Morgunblaðið - 02.03.1973, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1973
17
VEIGAMIKIÐ ÞYÐINGASAFN
NORRÆN LJOÐ 1939—1969
Noregur/Danmörk
Sviþjóð/Finnland.
Hannes Sigrfússon islenzkaði.
Heimskringla/Reykjavík 1972.
ÞÓ AÐ langt sé síðan Hannes
Sigfússon sendi frá sér frumsam
ið Ijóðasafm er ljóst að hann hef
ur ekki setið auðum höndum á
undanförnum árum. Fyrir jlkin
kom út eftir hann mikið safn
þýddra norrænna ljóða, mesta
framlag íslensks ljóðaþýðanda
til kynnimgar á norrænni nútíma
ljóðlist. Þegar á allt er litið hef
ur verið þýtt töluvert af norræn
um Ijóðum á íslensku, einkum
sænskum, og eftir útkomu Norr
ænna ljóða verður ekki annað
sagt en islenskir lesendur eigi
auðvelt með að afla sér þekking
ar á stefnum og straumum í norr
ænni nútímaljóðlist.
Skáldskaparstill Hannesar Sig
fússonar er upphafinn og víða há
tiðlegur. Þess vegna lætur hon-
um best að þýða ljóð skálda
sömu gerðar, eins og til dæmis
Svians Eriks Lindegrens. Séu ljóð
þeirra Hanmesar og Lindegrens
borih siaman er skyldleikinn aug
Ijós. í ijóðum þeirra er sama flóð
mynda og líkinga, málið viðhafn
arlegt, hrynjandin í ætt við kyn-
lega og seiðandi tónl'st. Þýðingar
Hamnesar á ljóðum úr Veglaus
maður eftir Lindegren leiða hug-
ann að Imbrudögum hans:
ég sá mynd hans bregða fyrir
í bliknandi strauninuni,
og hið óniælanlega i handfylli
horfinnar gleði
ég- sá rústir himins við hans
rjúkandi fætur
og rifað segl sólar undir '
svansins væng
Annað Ijóð, sem Hannes þýðir
eítir Lindegren, er íkaros, ein
besta þýðing Hannesar að mínu
viti. Glíma Hannesar við þetta
ijóð hefur áreiðaniega hjálpað
honum þegar hann orti hið
þekkta ljóð Eldflaugina, sem birt
ist í Jarte kn (1966). Þýðing
Hamnesar á Ikarosarljóðinu birt
ist fyrst í Birtingi 1957. Ljóða-
þýðingar eru vel til þess fallnar
að aga skáld og efla, sé rétt á
málum haldið, enda eru þess fjöl
Hannes Sigrfússon
mörg dæmi úr bókmenntum okk
ar
En Hannes Sigfússon hefur
ekki valið þann kost að velja ein
'göngu skáld skyld sér i Norræn
Ijóð. Hann freistar þess að gefa
heildarmynd af norrænum skáld
skap 1939-1969, en einkum form-
breytingarskáldum. Hann þýðir
samt ljóð eftir hefðbundin skáld
eins og Grethe Risbjerg Thom-
sen, Ove Abildgaard og Bo Sett
erlind, svo að einhver séu nefnd.
Sjálfur lýsir hann þessu með eft
irfarandi orðum: „Val ljóðanna
hefur að sjálfsögðu ráðizt aí per
sónulegum smekk þýðandans, að
minnsta kosti að langmestu leyti.
Einstaka s'nnum hef ég þó val
ið ljóð vegna þess eims að það hef
ur með einhverjum hætti verið
dæmigert afsprengi höfundarins.
Höfundana hef ég hinsvegar val-
ið með hliðsjón af því rúmd sem
þeir skipa i bókmenntasögu eða
vitund helztu gagnrýnenda við-
komandi lands.“
Mér kom á óvart að rekast á
ijóð.eftir Bo Setteriind í Norræn
um Ijóðum því að hann er skáld,
sem á yfirleitt ekki upp á pall-
borðið hjá sænskum gagnrýnend
um, þykir of rómantiskur og trú-
hneigður. En. Hannesi tekst að
skipa Setterlind við hlið hinna
skáidanna með þeim hætti að
ljóð hans slitna síður en svo úr
samihengl bókarinnar,
Fyrir þá, sem þekkja vel
sæmska og danska ljóðlist, er
mestur femgur í norsku og
finnsku ljóðunum í Norrænum
ljóð'jm. Hannes þýðir verk
norskra brautryðjenda nútíma-
skáldskapar eins og Rolfs Jacob
sens og Claes Gills og einnig
yr.gri skálda eins og Steins Me
hren og Jans Eriks Vold. Gaman
er að kynnast finnsku skáldun-
um, hinum óvenjulega og ferska
ljóðstil Paavo Haavikkos, Peters
Sandelins, Pentti Saar'koskis,
Vainö Kirstina og Matti Rossis.
Finnarnir eru ekki jafn alvöru-
gefnir og háspekilegir og önnur
skáld bókarinnar. 1 ljóðum þeirra
rúmast bæði leikur og alvara. —
Sama má að vísu segja um
Benny Andersen frá Danmörku
og Jan Er.k Vold frá Noregi, en
Finnarnir hafa yfirhöndina hvað
varðar óhátíðlega, blátt áfram
framsetningu.
Höfundareinkenni Hannesar
Sigfússonar eru greinileg í ölluim
ljóðunum og kannski má finna
að því að sum þeirra séu af þeim
sökum of þumg í vöfum, ljóð, sem
á frummálunum grundvallast á
beinni og e nfaldri túlkun, en þó
kemur þetta yfirleitt ekki að sök.
Aftur á móti lýtir það bókina á
nokkrum stöðum að málfarið er
stirðlegt. í ljóði eftir Eeva-Lisa
Manner er ort um „vikjandi
skörð, síðlandi fjallgarða“, og
orðaíag eins og „Ég reisi lenda
þinna hvitu strönd úr hafi“ (þls.
44) og „hóglega fræðir oss um
skógarins einföldu vizku“ (bls.
66) er algengt. Unnt er að benda
á staði, þar sem teflt er djarft
í beitingu málsins, en þess er að
gæta að nútímaljóðið krefst þess
stumdum að höfð séu endaskipti
á viðteknum hlutum jafnt í máli
og mynd. íslenskt ljóðmál er ekki
mógu sveigjanlegt; það reka þeir
sig á, sem þýða erlend ljóð.
Væntanle'gum lesendum Norr
ænna Ijóða skal bent á að ör-
vænta ekki þótt ljóðin verki oft
fráhrindandi við fyrsta lestur.
Þau vinna á því betur sem menm
kynnast þeim. Hannes Sigíússon
á heiður skiiinn fyrir þessar þýð
mgar. Ég hef þá trú að þær mUmi
hafa gildi fyrir framvindu ís-
lenskrar ljóðlistar.
Menn, sem vert
er að kynnast
Mennirnir í brúnni. — Þriðja
bindí.
Þættir af starfandi skipstjór-
um.
Ægisútgáfan. Reykjavik 1973.
EIGANDI Ægisútgáfunnar, Guð-
mundur Jakobsson frá Bolungar-
vik, mun ekki hafa hugsað til
þess sem ungur maður að verða
bókaútgefandi hér í Reykjavík.
Hann varð mjög snemma formað
ur í Bolungarvik, var það í ára-
tug og reyndist sóknharður og
aflasæll. En heilisubrestur rak
hann i land, og um skeið stund-
aði hann skrifstofu- og kaupsýslu
störf vestra. En heilsufarið leyfði
honum ekki að sinna slíkum
störfum til lengdar, og varð
hann að flytja hngað suður til
þess að njóta hér til lengdar sér-
fræðilegrar læknishjálpar. Hann
fékk ekki fullan bata, en þó slik-
an, að himum fyrrum athafna-
sama sjósóknara ofbauð að þurfa
að sitja auðum höndum. Þá var
hafin gullöld nýrrar tegundar
v'kurlta, og Guðmundur bætti
einu við. En svo sem Guðmund-
ur hefði aldrei getað sætt sig við
að draga að landi hárasteinbít,
háf og marhnút, þótti honuma lítt
sóma sér að bjóða til lengdar að-
eins ruslfisk eða beinlínis óæti á
torg ritmennskunnar. En á prent-
svertubragðið hafði hann kom-
izt, og svo stofnaði hann þá Æg-
isútgáfuna, og tók að gefa út
bækur. Margar þeirra gerast á
sjc og ýmsar verið vel þegnar,
en merkast af þvi, seim hanm hef-
ur gefið út, er ritsafnið Menn-
irnir í brúnni, sem kynnir af-
burða skipstjóra og aflamenn
fiskiflotans íslenzka. Af þvi
safni eru komin þrjú bindi, og
vart þarf að efa, að meðan Guð-
mundar nýtur við, komi af því
eitt bindi á ári, hvað sem síðar
verður. Hygig ég, að ef svo verð-
ur fram haldið um útgáfu þessa
safns, sem nú horfir, þyki það
þeim mun fróðlegra og merkara
sem lengra Mður.
1 þeim þremur bindurn, sem út
eru komin, er fjallað um tuttugu
afreksmenn fiskiflotans. Af þeim
eru fimm, sem stýra togurum,
en hinir eru skipstjórar á öðrum
vélskpum, flestum stórum og
ölium vönduðum, glæsilega og
vel búnum að tækjum til fiski-
leitar og skipstjórnar yfirleitt.
Eigendur skijjanna eiga heima
víðs vegar um landið, en skip-
stjórarn'r eru ýmist Vestfirðing
ar eða Sunnlendingar. Viðtölin
hafa skrifað Jón Kr. Gunnars-
son, forstjóri sædýrasafnsins,
Gunnar M. Magnúss, rithöfund-
ur, Bárður og Ásgeir Jakobssyn-
ir — og loks Guðmundur sjálfur,
sem hefur iagt til fullan helming
efnisins.
1 bind nu, sem út kom síðast-
i.'ðið haust, eru viðtöl við sex
skipstjóra. Þeir eru þessir: Gísli
Jóhannesson frá Gauksstöðum í
Garði, skipstjóri á m.s. Jóni
F nnssyni; Gunnar Hermannsson
úi' Ögri, sem enn stýrir m.s.
Eldborgu, þó að hann muni hafa
átt kost á nýjum og glæsilegum
skuttogara; Hrólfur Gunnarsson
frá Hólmavík, áður á m.s. Súl-
unni, en nú fiskikóngur á loðnu-
ve'ðun.um á hinu burðarmikla
skipi, G'uðmund ; Jóhann Símon
arson í Súðavík, skipstjóri á m.s.
Kofra; Sigurjón Stefánsson frá
Hólum í Dýrafirði, i tuttuigu ár
með afbrigðum farsæll skip-
stjóri og aflamaður á togaranum
Ingó>lfi Amarsyni en hefur nú um
skeið verið af verkfalli tepptur
frá að fara til íiskjar í brúnni á
hinum mikla og glæsilega togara
Bjarna Benediktssyni, — og lest-
ina rekur hinn óvenjulega fjöl-
hæfi Þorsteinn Gíslason frá Kot-
húsum í Garð', er farsællega og
frækilega stýrði seinast í fyrra-
sumar m.s. Jóni Kjartanssyni,
sem nú er sokkinn í sæ og skilaði
um leið hinum margoft rausnar-
lega, en stundum ærið eftirgangs
sama Ægi konungi nokkrum
hundruðum smálesta af loðnu.
Jón Kr. Gunnarsson skrifar um
Gísla, Gunnar M. Magnúss um
Gunnar Hermannsson, Bárður
Jakobsson um Jóhann Símonar-
son — og Guðmundur, bróðir
hans, um hina þrjá, en auk þess
ritar hann formála, sem hann
kallar Þeir fiska, sem róa.
Þar ræðir hann um það, að
þeirri skoðun hafi verið haldið á
lofti, að „al'lt tal um aflamenn
væri úrelt og jafnvel skaðlegt“.
Það ali á rig milli sk pstjóra og
óheppilegri • keppni, mönnum
væri „att saman eins og Olym-
píukeppendum". Ekki væri mest
und r því komið, „hve mikið afl-
aðist, heldur hvernig aflinn nýtt-
ist“. Út af þessu atriði segir Guð-
mundur, að aflamennirnir komi
„síður en svo með verri fisk að
landi en hinir“. Þá farast honum
þannig orð: „Um kappgirnina er
það að segja, að þá mætti fyrst
biðja fyrir Islendingum, þegar
búið væri að rækta“ — hann
segir rækta — „allt kapp úr okk-
ar harðsæknu sjómönnum." Segj
um tveir. Og sannarlega tek ég
einnig undir þetta: „Sjór verður
aldrei sóttur án þess að nokkuð
sé í hættu lagt, og okkur duga
skammt þessir 5000 sjómenn, ef
tekst að draga þá ofan í meðal-
mennskuna með svo fáránlegu
tali, að aflasæld sé nánast feimn
ismál, sem ekki beri að hafa hátt
um.“ Loks get ég verið Guð-
mundi Jakobssyni sammála um,
að svo framarlega sem orður sé'J
veittar á annað borð, þá eigi dug-
miklir sjómenn vissulega frekar
að fá þær en sumir þeirra í
„fínu stólunum", sem þær eru
veittar, en hins vegar tel ég svo,
að þeir sjómenn, sem að eru
setztir í landi og „orðn'r útgerðar
menn eða forstjórar" megi
gjarnan fá kross, ef þeir hafa
Guðmundur Jakobsson.
sem slikir „unnið landi og þjóð
nokkurt umtalsvert gagn . . .“
En með sérstakri ánægju minn-
ist ég þess, að bak við tjöldin
átti ég frumkvæði að þvi fyrir
um það bil aldarfjórðungi, að
aldraður ísfirzkur skipstjóri, sem
hafði fyrst stýrt vestfirzkum
,,pun.g“ — eins og sunnlenzkir
sjómenn kölluðu hin litlu, en
veiðisælu þilskip Vestfirðinga,
en siðan vélbátum upp í rúmar
fjörutíu smálestir, var sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Þessi viðtöl eru ekki aðeins
skemmtilestur fyrir sjómenn,
aðstandendur þeirra og aðra,
sem hafa komizt í náin tengsl við
sjómenn og sjómennsku, heldur
stórfróðleg ráðamönnum þjóðfé-
lagsins um viðhorf greindra,
reyndra og ábyrgra manna í for-
ystusveit þess atvinnuvegar,
sem mesta björg dregur í þjóðar-
búið. Þarna lýsa þeir skoðunum
sínum á mörgum veigamikl'um
málum og skýra sitthvað, sem
mönnum almennt er engan veg-
inn Ijóst. Þeir ræða um landhelgi
Guðmundur G. Hagalin
skrifar um
BÖKMENNTlR
• • '.«v
og verndun fiskstofna og hina
sivaxandi þörf á sem beztri
þekkingu skipstjóra og stýri-
manna á hinum dýru og sífellt
nákvæmari og um leið vandnot-
aðri tækjum, sem nauðsynlegt
er að komi að sem fyllstum not-
um. Þeir leggja áherzlu á, hve
erfið sé vinna sjómannánna,
vinnutiminn i raun og veru mjög
langur, þrátt fyrir verulegar um-
bætur, og þeir benda á, að eigi
jatnvel aflamaður að njóta sín,
verði hann að hafa sem valdast
lið. Þá er margt forvitnilegt og
skemmtilegt, sem sagt er þarna
um trú og hjátrú skipstjóranna,
er yf rleitt telja sig hafa reynslu
aí því, að dulin máttarvöld séu
í verki með þeim og að sitthvað
vitrist þeim að leiðum, sem
enga fræðslu sé urn að finna í
námsbókum Sjómannaskólans og
ekki verði „stungnar út“ í venju-
legu sjókorti, hversu nákvæmt
sem það sé. AUir þeir menn, sem
þarna er um fjallað, eru auðsjáan
lega vel gefnir manndómsmenn,
sem gera sér fyUstu grein fyrir á
byrgð sinni og vanda, þykir auð
vitað mikilsvert, hve vel þeim
vegnar og að störf þeirra, áhafn
anna og stéttarinnar allrar séu
rnetin að verðleikum, en halda á
reiðanlega vöku sinni og óbrengl
aðri skynsemi, þó að þeir séu
kynntir þjóðinni. ÖU viðtölin
bera þvi glöggt vitni, sem ég hef
þegar sagt Um efni þeirra, en
einna veigamest og raunar bezt
gerð þykja mér tvö þau síðustu,
sem Guðmundur Jakobsson hef
ur skrifað eftir þeim Sigurjóni
Stefánssyni og Þorsteini Gisla-
syni. Viðtalið við Þorstein gefur
meðal annars nokkra hugmynd
um skopskyn, sem ég hefði gjarn
an kosið að hafa af mun nánari
kynni.
Eins og í fyrri bindu.num eru
margar góðar myndir í þessu.
Þær auka og á gildi þessa rit-
safns, sem er auk annarra kosta
vandað að ölium ytri frágangi.
Loks þakka ég Guðmundi Jak
obssyni framtak hans um gerð
þessara bóka, og skipstjórunum
og viðmæ’endum þeirra fróðleik
og skemmtun.