Morgunblaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 10
10 MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1973 HELLISSANDUR - ■■ ■ ■■■ Það er ekki síður mikið að g;era hjá yngri kynslóðinni. ÞAÐ voru skýjabólstrar yfir jökulhettun.ni, en glampandi sólskin og nær ótakmiarkað skyggni í aðrar áttir, þegar við komuim til Helllssands í síðustu viku. AuSvitað var allt mjalla- hvítt af snjó eins og annars stað- ar á Snæfeilsnesi, en það var ekki þungfært og Landroverinn okkar mial'aði sig auðveldlega í tgiegnum þá fáu skafla sem á veg inum urðu. Krakkar léku sér að snjóþot- um og sleðum, eins og krakkar gera alls staðar þar sem snjó fes'tir. Það var líka eins gott að þeir höfðu eitthvað til að una sér við, því foreldrarn'.r vinna myrkranna á 'milM og sum böm- in verða að ganga nær sjálfala. VINNA TIL AÐ BJARGA VERÐMÆTUM — Það er ekki vegna þess að foreldrarnir kæri sig um að vinna svona, sagði Sigurður Magnússon, verkstjóri í Hrað- frystihúsi Hellissands, þegiar vfið litum við hjá honum. Þeir vilja eðlilegia hafa sín frí eins og aðr- ir til að sinna bönnum og heim- iii. Þe r kæra sig heldur ekkert sérstaklega um tekjurnar sem fást með alliri þessari vinnu, því það fer alltof mikið af þeim í skatta. Þegar svo er komið að fólk þarf að greiða yfir fimmtíú prósent í skatta, finnst því timi til kom'nn til að hætta og taka sér fri. Eina ástæðam til þess að það vinnur er að það veit að ann- ars myradu milljónaverðmæti fara í súginn. — Hvað hafið þið tekið á móti mikium fiski á vertíðinni? — Frá áramótum höfum við tekið um 1200 tonn. Mest af því hefur farið í frystingu, en tveggja nátta fiskurinn hefur farið i salt. Tíðin hefur verið nokkuð risjótt, en marzmánuður þó góður. Við búumst við þessu áframhald'andi, jafnvel út maí. Skarðsvikin hélt áfram út maí i fyrra og gekk ágætlega. Ég veit ekki hvort fleiri reyna það í ár, en ég veit til þess að nokkrir eru að hugsa um að fara á grálúðu í sumar. Mesta vandmál okkar núna held ég að sé húsnæðis- skortur. Það vantar sárlega fólk hingað, þetta hús eitt gæti vel notað allt það virarauafl sem finnst í hreppnum. Veitti jafnvel ekki af. En það vantar húsnæði og fólk er eðlilega hikandi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.