Morgunblaðið - 11.04.1973, Page 16

Morgunblaðið - 11.04.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. stjórn fara, eru ekki verki sínu vaxnir . . . Það er ljóst mál, að þessi nýi skattur verður til þess að lækka fisk- verðið til útvegsmanna og sjómanna, vegna þess að þessi skattur, eins og útflutn- ingsgjöld almennt eru, er dreginn frá áður en fiskverð- ið er ákveðið. Ef við lítum á, hvað hér er um að ræða, þá má gera ráð fyrir því, að 1% af andvirði þýði 2% af verði fisks upp úr sjó. Hér er sem sagt um 2% fiskvérðs- lækkun að ræða, og þá er FISKVEIÐASJÓÐ VANTAR FÉ Cegja má, að algert neyðar- ^ ástand ríki um þessar mundir hjá helztu fjárfest- ingarsj óðum atvinnuveganna og ríkisstjórnin hefur dregið von úr viti að gera tillögur um ráðstafanir til úrbóta. Þannig er ljóst, að Fiskveiða- sjóð vantar mikla fjármuni til þess að geta staðið við skuldbindingar áínar og sinnt aðkallandi lánaumsóknum. .Geir Hallgrímsson, vaira- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, gerði þessi málefni að umtalsefni í þingræðu á dög- unum, er til umræðu var frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjuöflun fyrir Fisk- veiðasjóð, er gerir ráð fyrir að leggja 1% gjald á andvirði útfluttra sjávarafurða gegn jafnháu framlagi úr ríkis- sjóði. Er áætlað, að þessar tekjulindir gefi Fiskveiða- sjóði um 300 milljónir króna á ársgrundvelli. Geir Hallgrímsson sagði í ræðu sinni: „Það er ætlazt til þess, að Alþingi kveði á um fjáröflun til fjárfestingar- lánasjóða án þess að nokkur heildarmynd sé í raun og veru gefin. í fyrsta lagi: Hver er fjárþörf þessara sjóða? í öðru lagi: Hvemig á að nýta fjármagn þessara sjóða? Og í þriðja lagi: í hvaða tengsl- um starfsemi þessara sjóða er við efnahagsmál lands- manna almennt, og þær ráð- stafanir, sem gerðar voru í desember sl. Hér er um vinnubrögð að ræða sem sýna aðeins, að þeir, sem með spumingin, hvort ríkisstjórn- in tefli hér eins og annars staðar á tæpasta vaðið, að hagstæð þróun á erlendum mörkuðum geti borið þetta uppi eða hvort ríkisstjórnin tieysti sjávarútveginum til þess að bera þennan skatt. Það er venja, þegar um fjár- öflun til framleiðsluatvinmu- greina er að ræða, eins og hér er á ferðimni, að hafa samráð við forsvarsmemn atvinnu- greinanna. Ég spyr sjávarút- vegsráðherra, hvort hér hef- ur verið um slíkt samráð eða ekki. Og éf ekki hefur verið um slíkt samráð að ræða, þá tel ég einsýnt, að sú nefnd, sem fjallar um þetta mál, hljóti að hafa slíkt samráð við forystumenn sjávarút- vegsins.“ STOFNLÁNADEILD VANTAR FÉ Fn það er ekki aðeins Fisk- ^ veiðasjóður, sem þarf á auknu fjármagni að halda, hið sama er að segja um landbúnaðinn. Stofnlánadeild landbúnaðarins vantar nú 220 milljónir króna, að því er Magnús Jónsson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, upp- lýsti í umræðum á Alþingi í fyrradag. Um þetta sagði Magnús Jónsson m.a.: „Ráðstöfunaxfé Stofnlánadeildarinnar fer stöðugt minnkandi, þrátt fyr- ir aukmar tekjur, vegría gíf- urlegs gengistaps hennar. Geysimiklar fjárhæðir fara í vaxtagreiðslur. Af 100 millj- ón króna eigin tekjum 1973 verða aðeins 70 milljónir króna eftir til útlána. Þetta allt stafar af gengisbreyting- um og vaxandi lántökum, sem greiða þarf með hærri vöxtum en lánað er út með. Frá 1953 eru erlend lán 159 milljónir króna, af þeim hafa verið borgaðar 290 milljónir króna og eftirstöðvarnar eru 270 milljónir króna. Þessar tölur sýna mjög óheillavæn- lega þróun. Næsta ár er áætlað, að eigið ráðstöfunar- fé verði aðeins 47 milljónir króna, og við sjáum hve alvarlegt ástandið er, því út- lán deildarinnar voru 254 milljónir króna árið 1971 og: 369,6 milljónir króna 1972. Á árinu 1973 er mikill fram- kvæmdahugur í bændum og eru útlánsóskir þeirra sam- tals 643 milljónir króna þetta, ár. Það er ljóst, að möguleiki er á að lækka vinnslustöðva- lán eitthvað en önnur lán er ekki hægt að lækka nema gjörbreyta lánafyrirkomulagi Stofnlánadeildarinnar. í fjár- öflunaráætlunum er gert ráð fyrir 421 milljón króna, svo að fjárvörttunin nemur 220 milljónum króna. Hér er um geigvænlega vöntun að ræða, jafnvel þó að hugsan- legt sé að lækka vinnslu- stöðvalánin, þá lækkar það aldrei meira en um 60—70 milljónir króna, svo að lág- marks fjárvöntun Stofnlána- deildarinnar er 150 millj. kr.; Ef ekki verður bætt úr þess- ; ari vöntun, þá verður að taka upp algjörlega nýja hætti í lánamálum deildarinnar, og verður að byrja að neita j bændum um lán, þó að þeir i uppfylli öll uppsett skilyrði. Það er mikill uggur í mín- um huga vegna þessa ástands.“ Faxaflói — opinn? Eða lokaður? Finnbogi Guðmundsson frá Gerðum: Tómlæti ráðamanna þjóð- arinnar um fi skfriðunarmál Það eru margir undrandi á þeim drætti, sem orðið hefur á endurskoðun á fiskveiðilögunum, og einkennilega hljótt er um þetta mál á Alþingi. Það virðist sem þau stóru orð, sem flestir ráðamenn þjóðarinn- ar hafa látið frá sér fara um þetta þýðingarmesta mál þjóð- arinnar nú, séu þess eðlis, að hugur fylgi ekki máli. Ekki er óeðlilegt að okkur sárni, sem höfum vonað að hér væri alvara á ferðinni. Ekki er nóg með deyfðina um jákvæð vinnubrögð í þessu máli hjá alþingisrnönnum, heldur hafa nokkrir furðufuglar úr þeirra hópi lagt fram frumvarp, sem stefnir í öfuga átt. Það er, að rifa niður það sem viturlegast hefur verið gert í fiskfriðunar- málum hér á landi um árabil, en það er friðun Faxaflóa fyrir botnvörpuveiðum. Þessir menn halda að það sé vinsælt hjá mörg um Reykvíkingum, og það kann að vera að þeir sem minnst þekkja til þessara máli, láti blekkjast. Faxaflói er viðurkennd uppeld isstöð fyrir flesta eftirsóttustu nytjafiska okkar, sérstaklega ýsu, lúðu, þorsk og reyndar flest ar tegundir þorskfiska og flat- fiska. Verði botnvörpuveiðar leyfðar á ný hér í flóanum, verð ur ungviðið veitt sem illnýtan- legt smælki, og kemst ekki á kynþroskaaldur, til viðhalds stofnunum. Hér yrði því aðeins tjaldað til einnar nætur, ef svo mætti að orði komast. Pétri Sigurðssyni og félögum hans væri skammar nær að hlut ast til um að Reykvíkingum verði kennt að beita og veiða með línu og handfærum. Þá yrði fljótt góður afli af fyrsta flokks ýsu, þorski og lúðu, og fiskarnir stærri að vöxtum og betur með farnir, svo sem ávallt er um línu- og handfæraveiddan fisk. Þessar fiskveiðiaðferðir stunda margir frá Akranesi og Suður- nesjum og viðar, með góðum ár- angri. Auk þess sem þetta væru skynsamlegri vinnubrögð frá hagfræðilegum og fiskifræðileg- um sjónarmiðum, er hér um mjög skemmtilegan veiðiskap að ræða. Ég skrifaði um þetta mál fyrir nokkrum árum í Morgunblaðið og benti þar á, að innisetumenn í Reykjavík hefðu gott af að stunda þennan veiðiskap sér til heilsubótar og ánægju, um leið og þeir öfluðu sér fyrsta flokks fisks til eigin neyzlu. EINNIG TÓMLÆTI UM EFLINGU LANDHELGISVÖRZLUNNAR Það hefur sýnt sig að hrað- skreiðu varðskipin okkar, Óðinn og Ægir, hafa náð verulegum árangri í að torvelda erlendum togurum veiðiþjófnað i landhelg- inni. Hvernig stendur á því, að ekki er hafizt handa um veru- lega aukningu varðskipa til þess ara nauðsynlegu starfa? Ég hef orðið var við, að ýmsir eru svo barnalegir að trúa þvi, að ef samið yrði við Breta og Þjóðverja um þessi mál, væri þar með vandinn leystur. Ég hef ekki trú á að við fáum þessar þjóðir til þess að öðlast slíkt raunsæi, að viðunandi sajtgSning ar nái®t við þá. Það verður áv- Framhald á bls. 21 Símon Guðjónsson: Akurnesingar höf nuðu friðun 1 Faxaflóa nema kjaftinn. Það er næsta furðulegt hvað koma fram á sjónarsviðið margir einstakling ar með sérþekkingu á fiskveiði- málum, fiskfriðun og fiskigöng- um i sambandi við Faxaflóa, það er éngu líkara en þetta hafi verið skyldufag í barnaskóla. Allir þykjast vita meir en þeir fiskimenn, sem um áratugi hafa stundað héi veiðar. Jafnvel Otvegsmannafélag Akraness hefur að undanförnu látið í sér heyra og sent frá sér hinar furðulegustu ritsmíðar. Þar sem þessi sfcrif eru næstum samhljóða gréihargerð Jóns Árnasonar með frumvarpinu um lokun Faxa- flóa, bendir það til þess, að Jón sé höfundur þessara skrifa, enda komust þau með forgangs- hraði beint inn í Ríkisútvarp- ið. Nú eru fiskigöngur hér við ströndina það vel þekktar, að fullyrðingar Akurnesinga og annarra, sem um þessi mál hafa fjallað stangast algjörlega á vlð staðreyndir. Það er þá fyrst að telja, að togaraskipstjórar vita alveg nákvæmlega hvernig ver tíðarþorskurinn gengur, enda þeir fylgt honum nákvæmlega eftir frá degi til dags, ár eftir ár, með hjálp fiskleitartækja. Sama sagan á sér stað með ýs- una. Ýsa, sem elst upp austur í bugtum og við Ingólfshöfða gengur vestur með landi, það fer svo eftir veðrum og sóknar- þunga hvað mikið af þessum göngum kemst fyrir Reykjanes og hér inn á Faxaflóa. Eftir að togveiðar jukust svo mjög aust- ur með landinu minnka mögu- leikar á sterkum ýsugöngum vestur með ströndinni. Fiskileit artæki segja sannleikann og ætti Útvegsmannafélag Akra- ness að hafa það hugfast. Um fiskigöngur hér í Faxaflóa vita þeir því minna en ekki neitt, þótt þeir þykist allt vita og hafa ekkert til að styðjast við þingmenn eru þeirrar trúar, að hægt sé að koma upp í Faxa- flóa nokkurs konar eldisstöð fyrir landið allt. Það er yfirleitt hljótt um Út- vegsmannafélag Akraness nema þegar heildarssamtökin hafa þurft á því að halda, að öll að- ildarfélögin stæðu saman þá hafa þeir venjulega hlaupið út undan sér og látið eigin hags muni ráða. Akurnesingar eru alltaf að vitna í tölur máli sínu til stuðnings, hvemig eru þær svo til orðnar. Með auknum tæknibúnaði á trillunum hafa þeir komizt upp á lag með að róa einh á hverjum báti en hafa þess í stað styttri línu, þetta þýð ir einfaldlega minni meðalafla í róðri. Það er algengast, að þær rói með um 7 bala en trillum- ar í Keflavík róa með 20 bala, enda 2 og 3 á báti þar. Á stóru bátunum er skipverjum greidd ákveðin upphæð fyrir hverja sjóferð og eru tekjumöguleikar skipverja ekki meiri þó vel afl- ist, það er þvi þeirra kappsmál að sjóferðin taki sem stytztan tíma, það er þeirra ávinningur. En minni afli kallar á hærri greiðslur úr Aflatryggingar- sjóði og ríkissjóði, sem ásamt fiskkaupanda greiða stórar upp hæðir til styrktar línuveiðum ár lega. Útvegsmannafélag Akra- ness hefur alltaf leynt öðrum aflatölum en ýsu og er það gert til þess að biekkja. En fiski- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.