Morgunblaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1973 Eliszabet Ferrars: Samíaríis i datrisni þegar þér áttuð leið þar um, klukkustund seinna? — Já. Creed þakkaði henni fyrir og sagði, að það væri þá ekki meira i bili. Hann hugsaði sem svo, að þessi mjólkurflaska væri farin að verða merkilegasta at- riðið i öllu þessu máli. En snögglega þóttist hann al- veg vita, hvar hún væri. Ein- hvers staðar í grasinu í mat- jurtagarði ungfrú Margot Dalzi el. Hann sá alveg fyrir sér það, sem gerzt hafði. Hann sá Kevin Applin vera á ferli kringum hús ið, að gá að einhverju, sem hann gæti hirt, en þá hefði Margot Dalziel komið honum að óvörum og hann ráðizt á hana af ofsa og hræðslu, síðan hefði hann setzt niður og drukkið úr flöskunni og loksins fleygt henni tómri út í loðna grasið bak við húsið, en síðan farið að velta því fyrir sér í treggáfuð- um huga sínum, hvað hann ætti að gera við líkið. Nú lá þvi beinast fyrir að rannsaka mat- jurtagarðinn vandlega, áður en vlðtækari leit yrði hafin. Creed fann með sér vaxandi spennu. En hún var samstundis horfin aftur. I>etta hafði verið of seint á ferðinni. Of seint til þess að hann gæti slegið sér upp á þvi og hlotið forfrömun. Það var ekki hægt að búast við henni, þegar maður átti ekki nema tveggja ára starf eftir, og nokkur hrósyrði gætu ekki vak ið annað en gremju. Hann stóð snöggt upp og stakk ljósmyndinni í vasa sinn. — Komdu, Jim, ég held ekki, að hér sé meira að gera i bili, og ég vil rannsaka hitt hús ið betur. En svo fór, að þarna var eng- in tóm mjólkurflaska i matjurta garðinum. Um stund beit Creed sig fast- an í þessa hugdettu sína, að hann mundi finna flöskuna á nsessta augnabliki, en svo tók hann allt í ein-u að furða sig á þvi, hvernig honum hefði getað dottið í hug, að þessi hugdetta sín væri svona snjöll. En það var einmitt svona, sem homum hafði skjátlazt aftur og aftur hér áður fyrr. Hann hafði alltaf gripið þessar snjöllu hug- myndir sínar á lofti og trúað á þær í blindni, þangað til grund völlur þeirra var gjörsamlega brostinn. Þá fyrst hafði hann komið vitinu fyrir sig aftur. Svo hafði hann alltaf verið gripinn blygðun og gremju, er hann varð að snúa aftur til hefðbund inna aðferða sinna. Og síðan hafði honum í hverju máli fund izt hann sjálfur vera misheppn- aður alvanalegur lögreglumað- ur, sem sá aldrei lengra en nef hans náði. Samkvæmt reglunum átti hann nú að fara aftur til Fal- ford og gefa skýrslu um hvarf konunnar, og þá yrðu sendir út leitarflokkar. Leiðind;iverk það. Verk, sem alltaf var verið að vinna og mundi enn verða unnið oft og mörgum sinnum á þessum tveimur árum, sem hann átti eftir. Með furðulegan rósemdarsvip á andlitinu, steig Creed upp i bílinn sinn og ók af stað. 7. kafli. Um kvöldið bárust fregnirnar um hvarf Margot Dalziel um allt land í sjónvarpinu og Paul og Rakel heyrðu þær, þar sem þau sátu í stofunni. En Roder- ick og Jane voru þegar háttuð í gestaherberginu. Paul hafði komið þeim óvenju snemma i rúmið, því að hann vildi lofa þeim að jafna sig eftir erfiði dagsins. Þegar hann hafði losnað þann ig við þau, sagði hann við Rak- el: — Þau hefðu ekki kært sig um að sitja hérna hjá okkur og heyra tönnlazt á þessu sama efni, og láta eins og ekkert væri um að vera. Ég veit ekki, hvort af þessu tvennu þau hefðu talið meira þreytandi — og lika fyrir mig, skal ég játa. Mér þykir það leitt, en mér finnst þessi samúð afskaplega þreytandi. — Það eru það nú fleiri sagði Rakel eins og viðutan. Og það sem hafði mest reynt á hana allt síðdegið og kvöldið, var að Brian hafði ekki komið til þeirra, eins og henni fannst hann hafa lofað, áður en hún skildi við hann í hlöðunni. Það var eitthvað óhugnanlegt við íbúö óskast Hjón með tvö börn 12 og 15 ára óska eftir að taka á leigu 3ja til 4ra herbergja íbúð, fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 14661 og 20661. velvakandi Veivakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi tii föstudags kl. 14—15. 0 Dýrtíðin og gamla fólkið Þorkell Hjaltason skrifar: „Velvakandi minn! — Mikið hefur þessi vetur, sem nú er senn á enda, verið þungur og þrúgandi öllum almenningi i landinu. Óvenjulega mikið hefur verið um hörmulegar slysfarir, og að auki hinn hraunspúandi eyðingareldur í Vestmannaeyjum, er engu eirir, er fyrir verður, og því miður er ekki séð hvern endi hefur. Ég ætla í þessu spjalli að drepa á nokkur atriði, er máli skipta um þessar mundir og eru efst á baugi í daglegri önn borgarlífsins. Að sjálfsögðu ber hæst hina geigvænlegu dýrtíð- aröldu, sem fellur nú með ofur þunga að eldhúsdyrum hverrar húsmóður í þessu landi í formi gífurlegra verðhækkana á mat vælum og öðrum lifsnauðsynj- um. Og enginn getur séð fyrir nú hvenær þeim ósköpum linnir. En að sjálfsögðu verður gamla fólkið verst úti i þessari gjöm- ingahrið verðbólgu og skattpin ingar, og hefur litla möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér. Það virðist sérstök árátta hjá skattayfirvöldum að blóð- marka sér gamla fólkið allt á einu bretti og reita af því hvern fáanlegan eyri í sína gráðugu hit. — 1 erfiljóði, er Matthías Jochumsson orti eftir látna velgjörðarkonu sína, frú Þuríði Kúld, eru þessar ljóðlín ur meðal annars: „Veikum reyr er vant að segja: vertu fjall og stattu mót!“ Við getum hugsað okkur lík- inguna þannig, að stjómvöld séu fjallið en öldurmennin öll og þeirrra fylgjendur hinn veiki og vanmegna reyr. — En haldi maður líkingunni áfram, er hægt að hugsa sér aðra og betri lausn á málinu. Að öllum líkindum eru Alþing iskosningar ekki langt undan. Gæti þá svo farið, að taflið snerist alveg við, og að gamla fólkið og velunnarar þess yrðu þá fjallið mikla, en stjórn völd hinn brákaði og veiki reyr. Það er von mín, að i fyllingu tímans muni hin aldraða sveit fá fulla leiðréttingu sinna mála. Vík ég nú að öðru atriði, en það er um lesendabréf dagblað anna. Dálítið hefur verið að þeim vikið I útvarpi áður. Það er mitt álit og margra fleiri, að þessi bréf eigi fullkomlega rétt á sér, því þau túka í flestum tilvikum skoðanir og tilfinning ar hins almenna borgara hverju sinni í margvíslegum dægurmálum líðandi stundar. Að sjálfsögðu kennir þar margra grasa og ólíkra sjón- armiða, eins og vera ber í lýð- frjálsu landi, þar sem frjáls skoðanamyndun rikir, og er alls ekki hægt að iasta slikt. Tveir ritstjórar dagblaða hafa í útvarpi lýst sig fylgj- andi þessum þætti blaða- mennskunnar. 0 Gömlu húsin Þá drep ég stuttlega á hin margumtöluðu Bernhöftstorfu- hús. Áreiðanlega er meiri hluti borgarbúa fylgjandi þvi, að þessir kumbaldar verði fjar- lægðir og eru þeir engin borg- arprýði eins og forsætisráð- herra orðaði það í umræðum á Alþingi í vetur. Það er ein- Dömur — Dömur Á meðan fermingar standa yfir, höfum við opið alla sunnudaga frá kl. 9 — 3. Opið einnig annan í páskum. HÁRGREIÐSLUSTOFAN HÓTEL SÖGU SlMI 21690. þetta tilfinningaleysi hans í sambandi við hvarf ungfrú Dal- ziel, jafnvel þótt hann væri ekk- ert hrifinn af henni. Og svo hafði hún ekki getað gleymt þessu einkennilega samtali þeirra Brians og Kevins. Hún þóttist alveg viss um, að það, sem Kevin hafði ætlað að segja Brian undir fjögur augu, stæði í einhverju sambandi við það, sem gerzt hafði í húsinu. En hafði Brian sagt lögreglunni frá þvi? Þegar hún sá, að faðir henn- ar leit á hana með einhverjum forvitnissvip, seildist hún til og sneri hnappi á sjónvarpstæk- inu. Litla stund glumdi við tón- list, en svo komu fréttirnar og tilkynningin frá lögreglunni. Þegar þulurinm lauk máli sínu með því að segja: „. . . og það er óttazt, að hún reiki um og hafi misst minnið,“ þá lokaði Rakel sjónvarpinu og stóð upp. — Það er nú vist bara alls ekki það, sem þeir eru hrædd- ir um, sagði hún geispandi, er hún gekk til dyra. Mér fannst þeir vera alveg vissir um, að hún væri dáin. — Sé hún það ekki, er hitt hér um bil það eina hugsanlega, sagði Paul. — Hvert ertu að fara? Ekki þó strax í rúmið? Vertu kyrr, við skulum skrafa saman stundarkorn. Gerðu það, elskan, ég þarfnast þess. Ég er alveg eins og festur upp á þráð. — Ég ætlaði að fara að þvo upp, sagði Rakel. — Ég hef lát- ið þetta safnast saman allan dag inn, svo að þetta er orðið svo mikið. — Gott og vel, við skulum þá gera það í félagi, sagði Paul. — Það getur róað mann, ef mað- ur fer sér hægt að öllu. Og svo í þýóingu Fáls Skúlasonar. skal ég gefa okkur hressimgu, áður en við förum í bólið. Hann elti hana fram í eldhús- ið. Hún fann ekki til annars en þreytu, þegar hún fór að taka þarna til og hrúga diskunum í vaskinn, og sagði þreytulega: — Þetta er eimkennilegt. . það er eitt, sem lögreglumaðurinn spurði mig um, og ég get ekki fengið úr huganum, enda þótt það þýði lítið að vera að hugsa um það . . . því að ég get nú ekki munað eftir neinu grunsam legu. . , En Paul sem stóð hjá henni með handklæði í hendi, var önn um kafinn við sinn eigin hugs- anaferil. — Hugsum okkur, að hún hefði orðið fyrir árás — en ekki drepin — og skilin eftir ósjálf bjarga í stofunni, en síðan rank að við og þá ekki getað munað neitt, en ráfað eitthvað burt. Það er alltaf hugsanlegt, skil- urðu. Rakel sneri heita krananum og setti þvottaefni í vatnið. sýnt, að annað af tvennu á að rísa á þessari margnefndu torfu, það er stjórnarráðshús eða Alþingishús, allt eftir því hvort húsið er talið eiga for- gang að þessari glæsilegustu byggingarlóð borgarinnar. Fjórða atriðið, er ég vil vekja athygli á, er hin afdrátt- arlausa afstaða Hannibals Valdimarssonar til dómstólsins í Haag. Örugglega mun meiri- hluti þjóðiarinnar fylgja Hanni bal í því máli. Miklu áhrifa- ríkara fyrir okkar málstað er að hafa þrautreynda og þjálf- aða menn í þessum fræðum í forsvari fyrir okkar málstað. En höfnum hins vegar alger- lega auðum og líflausum stól- um. 0 Gunnarshólnii Þá er ég kominn að fimmta og síðasta atriðinu í þessum aprílþönkum Fyrst er að geta þess, að ég sendi fyrir nokkr- um vikum spurningu til les- endaþjónustu Morgunblaðsins, varðandi tónlistarflutning við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólma. Við þessari spurningu fékk ég neikvætt svar frá tónlistarfulltrúa út- varpsins, Þorsteini Hannes- syni. „Því miður", sagði hann, „á útvarpið ekki neina upp- töku á þessu lagi Helga Helga- sonar við áðurgreint kvæði Jónasar Hallgrímssonar." Nú vil ég í fullri alvöru fara þess á leit við útvarpsráð og for- ráðamenn Þjóðhátíðarnefndar, að þeir í sameiningu beiti sér fyrir því, að slík upptaka geti átt sér stað, og færi vel á því, að sú tónlist yrði kynnt þjóð- inni á ellefu alda afmæli Is- landsbyggðar, árið 1974. — Ekki er að efa, að listrænt form þessa ljóðs og lags mundi skila sér til hlustenda í fullri reisn fagurra hljóma og orða. Ekki er lengur við það un- andi, og alls ekki vansalaust, að þessir dýrgripir liggi, leng- ur óheyrðir á kistubotni. Fyrir löngu er tímabært að þessu atriði sé sómi sýndur af þeim tónlistarmönnum, er hafa atvinnu sína að nokkru af því að skammta hana til fjöjmiðla. Reykjavík 6. apríl 1973. Þorkell II,jaltason.“ 0 Dýrkeypt Iæknishjálp Guðmundína J. Jónsdóttir skrifar: „Mikil vandræði hafa hlot- izt vegna læknisleysis á Vest- fjörðum. Við höfum að vísu haft frábæra lækna þar annað veifið, en það er bara ekki nóg. Veikindi gera ekki boð á undan sér. Þess vegna þurfa læknar að vera tiltækir að stað aldri. Ef ástandið í þessum mál um fer ekki batnandi er flótti frá læknislausum byggðarlög- um fyrirsjáanlegur. Sá atburður gerðist hér að maður veiktist og þurfti að flytja hann dauðvona í sjúkra- hús norðan til á fjörðunum. Reikningurinn frá lækninum fyrir um það bil 9 klukku- stunda vinnu, (þar af sat lækn irinn 6—7 klukkustundir um borð í varðskipinu), hljóðaði upp á 10.000 krónur. Það þætti kannski einhverjum gott að hafa yfir þúsund krónur i tímakaup. En þarna ber nú lít ið á mannkærleika og virðingu fyrir sjálfum sér, sem hlýtur þó að vera einhver bezti eiginleiki manna. Það vekur ekki traust góðs læknis og reyndar allra þegar niðzt er á veiku fólki. Því má bæta við, að nú er mað- urinn, sem hér hefur verið greint frá, látinn. Guðmundína Jóna Jónsdóttir frá Hofi i Dýrafirði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.