Morgunblaðið - 12.04.1973, Síða 11

Morgunblaðið - 12.04.1973, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1973 11 „Gálgahraun" (73), sú mynd er mjög umbúðalaus og kröftug í tjáningarmáta og abstrakt-lit- rœn, — minnir mjög á Cobra- istana svonefndu, en er gerð fyr ir daga þeirra. Áhrif frá kúb- isma koma greinilega fram í ýmsuni myndum, og hann mun þvi einnig teljast fyrsti kúbist- fcm á íslandi! Og smágerðum jx)intilisma sjáum við jafnvel einnig bregða fyrir tíkt og i myndum nr. 101 „Landslag" og 183 „Frá Vestmannaeyjum". En áhrif þessi frá heimsiistinni ásamt mörgum öðrum verða kjarvölsk í meðferð hans, hann hagnýtir sér þau og knýr undir skaphöfn sána, úfna, óstýri láta og þó gædda hinum fíngerð asta sálarradar, sem skynjar og vefur dýra þræði úr hinum gróf asta efniviði. Tökum eftir því hvemig hann vefur í hraunið og landslagið, eða hvemig smá- atriði í andlitum skipta litlu máli, hann framkallar skynjun sina á persónuleika hvers og eins, en kortleggur ekki yfir- borðið. Þetta má nefna hið æðra stig allra lista, hið innra gangverk sálarinnar. Formtilfinningu hafði Kjar- val óvenju ríka, af artista að vera, það sýnir m.a. egglaga steinn í skáp undir gleri, sem hann skreytti fyrir Karitas frænku sína. Hvergi truflar skreytingin hið viðkvæma egg- laga form steinsins, og þessi form og linutilfinning lista- mannsins koma einnig fram í signatúr hans, sem hvergi skemmir en oftar prýðir lista- verkin. Og einn er sá leikur er hann meistrar öðrum fremur, sá að tengja saman ólik myndræn atriði t.d. að staðsetja andlit á ólíklegustu stöðum inn i myndskipunina án þess að rjúfa hana. Hér er það ævintýrið, er honum var jafnan svo hugleikið, huldufólkið og álf- amir, sem þrengja sér fram á sviðið. Að hann hefur fljótlega skynjað samhengi landslags og aeivintýris ber mynd nr. 2 „Olíu- málverk" ljósan vott um. Innlif unarhæfileika hafði Kjarval einstaka, og á það við um alla þætti listar hans, er af nógu að taka til áréttingar þeirri skoð- un af einstaka myndum á sýn- ingunni, ég vel persónulega myndina „Frá Háugjá á Þing- völlum" (79), en þar finnast mér Þingvellir lifandi komnir i skynrænni og mannlegri upplif un á umhverfinu. Það eru ótrú- laga margir þættir sem eru hér sterklega tvinnaðir saman í ris- mikla heild. Teikningar eru margar gull- fallegar á sýningunni, en þær eru allar í eigu Reykjavikur- borgar. Hér kemur fram hve takmarkaðan efnivið og fáa lita tóna Kjarval þurfti til að ná hinum fjölskrúðugasta árangri, og þéssar myndir bera vott ótakmarkaðri sköpunargleði. Minnisstæð hlýtur flestum að verða hin magnaða mynd „Kona , með skotthúfu" (50), en hún er ótrúlega áhrifarík í einfaldleik sínum. Hér er hin aldna ís- lenzka kona, sem lifað hefur hörðu tífi, lifandi komin og hér koma greinilega fram yfir- burðir handverksins yfir tækn- ina. Við fáum séð fjölda ann- arra teikninga á sýningunni af svipuðum gæðaflokki og i fjöl- breytilegri útfærslu, en ég læt nœgja að geta þessarar einnar fyrir það, hve sérstæð hún er. Þá vil ég sérstaklega geta hinna tveggja stóru mynda Kjarvals, sem voru lengi í Irafoss-rafstöð inni, bæði fyrir það hve kraft- miklar og óvenjulegar þær eru, og svo til að fá vakið athygli á merku hlutverki listfræðings- ins Frank Ponzi, sem hefur gert ótrúlega vel við þessar myndir, sem voru vægast sagt í löku ástandi. Ég hef margoft séð þessar myndir, en aldrei hafa þær notið sin betur en i dag, enda mun ekki hafa verið fag- mannlega gengið frá uppfest- ingu þeirra í upphafi. Ponzi setti einnig teikningarnar upp, en þær voru margar illa farn- £ir. Enn er sá þáttur sem ljúft og skylt er að geta, en það eru ljós myndir Jóns Kaldal af meistar- anum á ýmsum tímaskeiðum ævi hans. Þær eru margar frá- bærar skapgerðarlýsingar, engu síðri myndum sjálfs meistarans og ljósmyndir á heimsmæli- kvarða. Ljóst er að Jón Kaldal hefur skynjað Kjarvai og náð að laða fram skapgerð hans í margri mynd jafnvel frekar en útlitið, sem þó var ærið svip- mikið. Sýnishorn þessara mynda má ekki vanta í næstu bók um snillinginn Kjarval. Menn strengdu þess heit á átt ræðisafmæli Kjarvals, að bæta aðstöðu islenzkrar myndlistar með þvi að reisa þetta umrædda hús. -— Nú þegar það er risið af grunni, er vonandi að allir sam einist i því, að gera þessi orð að veruleika: „Menningarlegt umhverfi, sem fólld liður vel í, en þó engin lognmolla." fl skrifar um MYNDLIST Póskovika í Skdlnfelli Dveljið í KR-skálarmm um páskana. Nægur snjór, fjórar lyftur, kvöldvökur, veitingar. Dvalarkort verða afgreidd í KR-heimilinu við Frostaskjól fimmtud. 12. apríl milli kl. 20 og 21. SKÍÐADEILD KR. Byggingarltíð — Lóðir Einbýlishús — Fjölbýlishús Óskað er eftir kaupum á nokkrum byggingarlóðum undir einbýlishús og fjöJbýlishús. Tilboð merkt: ,,8152“ sendist afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir 19. apríl nk. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir marzmánuð er 16. apríl. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 12. april 1973. Til sölu — Til sölu 1 Tnnum 3ja herb. kjallaraíbúð. Við Hjarðarhaga 3ja herb. íbúð 90 fm. í Hlíðum 4 herb. íbúð 115 fm -j- stór bílskúr. Við Álfhólsveg 130 fm 6 herb. sérhæð. 1 Hveragerði. Einbýlishús 2x80 fm. Skipti möguleg á 4 herb. íbúð í Reykjavík. Sjávarlóð við Skerjafjörð. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Hafnarstræti 11. Símar 20424 og 14120. 51 Auglýsing um úthlulun verzlunurltíðu Á þessu ári er áætlað að úthluta lóðum undir margs konar verzlanir og þjónustu víðs vegar um borgina. Taka skal fram í umsókn, hversu stórt húsnæði sótt er um. Ennfremur fyrri verzlunarrekstur eða störf um- sækjanda. Þá skal geta þess, hvernig byggingar- möguleikum umsækjanda er háttað. Umsóknarfrestur er til 20. apríl næstkomandi, og eru umsóknir dags. fyrir 10. aprll 1973 ekki teknar til greina, nema þær séu endurnýjaðar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræðings i Skúlatúni 2, þriðju hæð. Borgarstjórinn í Reykjavík. -----------------------------------------------1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.