Morgunblaðið - 11.04.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 11.04.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRlL 1973 3 Verzlunarbankinn eykur hlutafé sitt Frá aðalfundi bankans síðastliðinn laugardag Frá aðalfundinum. Talið frá vinstri: Geir HalIgTimsson, fundarstjóri, Höskuldnr Ólafsson, banka- stjóri í ræðustól og fundarritarar Gunnlaug'ur J. Briem og Jón I. Bjamason. AÐALFUNDUR Verzlunarbank- ans var haldinn í veitingahúsinu Sigtúni s.l. laugardag. Fundar- stjóri var Geir Hallgrímsson, al- þingismaður og fundarritarar þeir Gunnlaugur J. Briem, verzl únarmaður ög Jón í. Bjarnason, verzlunarmaður. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um starfsemi bankans s.l. ár. Heildarinnián við bankann námu í lok síðasta árs 1292,3 milljónum kr. Á sama tíma voru útlán bankans 1143,9 milljónir kr. auk útlána úr stofnlánadeild bankans, Verzlunarlánasjóði, en þau námu i árslok 133,9 milljón- um kr. Þannig voru heildarútlán bankans í lok síðasta árs 1277,8 milljónir kr. og höfðu aukizt á árinu um 144,3 milljónir kr. Á árinu var stofnuð hagdeild við bankann. Starfssvið hennar er að kanna fjárhagsstöðu við- skiptafyrirtækja bankans og yfir fara rekstrar og greiðsluáætlan- ir við könnun lánsumsókna. Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Niðurstöðutölur efnahagsreikn ings eru 1495,2 milljónir kr. en rekstrarreiknings 140,9 milljónir kr. Heildarvelta bankans jókst á árinu um 22,8%. Innborgað hlutafé nam í árs- lok 29,1 milljón kr„ Til vara- sjóðs var véitt 5,6 milljónum og nemur varasjóður um siðustu áramót 44 milljónum kr. Óráð- stafaður tekjuafgangur ársins nam 2,2 milljónum kr., en til af- skrifta var varið 1,9 millj. kr. Eigið fé bankans er í árslok 75,3 milljónir kr. Fundurínn samþykkti að greiða hluthöfum 7% arð fyrir árið 1972. Bankaráð bar fram tillögu á fundinum um heimild að auka hlutafé bankans um 70 milljónir kr. þannig að það verði allt að 100 milljónir. Skal hlutaféð auk ið um 14 milljónir á ári næstu fimm árin og skulu núverandi hluthafar hafa forgangsrétt til að skrá sig fyrir hinu nýja hluta fé. Þorvaldur Guðmundsson, for- maður bankaráðs, flutti greinar- gerð með tillögunni um aukn- ingu hlutafjárins, sem hann kvað vera til að styrkja eigin- fjárstöðu bankans og gera hann hæfari til að takast á við þau verkefni, sem framundan eru. Var tillagan samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum fund- armanna. Tillaga lá fyrir fundinum um fjölgun bankaráðsmanna úr þremur i fimm og jafnframt um breytlngu á kosningafyrirkomu- lagi til bankaráðs. Hjörtur Hjartarson, formað- ur Verzlunarráðs íslands, gerði grein íyrir tillögunni. Hann kvað hana flutta af formönnum samtaka þeirra, sem að bankan um standa, þ.e. Kaupmannasám- tökum Islands, Verzlunarráðinu, Félagi íslenzkra stórkaupmanna og Verzlunarmannafélagi Reykja víkur ásamt nokkrum öðrum hluthöfum. Allmiklar umræður urðu um tillögu þessa og tóku margir hluthafar þátt í þeim. FögnUðu menn þeirri samstöðu, sem um málefni bankans væru hjá for- ystumönnum samtaka þeirra, er að honum standa og væri það mikill styrkur fyrir bankann og framtíðarstörf hans. Tillagan var samþykkt með ölium greidd um atkvæðum fundarmanna. Vegna breytinga á samþykkt- um bankans varðandi kjör banka ráðs er nauðsynlegt að fá breytt 5. gr. laga - um Verzlunarbank- ann. Hefur bankaráðið því ósk- að eftir því við viðskiptaráð- herra, að hann beiti sér fyrir breytingum á lögum bankans, og hefir hann orðið við þeirri málaleitan, og mun leggja frum- varp íyrir alþingi því til stað- festingar. Aðalfundurinn samþykkti því að fresta kjöri bankaráðsmanna allra, svo og kjöri endurskoð- enda, til framhaldsaðalfundar, sem halda skal eigi síðar en 1. desember 1973. 1 bankaráði eiga sæti Þorvald- ur Guðmundsson, formaður, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson og Magnús J. Brynjólfsson. Varamenn eru Pétur Ó. Nlku- lásson, stórkaupmaður, Sveinn Björnsson, kaupmaður og Sveinn Björnsson, forstjóri. Endurskoðendur eru Jón Helga son, kaupmaður, Hilmar Fenger, stórkaupmaður og Böðvar Pét- ursson, verzlunarmaður, tilnefnd ur af viðskiptaráðherra. Fundurinn var mjög fjölsött- ur, og ríkti mikill áhugi um mál efni bankans á fundinum. Hafnarfjörður: Kvenfélag Fríkirkju safnaðar 50 ára „240 fiskar fyrir kú“ Nýgerð kvikmynd um landhelgismálið frumsýnd í gær Kvenfélag Fríkirkjusafnaðar- ins er 50 ára í dag. Á slíkum tímamótum er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Eins og kunnugt er, styðst Fri- kirkjan i fjárhagslegu tilliti að eins við sóknargjöld og frjáls framlög einstaklinga. Ekki sizt vegna þess var brýn þörf á stofnun kvenfélags innan safn aðarins. Verkefnin voru og eru enn ótæmandi, enda hafa félagskon- ur sýnt fádæma dugnað í margs konar störfum varðandi þarfir kirkju sinnar hverju sinni. Þær hafa rétt safnaðarstjórn hjálp- Júpíter seldi TOGARINN Júpíter seldi í gær afla sinn í Bremerhaven, 167,8 lestir fyrir 226,570 þýzk mörk, éða 7.686.000 kr. Meðalverð á hvert kíló er 45,80 kr. arhönd fjárhagslega á margvis- legan hátt og ekki legið á liði sínu við að afla fjár. 1 ár gaf kvenfélagið peninga er verja skal til viðhalds kirkju húsinu að utan. Á siðustu árum hafa kvenfé- lagskonur ásamt safnaðarprest- um unnið að því að koma á fót bamasamkomum innan kirkj- unnar. Ber kvenfélagið allan kostnað í sambandi við barna- starfið. Til að afla fjár til þessa nýja útgjaldaliðar, var gerður vegg skjöldur sem hér blrtist mynd af. Hann er teiknaður af Bjarna Jónssyni, listmálara og unninn í „Gler & postulin“. Upplýsingar um sölu eru í síma 51128. í stjórn Kvenfélags Fríkirkju safnaðarins í Hafnarfirði eru nú: Ruth Guðmundsdóttir, for- maður, Arndís Jónsdóttir, Bryn dís Matthíasdóttir, Ásdis Þórðar dóttir, Lára Janusdóttir og Ágústa Einarsdóttir. (Fréttatilkynning). KVIKMYNDIN um landhelgis- málið „240 fiskar fyrir kú“, sem Magnús Jónsson hefur gert fyr- ir styrk frá Menntamálaráði og Fiskimálasjóði var í gær sýnd á vegum Menntamálaráðs í ráð- stefnusal Loftleiðahótelsins og var þetta fyrsta sýning mynd- arinnar eftir að hún var full- gerð. Myndin er tekin í litum á 16 mm filmu og er sýningartím- inn 20 minútur. Kostnaður við gerð myndarinnar er rúmlega ein milljón króna og eru þá laun höfundar ekki talin með. Á blaðamannafundinum kom fram að Magnús Jónsson, leik- hússtjóri á Akureyri fékk styrk frá Menntamálaráði fyrir árið 1972 til þess að gera þessa kvik- mynd um landhelgismálið. Styrk urinn nam 500 þúsund krónum, en að auki veitti Fiskimálasjóð- ur 250 þúsund króna styrk til kvikmyndunarinnar. Magnús Jónsson hefur sjálfur útvegað það fé, sem kostnaður nemur umfram styrkina tvo. Hefur hann og veitt Menntamálaráði umboð til þess að verða dreif- ingaraðili að myndinni. í frétta- tilkynningu, sem afhent var á blaðamannafundinum í gær seg- ir m.a.: „Magnús hefur gefið mynd ÞRIÐJUDAGINN 10. aprí-1 var dregið í 4. flokki Happdrættis Háskólia fsiLandis. Dregnir voru 4.100 vininingar að fjárhæð 26.520.000 krónuir. Hæsti vinniniguriinn, fjórir miOíljón króna viJTningar, komu á númer 19780. Tveir mi’ðar voru seldir hjá Arndísi Þorvaldsdótt- ur, Vesturgötu 10, einn í Aðal- uimboðinu, Tjarnargötu 4, og sá fjórði í Kaupfélagi Hafnflrðinga. 200.000 krónur komu á númer 11997. Tveir miðar aif því númeri sinni nafnið „240 fiskar fyrir kú“, en allir vita, hve mikils virði kúgildið var Islendingum í eina tlð. Nú er verð hlutanna fremur reiknað í fiskum, og líf þjóðarinnar háð þeim skepnum öðrum fremur. Þess vegna er það, að þjóðin hefur einhuga stungið við fæti og tilkynnt hin- um stóra heimi, að nú verði ekki lengur gengið á íslandsmið eins og áður — öllu séu takmörk sett. Framtíð Islandsbyggðar ræðst af því, hvort við verðum sigursæl i baráttunni um vernd un fiskimiðanna í kringum land ið eða ekki. Kvikmynd getur komizt víðar um lönd en flest önnur menningartæki. Við vænt- um þess, að kvikmynd Magnús- ar Jónssonar um landhelgismál- SEÐLABANKINN hefur sent út liappdrættisskuldabréf vegna hringvegarins til 120 útsölu- staða um allt land, en sala á þeint hófst í gær. Samkvæmt upplýsingmn Seðlabankans hafa um 65 milljónir króna þegar Tjarmairgötu 4, eimin á Akureyri og sá fjórði á Hvamimsitamga. 10.000 krónur: 235 1090 1417 1650 3244 4003 5219 5657 5796 6516 10283 11294 11476 13271 13998 15168 17734 20793 23489 25297 25784 29515 30787 32541 35020 36016 37637 39562 40467 40711 41250 42477 42896 43559 49871 52857 53484 54721 54806 57257 57351 57995 58119 58614 58980 ið fari siem víðast, bæði itnnan lands og utan, ti’l þess annars vegar að örva landsmenm og efla samhug þeirra og hins veg- ar til að kynna öðrum þjóðum málstað okkar. Hvernig Bretar og Vestur-Þjóðverjar taka mynd inni er eftir að sjá, en hún er þeim fúslega föl.“ Islenzkan texta við myndina gerði Magnús Jónsson, en þýð- ingu á ensku hafa Maureen Thomas og Sverrir Hólmarsson gert. Teikningar í myndinni eru eftir Harald Guðbergsison. Kvik- myndatökumaður er Ernst Keftl- er og annaðist hanm einnig klipp ingu. Marinó Ólafsson hljóðsetti, en tónlist er eftir Sigurð Rúnar Jónsson og þulur er Jón Múli Árnason. selzt — eftir því sem næst verð- ur komizt um söluna í gær. Útboðið á sikiuldabréfiunum nú hlijóðar uipp á samtalis 130 mi'llj- óniir og hefur þvi um helmimg- urinn selzt á þessum fyrsta d'egi. Er þetta mjög svipað söl- umni i fyrra en þá seldiust 70 milljónir króna af samtals 100 miljjómum á fyrsta de'gi. Er bú- izt við þvi, að seinmi hluti út- boðsins nú seljist upp á örfáum dögum. Stef'án Þórarinsson hjá Seðla- bankanum taldi sennilegusju sikýriiniguna á þesisari miMiu soliu, að þetta fyrirkoimulag á stoulda- bréfunium væri við aWra hæfi — í fyrsta lagi vildu margir styr'kja málefnið — hringveg um landið, i öðnu lagi þætti mörgum happdrættisformið heillandi og loks væri þetta ágætt til að verðtryggja pening- ana sdna. Kvað Stetfán noktouð uim það, að fó>k gæfi þessi happ- drættislán t.d. i fermingargjafir, enda væru þau til í sérstökum gj af aumslögum. Hæstu vinn- ingar H.H.Í. voru söldir í Aðalumboðfmu í Happdrættislán fyrir 65 millj. á fyrsta degi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.