Morgunblaðið - 02.03.1973, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1973
3
Loftleiðir:
Tvær BOEING 747
í notkun vorið 1974?
NC IÍHI K óðum að þvi, að
Loftleiðir verði að taka ákvörð-
un um kaupin, ef félagið ætlar
að taka risaþotuna Boeing 747
í notkun vorið 1974. Við þá hug-
mynd hefur verið gælt alllengi
og hafa fulltrúar Boeing-verk-
smiðjanna verið tíðir gestir í
Keykjavik upp á síðkastið.
Vegna viðræðna flugfélaganna
um sameiningu hefur flestum
minniháttar ákvörðunum verið
skotið á frest, en vart hægt að
gera það t.il lengdar.
Fréttamaður Mbl. hitti um
helgina þá Charles Weaver frá
Boeing og Jóhannes Einarsson,
verkfræðing og deildarstjóra
hjá Loftleiðum, en sá fyrrnefndi
hélt þá heimleiðis og lauk fjórt-
ándu íslandsferðinni, sem hann
hefur farið í erindum Boeing á
síðustu 12 mánuðum.
„Við höfum að undanförnu
gert víðtæka athugun á fram-
tiðarflugvélakosti fyrir Loftleið-
ir,“ sagði Jóhannes „og að sjáif-
sögðu hefur athyglin eingöngu
beinzt að hinum búkvíðu þotum
sem komnar eru á markaðinn.
Loftleiðir eru eina fdugfélagið af
tuttugu í Atlantshafsflugi, sem
ekki hefur annað hvort tekið búk
viðar þotur í notkun eða gert
pantanir á slikum vélum.“
„Enginn vafi leikur á þvi að
Boeing er lang hagikvæmasta
þotan sem nú er völ á fyrir flug
leið okkar milli New York, Is-
lands og Luxemborgar. Það er
líka ljóst, að þessi þota Iiefur
mjög mikið aðdráttarafl á far-
þegamarkaði. En þetta er ekki
nóg, því hér er um að ræða þvi-
likt stórræði fyrir Loftleiðir, að
annað eins hefur ekki gerzt í
íslenzku athafna'lífi. Enn sem
komið er hefur félagið ekki
skuldbundið sig á neinn hátt,
hvorki formlega né óformlega.
Okkur er þó ljóst, að við yrðum
að láta til skarar skríða mjög
bráðlega, ef við ætlum að táka
Boeing 747 í notkun að ári —
og þvi er ekki að leyna, að okk-
Kosta 6000
milljónir
ur hefur fundizt freistandi að
miða við vorið 1974 í þessu sam-
bandi.“
„Loftleiðir gætu að sjálfsögðu
byrjað með eina Boeing 747,"
hélt Jóhannes áfram, „en rekstr
arlega séð yrði hagkvæmast að
reikna með tveimur þotum. Ým-
is vandamál væru samfara því
að hafa tvær gerðir flugvéla á
sömu fJugleiðinni, því ein Boeing
747 annar ekki flutningunum,
þótt stór sé. Allar umræður hafa
snúizt um 500 sæta þotu, en
flestar, sem komnar eru i um-
ferð, hafa færri sæti, enda er
þá allmikið rúm lagt undir lúx-
usfarrými. Tvær slikar þotur
kosta ásamt nauðsynlegum vara
hlutum 60 milljónir doliara, eða
um sex þúsund milljönir is-
lenzkra króna miðað við núver-
andi gengi."
„Við munum nota DC-8 áfram
á öðrum flugleiðum — þ.e.a.s.
til Norðurlanda og Bretlands.
Ástæðurnar til þess að við telj-
um okkur betur borgið með „risa
þotu“ á flugleiðinni til Luxem-
borgar eru ekki aðeins aukin
hagkvæmni í flugrekstri og vin-
sældir þotunnar meðal farþega.
Sumarið 1974 yrðum við að
líkindum með fjórar DC-8 þot-
ur samtimis í brottför frá New
York flesta daga. Þá blasa við
afgreiðsluvandamál. Það væri
mun auðveldara og ódýrara að
vera með tvær, sem tækju sama
farþegafjölda. Sama er að segja
um viðkomu vélanna á Keflavík
urflugvelli — og afgreiðslu
þeirra i Luxemborg. Við getum
alveg eins litið aftur i timann.
Værum við enn með DC-6B þyrft
um við 18 slíkar vélar til að anna
þessum flutningum. Það er rétt
hægt að imynda sér hvers konar v
þröng það yrði.“
„Búkvíðu þoturnar eru enn-
fremur álíka aðlaðandi fyrir nú-
tíð og framtíð og Sexumar eru
nú orðið fráhrindandi á Htlants-
hafsfflugi — og ljóst er, að Boe-
ing 747 er framtíðarþota, þvi enn
eru ekki á teikniborðunum nein-
ar þotur, sem jafnast á við hana
hvað hagkvæmni og þægindi
snertir — fyrir okkar fiugleiðir."
„Við getum rekið Boeing 747
frá Keflavíkurflugvelli þótt
æskilegt væri að endurbæta og
lagfæra eitt og annað varðandi
afgreiðsluaðstöðuna — m.a. að
setja þar upp yfirbyggða, færan-
lega ganga fyrir farþega til og
frá þotunum. 1 Luxemborg verð-
ur byrjað á nýrri flugstöðvar-
byggingu í sumar og verður hún *
væntanlega fullbúin að ári,“
sagði Jóhannes Einarsson.
Mr. Weaver sagði, að viðræð-
urnar við Loftleiðir hefðu fyrst
og fremst verið upplýsingastarf-
semi af hálfu Boeing-verksmiðj
anna, sem hefðu aðstoðað Loft-
leiðir við að skoða niður í kjöl-
inn allt, sem lýtur að rekstri
þotunnar á flugleiðum félagsins.
„Nú hafa yfir 200 þotur þessar-
ar gerðar verið teknar í notkun.
Við framleiðum að meðaltali
tvær á mánuði fram á næsta ár,
en þá reiknum við með að geta
aukið framleiðsluna,“ sagði
hann.
„Við teljum þetta ekki aðeins
þotu áttunda áratugarins, held-
ur þess níunda — og hún verð-
ur áfram í góðu gildi þann ti-
unda lika. Með eðlilegri notkun
gerum við ráð fyrir að Boeing
747 endist eigendum sínum í sex-
tán ár og stöðugt er unnið að
endurbótum og þróun i fram-
leiðslunni. Við tölum um 500
sæta þotu fyrir Loftleiðir svo að
ekki verði dregið á neinn hátt
úr þeim þægindum, sem félag-
Framliald á bls. 11.
Jóhannes Einarsson og Charles Weaver.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
LAUGAVEGI20A OG LAUGAVEGI 66
★ PRJÓNAKJÓLAR
★ UPPLITAÐ DENIM
SlÐ PILS
SMEKKBUXUR
BAGGYBUXUR
OG JAKKAR
★ PEYSUR
★ BLÚSSUR, KÖFLÓTTAR
★ ZIGZAGBUXUR
★ SOKKABUXNASETT
ALLIR LITIR
VINSÆLUSTU PLÖTURNAR:
★ Duane Allman / An Anthology if Frank Zappa, Grand Wazoo
The Mothers in Grateful Dead. Europe '72 if The Beach Boys, Holland
■Ar Chuck Berrys, Golden Decade Vol 2 it Santana, Caravanserai
★ Flasr, In The Can ★ Crazy horse, At Crooked Lake -fc Tempest
★ Jonathan Edward Honky-Tonk Stardustcowboy if Batdrof and
Rooney ★ Loggins and Messina it; West, Bruce and Laing, Why
dontcha ic Amrika, Homecoming + James Taylor One Man Dog
if Neil Young, Journey Through The Past ir Yes, Close To The Edge
ir Uriah Heep, The Magician's Birthday ★ Deep Purple, Who do
We Think We Are ir Al Kooper, Naked Songs -k Dave Mason,
Scrapbook ★ Walo De Los Rios, Symphonies for The Seventies
★ FÖT, EINLIT OG RÖND-
ÓTT MEÐ VESTI
★ STAKIR JAKKAR
★ OXFORD BAGS
★ SKYRTUR, EINLITAR
OG KÖFLÓTTAR
★ EINLITAR PEYSUR
★ FLAUELSBUXUR
MARGIR LITIR
★ ZIGZAGBUXUR