Morgunblaðið - 12.04.1973, Síða 4

Morgunblaðið - 12.04.1973, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRlL 1973 14444 ® 25555 ® 22*0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 STAKSTEINAR Estrup þurfti heldur ekkert þing I leiðara i Tínianum í gær staðhæfir Þórarinn Þórarins- son ritstjóri, að eina ástasðan fyrir því, að ríkisstjórnin vilji Ijúka Alþing-i fyrir páska, sé að sjálfsögðu sú, að hún telji að það megi mjög auðveldlega takast. Eitthvað hefur ritstjóranum verið und arlega innan brjósts, er hann sló þessar fullyrðingar á let- urborð gömlu leiðararitvélar innar á Tímanum. Þórarinn Þórarinsson á sæti á Alþingi en eitthvað virðist hann vera farinn að taka illa eftir upp á síðkastið. Undanfarna daga er hverju stórmálinu eftir öðru fleygt framan í þing- menn. Ráðherramir biðja margfaldrar afsökunar á því, hvað þetta sé nú allt seint fram komið. Hins vegar bæta þeir svo við, að öll séu mál- in svo vel úr garði ríkis- stjórnarinnar gerð, að þing- mönnum sé óþarft að vera glugga i þau að ráði. Bezt sé fyrir þá að samþykkja þau hugsunarlaust, enda sé það nauðsynlegt, þar sem enginn timi gefist til athugunar „þar sem þingi skal ljúka fyrir páska". Yfirlýsingar eins og sú, sem Þórarinn Þórarinsson leyfir sér að gefa í gær, sem er eins fjarri raunveruleikan um og verða má, gefa frem- ur en allt annað tilefni til að ætia, að eitthvað annarlegt vaki fyrir ríkisstjórninni. Henni er ljóst sem öðrum, að Alþingi Ijáir málum hennar ekki brautargengi og þvi skal senda þingmenn heim, og matreiða síðan stjórnar- ákvarðanir oní landslýð, sam kvæmt kokkabókum Estrups hins danska. Viðurkenna ósigur sinn Bretar og V-Þjóðverjar hafa boðið íslenzku ríkis- stjórninni, að þeir séu tilbún ir að falla frá málum sinum fyrir Alþjóðadómstólnum gegn því að fá veiðiheimild- ir innan fiskveiðilögsögunn- ar. Þessi nýja stefna sannar það betur en margt annað, hversu málstaður fslendinga er studdur sterkum rikum. Hin aldurhnignu stórveldi hefðu aldrei gert íslending- um þessi boð nema vegna eig in vissu um, að þeir færu með tapað mál, — nema vegna þess, að nú á að reyna að sleppa frá málinu með sem minnstri skömm. Það er öllum ljóst, að At- þjóðadómstóllinn mun ekki kveða upp efnisdóm andstæð an íslendingum í landhelgis- málinu. Dómstóllinn myndi með slikum dómi ógilda út- færslu landhelgi 30 til 40 rikja S.Þ. Slikt er ekki á færi dómstólsins, dómur sem væri okkur í óhag, væri jafn framt dauðadómur yfir hon- um sjálfum. En íslenzka ríkis stjómin heldur dauðahaldi í þá kenningu, að fslendingar fari ekki að alþjóðalögum. Þess vegna grípur hún nú fegins hendi gylliboð Breta og V-Þjóðverja um að dragn landhelgismálið frá Haag. Þjóðviljinn og Timinn em látnir skrifa leiðara eftir leiS ara um, að fslendingar fart ekki að alþjóðareglum i sain- skiptum sinum við aðrar þjóðir og því sé bezt að eiga ekkert undir þeim stofnunum, sem fari eftir settum reglum í samskiptum þjóðanna. BfLALEIGA CAR RENTAL tS1 21190 21188 ■ANOt£G HREYSTI-ALIRA HBLLB FERÐABlLAR HF. Bílaleiga — sími 81260 Tveggia manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen &.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferSabíIar (m. bílstjórum). HÓPFERÐIR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. Bifneiðasala Notaóirbílartilsölu Jeepster 1973 Úskað er eftir tiBboðum í Jeepster '73 eins og hann er eftir árekstur. BíWnn verðu r til sýnis hjá okkur í dag (fimmtu- dag) og á morgun. Tiltooðum sé skiiað til okkar fyrir kl. 5 e. h. mánudaginn 16. þ. m. Allt á sama stað EGILL VILHJÁLMSSOM HF Laugavegi 118-Sími 15700 ggt spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi tU föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unhlaðsins. Umferð- armál Lesendaþjónustu Morgun- blaðsins — Spurt og svarað, berast jafnan margar spurn- ingar, sem á einn eða annan hátt fjalla um umferðarmál. Nú hefur verið ákveðið að birta þessar spurningar og svör við þeim I sérstökum þætti, sem nefnist „Spurt og svarað — um umferðarmál“. Mun þáttur sá birtast í blað- inu eftlr þörfum, en tekið er á móti spurningum i hann kl. 10—11 frá mánudegi til föstu dags, samhliða öðrum spurn- ingum til Iesendaþjónustunn ar. ÖKUSKfRSTEINI FVRIR 17 ÁRA TJÖNVALDA Guðmundur Snorrason, Þórustíg 15, Ytri-Njarðvík, spyr: „Er það í endurskoðun að gefa út ökuskírteini fyrir 17 ára unglinga, sem hafa verið tjónvaldar í umferðinni? Er enginn hámarksaldur fyrir handhafa ökuskírteinis?“ Óskar Ólason, yfirlögreglu þjónn, svarar: „17 ára unglingar fá aðeins útgefið bráðabirgðaskírteini til eins árs. Áður en fullnað- arskírteini er gefið út, er öku mannsferill allra, sem fengið hafa bráðabirgðaskírteini, kannaður og ef hlutaðeig- andi hefur lent í umferðar slysum eða umferðaróhöpp- um og kenna má um vankunn áttu, vanhæfni, vítaverðum akstursháttum eða öðrum brotum gegn ákvæðum um- ferðarlaga, má eigi gefa út fullnaðarskírteini, nema við- komandi hafi staðizt próf að nýju í umferðarreglum og akstri. Ekki veit ég til þess, að á þessu sé væntanleg breyting. Seinna atriði spumingar- innar er hægt að svara með neii, en þeir sem eru 60 ára eða eldri, þurfa að endumýja ökuskírteini sín oftar en aðr- ir ökumenn og verða þeir þá að leggja fram þau gögn, sem krafizt er við endurnýj- un, m.a. læknisvottorð.“ SKEMMDIR A GÖTUM REYKJAVÍKUR Ingólfur Kristmundsson, Vesturbergi 10, spyr: 1. „Eru göturnar i Reykja- vik ekki byggðar fyrir ís- lenzka veðráttu?" 2. „Hver er ábyrgur fyrir hugsanlegu tjóni á ökutækj- um, sem verða vegna skemmda á götunum?" Ingi Ú. Magnússon, gatna- málastjóri svarar: „1. Jú. 2. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni, en í flestum til- vikum hafa borgaryfirvöld hafnað kröfum um bætur.“ BlLAVERKSTÆiÐI VIÖ SLYSAHORN Leifur Guðmundsson, Laug arnesvegi 50, spyr: „Ég bý á mótum Sundlauga- vegar og Laugarnesvegar, við eitt af mestu árekstra- og slysahomum bæjarins. Ég undrast hvers vegna starf- semi bílaverkstæðis á Laugar nesvegi 48 er leyfð, starfsemi einmitt á þessum varasömu gatnamótum í gömlum og þröngum bílskúr með mjög erfiða aðkeyrslu. Og oft trufla umferðina dráttarbílar sem draga bíla inn á bila- verkstæðið til viðgerðar. Flestir húseigendur, sem við þennan götuspotta búa, eiga oft erfitt með að leggja bilum sínum fyrir framan hús sin, þar sem bílaverkstæðið leggur viðgerðarbílum sínum, svo að segja hvar sem þeim hentar á götunni, og oft á gangstéttum. Ég mælist til að umferðar- yfirvöld taki þetta mál til at- hugunar, og kanni hve mörg slys og árekstrar hafa átt sér stað á þessu horni seinustu þrjú ár, og meti hvort ekki er kominn tími til þess að stað- setja bilskúraverkstæði þetta á hentugri stað í bænum, þvi svo virðist sem slys og árekstrar aukist frekar en fækki við þessi erfiðu gatna- mót.“ Guttormur Þormar, formað ur Umferðarnefndar Reykja- víkur svarar: „Þakkað er fyrir vinsam- lega ábendingu, sem mun verða tekin til athugunar. Það er þó ekki hlutverk um- ferðaryfirvalda að ákveða hvaða atvinnurekstur er leyfður á hverjum stað. Þessum hluta Laugarnes- vegar hefur nú verið lokað fyrir gegnumakstur vegna framkvæmda við Kringlumýr arbraut. Verður Laugarnes- vegur nú tengdur Kirkjuteigi en ekkert samband verður við Kringlumýrarbraut. Ætti umferð um götuna þvi að minnka verulega. Það skal upplýst, að skv. skýrslum lögreglunnar varð fjöldi árekstra á gatnamótum Laugarnesvegar og Sund- laugavegar sem hér segir: 1970 — 11 árekstrar, 1971 — 21 árekstur og 1972 — 15 árekstrar." Moon skotinn... TROMMULEIKARI hljóm sveitarinnar WHO, Keith nokkur Moon, var fhittur í sjúkrahús í dauðans ofboði fyrir nokkru, eftir að hafa fengið skot í magann. Hafði hann verið að leika sér með byssu sem hann á. Hljóp skyndilega úr henni skot og í magann á honum. Læknis- skoðun leiddi í Ijós að kapp- inn var ekki aivariega særður, heldur aðeins marinn og hrufl aður. Byssan var nefnilega bara loftbyssa, reyndar stór og kraftmikil, en hana hefur hann notað á sviði að undan- förnu, er hann hefur gegnt hlutverki kynnls, og hefur hann skotið úr byssunni hylkj um, sem opnast nokkru eftir að úr byssunni er skotið og strá marglitum kornum yfir nærstadda. Talsmaður Moons þessa sagði við fréttamenn um atvikið: „Keith var að Ieika John Wayne einu sinni enn“. Kvæntist á laun... HETJAN Jimmy Lea í SLADE gekk í það heiiaga einn dag- inn fyrir skömmu og lét næst- um þvi engan vita af því. — Hann gekk að eiga 22 ára stúlku, Louise Ganner að nafni, og valdi mánudag til athafnarinnar. Sannazt því orðtakið „mánudagur til mæðu“, því að þetta hefur valdið yngismeyjum Bretlands mikilli mæðu. Þess skal getið, að enginn félaga hans i SLADE var viðstaddur athöfn- ina. Búinn aðfá sér rafmagnsgítar... GÍTARLEIKARINN heims- frægi, JOHN WILLIAMS, sem hér kom fram á sl. sumri á Listahátíð og heillaði alla með flutningi sínum á sígildri tónlist, hefur nú orðið sér úti um rafmagnsgítar og leikið inn á stóra plötu, sem kemur út um miðjan næsta mánuð. Nefnist hún „The Height Below“. John Williams — kominn með rafmagnsgítar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.