Morgunblaðið - 01.04.1973, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1973
3
Bragi Kristjónsson
upp
úr
^ pokahorninu J
Frá útil'undl við Þðrshamar.
fœðu og öðrum lífsnauðsynj-
um. Kvaðst hann þess viss, að
allir bæjarfulltrúar vildu
bregðast vel og fljótt við
vanda þessum.
Snarpar og langar umræð-
ur sputtu af þessari tillögu
Stefáns Jóhanns Stefánssonar
og fleira gerðist óvenjulegt í
sambandi við fund þennan.
Knútur Ziemsen borgarstjóri
svaraði ræðu Stefáns Jóhanns.
Sagði hann, að allir væru á
einu máli um að úrbóta væri
þörf vegna þeirra miklu þreng
inga, sem mörg heimili ættu við
að etja. En þegar ætti að taka
ákvörðun um að hjálpa, þá yrði
allt erfiðara viðfangs. Hann
lýsti furðu sinni að Alþýðu-
flokksfulltrúar skyldu orða til-
lögur sínar eins og þeir gerðu,
því þeim væri það fyllilega
ljóst og vissu ofur vei, að fjár-
hagsástæður bæjarins væru
þannig, að ekki hefði verið
hægt að framkvæma meira en
gert hefur verið og að ekki
væri sýnilegt að hægt væri að
ráðast í neinar verulegar fram-
kvæmdir að svo stöddu.
Fyrstu liði tillögunnar væri
því ekki hægt að samþykkja,
því ekkert fé væri til í bæjar-
sjóði. En bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins myndu hafa ætl
að að bæta úr þessu með því
að taka lán hér innanbæjar.
Það hefði nú verið reynt oft
áður, seinast i haust og hefði
ekki gengið neitt og því ekki
nú meiri líkur að slíkt tækist.
Þá væri tillagan um að leita til
ríkissjóðs. Um það mætti vel
ræða en niðurstaðan yrði vafa-
laust sú, að ríkissjóður væri
ekki betur settur með hand-
bært fé en bæjarsjóðurinn. 1 til
lögunni væri um það fjallað að
auka vinnu, sem ekki væri at-
vinnubótavinna. Það um væri
að segja að bærinn hefði alltaf
haft eins marga menn i vinnu
og hægt hefði verið — og langt
umfram hagkvæmni og afleið-
ingin orðið sú, að lausaskuld-
ir bæjarsjóðs hefðu aukist á
fjórða hundrað þúsund frá ný-
ári i viðbót við skuldir frá
fyrra ári, sem enn stæði
ógreidd. Það væri því ekki
glæsilegt að unnt yrði að veita
fleiri mönnum atvinnu fyrr en
tekjur bæjarsjóðs færu að inn-
heimtast. Um það að koma á
mötuneytum sagði hann, að sú
leið væri fær og rétt væri að
koma því máli í framkvæmd,
enda þótt þessi fundur gæti
ekki tekið fullnaðar ákvörðun
um það.
Margir aðrir bæjarfulltrúar
tóku nú til máls og lýstu skoð-
unum sinum:
Jakob Möller sagði, að um
það yrði ekki deilt, að bænum
bæri skylda til að hjálpa mönn
um, þegar þá ræki upp á sker,
en um hitt yrði héldur ekki
deilt, að það væri skylda hvers
einstaklings að reyna að sjá
sér farborða eins lengi og hann
gæti. Þar sem menn hafa með
sér skipulagsbundinn félags-
skap, sagði Jakob Möller, ætti
það að vera skylda félagsskap
arins að gera allt sem í hans
valdi stæði til þess að greiða
fyrir félögum sinum. En það
virtist svo sem starfsemi sumra
þeirra félaga, sem þættust berj
ast fyrir hagsmunum verka-
manna, gengju í þá átt að koma
í veg fyrir að þeir sættu þeirri
atvinnu, sem kostur væri á.
Hann sagði, að allmikill fjöldi
manna gæti nú fengið atvinnu.
en félagsskapurinn vildi ekki
leyfa mönnum að taka vinn-
una.
Hann benti á, að atvinnuleys
ingjar gætu reynt að gera til-
raunir að fá vinnu, þótt hún
væri ekki boðin fram af fyrra
bragði. Hann deildi og á, að
félög verkamanna gerðu sér
meira far um að hafa atvinnu-
leysið að áróðursefni á bæjar-
stjórnina, en beita 'sér fyrir
raunhæfum aðgerðum í þágu
verkamanna.
Sigurjón Á. Ólafsson réðist
að Jakobi Möller fyrir ræðu
hans og sagði, að nú væri það
greinilegt að Jakob væri ekki
að halda kosningaræðu. Komst
Sigurjón síðar í ræðu sinni að
þeirri niðurstöðu, að ef laun
verkamanna yrðu lækkuð,
hlyti íslenzk^ krónan að falla,
en sagði þó, að með aukinni
framleiðslu myndi fást aukinn
gjaldeyrir.
Hjalti Jónsson kvaðst ekki
vilja leggja í aðrar atvinnubæt
ur en þær að vinnan bæri ein-
hvern arð, t.d. að stundaðar
væru fiskveiðar á bátum hér í
flóanum með það fyrir augum
að láta menn hafa atvinnu við
það og útvega bæjarbúum ódýr
an fisk. Hann kvaðst fylgjandi
stofnun mötuneyta, ef það
væri gert með fyrirhyggju.
Bæjarstjórnin yrði áður að
tryggja sér ódýran fisk, kjöt
og síld. Hér talaði góður íhalds
maður af gamla skólanum.
Ólafur Friðriksson sagði það
algera skyldu bæjarstjórnar-
innar að forða fólki frá at-
vinnuleysisneyðinni og svo
mörg störf biðu óunnin, sem
bænum væri hagur að lokið
yrði, að engin töf mætti verða
á því. Bæjarstjórnin ætti einn-
ig að gera sitt til að herða á
því að aðrar atvinnufram-
kvæmdir, sem fjöldi fólks get-
ur haft vinnu við, séu ekki
látnar niður falla. Bar hann
fram tillögu um að skora á rík
isstjórnina að setja nú þegar í
gagn síldarmjölsverksmiðju
ríkisins á Siglufirði.
Jaköb Möller vildi ekki láta
samþykkja þá tillögu og var
henni vísað frá.
Lok •atvinnuleysismálsins á
fundinum urðu, að vísa tillögu
Stefáns Jóh. Stefánssonar til
fjárhagsnefndar og siðan yrði
kvatt til auka bæjarstjórnar-
fundar, þegar nefndin hefði
lokið störfum, sem hún skyldi
hraða sem mest.
Meðan þessum umræðum fór
fram tiltölulega friðsamlega i
bæjarstjórninni, gerðist margt
utan dyra, sem dró síðar mik
inn dilk á eftir sér, m.a. yfir-
heyrslur, handtökur og fangels
Ásgeir Ásgeirsson,
forsætisráð herra.
anir viðkomandi manna og
kvenna, sem öllum var þó
sleppt fljótlega aftur.
Til marks rnn það hve frá-
sagnir af sama atburði geta ver
ið ólíkar, eru birtar hér frá-
sagnir tveggja dagblaða um at
burðina.
GRJÓTKAST OG
KYLFUBARSMlÐI
Alþýðublaðið 8.7. 1932.
í gær, þegar bæjarstjórnar-
fundur átti að byrja, voru á
að gizka þúsund manns fyrir ut
an húsið, sem ætluðu sér að
hlusta á umræður á bæjar
stjórnarfundinum. En lögreglan
leyfði engum inn að ganga,
fyrr en bæjarfulltrúarnir voru
komnir inn. Siðan var áheyr-
endum hleypt inn meðan rúm
vannst, en eigi var það nema
litill hluti af öllum þeim fjölda,
sem þarna var saman kominn.
Þegar leið á fundinn tók
fjöldinn, sem var fyrir utan, að
ókyrrast og höfðu sumir þar
ýmsan stráksskap í frammi,
svo sem að henda sandi í lög-
regluna og að lemja húsið að
utan. En þar sem hvorugt þetta
gat haft nokkur minnstu áhrif
í þá átt að knýja fram atvinnu
bætur þá verða þetta eingöngu
að skoðast heimskuleg ólæti,
því þau gera heldur að auka
andúð en samúð með kröfum
verkalýðsins.
Barsmíðin á húsveggnum
varð um tima svo mikil, að lítt
heyrðist til ræðumannanna
inni í fundarsalnum og um líkt
leyti voru tvær rúður brotnar
inn að utan. En inni i salnum
fór allt fram með kyrrð og
spekt nema hvað áhorfendur
stóðu upp þegar mest gekk á
úti fyrir og reyndu að sjá út
um gluggann, hvað um væri að
vera.
KALLI SVARTI MISSIR
HtFUNA
Þeir, sem úti voru vildu ryðj
ast inn, en fullt var fyrir
inni og stóð lögreglan á móti.
En að lokum gerði lögreglan út
rás og lamdi með trékylfum
alla, sem fyrir urðu og komu
högg á ýmsa, sem engar óspekt
ir höfðu haft í frammi.
En tilefnið til útrásar lög-
reglunnar var, að húfan var
tekin af Karli Guðmundssyni
lögregluþjóni (sem í daglegu
Þorsteinn Briem,
ráð herra.
tali er kallaður Kalli svarti
af því hann er dökkhærður).
Gerði Karl þá útrás með kylf-
unni og allir lögregluþjónarnir
á eftir.
Um þetta leyti byrjaði grjót
hriðin að dynja á gluggum
fundarsalarins og þeyttust sum
ir steinarnir alveg yfir að
veggnum hinum megin í húsinu.
Flestum steinunum var hent í
þá tvo glugga, sem voru innst
I salnum og voru þegar fund-
inum lauk 9 göt á öðrum, en
4 á hinum. Kom allmikið grjöt
inn í salinn, en flest voru það
smásteinar.
Eru þrír þeirra til sýnis í
fréttakassa Alþýðublaðsins.
TRÉKYLFUR
LÖGREGLUNNAR
Illa hlýtur að mælast fyrir,
að lögreglan skuli vera farin
að nota trékylfur. Hér er ekki
neitt það i hættu fyrir yfir-
ráðastéttina, að það sé réttlæti
frá hennar sjónarmiði, að barið
sé á mönnum með svo fanta-
legu vopni.
LJÓTUR LEIKUR
(Morgunblaðið, sama dag)
Klukkan fimm síðdegis í gær
söfnuðust kommúnistar saman
fyrir utan Goodtemplarahúsið
á meðan bæjarstjórnarfundur
fór fram. Létu þeir ófriðlega
og varði öflugt lögreglulið dyr
hússins fyrir þeim, til þess að
tryggja að fundur gæti farið
friðsamlega fram. Brátt dreif
þarna að fjölda fólks til að for-
vitnast um hvað á seyði væri.
Tók nú Einar Olgeirsson til
máls af tröppunum í Þórshamri
og talaði um, hvers verkalýður
inn krefðist í atvinnubætur, en
minntist auðvitað ekki einu orði
á hvað hægt væri að gera í
þeim efnum. Var ræða hans
tómar fullyrðingar og lýðæs-
ingablaður. Kom hann hvergi
nærri þeim raunverulegu örð-
ugleikum, sem atvinnulífið á
við að búa. Hvers vegna bar
Einar Olgeirsson ekki upp til-
lögu um, að útlendar þjóðir
hækkuðu verð á afurðum okk-
ar?
Því næst bar Einar Olgeirs-
son fram tillögu um það að
heimta borgarstjórann út á göt
una til þess að standa fyrir
máli sínu — og lét yfirleitt eins
og fífl og aumingi.
Magnús Guðmundsson,
ráðherra.
Stefán Pétursson tók einnig
til máls. Hans skýring á örðug
leikunum var þessi: Atvinnu
rekendur notuðu ríkisstjórnina
til þess að kúga verkalýðinn
til kauplækkunar, svo að þeir
gætu safnað sem mestum gróða.
Ekki minntist hann einu orði
á það að afurðir landsmanna
hefðu fallið neitt í verði. Er
skemmst frá því að segja, að
þessi maður gerði sér far um
að æsa lýðinn með ósvífnum
ósannindum og blekkingum.
Ýmsir. fleiri höfðu sig þarna
í frammi, þ.ám. Jens Figved,
sem er nýkominn frá Rússlandi
Haukur Björnsson o.fl.
Þegar hér var komið sögu
þjöppuðust kommúnistar sam-
an við dyr Templarahússins,
börðu húsið að utan og reyndu
hvað eftir annað að brjótast
til inngöngu, en lögreglan stóð
fast fyrir. Grófu þeir upp möl
og sand úr götunni og köstuðu
hverri hnefafylli af annarri
framan i lögregluþjónana, en
þeir sýndu hina mestu stillingu
og voru sýnilega staðráðnir í
að komast hjá vandræðum. En
þegar húfunni var kastað af
einum þeirra og rifið í hár
hans og jafnfrahit að nýju gerð
árás á dyrnar, þá brá lögregl-
an kylfunum á loft.
Og nú hófst ljótur leikur.
„Fínu“ kommúnistarnir með
flibbana höfðu nú lokið sinu
hlutverki að æsa upp lýðinn og
stóðu fjarri með sígarettur í
munninum. Þeir, sem kastað
höfðu sandinum úr nokkurri
fjarlægð, flýðu allt hvað af
tók. En þeir sem næstir voru
dyrunum urðu fyrir hrinding-
um lögreglunnar og höggum
hennar þeir, sem mótþróa
sýndu.
Gekk lögreglan rösklega
fram og hafði á svipstundu
rekið allan hópinn frá dyrum
hússins og út í Templarasund.
Tveir uppþotsmenn voru blóð
ugir á höfði. Var nú um stund
kastað grjóti utan af götunni
og mölvaðar margar rúður í
Templarahúsinu. Flugu stein-
arnir yfir fundarsalinn. Þar
með lauk óspektunum, meðan
fundurinn sat.
En Einar Olgeirsson kom nú
aftur fram á tröppurnar í Þórs
hamri og sýndi blóði drifinn
annan þeirra manna, sem feng-
ið hafði högg á höfuðið. Var
svo að sjá, sem Einar Olgeirs-
son væri hróðugur af þessari
uppskeru af æsingaræðum
þeirra félaga. Sjálfur var Ein-
ar Olgeirsson auðvitað ómeidd-
ur og „borgaralega" þrifinn og
hreinn, þvi hann hafði látið sér
nægja hlutverk íkveikjumanns
ins, en aðrir orðið fyrir þeim
höggum, sem hann og Stefán
Pétursson voru valdir að.
Skyldu nú kommúnistar vera
þakklátir þessum tveimur „leið
togum“ fyrip forystu þeirra
þarna?
Skyldi þeim finnast þetta
vera hetjur?
I»að skal skýrt tekið íram, að ail-
ar heimildir um funð þennan og
átökin, sem urðu, eru sótt í dag-
blöð þess tfma, en onsrin efni eru
hér gerð á að reyna að meta m&l-
stað aðiijanna.