Morgunblaðið - 11.04.1973, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1973
Bjarni Guðnason við Hannibai:
Lestu bara
reglugerð-
ina, góði!
Átök Samtakanna blossa
upp í þingsölum
„FARIÐ er fram á hlutlauaa
köninun, en Hannibal tekur ein-
dregna afstöðu með Fram-
kvaemdanefnd byggingaáætlunar.
Er Hannibal fyrst og fremst um-
boðsmaður Framkvæmdanefndar
eða fóliksins í landinu? Ég hugsa
að ráð væri fyrir Hannibal að
fara í Breiðholt I og skoða íibúð
imar — signar gangstéttir og
móðu glerin. Þessi afstaða Hanni
balg að láta þetta afskiptalaust
er óábyrg — sýnir að hann telur
ekki ástæðu til að taka tillit til
262 ibúðareigenda. Allt sem farið
-er fram á er hlutlaus könnun.
Um þetta er efcki að fást. Hanni-
bal skilur ekki hlutverk siitt sem
ráðherra. Þetta eru íhaldssjónar-
mið enda á hann heima í flokki
íhaldsmanna.“
Þetta eru orð Bjarna Guðna-
sonar, sem hann mælti á Alþingi
í gær við umræður um þimgs-
ályktunartillögu hans og Stefáms
Valgeirssonar um að gerð verði
rannsókn á íbúðum og sameign-
um í Breiðholtl Hanrribal hafði
lesið skýrslu Framkvæmdanefnd
ar, og þó hann segist ekki ábyrgj
Páskakökubasar
í Hafnarfirði
ÞESSA dagana eru mikil um-
svif hjá Vorboðakonum í Hafn-
arfirði, þar sem þær standa í
páskakökubakstri fyrir kökubas-
ar sinn. Hinn vinsæli páskaköku
basar Vorboðans verður í Sjálf-
stæðishúsinu á laugardaginn
kemur og hefst kl. 16.00. Vor-
boðakonur eru vinsamlega beðn
ar um að koma með kökur í
Sjálfstæðishúsið kl. 10.00 f.h. á
laugardag, en kökubasarinn opn-
ar kl. 16.00 eins og áður segir.
ast að allt væri þar satt frá
sagt, þá byði nefndin að hún
myndi uppfylla allar sínar skuld-
bindingar. Þá sagði hann, að ef
ekki yrði samkomulag og íbúðar-
eigendur teldu sig órétti beitta,
þá væri elfcki um annað að ræða
en leita réttar síns fyrir dóm-
stólunum.
Hamnibal Valdimarsson svar-
Framhald á bls. 31
Grásleppuveiðar eru hafnar af krafti víða norðanlands og þessa skemmtilegu mynd tók Hermann
Stefánsson nýlega á Dalvík.
Menntamálarád:
95
List um landið“
mistókst gjörsamlega
Aðeins voru settar upp 4 leiksýningar, á Sel-
fossi, Grindavík, Borgarnesi og Laugarvatni
MENNTAMÁLARÁÐ skýrði í
gær frá starfsáætlun sinni fyrir
árið 1973. Ráðið hefur að þessu
sinni til ráðstöfunar tæplega 8
mill.jónir króna, en hafði í |yrra
um 6,4 milljónir. Fjárhagsáætl
un gerir ráð fyrir því að tæplega
3 milljónir króna renni að þessu
sinni til bókaútgáfu ráðsins, 10
dvalarstyrkir tii listamanna 800
þúsund krónur — eða 80 þús.
kr. hver, styrkur til kvikmynda
gerðar 650 þús. kr. — einn styrk
ur, tónlistarstarfsemi — væntan
ieg hljómplötuútgáfa 300 þús.
krónur, „Hst nm landið“ 700 þús.
kr. og 300 þús. kr. sem stofn-
framlag fyrir ballettflokk. Til
annarrar menningarstarfsemi er
áætlað að verja 650 þús. krón-
um til þess að standa straum af
Athugasemd frá
þýzka sendiráðinu
Reykjavik, 6. apríl 1973.
Herra ritstjóri.
Morgunblaðið birti 5. apríl
leiðara urn þýzk-íslenzku viðræð-
umar um lausn landhelgisdeil-
unnar, sem fram fóru í Reykja
vík 3. og 4. apríl 1973, sem ekki
er unnt að láta ómótmælt af
hálfu sendiráðs Sambandslýð-
veldisins Þýzkalands. f greininni
er það m.a. staðhæft, að ríkis-
stjórn Sambandslýðveldisins
Þýzkalands hafi stjómað ferðuim
togava frá Sambandslýðveldinu á
Selvogsbanka og gefið skipstjór
unum fyrirmæli um aðgerðir í
samræmi við það. Þessar stað-
hæfingar eru rangar, þar sem
togararnir frá Sambandslýðveld
inu tilheyra útgerðarfyrirtækj-
um í einkaeign. Ríkisstjóm Sam
bandslýðveldisins Þýzkalands
hefur engan rétt til þess að gefa
þýzku togurunum fyrirskipanir.
Sendiráðið harmar þessa ástæðu
lausu leiðaragrein, þar sem það
Jóns Sigurðs-
sonar-húsið
Á FUNDI stjórnar húss Jóns Sig
urðssonar hinn 5. aprfl sl. var
samþykkt að veita Haraldi Sig
urðssyni, bókaverði, kost á afnot
utn af fræðimannsíbúð hússins
á tímabilmu 1. júní til 31. ágúst
næstkomandi.
hefur metið að verðleikum, eink-
um m-eð tilliti tiil þýzk-íslenzkra
samskipta, réttan fréttaflutning
Morgunblaðsins til þessa.
Virðingarfyllst,
Friedrich W. E. Fuchs
sendiráðsritari.
ATHUGASEMD RITSTJ.
1 ritistjóirnargrein þeirri, sem
vitnað er til í bréfi þýzka sendi
ráðsins, er þvi hvergi haidið
fram, að þýzk stjómvöld hafi
stjórnað ferðum togaranna inn
á Selvogsbanka. En hver trúir
því, að þau hafi ekki ráðið því,
að togaramir fóru út af svæðinu,
eftir að samningaviðræðum
hafði verið frestað?
Ritstj.
hinum ýmsu umsóknum, sem
kunna að berast. Þá kom það
fram, að áætlun um „list um
landið“ mistókst gjörsamlega á
sl. ári, settar voru upp 4 leik-
sýningar í nágrenni Reykjavik-
ur.
Á blaðamannafundi í gaer
kynnti Inga Birna Jónsdóttir
starfsiáætlun ráðsins fyrir árið
1973, en fundinn sátu einnig aðr
ir meðlimir Menntamálaráðs,
Baldvin Tryggvason, Björn Th.
Bjömsson. Kristján Benedikts-
son var f jarverandi, svo og vara-
maður Matthiasar Johannessen,
Eiríkur Hreinn Finnbogason. Út-
gáfubækur ársins 1973 eru ekki
að fullu ákveðnar, en verið er
vinna að 3. og 4. bók Alfræðinn
ar, Höfundatali, sem Hannes Pét
ursson og Helgi Sæmundsson
taka saman og Hagfræði, sem
Ólafur Bjömsson, prófessor tek-
ur saman. Þá kemur út í Smá-
bókaflokkmum þýðing úr
spænsku eftir Guðberg Bergsson,
Króksi og Skerðir eftir Cervant
és. í þýðingaflokknum kemur
endurprentun á Hómerskviðum.
Af fræðiritum má nefna Túlk
un Nýja testamentisins eftir dr.
Jakob Jónsson, en sú bók verður
offsetprentuð, en áður hafa tvö
rit komið út í þeirri mynd og er
hún ódýrari en venjuleg prentu.n.
í ráði er að fram fari ítarleg at
hugun á bókaútgáfu Menningar
sjóðs með tilliti til endurskipu
lagningar, en hana mun annast
E'ríkur Hreinn Finnbogason,
borgarbókavörður, ásamt for-
manni og framkvæmdastjóra
Menntamálaráðs.
Bráðlega er væntanleg hljóm
plata, sem Menntamálaráð hefur
styrkt. Á henni verða píanóverk
eftir dr. Pál Isólfsson, Leif Þór
Afbragðssala
hjá Neptúnusi
TOGARINN Neptúnus, sem er
eign Júpíters og Mars hf., seldi
á mánndag í Cuxhaven 168,1 lest
fyrir 239.521 v-þýzkt mark og
jafngiidir það 8,1 milljón króna.
Meðalverð á hvert kg er 48,65
krónnr og er þetta með hæstu
sölitm íslenzks togara erlendis.
Sldpstjórl á Neptúnusl er Jó-
hann Sveinsson.
Afli Neptúnusar var mjög
góður blandaður fiskur otg sér-
lega vel mieð farinn að sögn
Stabels raeðismanns. Togarimn
Júpíter mun selja í dag i Þýzka-
l'andi, á fimmtudag togaramir
Sigurður og Röðull, Haltveig
Fróðadóttir á föstudaig og á
laugardag Bjami Benediiktsson
og Þormóður goðL
arinsson og Atla Heimi Sveins-
son. Rögnvaldur Sigurjónsson
leikur, en Leifur Þórarinsson sér
um útgáfuna, en platan er gerð.
í Kaupmannahöfn.
Talsvert var á blaðamanna-
fundinum rætt um „list um land
ið“ og kom fram hjá Ingu Birnu
að ekki hefði tekizt að koma út
þeirri einu milljón króna, sem
verja átti í fyrra til þessa þáttar
í starfsemi Menntamálaráðs. Að
eins notuðust 310 þús. krónur, en
framlag til hins sama er í ár 700
þúsund krónur — eða 300 þús.
krónum minna en í fyrra. Hefur
ráðið nú ráðið Gunnar Reyni
Sveinsson til þess að skipuleggja
„list um landið".
Á síðasta ári urðu 4 sýningar
á vegum „list um landið“ og voru
þær settar upp í Borgarnesi,
Grindavík, Selfossi og á Laugar
vatni. Þá styrkti ráðið högg-
myndasýn'ngu í Vestmannaeyj-
Framhald á bls. 31
Bæjarmál
í Kópavogi
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Kópavogi éfna til almenns fund-
ar í Sjálfstæðishúsinu við Borg-
arholtsbraut í kvöld og hefst
fundurinn kl. 20.30. Á fundinum
mun Björgvin Sæmundsson, bæj
arstjóri ræða um bæjarmál, mið-
bæinn og sérstaklega um hita-
veituna. Allir Kópavogsbúar eru
velkomnir á fundinn.
Steingrímur Jónsson.
Hugvitsmaðurinn
Bók eftir Steingrím Jónsson,
fyrrverandi rafmagnsstjóra,
um Hjört Pórðarson
ALMENNA bókafélagið hefur
nýlega gefið út bókina Hugvits-
maðurinn, Hjörtur Þórðarson,
rafmagnsfræðingur í Chicago,
sem rituð er af Steingrími Jóns-
syni fyrrv. rafmagnsstjóra í
Reykjavík. Á kápu bókarinnar
er efni hennar lýst á þennan
hátt:
„Saga Hjartar Þórðarsonar er
ævintýri hins íslenzka sveita-
drengs, sem flyzt sex ára gam-
all með foreldrum sínum og
fimm systkinum til Bandaríkj-
anha, missir föður sinn réttum
tveim mánuðum seinna, elst síð-
an upp í bjálkakofa og sezt í
fyrsta sinn 18 vetra gamall á
skólabekk — í barnaiskóla, en
hefst þá á fáum árum til auðs
og frægðar af hugviti sinu, gáf-
um og mannkostum. En áhugi
hans snerist að fleiri efnum en
einu og þar sagði kannski upp-
runi hans ótvíræðast til sin.
Snemmia á árum lagði hann
grundvöll að bókasafni sínu, sem
með tíð og tima varð eitt hið
stærsta og dýrmætasta í einka-
eign vestan hafs. Jafnframt
keypti hann fagra og víðlenda
eyju, Klettaey í Michiganvatni,
gerði visindalegar gróðurtilraun-
ir og byggði þar yfir sig og viini
sína af þjóðsögulegri rausn og
listræmim metnaði. Nú hefur
eyjan verið friðlýst sem nátt-
úruverndarsvæði, en háskólinn i
Madison 'geymir bókasafn Hjart-
ar. Þannig mun einnig þetta
hvort tveggja varðveita á ókofián
um árum ævintýri hTns íslenzfca
sveitadrengs.
Allt þetta og margt fleira er
ýtarlega rakið í þessari fróðlegu
bók. Hún er merkilegur vitnis-
burður um ýmsa þá eiginleika,
sem dugað hafa bezt hinum ís-
lenzka þjóðstofni, og fyrir þá
sök ætti hún ekki hvað sízt að
vera æsku landsins uppörvandi
lestur og holl hugvekja."
Bókin Hugvitsmaðurinn er 213
bls. prýdd 50 myndum og hefur
að geyma ýtarlega nafnaskrá.
Bókin er prentuð og bundin í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f.,
myndir eru unnar i Prentþjón-
ustunni sf. og offsetprentaðar I
Litmyndum sf. Torfi Jónsson
teiknaði kápu bókarinnar.