Morgunblaðið - 11.04.1973, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1973
Slæm útreið
— hjá íslenzka kvennalands-
liðinu í körfuknattleik
FYRSTÚ landsleikir fslands i
körfuknattleik kvenna voru
leiknir um sl. helgi, en þá fór
fram i Osló Norðurlandamót.
Ekki fór íslenzka Jiðið neina
frægðarför til Osló að þessu
sinni, og stúlkurnar fengu væg
ast sagt siæma útreið í leikjum
sínum. „En við lærðum mikið
af þessari ferð, og sennilega
verður þetta til þess að við för-
nn að veita kvennakörfuknatt-
leiknum meiri. athygli, og veita
stúlkunum betri þjálfun en ver-
ið hefur," sagði Guttormur Ól-
afsson sem stýrði liðinu i þess-
um leikjum. — Kvennakörfubolt
Inn er mjög ung íþrótt hérlend-
Is, en á hinum NorðurKindun-
um hefur hann verið stundaður
lengi, og t.d. höfðu margar af
dönsku stúlkunum leikið um það
bil 50 landsleiki. Sænsku stúlk-
urnar eru einnig mjög leikreynd
ar, en Finnar og Norðmenn hafa
ekki leikið eins mikið, þótt marg
ar stúlkumar i þeirra liðum séu
með um það bil 20—30 landsleiki.
Annað sem háði islenzku stúlkun
um rnikið var það hve smávaxn-
ar þær vom miðað við hinar,
en í hinum liðunum voru fjölda-
margar stúlkur um og yfir 190
cm.
ÍSI.ANI) — FINNLAND
Finnsku stúlkurnar komust
strax yfir i leiknum, og staðan
varð fljótlega 23:3, og ljóst
hvert stefndi. Finnland var með
yfirburðarstöðu í hálfleik 34:7.
Siðari hálfleikurinn var mjög lík
ur þeim fyrri. Finnar höfðu al-
gjöra yfirburði, og sigruðu með
70 stigum gegn aðeins 13. Og
þetta var aðeins forsmekkurinn
af því sem siðar átti eftir að
koma.
fSLAND — SVÍÞ.IÓÐ
Og ekki gekk betur gegn Sví-
um. Þegar fyrri hluti fyrri hálf-
leiks var búinn var staðan orð-
in 31:4 fyrir Svía, og ljóst að
eklki færi íslenzka liiðáð betur út
úr þessari viðureign en hinni
fyrri. Staðan i hálfleik var
46:11.
Svíar héldu áfram að „saila“
niður stigunum í siðari hálfleikn
um, og var ljóst að 100 stiga
múrinn myndi hrynja að þessu
sinni. Svo fór, og lokatölur urðu
112:15. Slæm útkoma það.
fSLAND — DANMÖRK
Öllum að óvörum stóðu ísl.
stúlkurnar í þeim dönsku lengi
framan af, jafnt var t.d. 8:8, og
þegar hálfleikurinn var rúm-
lega hálfnaður var aðeins
tveggja stiga munur fyrir Dani
16:14. En þá hrundi allt saman,
og í hálfleik var staðan orðin
32:16. — Eftir þetta var aldrei
um neina keppni að ræða, og
lokatölur urðu 91:30.
fSLAND — NOREGUR
Þetta var siðasti leikur íslands
i mótinu, og voru stúlkumar
orðnar þreyttar mjög þegar að
honum kom, og höfðu þá leikið
við Dani fyrr um daginn. Þær
náðu líka aldrei að veita Noregi
þá keppni sem búizt var við, og
Noregur sigraði með yfirburð-
Handknattleiks-
keppni
fyrirtækja
HANDKNATTLEIKSKEPPNI
fyrirtækja og stofnana verður
haldin á næstunni. Þátttökutil-
kynningar þurfa að berast fyrir
18. apríl til Magnúsar Ólafsson-
ar, sími 10100 eða Páls Böðvars-
sonar, sími 33533.
um 76:26, og vissulega var það
meiri munur en er á iiðunum í
raun og veru.
Þrjár af þeim stúlkum sem
upphaflega voru valdar í ísl. lið-
ið gátu ekki komið þvi við að
fara þessa ferð, og vissulega var
silæimit fyriir lió'iö, þvi að ekki
hefði veitt af ölluim okfcar beztu
spilurum. — Og ekki var það
ti'l þess að bæta ástandið að
tvær stúlkur írá Akureyri kom-
ust ekki til Reykjavikur í tæka
tíð vegna ófærðar, og misstu þær
af öllum leikjum mótsins nema
þeim síðasta. Stúlkumar hafa án
efa lært mikið af þessari ferð,
og verða örugglega betur undir
það búnar að taka þátt í þessari
keppni að tveim árum liðnum.
Norðurlandameistarar urðu
sænsku stúlkumar, er þær sigr
uðu dönsku stúlkurnar i úrslita-
leik með 6 stiga mun. — gk.
GETRAUNATAfXA NR. 15
ARSENAL - TOTTENHAM
C0VENTRY - BERBY
CRYSTAl PAL. - IPSWICH
LEICESTER - BIRMINGHAM
LIVERP00L - W.B.A.
MAN. CITY - SHEPPIELD UTD.
NÖRWICH - CHELSEA
S0UTHAMPT0N - NEWCASTLE
STOKE - MAN. UTD.
WEST HAM - LEEDS
W0LVES - EVERT0N
HUDDERSPIELD - BURNLEY
g
|
Ö
B b m
CQ CQ O
1
1
1
X
1
1
1
X
1
1
1
2
X
1
X
2
1
1
1
X
X
2
1
X
1
1
X 1
2 1
X X
2 2
X X
1 1
X
X
X
2
1
1
1 1
X X
X 2
2 1 X
1 X X
111
X 1
X X
1 X
1
1
1
X
1
1
2
1
2
1
1
X
2
X
X
2
1
2
X
1
1
2 2
X X
X X
1
1
1
X
2
2
2
1
2
ALLS
1X2
8
4
6
3
11
11
2
4
5
3
13
1
3
9
4
6
2
2
6
7
7
1
0
3
2
0
3
4
0
0
5
2
1
9
0
9
Öruggur FH-sigur
— Haukarnir misnotuðu tækifæri sín
FJÖGUR misnotuð vítaköst og
sex stangarskot urðu þess vald-
andi að Haukar náðu ekld að
sýna FH-lngum verulega keppni
í síðari leik liðanna í 1. deild fs-
landsmótsins í handknattleik
sem fram fór i Hafnarfirði í
fyrrakvöld. FH-ingar sigruðu í
leiknum 22:17, eftir að hafa haft
þrjú mörk, 10:7, yfir í hálfleik.
Þrátt fyrir að FH-sigurinn værl
nær öruggur mestan hluta leiks
ins var mikil og hávær stemmn-
ing i Hafnarfjarðarhúsinu, eins
og jafnan þegar þessi Iið leiða
saman hesta sína. Áberandi var
hversu mikill meiri hluti áhorf-
enda var á bandi Hauka, og eftir
að þeim hafði tekizt að jafna
leikinn í 11:11 snemma í síðari
háifleik ætlaði allt um koll að
keyra.
En Adam var ekki lengi í
Haukaparadísinni, þar sem
FH-ingar gerðu út um leikinn á
næstu minútunum eftir jafntefl-
ið og skoruðu fimm mörk í röð.
ÞÁTTUR viðars og H.IALTA
Ef unnt er að segja að einstakl
ingar vinni leiki í flokkakeppni
þá yrði að segja það, að Viðar
Símonarson og Hjalti Einarsson
voru mennirnir á bak við þenn-
an FH sigur. Viðar átti sérstak-
lega góðan leik, og fór hvað eftir
annað ákaflega illa með vörn
sinna fyrri félaga. Hann skoraði
9 mörk í leiknum úr lítið eitt
fleiri skottilraunum. Hjalti átti
einnig mjög góðan leik í mark-
inu, ekki sízt ef tekið er tillit til
þess að FH-vörnin var oft ákaf-
lega gloppótt, enda meiddist
bezti varnarmaður liðsins, Auð-
unn Óskarsson, snemma í leikn-
um og gat ekki verið með eftir
það.
í FH-liðinu vöktu einnig tveir
ungir piltar sérstaka athygli.
Það voru þeir Hörður Sigmars-
son og Sæmundur Stefánsson —
báðir mjög liðlegir piltar sem
hafa í senn gott auga fyrir spili
og glufum sem myndast í vörn
andstæðinganna. Hörður var sér
staklega atkvæðamikill í þess-
um leik, og nokkur marka hans
mjög falleg.
GEIR ÓHEPPINN
Geir Hallsteinsson var greini-
lega eitthvað miður sin í þessum
leik, og öryggið í skotum hans
langt frá því sem maður á að
venjast. Hann skoraði aðeins 3
mörk í leiknum, og þar með má
segja að möguleikar hans á
LIÐ FH: Hjalti Einarsson 3, Birgir Björnsson 2, Viðar
Símonarson 4, Gils Stefánsson 2, Sæmundur Stefánsson 2,
Auðunn Óskarsson 1, .lón Gestur Viggósson 1, Geir Hall-
steinsson 2, örn Sigurðsson 1, Birgir Finnbogason 1, Ólaf-
ur Einarsson 1, Hörður Sigmarsson 3.
LIÐ HAUKA: Sigurgeir Sigurðsson 2, Sturla Haralds-
son 2, Hafsteinn Geirsson 1, Sigurður Jóakimsson 2, Ólaf-
ur Ólafsson 3, Stefán Jónsson 2, Guðmundur Haraldsson
2, Sigurgeir Marteinsson 1, Gunnar Einarsson 2, Þórir
Úlfarsson 3, Svavar Geirsson 1.
markakóngstitlinum í ár hafi
þrotið. Eins og alltaf áður var
þó Geir mjög ógnandi i leik sín-
um, og opnaði vörn Haukanna
oft vel fyrir félaga sína.
HAUKARNIR
Tæpast er hægt að flokka hin
misnotuðu tækifæri Haukanna í
leiknum undir tóma óheppni.
Klaufaskapur kemur þar einnig
til. Liðið náði mjög skemmtileg-
um sprettum og útfærði sóknar-
leik sinn oft með mikilli prýði,
en vörnin var hins vegar alltof
gjafmild og flumbruleg. Þórir
Úlfarsson átti einna beztan leik
Haukanna, en hann er mjög
hreyfanlegur og duglegur leik-
maður, en stundum alltof bráð-
ur á sér að skjóta. Athygli vöktu
einnig snjallar línusendingar
Ólafs Ólafssonar inn á Sigurð
Jóakimsson, en á þann hátt
fengu Haukamir a.m.k. fimm
vítaköst.
f STUTTU MÁLI:
íþróttahúsið Hafnarfirði 9. apríl.
Islandsmótið 1. deild:
Úrsiit: FH — Haukar 22:17
(10:7).
Brottvísanir af velli: Þórir Úlf
arsson, Haukum 2x2 mín., Gils
Stefánsson, FH og Birgir Björns
son, FH í 2 min.
Misheppnuð vítaköst: Hjalti
Einarsson, FH varði vítakast frá
Ólafi Ólafssyni á 22. mín. og 30.
mín. og vítakast frá Þóri Úlfars
syni á 58. mín. Þórir Úlfarsson
átti vítakast yfir á 52. mín. Gunn
ar Einarsson varði vítakast frá
Geir Hallsteinssyni á 22. mín.
Gangur leiksins:
39. Hörftur 14:11
40. Viðar 15:11
43. Geir 16:11
46. 16:12 I*órir <v)
46. Hörður 17:12
49. Geir 18:12
51. Guðmundur 19:12
53. 19:13 l»6rir <v)
53. 19:14 Stefán
54. 19:15 l»6rir
55. Viðar 20:15
55. 20:16 Stefán
56. Viðar 21:16
57. 21:17 Stefán
60. Geir 22:17
Mörk FH: Viðar Simonarson
9, Hörður Sigmarsson 5, Geir
Hallsteinsson 3, Birgir Björns-
son 3, Sæmundur Stefánsson 2.
Mörk Hauka: Þórir Úlfarsson
7, Stefán Jónsson 3, Guðmundur
Haraldsson 2, Ólafur Ólafsson 2,
Sigurgeir Marteinsson 1, Sturla
Haraldsson 1, Sigurður Jóakims
son 1.
Dómarar: Karl Jóhannsson og
Eysteinn Guðmundsson og
dæmdu þeir leikinn mjög vel.
— stjl.
ISLANDSMOTIÐ
1. DEILD
STAÐAN i 1. deild Islandsmóts-
ins í handknattleik er nú þessi:
FH 13 10 1 2 263:231 21
Valur 12 10 0 2 243:176 20
Fram 12 8 1 3 232:213 17
Víkingur 14 6 2 6 299:297 14
ÍR 12 6 1 5 236:219 13
Haukar 14 4 2 8 235:257 10
Ármann 13 3 2 8 222:253 8
KR 14 0 1 13 226:313 1
Markhstu leikmennimir eru:
Einar Magnússon, Víkingi 100
Geir Hallsteinsson, FH 85
Brynjólfur Markússon, ÍR 69
Bergur Guðnason, Val 67
Haukur Ottesen, KR 67
Tveir toppleikir í
1. deildinni í kvöld
TVEIR leikir fara fram i 1.
deild fslandsmótsins i hand-
knattleik í kvöld, Ieikirnir
hefjast klukkan 20.15 í Höll-
inni. Llðin sem leika í kvöld
eru ÍR — Fram og Ármann
— Valur, þessir leikir áttu að
fara fram 13. febrúar, en var
þá frestað. Gera verður ráð
fyrir að Fram og Valur sigri
andstæðinga sína, en engan
veginn er það þó öruggt.
Fyrri viðureign þessara liða í
vetur lauk þannig að Valur
vann Árrnann með 25 mörk-
um gegn 11 og ÍR vann Fram
með 26 mörkum gegn 21.
Mfn. FH Haukar
3. Viðar 1:0
4. Viðar 2:0
4. 2:1 Þ6rir
7. Birgir 3:1
8. 3:2 Ólafur <v)
9. Hörður 4:2
12. Birgir 5:2
13. Viðar 6:2
13. Viðar 7:2
15. 7:3 Ólafur <v)
15. Hörður 8:3
16. 8:4 Sigurður
16. Hörður 9:4
18. 9:5 Sturla
23. 9:6 Guðmundur
23. Sæmundur 10:6
24. 10:7 SÍKurKeir
Hálfleikur
32. Viðar 11:7
33. 11:8 I»órir <v)
33. 11:9 Þ6rir
34. 11:10 Þ6rir <v)
35. 11:11 Guðmundur
37. Viðar 12:11
38. Birgir 13:11
Landsliðin
leika í kvöld
UNDIRBÚNINGUR unglinga-
landsliðsins fyrir leikinn við
Luxemburg, sem fram fer hér
á landi 18. apríl n.k., er í full
um gangi og í kvöld klukkan
19 hefst á Melavellinum leik-
ur á milli unglingalandsliðsins
og a-landsliðsins. Ágóði af
leik þessum rennur til ungl-
ingastarfsins. Leikurinn í
kvöld ætti að geta orðið
skemmtilegur, unglingalands-
liðið er skipað liprum leik-
mönnum og landsliðið er jú
skipað okkar sterkustu leik-
mönnum.