Morgunblaðið - 12.04.1973, Side 10

Morgunblaðið - 12.04.1973, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRtL 1973 Myndlistarhús og Kjarval Lesið á gullbók (hluti) AfmælisbJóm Skýjafar Trauðla mun hægt til annars tima að vísa um merkari við- burð í annálum íslenzkrar myndlistar en opnunar hins veg lega sýningahúss við Miklatún. Hér gerist það, að íslenzk myndlist eignast sinn fyrsta var anlega samastað, og að séð er fyr ir þörfum hennar lengra en til næstu dagmála, svo vikið sé að Listamannaskálanum gamla. Um þann forna skála má þó segja, að sjaldan hafi jafn lélegt hrófa tildur skilað meira gildi í víð- tækri merkingu. Þar voru haldnar minnisstæðar listsýning ar sem geymast munu um langa tið í annálum, en þar fór einnig fram ýmis og timanlegri starf- semi svo sem dansleikir, árviss- ar hlutaveltur, basarar, pólitisk athafnasemi á kjördögum, og svo mætti lengi telja. Furðu gegnir hve skáli þessi dugði lengi til framdráttar þeirri margþættu starfsemi, sem við hann var tengd, þ.e. hálf- an þriðja áratug, svo vanbúinn sem hann var af efni og bygg- ingu á ótraustum jarðvegi, auk harkalegrar meðferðar. En skál inn hélt uppi risi myndlistarinn ar i borg og bæ , — og þar var fest upp þjóðartákn landsins yfir dyrum úti ti’l hinztu stund- ar. Löngu fyrir skapadægur, hélt skálinn hvorki vatni né vindi og voru listaverk í bráðri hættu vegna raka eða kulda ef veður spilltust meðan sýningar stóðu, og sýningargestir máttu þræða vatnsslakka á gólfi. All- flestum myndlistarmönnum var þó vel til þessa eina samastað- ar fyrir meiriháttar sýningar, og sakna hans margir enn í dag líkt og ástkonu, sem þeir stefndu fyrrum til funda við og minntust með list sinni, þrám og framavonum. Hér skal ekki lengra haldið, en ég gat ekki skrifað um hinn nýja skála án þess að minnast hins gamla og alls þess, sem við myndlistar- menn eigum tilvist hans að þakka. Hvatar að byggingu nýs myndlistarhúss voru fyrst og fremst aðkallandi framkvæmd- ir til viðgangs myndlistarstarf- semi i borginni og endurbygg- ingarþörf hins gamla skála, og mun hafa verið lokið teikningu sérstaks skála, er sú hugmynd kom fram, að sameina undir eitt þak borgarlistasafn og varan- legt sýningarrými fyrir myndir Kjarvals, sem kómnar voru í eigu borgarinnar. Þetta var snjöll hugmynd, því að það er mikill kostur að geta skoðað fleiri sýningar á einum stað, og átt hvíldarstund á milli þar sem veitingar eru fyrir hendi. Rikis- listasafn hefði jafnvel mátt rísa í næsta nágrenni enda nóg rými, ef haganleg húsgerðarlist hefði komið til. Hið nýja myndlistarhús var formlega vigt til stöðugrar notkunar með virðulegri stemmn ingarríkri athöfn hinn sögulega dag, og sköpum skipti fyrir ís- lenzka myndlist. Myndlistar- menn fögnuðu af heilum hug og borgarstjóri og byggingarmeist- ari krýndu athöfnina með ágæt- um. Hið meitlaða og sanna í þeirri setningu i ræðu borgar- stjóra, að myndlistarhúsið ætti að vera „menningarlegt um- hverfi, sem fólki liði vel í en þó engin lognmolla“, gleymist myndlistarmönnum ekki, — væri vel að svo mætti verða um langa framtíð. Svo ég víki að sjálfri bygging unni, þá er hún hin glæsilegasta í heild og mikill menningarauki í borginni, og víst er að norr- ænum myndlistarmönnum, sem hér voru i sambandi við mynd- listarþing og Norrænu myndlist arsýninguna sl. ár, þótti mikið til byggingarinnar koma, þðtt ýmislegt væri gagnrýnt. Ög vissulega er þar eitt sem ís- lenzkir myndlistarmenn gagn- rýna framar öðru, en það er lýs- ing sýningarsala ásamt þvi, að ekki hefur tekizt með öllu að útiloka að sólblettum bregði fyr- ir á stöku stað, en það atriði ætti að vera hægt að lagfæra. Þá ná skuggar viðast hvar of langt niður á veggi, einkum endaveggi. Flest safnhús verða fyrir gagnrýni í upphafi og eiga að gagnrýnast, þannig hefur hið fræga nýja listasafn Norður Jótlands í Álaborg, byggt eftir teikningum hins heimsþekkta arkitekts Alvars Aalto, konu hans Elissu og Jean Jaques Barúel, ekki farið varhluta af gagnrýni, þrátt fyrir rismikið útlit og margslungna og fjöl- breytta lýsingu. Kostir og gall- ar þessa myndlistarhúss munu koma betur fram er stundir liðá, en við upphaf munu flestir geta verið sammála um, að kostir ráða í veigamestu atriðum. Og þá er komið að sýningu á verkum meistara Kjarvals. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að opna húsið með annarri sýn ingu en á verkum þessa mikla málara okkar, hann lagði mikið fé til byggingarinnar, gaf borg- inni mikið safn mynda og léði til nafn sitt sem allar dyr opn- uðu hin síðari æviár hans, en sorglega um síðir. Sýningin er rishá og stórfal- leg. Þarna eru samankomn- ar myndir frá ýmsum tímaskeið um listar þessa mikilhæfa lista- manns, þótt ekki sé um yfirlits- sýningu að ræða, enda mun ekki hafa verið stefnt að því marki. 1 veglegustu og yfirgrips mestu sýningarskrá, sem gefin hefur verið út hérlendis og væntanlega markar timamót á þvi sviði, — sýningarskrá sem vart er hægt að gagnrýna að útliti og formi fyrir annað en helzt til daufar ljósmyndir, sem rétt er að færa á kostnað prent verksins, hefur þó láðst að til- færa ártöl mynda, þótt eig- anda sé greinilega getið, svo sem þeir væru sögulegri heimild en tímasetning myndannaU). Að geta árgerðar mynda er eitt af höfuðboðorðum í gerð sýningar skrár. Þegar um sýningar er að ræða er spanna langt tímabil, að öðrum kosti ber sýninguna ekki rétt að, hversu falleg sem hún er og sjálft myndavalið hafi vel til tekizt. Þetta er mein- lég gloppa í sýningarskrá, sem mætti verða til nokkurs lær- dóms hér eftir. Þótt greinarhöf- undur þékki til flestra skeiða í list Kjarvals, þá á hann erfitt með að timasetja margt mynda á sýningunni og vlsar til þess, að listdómar spegla jafnan það, sem fyrir listrýninn ber hverju sinni, og þvi verður hér ekki stefnt að heildarýni listar meistara Kjarvals. Greinilega kemur fram á þess ari sýningu hve fjölhæfur Kjarval var, og koma þó ekki fram allar hliðar listar hans og skaphafnar á þessari sýningu. Hér vantar margt enda úr miklu að velja og ekki allt falt til láns. En menn taki eftir þvi hve mrkið lán það er íslenzkri myndlist að sá myndlistarmaður sem þjóðin hefur tekið mestu ástfóstri við, spannar yfir vitt svið í list sinni, og hve mikið almennt menntunargildi það hef ur. Hleypidómaleysi Kjarvals var einstakt, þannig sendi hann greinarhöfundi eitt sinn þá orðsendingu i sambandi við sýn ingu höfundar, að hann (Kjar- val) væri fyrsti abstrakt málari á íslandi! Þetta var löngu áður en greinarhöf'undur fór að rita um list. Það er ekki svo lítið sannleikskorn i þessu, enda eru flestir hinir svonefndu „artist- ar“ í myndlist, meira eða minna abstrakt, og Kjarval er mesti artisti í íslenzkri myndlist fram til þessa. Lítum á myndima

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.