Morgunblaðið - 11.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1973 Sjötugur; Guðlaugur Rósinkranz - fyrrverandi þjóðleikhússtjóri ÞEGAR Guðlaugur Rósinkranz lét af starfi þjóðleikhússtjóra á síðastliðnu hausti, nokkru fyrr en vera þurfti að löguan, hafði hann gegnt embætti síinu frá því leikhúsið tók til starfa vorið 1950, eða í rúmlega tvo áratugi. Á þeim starfstíma varð hann þjóðkunnur maður, einn af þeim, sem mest voru í „sviðsiljósinu“, sem kallað er. Það var bæði af því að áhugi fóllks á leiklist jókst og opinberar umræður um hlutverk og gildi leikhúsa færð- ust í aukana. Hinn nýi þjóðleikhússtjóri varð eðlilega frá upphafi að miklu leyti miðdepill í dagleg- um störfum og stríði Þjóðleik- hússins. Nú er hann sjötugur í dag (f. í Tröð í Önundarfirði 11. 2. ’03) farinn burt frá öllu saman eftir erilsaman dag. Hann á nú heima í Stokkhólmi með fjölskyldu sinnii og nýtur þar næðis og fæst nokkuð við rit- störf. Þó að starf Guðlaugs Rósin- kranz í Þjóðleikhúsinu hafi verið megínstarf ævi hans, hafði hann áður starfað að félagsmál- um og menmtamálum annars staðar um alllangt skeið. Hann var kennari og síðar yfirkennari við Samvinnuskólann frá 1932. Hann hafði látið vel til sín taka félagsmál í „Norræna félaginu“, „Sænsk-íslenzka félaginu“ og Sambandi íslenzkra byggingafé- laga, setið í lýðveldishátíðar- nefnd og verið framkvæmda- stjóri Snorrahátíðar. Áður hafði hanm stundað hagfræði og fé- lagBfræði í Svíþjóð og Englandi og verið ritstjóri Samtíðarinnar og Samvinnunnar. Hann hafði því víðtæka reynslu í ýmsum framkvæmda- og félagsmálum, sem mjög varða einnig daglegan rekstur leikhúsa. Þar koma til álits og úrskurðar margvísleg mál önnur en þau listrænu mál, sem blasa við leikhúsgestinum í lífi og list sviðsins, þegar búið er að ganga frá öllum undirbúndngi, sem er bæði vélræn vinna og persónu- legt hugvit og listræn fágun. Guðlaugur Rósinkranz sagði gvo, þegar hann tók upphaflega við starfi sínu „að höfuðhlut- verk þjóðleikhússins væri fyrst og fremst að sýna áhorfendum inn í djúp manmssálarimmar og skýra á listrænan hátt sem flesrt vandamál og viðfangsefni mann- legs lífs, verða eins konar þjóð- skóli, en faira gullinn meðalveg milli alvarlegra og þungra verka og annarra, sem meira væru við hæfi þeirra, sem vildu lyfta hug- amum yfir dægurþras og áhyggj- ur og sjá inn í heim ævintýra og fegurðar". Guðlaugur Rósinkranz var frá upphafi áhugasamur um heiður og hag leikhússins og lagði mikla vinnu í það að kynma sér leikhúsrekstur og leikbókmenmt- ir. Hann fór oft utan til þess að kynna sér þessi efni persónu- lega og varð hinn fróðasti um þau. Hann hafði náin viðskipti við ýmis erlend leikhús og leik- stjóra og gerði sér far um að fá hingað góða útlenda gesti, bæði í óperur og leikrit og leikdansa og hefur þjóðleiikhúsið flutt fjölbreytt og gott úrval af slík- um verkum, auk þeirrar áherzlu, sem það hefur lagt á það, að flytja verk inmlendra höfunda. Að þessu leyti mun Þjóðleik- húsið enn bera svip Guðlaugs Rósinkranz eða þess grundvallar, sem hann lagði. Hverju góðu leikhúsi er nauð- syn á hvoru tveggja, festu í rekstri sínum og tryggð við þær erfðir í efni og formi, sem til kunna að vera og beztar hafa reynzt og við þjóðlegt hæfi og svo þarf það að vera síleitandi að nýjum og þróttmiklum og lif- andi verkefnum og aðferðum, hvar sem þau eru fáamleg í heimsbyggðinni, góðum leikend- um sínum og leiksviðsmönnum till stælingar á kröftum sinum og endurnýjunar á uppsprettum listar sinnar. Við Guð'laugur Rósinkranz höfum lengi ummið saman að ýmsum málurn, einmig áður en Þjóðleikhúsið tók til starfa. Ég þelklkti vel og þakka áhuga hans og framtakssemi og einlægni i starfi og óska honum og fjöl- ílkyldu hans nú á sjötugsafmæl- inu enn góðra og ánægjulegra ókominna ára. Vilhjálmur Þ. Gíslason. ÍSLENZK list hefur ætíð haft nokkurt haldreipi, þar sem bjart- sýnismenm eru. Svo er um Guð- laug Rós’nkranz fyrrum þjóð- leikhússtjóra, sem er sjötugur i dag, og raunar marga fleiri, sem hafa látið viljann ráða meira em reiknimgsdæmin. Guðlaugur Rósinkranz er fædd- ur að Tröð i önumdarfirði í Vest- ur-ísafjarðarsýslu, en foreldrar hans voru Rósinkrans A. Rósin- kransson bóndi þar og kona hams Guðrún Guðmumdsdóttir. Eftir nám í alþýðuiskóla hér heima og síðan kennarapróf fór Guðlaug- ur utan til Svíþjóðar árið 1925 og nam hagfræði og félagsfræði þar í landi til ársins 1930, em stundaði einnig á þeim árum nám við Samvimnuskólann í Mam- cheste.r í Englandi og sótti auk þess námskeið í félagsfræði í Genf á árinu 1938. Jafmhliða námi var hann kenmari við Samvinnu- skólann í Reykjavík og gegndi því starfi frá árinu 1930-1949 eða samfleytt i 19 ár. Af þeim tíma var hann yfirkennari við skólann í seytján ár. Mig brestur per- sónulega þekkingu til að fjalla um kennslustörf Guðlaugs, en ég þykisf vita, að hamn hafi sinnt þeim af dugnaði og þeirri reglu- semi, sem honum er eiginleg. Og vist er um það, að þótt Jónas Jónsson frá Hriflu væri mikili skólamaður, og löngum sé til þess vitnað, hver áhriif hann hafði á nemendúr er námu við Sam- vinnuskólann, þá hefur ekki sak- að stofnunina að hafa öruggam yfirkennara, er veitti forstöðu hinni dagliegu umsýslan. Þykist ég vita, að þar hefur hönd hald- ið í hendi, þar sem þeir voru Jónas og Guðlaugur. Guðlaugur Rósinkramz varð svo fyrsti þjóðleikhússtjóri landsim.s, þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1949, en hann lét eins og kunnugt er af störfum fyrir aldurssakir á síðasta ári. Hann dvelur nú í Svíþjóð, m.a. við að þýða ævisögu Albíns Jo- hanmsson, hims mikla sænska samvinnuleiðtoga. Þótt Guðlaugur hafi verið dugandi skólamaður í hartnær tvo áratugi, þá verður saga hans fyrst og fremst tengd Þjóðleik- húsinu, enda þar um brautryðj- andastarf að ræða. Og þar hafa dunið á honum flest veðrim um dagana, emda alkunna, að enginn getur gegnt slíku embætti öðru- vísi en valda nærri stanzlausri umræðu og stundum mokkrum hávaða, vegna þess að þegar á allt er litið, þá eru þjóðleikhús- stjórarnir sjálfsagt fleiri en tölu verður á komið. En það fór nú einhvern vegimn svo, jafnvel þeg- ar hæst var reitt til höggs út af stefnumiðum og verkefnavali Þjóðleikhússins, að áhorfendur undu ágætlega við sinn hlut, og peningakassi fyrirtækisins, sem yfirleitt er harður húsbóndi, fékk oft sinn ómældan skerf. Listinni var þjónað eftir því sem getam leyfði, og reynt að halda fram því bezta og eftirtektarverðasta, sem gerðist bæði á innlendum og erlendum vettvangi í leikhús- bókmenntum. Óhætt er að segja, að stjóm Guðlaugs á Þjóðleik- húsinu hafi byggzt á löngum til þess að láta þessa nýju og merku stofmun risa umdir nafni og einm- ig, að starfsemin yrði ekki of þungur baggi á því opinbera. Staðreyndim er, hvar sem þjóð- le'khús eru rekin, að þau þurfa mikil opinber fjárframlög til að geta starfað. En svo mun hafa tekizt til í tið Guðlaugs við Þjóð- leikhúsið, að ekki þurfti að grípa til stórfellldra fjárframlaga, þótt ár hafi verið misjöfn eins og gef- ur að skilja. Menn ngarlegt hlut- verk sitt rækti Þjóðleikhúsið af reism, ef ekki dirfsku, í stjórnar- tíð GuðJaugs. Innlend verk voru tekim til sýninga, eins og frekast var unnt, en þar um réð náttúr- lega fleira en vilji stjómanda Þjóðleikhússns eimgöngu; miklu heldu.r að slik atriði réðust af því, hvar við vorum á vegi stödd í þeirri skáldskapargerð, sem heyr- ir undir leikhúsbókmenntir. Satt að segja eigum við ekki langa sögu i þeim efnum, og því er ekki af miklum forða að taka, hvorki hvað reynslu né fjölda verka snertir. Við höfum þvi orð- ið að sæta, sjálfsagt meira en heppilegt getur talizt, flutningi á erlendum verkum. Hvað val á þeim smertir á liðnum áratugum held ég að þar hafi nokkuð ver- ið þræddur himn gullni meðalveg- ur, hvað alvöru og skemimtan snertir. Þegar á heild na er litið þá munu sanngjarnir menn telja, að Guðlaugi hafi tekizt farsæl- lega að koma Þjóðleikhúsinu yfir byrjunarörðugleika þess. Má víst telja að hann hafi jafnan farið að boði eigim samvizku og sannfæringar um réttmæti ákvarðana sinna. Hans mum verða getið að verðleikuim í sögu þeirrar ágætu stofnunar sem hann stjórniaði í rúm 20 ár. Fyrir utan kenmslustörf og þjóðleikhússtjórn heíur Guðlaug- ur komið víða við á lamgri ævL Dvöl hans í Sviþjóð á náms- og mótunarárum hafði þau áhrif, að alla tíð síðan hefur Guð- laugur iátið sig sænsk efni mjög sk pta. Hann stofnaði Sæmsk-ís- lenzka félagið st-rax á árinu 1930 og hefur setið í stjórn Norræna félagsins langtímum saman og auk þess verið formaður þess um skeið. Eftir að hann varð þjóðleikhússtjóri tók hann sæti í stjórm Nordisk Teaterraad. Jafnframt varð hann formaður í íslandsdeild Alþjóðasambands leikhúsmanna og formaður og framkvæmdastjóri Edda filim frá árinu 1954. Guðlaugur hefur um langan aldur haft áhuga á að efla innlenda kvikmyndagerð, og brauzt í þvi á símum táma að láta gera hér á landi kvikmynd með íslenzkum leikurum ein- göngu, byggða á Slenzku skáld- verki. Tók hann jafnframt sjálf- ur að sér að gera kvikmynda- handrit. Allt fór það mál vel úr hendi og hafði góðan framgang, en nú um sinn hefur orðið nokk- urt hlé á framkvæmdum Eddia film. Er það skaði, að ekki skyldi unnt að halda áfram innlendri kvikmyndagerð, en eflaust nær Edda film sér á strik, þótt síðar verði. Guðlangur hefur lengi haft mikinn áhuga á þvi að ná 'samvinnu við erlenda aðila um kvikmyndun Njáliu. Hann m-un í því sambandi hafa unnið að því í langan tíma að gera kvikmynda- handrit upp úr Njálu, en ennþá hefur ekk' tekizt að ná samstöðu um töku svo dýrrar myndar. Fyrir utan að skrifa kvik- myndahandrit hefu.r Guðlaugur skrifað kennslubækur og lestrar- bækur, auk fjölda blaða- og tíma- ritagreina, einkum í íslenzk og sænsk tímarit og blöð. Vinnu- dagurinn e,r þvi orðinn langur og strangur, en á Guðlaugi e,r eng- an bilbug að finna nú, þegar hann stendur á sjötugu. Hann á sæt: i Þjóðhátiðamefnd 1974, og er reyndastur þeirra, sem þar sjá um undirbúning hátiðarhalds, enda sat hann i lýðveldishátíð- arnefnd 1944 og var gjaldkeri hennar og framkvæmdastjóri, og framkvæmdastjóri Snorrahátíð- arinnar árið 1947. Guðlaugur er tvikvæntur. Fyrri konu sína, Láru Stefáns- dóttur, missti hann árið 1959. Síðari kona hans er Sligurlaug Guðmundsdótt'r frá Egilsá í Skagafirði. Ég vil nota tækifærið á þessum afmælisdegi til að senda Guðlaugi mínar beztu kveðjur og þakka honurn fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum ár- um. Ég vona að honum verði langra lífdaga auðið, og að hon- um tak'st að koma Njálu í kvik- mynd, því að tak’st honum það ekki, þá veit ég ekki hverjir aðr- ir yrðu til þess að vinna krafta- verkið. í upphafi þessa máls nefndi ég til bjartsýnismenn. Nú árar fyr- ir slíka, ekki á sv'ði lista heldur almennt. Þetta er hin gamla spurning um að kenna til og lifa, eins og Jónas Hallgrimsson orð- aði það, heldur en: ......liggja eins og leggur uppi í vörðu, sem lestastrákar taka þar og skrifa, og fylla, svo hann finnur ei, af níðl.“ Þeir Vestfirðingar marg'r hafa á þessari öld gengið hart fram i tilvistinni, og ekki látið reyra sig böndum svartsýni og víls. Guð- laugur Rósinkranz er dæmigerð- ur Vestfirðingur. Þjóð'n var að hleypa heimdraganum um það leyti, sem hann var að rísa á legg. Kynslóð hans hefur orðið að taka á sig ábyrgðimar. Þær hafa kostað mótblástur, en hann hefur reynzt létt að bera, vegna þess að starfsþorið var nóg. Saga Guðlaugs, sú sem er að baki, er saga bjartsýnismanns meðal skammdegisfólks. Og hún er brot af kraftaverkasögu sam- tiðarinnar. Indriði G. Þorsteinsson. farþega úr „Vorferð" ms. Gullfoss 1972, sem átti að verða sunnudaginn 11. febrúar nk., er frestað til fimmtudagsins 15. febrúar. Myndakvöldið er í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 20:30 stundvíslega. Þeir farþegar, er bókað hafa í vorferðir Gullfoss 1973, eru velkomnir. HF. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. ÚTB0Ð Fromkvæmdoneind byggingnrdætlunar óskar eftir tilboðum í eftirtalda verkþætti við byggingu 314 íbúða í Breiðholtshverfi í Reykjavík.: HITA- OG HREINLÆTISLAGNIR, RAFLAGNIR, BLIKKSMlÐI, GLUGGASMÍÐI. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu F. B., Lágmúla 9, Reykjavík, gegn 5.000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 27. febrúar 1973, kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.