftusam- lega tókst með fólksflutning- ana frá Eyjum. Munu nú flestir viðurkenna gildi al- mannavarna, þótt margir hafi gert lítið úr þeim áður. Baráttan við náttúruöflin er ætíð erfið, og væri ófyrirgef- anlegt kæruleysi ef ekki væri allt gert, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að tryggja öryggi borgaranna fyrir þeirri hættu, sem ávallt getur steðjað að. Almannavarnir er stór þátt ur í því að auka öryggið. Atburðirnir siðustu daga snerta alla þjóðina, og sam- eina hana til varnar og hjálp- ar. Góður hugur allra íslend- inga fylgir Vestmannaeying- um í mótlæti þeirra og erfið- leikuim. Ekki þarf að efast um, að vilji er fyrir hendi, til þess að bæta það tjón, sem kann að verða á eignum og mannvirkjum i Eyjum. fbúar Vestmannaeyja hafa ávallt sýnt mikinn dugnað við öfl- un verðmæta i þjóðarbúið. Þeir hafa einnig unnið ötul- lega að því, að gera byggðar- iagið traust og velmegandi. Óvíða er jafn mikið af fal- legum og snyrtilegum ibúð- arhúsum eins og í Vestmanna eyjum. Flestir búa i einbýlis- húsum sem eigendur hafa með dugnaði og löngum vinnudegi komið upp. At- vinnutíf í Vestmannaeyj um hefur alltaf verið i bezta lagi. Vinnslustöðvamar hafa tekið á móti afla 70—80 heimabáta auk aðkomubáta, sem hafa lagt upp afla í Vestmannaeyj um. íbúar Vestmannaeyja, sem nú hafa yfirgefið heimili sin bíða nú eftir þvi, að mega sem fyrst snúa aftur heim. Von- andi fylgir sú gifta byggðar- lag nu og þjóðinni allri aðsvo megi verða. Útgerðarmenn í Vestmann» eyjum eru að búa bátaflot- ann til veiða. Fyrst um sinn má búast við að Vestmanna- eyjabátar geti ekki lagt afl- ann upp í heimahöfn. En það munu þeir gera eins fljótt og fært þykir. „Ef loðnan fer að veiðast, er líklegt að við get- um tekið hana til vinnslu,“ sagðl forstöðumaður fiski- mjölsverksmiðju í Vestmanna eyjum, þegar rætt var um horfurnar á komandi vertíð. Við móttöku og vinnslu loðn- unnar vinna aðeins fáir karl- menn, miðað við það mikla aflamagn, sem verksmiðjum- ar geta unnið.. Væri mikill ávinningur i þvi, ef verksmiðjurnar gætu tekið við loðnuafla, en ösku og vikurregn gæti hindrað að af því megi verða. BÁTAFLOTINN NÝTIST OG AFLAR f ÞJÓÐARBÚIÐ Þeir sem eru bjartsýnir, reikna með því, að Vestmanna eyjabátar geti lagt aflann upp í heimahöfn seinni hluta vetr ar. En auðvitað veit enginn, hvernig málin kunna að skip- ast. Þess vegna verður að tryggja Eyjabátum aðstöðu í öðrum höfnum. Vestmannaeyjaflotinn er stór og afkastamikill. Það væri mikið tap fyrir þjóðar- búið ef bátarnir gætu ekki stundað veiðar á vertíðinni. Otvegsmenn í Vestmanna- eyjum hafa mætt skilningi og velvilja, í öilum verstöðvum sem þeir hafa leitað til. Er því líklegt, að vel rætist úr fyrir Eyjabátum eftir atvikum. Ef vel tekst t:l með nýtingu Ingólfur Jónsson bátaflotans frá Vestmanna- eyjum, getur heildartjónið orðið miklu minna en margir hafa búizt við. Útvegsmenn, sjómenn og fleiri gera það sem unnt er til þess að nýta flotann. Eigi að síður má búast við tjóni vegna minni afla og stórauk- ins kostnaðar. Veiðimöguleik- ar bátanna verða minni vegna þess að sigling af fiskimið- unuim til hafnar, verður lengri en verið hefur. Það mun verða kannað, hve mikið tjón verður af eld- gosinu i Vestmannaeyjum. En enginn getur sagt fyrir um, enn sem komið er, hve mikið það verður. Vilji er örugglega fyrir hendi til þess að bæta það fjárhagslega tjón, sem Vestmannaeyingar verða fyr- ir vegna náttúruhamfaranna. Ráðstafanir munu verða gerðar tll þess að það megi verða. Vestmannaeyingar hafa yf- irgefið heimili sín og orðið fyrir þungu mótlæti. Eiigi að siður munu þeir með þakklát- um huga og björtum vonum horfa til framtíðarinnar. Það er þakkarvert, að eng- in slys hafa orðið á mönnum, þrátt fyrir ógnir og eldsum- brot. íbúar Vestmannaeyja njóta virðingar og trausts vegna dugnaðar og mann- dóms. Þeir bíða þess, að ógn- irnar líði hjá, og heimkynni þeirra megi verða byggileg, sem fyrst aftur. Það er oft talað um, að ís- lendingar séu þrætugjarnir og sundurlyndir. En reynslan hefur sýnt, að þegar mikið liggur við, geta menn samein- azt í átökunum til þess að leysa vandann. Þannig mun verða að þessu sinni. Allir munu sameinast um að bæta Vestmannaeyingum það tjón sem þeir verða fyrir vegna eldgossins. Allt mun verða gert, sem í mannlegu valdi stendur til þess að bjarga verðmætum, og tryggja byggð áfram í Vestmannaeyj- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.