Morgunblaðið - 02.03.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 02.03.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1973 piirrgiujiSírWilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðaistræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands, í lausasölu 18,00 kr. eintakið. í fyrra urðu nokkrar setn- ingar í ályktun forustu- manna KEA fleygar. Þeir fjölluðu um efnahagsmála- stefnu — eða öllu heldur stefnuleysi — vinstri stjórn- ar og nefndu fyrirbærið ým- ist holskeflu kostnaðarhækk- ana eða hreint og beint Hrunadans. Þessir menn eins og raunar flestir aðrir sáu í hvert óefni stefnt var, en þá hefur áreiðanlega ekki órað fyrir þeim ósköpum, sem nú dynja yfir. Þótt snjallir séu og orðhagir þurfa þeir líklega að fara í smiðju til enn meiri .snillinga, ef þeir eiga að geta fundið sannnefni yfir dans- inn, sem nú dunar. Óðaverð- bólga er hvergi nógu kjarn- yrt orð, því að það var á tím- um fyrri vinstri stjórnarinn- ar 1956—’58 notað yfir tiltölu- lega litlar hækkanir miðað við það, sem íslenzk alþýða fær nú að sjá framan í. Um þessi mánaðamót þykir varla lengur í frásögu fær- andi, þótt ein vörutegund hækki um 15%, önnur um 20%, hin þriðja um 25% og síðan áfram allt upp í 50— 60%. Þeir eru svo sannarlega ekkert smátækir stjórnar- herrarnir og ekki hafa þeir gleymt einkunnarorðinu: Allt fyrir hinar vinnandi stéttir! Allt hlýtur þetta eins og ann- að að vera gert í þeirra hag. Nú, jæja, útflutningsverð- lagið hefur hækkað ennþá meira en verðlag innanlands síðustu vikur og aflabrögð verið góð, (hvað sem verða mun, þegar Bretar hafa óáreittir skafið upp smáfisk í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr og allt upp í land- steina). Þetta ætti að fljóta á meðan ekki sekkur og svo leggja ráðherrarnir sig á kodd ann sinn, þreyttir eftir dags- verkið. En skyldi þetta fljóta? Sú spurning gerist nú áleitin, vegna þess að hækkanirnar, sem nú dynja yfir og fyrirsjá- anlegar eru á næstu vikum og mánuðum, koma inn í kaup- gjaldsvísitöluna hinn 1. júní. Að vísu hefur það verið hátt- ur stjórnar hinna vinnandi stétta að reyna að draga verð- hækkanir, þar til ný kaup- greiðsluvísitala hefur verið reiknuð út, til þess að laun- þegarnir fengju hækkanirnar ekki bættar í ársfjórðung. En nú er allt sprungið í loft upp og hækkanirnar, sem á næsta leiti eru, koma inn í vísitöl- una 1. júní, jafnvel þótt stjórnin reyni að fresta ein- hverjum hækkunum í apríl- og maímánuði til að hafa áhrif á vísitöluna 1. júní. Og þessar hækkanir eru svo stór- vægilegar, að naumast getur hjá því farið, að kollsteypan eftir 3 mánuði verði álíka stór, ef ekki stærri en nú. Engin von er til þess, að nokkur maður geti öðlazt trú á peningakerfið og efnahags- aðstöðuna. Þess vegna munu verðbólguvaldar hvarvetna verða á stjái. Allir, sem vettl- ingi geta valdið, reyna nú að koma aurum sínum í fast. Fasteignaverð mun rjúka upp eins og allir hlutir aðrir, inn- fluttir eða framleiddir hér- lendis. Verðbólgan æðir nú áfram með slíkum hraða, að hækkanirnar eru á örfáum mánuðum meiri en áður þekktust á heilu ári, er verst gegndi, og þótti mönnum þá nóg um og kölluðu óðaverð- bólgu. Sannleikurinn er sá, að annað eins stjórnleysi í efna- hagsmálum og nú ríkir hér á landi er hvergi finnanlegt nema í þeim Suður-Ameríku- ríkjum, þar sem verst er stjórnað, — eða kannski ekk- ert stjórnað á stundum, því að þar er það fullt starf fyr- ir klíkurnar að berjast hver við aðra, líkt og á sér stað í herbúðum hinna svonefndu vinstri manna á íslandi um þessar mundir. En grátbroslegt er það óneitanlega, þegar Tíminn er að reyna að kenna verkalýðs- foringjum um ófarirnar. Allir vita, að það var stjórn- in sjálf sem í málefnasamn- ingi sínum markaði stefnuna í kaupgjaldsmálum, sem bæði launþegar og vinnuveitend- ur urðu að hlíta. Og það er verk stjórnarinnar að hafa fellt gengið þrisvar sinnum, tvöfaldað fjárlög og ýtt á all- an hátt annan undir verð- bólguþróunina. Vandinn er heimatilbúinn, hann er tilbú- inn af verstu ríkisstjórn, sem setið hefur á Íslandi — og vonandi líka þeirri lang- verstu, sem nokkurn tíma mun verða hér við völd. DANSINN DUNAR ASÍAÁ NÝJUM KROSS- GÖTUM WASHINGTON. — Nú þegar að minnsta kosti Iráðabirgðalausn er fundin á gjaldeyriskreppunni — sem hefur sér í lagi haft áhrif á sam- skipti Bandaríkjanna og Japans — má telja víst að Hirohito keisari komi til Bandaríkjanna síðar á þessu ári og Nixon forseti f.ari skörnmu síðar til Japans. Þessar opmberu heim- sóknir þjóna þeim tilgangi að treysta vináttu landanna eftir áföllin, sem hún varð fyrir vegna skyndiákvarð- ana Nixons i Kínamálinu og efna- hagsmálunum. Japanir voru mótfallnir óvæntri Kínaferð Nixons, en síðan ha'fa þeir áttað sig á því að raunar spillti hún ek(ki aðstöðu þeirra. 1 raun og veru varð þetta til þess að auðvelda þeim að slíta stjómmála- sambandinu við Taiwan og taka upp formleg samsikipt: við Kínvei'sika al- þýðulýðveldið. Marshall Greien, að- stoðarutanríkisráöherra Asíumál- efna, fullvissaði þé siðar um, að „við vonumst vissulega til þess að geta haft mjög náið samráð við Japani um hvers konar pólitískt samikomu- lag sem verður ,;ert við Kína.“ Óhætt er því að álykta, að aðal- tilgangur síðustu Pekingferðar Henry Kissingers hafi verið kynntur ráðamönnum í Tokyo og Japanir eru ennþá álitnir mikilvægasti bandamað ur Bandaríkjanna í fjarlægari Aust- urlöndum þrátt fyrir nýja og erfiða gjaldeyriskreppu. Öryggissáttmáli Bandarikjanna og Japans er talinn lífsnauðsynlegur og svo sveigjanleg- ur að hann sé hæg-t að laga að nýj- um aðstæðum. Stjórnin í Washington fagnar því að Japanir hafa aukið framlög sín til landvama þótt þau séu ennþá talin of lág. Bandaríkjamenn hafa sérstakan áhuga á því að Japanir auki efna- hagslegan stuðning sinn við löndin i Austur-Asíu til þess að gera þeim kleift að taka á sinar herðar auknar byrðar af útgjöldum til landvarna sem yrði í samræmi við Nixon-kenn- inguna. Þetta eru þó smámál tiltölulega séð miðað við geysilegan halla á viðskipt um Bandarikjanna við helzta banda- mann sinn á Kyrrahafi, en hann fór yfir 4 milljarða doilara a síðasta ári. Þetta var mikilvægasti þáttur gjald- eyriskreppunnar, sem var stöðvuð með gengisfellingu dollarans og floti „jensins almáttuga". Viðræður Kissingers í Peking snerust meðal annars um ráðstafan- ir til undirbúnings fuillri stjómmála- viðurkenningu, sem þó getur varla Hlrohito falizt að stamdi fyrir dyrum með- an miskliíðin út af Taiwan er óút- kljáð. Þótt Kínverjar tali minna en áður um Taiwan er vandamálíð enn- þá þröskuldur í vegi fyrir því að Skipzt verði á sendiheirum.. Jafnvel þótt fuili .samskipti komist ekki á, sjá bæði Bandairíkin og Kína hag í þeirri nýju vináttu sem hiefur tekizt með þeim. Stjómin í Washingt on hvietur niú til þess að sú stefna breiðist út um alla Suðaustur-Asíu að löndin i þessum heimshliuta reyni að standa utan við valdablokkir. 9t>uðniogur Kinverja við þessa hug- mynd stuðlar að þvi að hjá því verði komizt að hún mengisit af sovézkum áhrifum. Stjórnin í Washington vom- ar að þanmig verði ekki aðeins Suð- ur-Víetniam, Laos og Kaimbódiu hlut- laus að lokum heldur Norður-Víet- nam einnig. Kínverjar trevsta á velvild Banda- ríkjanna ef til þess kæmi að Rússar rey-nidu að hlutast til um éinhvers konar innanlandságreimng um arf- ta/ka Mao Tse-tunigs þegair hann deyr. Þessa stundina hafa Rússar á að skipa 40 velbúnum herfylkjum rétt hjá landamærunum gagnvart Kína. Þótt vissir hagsmunir Bandaiílkj- anna og Kína fari saman er þar með ekki sagt að hagsmunir þeirra fari saman.á öllum sviðum. Til dæmis er til athugunar að bandarísika stjómin viðurkenni bráðlega Alþýðulýðveldið Ytri-Monigóiliíu. Sovétríkin eru allsráð andi í Ytri-Monigóliu og slík ráðstöf- um er ekki til þess fallin að vekja ánægju í Peking. Bandarikin m.unu heldur e'kki liájta bætta samibúð við Kína standa i vegi fyrir bættum samskiptuim við Ind- land. Þau biðu mikinn hnekki þegar stjómin í Washiniglton sfcuddi Pak- istan i því hörmulega stríði sem það liand háði ekki al’s fyriir löngu. Afstaðan, sem Bandaríkin fcóku þá, mótaðist fyrst og fremst af því að reynt var að þókmast Kímverjum þvi að þá var Nixon að áformia Kína- ferð sina samkvæmt áætlun sinni um lausn Vietnamistráðsins og eimnig aí því áð nauðsiynlegt var talið að treysta samningsaðstöðu Bandaríkj- amnia gagnvait aðalkieppiniaut Kíma, Sovétrí'k junum. Stjórnin í Wshimgton vonar að i hinni nýju stefnu hennar í Asíu geti falizt að jafnvægi veirði aftur komið á gagnvart Indlandi án þeisis að aft- ur veirði horfið til þeirrar hu.gmynd- ar, sem hafði miikil áhrif á skoðan- ir Bandariikjamanna á árunum 1950 —’65, að Indland ei-gi að gegna hliuit- verki .stórveldis ag hafa samvinnu við Bandarikin og Japan til þess að koma á samstöðu í Austurlöndiuim. Almiennt er viðurkennt að Indverjar hafl eln- f aldlega ekki stók áhríif. Kímverjar hafa meiri hernaðariieg áhrif og geta haft meiri pólitísik áhrif. En að dómi Bandaríkjanna skiptir jafnvel meira máli hvaða leiðir Jap- anir fara á næstu árum, eikki sízt vegna þess fitonskrafts sem þeir hafa sýnt á efnahagssviðinu. Stjórnin í Washington hefur áhuga á því að þetta efnahagsundur verði mátengd- ara Asíu sem nú þreifar sig áfram til friðar í fyrsta skipti síðan heimisálfan hlaut aJigert frelsi. Nú þegar jafnvægi er að komaist á sam- bandið milli jensins og dollarans er vonað að íyrirhuiguð ferðalög þjóð- höfðingjanna treysti vináttubömdin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.