Morgunblaðið - 02.03.1973, Side 31

Morgunblaðið - 02.03.1973, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGÚR 2. AÍARZ 1973 31 I STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild. Íþróttahús'ð í Hafnarfirði 28. fébrúar. Úrslit: FH — Víkingur 20:19. (13:11). l^ottvísanir af velli: Giis Stef FH marði sigur — Víkingar fengu f jögur tækifæri til að jafan á lokamínútunum MEÐ eins marks sigri sínum, 20:19, yfir Víkingum i 1. deild ís landsmótsins í handknattleik hafa FH-ingar nú tekið 5 stiga forystu í deildinni. Sú tala segir þó ekki alla söguna um stöðu þeirra. I»eir hafa leikið tveimur leikjum meira en aðalkeppinaut- ar þeirra Valur, sem er með 12 stig óg Fram sem er með 11 stig. Og þegar litið er til þess að Valsmenn eiga ekki heldur leik um næstu helgi, verður að segj- ast að niðurröðunin i mótið er næsta furðuleg. Það hlýtur að vera fyrsta skylda þeirra sem um hana sjá, að félögin fylgist nokkurn veginn að í leiknum leikjum. Sú staða sem Fram og Valur eru í núna er engan veg- inn þægileg. I»eir virðast langt á eftir FH-ingum og mega engu tapa til þess að eiga mögulcika. Leikur FH og Víkings í fyrra- kvöld var sannarlega leikur mis takanna. Ekki einungis leikmann anna, heldur og dómara og tima- varða. FH-sigur var ekki sann- gjömustu úrslitin í þessum leik. Jafntefli hefði verið sanni nær, og ef einungis er litið á leik lið- anna, var Vxkingur heldur skárri aðilinn á vellinum. Dæmalaust óðagot þeirra á síðustu minútun um, þar sem fjögur tækifæri til að jafna fóru í vaskinn, var þó ekki hróss vert, en það hefur viljað loða við Vikingsliðið að þegar það er komið í vandasama stöðu, er eins og taugar leik- manna þess bresti og þeir gera sig seka um hverja vitleysuna af annarri. BUÐNINGSK VÓTI ? Dómarar í leiknum voru þeir Valur Benediktsson og Magnús V. Pétursson. Komst Valur all- sæmilega frá leiknum, þótt gjarn an hefði hann mátt vera atkvæða meiri, en Magnús átti nú einn sinn slakasta leik í vetur. Hann byrjaði á því að dæma ruðning hvað eftir annað, einkum á Vík- ingana, en eftir um það bil 10 minútur virtist hann búinn með þann ,,ruðningskvótann“ og eftir það var ruðningur aldrei dæmd- ur, þrátt fyrir miklu alvarlegri brot en í fyrstu. >að er lítið hægt að segja þótt dómara verði á mistök í leik, slikt gerist nær undantekningalaust, en það er hins vegar erfitt að fyrirgefa þeim það, þegar þeir eru gróf- lega ósamkvæmir sjálfum sér. Fmmangreind mistök voru ekki þau einu sem Magnús gerði í leiknum, og fór ekki hjá því að manni fyndist slök dómgæzla hans bitna á Víkingum, þótt fjarri sé að verið sé að saka hann um hlutdrægni. Þá kom einnig greinilega fram ónákvæmni í timatöku, og það reyndar i báðum leikjunum. Þannig var t. d. ekki bætt við leiktíma síðari hálfleiks FH og Vikinga, þrátt fyrir að minnsta kosti 1 mínúta færi í þras í upp- hafi hans, sökum þess að FH- ingar léku með fullskipað lið, þótt einn hefði verið rekinn út af. HRIPLEKAK VARNIR 1 upphafi leiksins voru varnir liðanna sáldi líkastar. Sóknar- leikmenn voru ekki fyir komnir upp að vörnunum en þeir fengu tækifæri til þess að skjóta og skora. Þannig gekk til allan fyrri hálfleikinn, og við það bætt. ist svo að markvarzla beggja liða var ákaflega slök. Árangur- inn var þá að í hálfleik höfðu 24 mörk verið skoruð, og hafði FH vinninginn í þeirri skotakeppni 13:11 í síðari hálfleik breyttist vam- arleikur beggja liðanna til hins betra. Einkum þó markvarzlan, en bæði liðin skiptu um mark- vörð í hálfleik. Eirikur Þor- steinsson kom í mark Víkinganna og Hjalti Einarsson í mark FH Varði Hjalti frábærlega vel í byrjun hálfleiksins, og var það mest honum að þakka að FH- iiigar náðu um tíma 4 marka forystu. Undir lok leiksins datt svo Hjalti úr „stuði" og réð ekkert við skot Guðjóns Magnús sonar, sem eitt af öðru höfnuðu í markinu hjá honum. Þegar staðan í leiknum var orð in 17:13 fyrir FH og aðeins 14 mínútur til leiksloka, átti maður von á því að gert væri út um leikinn. Þá gerðu FH-ingar sig seka um þau mistök að ta-ka Ein ar Magnússon úr umferð. Einar hafði ekki átt neitt sérstakan leik, og var enginn lykilmaður í spili Víkings, þannig að þessi ráðstöfun var með öllu óþörf. Afleiðingin var hins vegar sú, að alvarlega teygðist á vörn FH- inganna, og það var Guðjón Magnússon ekki lengi að notfæra sér. Þegar hann fær næði til þess að koma sér í skotstöðu inn und ir punktalínu, þarf ekki að sök- um að spyrja. Og þegar 6 mínútur voru til leiksloka var Víkingur búinn að jafna 19:19. Geir færði FH þó strax forystu 20:19, og þá var sem Víkingarnir teldu að leik- tíminn væri alveg að renna út. I stað þess að spila örugglega upp á markið, var skotið úr vita vonlausum færum. FH-ingar smituðust af þessum taugaslapp- leika og gerðu einnig hver mis- tökin af öðrum. Þeir fengu reynd ar dæmt vítakast sem Þórarinn lét Rósmund verja hjá sér. Min- Úturnar snigluðust svo áfram og hvorugu liðinu tókst að skora. GEIR VAR ME» Geir Hallsteinsson lék með FH liðinu, þrátt fyrir meiðsli sín. Hann hlífði sér' reyndar greini- lega i leiknum og forðaðist ná- vigi, en þrátt fyrir það var hann FH-liðinu ákaflega mikilvægur í leiknum. Það kom hins vegar á óvart hvað Ólafur Einarsson kom vel frá þessum leik, eða öllu heldur hvað FH-ingar notuðu hann skynsamlega. Ólafur á að vera leikmaður sem skorar 5—7 mörk í hverjum leik, ef honum er hjálpað eins og að þessu sinni. Aðstoðin sem hann fékk hefði þó mátt véra meiri. Þórami Ragnarssyni tekst að snúa á Víldngsvömina og skora. Aðrir á mjTidinni eiru Ólaifur Einarsson, FH, Sigfús Guðmundsson, Víkingi, Gils Stefánsson, FH og Víkingamir Guðjón Magnússon og Jón Sigurðsson. LIÐ FH: Hjalti Einarsson 2, Birgii- Björnsson 2, Viðar Símonarson 2, Gils Stefánsson 2, Árni Guð.jónsson 1, Auð- unn Oskarssotn 2, Geár Hallsteinsson 2, Birgir Finnbogason 1, Gxmnar Einarsson 2, Ólafur Einairsson 3, Hörður Sig- marsson 1. LIÐ VIKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Jón Sigurðsson 2, Einar Magnússon 2, Guðjón Magnússon 3, Sigfús Guð- mundsson 2, Páll Björgvinsson 1, Ólafur Friðriksson 2, Eiríkur Þorste.insson 2, Viggó Sigurðsson 2, Magnús Sig- urðsson 1, Stefán Halldórssoin 2. án.sson og Ólafur Einarsson, FH 1 2 mín. Jón Sigurðsson, Víking í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Rós- mundur Jónsson varði vitakast frá Geir Hallsteinssyni á 7. min. og Þórarni Ragnarssyni á 55. mín. Gangur leiksins: Mfn. FH Vikingrur 1. Ólafur 1:0 1. 1:1 Sigfús 1. Hörður 2:1 2. 2:2 Guðjón 3. 2:3 Jón 4. Geir 3:3 5. 3:4 Sigfús 11. Guiiiiar 4:4 11. 4:5 Einar 12. Viðar 5:5 14. Viðar 6:5 15. 6:6 Jón 15. Guiinar 7:6 16. Ólafur 8:6 17. 8:7 Einar 19. 8:8 Ólafur 19. Ólafur 9:8 21. Árni 10:8 22. ólafur 11:8 23. 11:9 Guðjóu 24. Viðar (v) 12:9 27. Geir 13:9 28. 13:10 Einar ( 30. 13:11 Einar (v) 38. 41. Geir 43. 43. ólafur 45. Ciuiinar 46. l>órarinn 47. 48. 50. 51. Cieir 52. 53. Árni 53. 54. 54. Geir Hálfleikur 13:12 14:12 14:13 15:13 16:13 17:13 17:14 17:15 17:16 18:16 18:17 19:17 19:18 19:19 20:19 Einar Kinar (v) Sifffús Guðjóii Guójón Guðjón Guðjón Kinar Mörk FH: Geir HaMsteinsson 5, Ólafur Einarsson 5, Gunnar Ein arsson 3, Viðar Símonarson 3, Árni Guðjónsson 2, Þórarinn Ragnarsson 1, Hörður Sigmars- son 1. Mörk Víkings: Einar Magnús- sor. 7, Guðjón Magnússon 6, Sig fús Guðmundsson 3, Jón Sigurðs son 2, ólafur Friðriksson 1. Dómarar: Valur Benediktsson og Magnús V. Pétursson. Valur dæmdi allsæmilega, en Magnús var ákaflega ónákvæmur og ó samræmur sjálfum sér. — stjL MINNISBLAfl VESTMANNAEYINGA BÆJARSTJORN Vestmanna- eyja rekur skrifstofur i Hafn- arbiiðum, þar sem Vestmanna eyingum er veiti ýmiss kon- ar þjónusta og aðstoð. Á FYRSTU hæð er sameigin- leg skrifstofa bæjarsjóðs, bæj arfógeta, afgreiðslu almanna- trygginiga og sjúkrasamlags- ins, og er hún opin kl. 10—12 og 13—15. Símar í Hafnarbúðum: Skiptiborð fyrir allar deildir: 25788, 25795, 25880 og 25892. Svarað í símá til kl. 19, Vinnumiðlun: TotÍstöOvarhúsiO (næst höfninni), sími 25902. Flutningur húsmuna or geymsla: Sími 11691. Aðseturstilkynninjíar: Hafnar- búðir (1. hæö). Heimildarkort: Hafnarbúðir (1. hæO). Mötuneyti: Hafnarbúöir. Fjárhagsaðstoð: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, HafnarbúOum 3. hæð). Húsnæöismiðlun: TollstöO var- húsið (næst höfninni), sími 12089. RáðlegrKÍngastöð Kauða kross- ins: HeilsuverndarstöOinni viö Barónsstíg (gengiö inn um brúna), mánudaga til föstudaga kl. 17—19, símar 22405, 22408, 22414. Karna&æzla 2—G ára barna: 1 Neskirkju mánudaga til föstu- daga ’kl. 13—17. Á Silungapoíli er dagheimili kl. 09—17. Börnun- um er safnað saman á nokkrum stöðum aö morgni og skilaö þang að aftur að kvöldi. Framkvæmda stjóri er Sigurgeir Sigurjónsson, simanúmer hans verður birt inn- an tiöar. Síminn í Neskirkju er 16783 og á Silungapulli 86520. Kirl^jumál Kandakirkju: Sr. Þorsteinn L. Jónsson er til viötals alla virka daga kl. 14—17, Simar .12811 og 42083 (heimasími). Séra Karl Sigurbjörnsson: Simi 10804. Prestarnir hafa viötalstima i kirkju Óháða safnaðarins á þriöju dögum kl. 18—19, simi 10999. Læknisþjónusta: Domus Med- ica við Egilsgötu. Viötalstlmar: Ingunn Sturlaugsdóttir kl. 9—« 11.30 og 13—15, slmi 26519. — Einar Guttormsson mánudaga og föstudaga kl. 14—16. Aöra daga (nema laugardaga) kl. 10—12, sími 11684. — Kristján Eyjólfsson, héraðslæknir, kl. 10—12, simi 15730. — Óli Kr. Guðmundsson, tímapantanir eftir samkomulagi simi 15730. Læknarnir skiptast á um þjónustu úti i Vestmannaeyj- um. Heilsugæzla: Ungbarnaeftirlit I Heilsuverndarstöðinni I Reykja- vík (hjúkrunarkona frá Vest- mannaeyjum). — 1 Kópavogi, Garöahreppi og Hafnarfirði: Heilsuverndarstöövar viðkomandi staöa. Tlmapantanir æskilegar. — Mæðraeftirlit i Heilsuverndarstöö inni i Reykjavík. Tímapantanir ceskilegar. Tannlækningar: Börnum á skóla aldri veittar bráöabirgðatannviö- geröir i tannlækningadeild Heilsu verndarstöövarinnar, sími 22400. Eyjapistili er á dagskrá hljóö- varps daglega kl. 18. Umsjónar- menn svara i síma 22260 daglega kl. 13.30—15.30, nema sunnudaga, þá er númerið 22268. Á kvöldin svara þeir I síma 12943 og 34086. UPPEÝSINGAR: Barna- og gagnfræðaskólarnir: Gagnfræöaskólinn (i LaugalækJ arskóla): 83380. — Barnaskólinn: 33634 (Laugarnesskóli) og 83018 (Langholtsskóli). Upplýsingamiöstöö skólanna: — 25000. Bátaáhyrgðarfélag Veshnanna- eyja: 81400 tJtibú tJtvegsbankans í Eyjum: 17060 Sparisjóður Vestmannaeyja: 20500 Vélsmiðjurnar í Eyjum: 17882, 25531 Almannavarnir: 26120 Póstur: 26000 Upplýsingasími lögreglunnar f Keykjavík: 11110 Vinnslustöðin hf. og Fiskiðjan hf.: 10599 Tónlistarskólinn: 14885. Stýrimannaskólinn: 20990. fsfélag Vestmannaeyja h.f.: 22014. Sameiginleg: skrifstofa frystihúa anna í Eyjum: 21680. Vestmannaeyingar utan Keykja víkur geta fengið upplýsingar um aðstoð f þessum simum: Akureyri: 21202 og 21601. Selfoss: 1187 og 1450. Keflavfk: 1800. Kópavogur: 41570. Hafnarfjörður: 53444.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.