Morgunblaðið - 12.04.1973, Side 16

Morgunblaðið - 12.04.1973, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1973 JHíirgimW&Mtr Otgefandi F ra m kvæmda stjóri Ritstjórar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árnr Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjórf Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla E“ er að furða, þótt mönn- um finnst þingræðið skrýtið á íslandi um þessar mundir. Hinir svonefndu varða efnahags- og kaup- gjaldsmál, bæði frumvörpum, sem stjórnin hefur samið og samþykkt á ráðherrafund- þeim meginmálaflokki lýt- ur. í öryggis- og varnarmálun- um eru stjórnarflokkarnir svonefndu einnig klofnir. Kommúnistar segja, að strax með málefnasamningnum hafi verið tekin um það end- anleg ákvörðun, að varnar- liðið ætti að hverfa úr landi. Ráðherrar Framsóknarflokks ins segja hins vegar, að ein- ungis sé ákveðin endurskoð- un varnarsamningsins, en ákvörðun um hugsanlega uppsögn verði borin undir Alþingi, þegar athugun máls- ins hefur farið fram. Og a.m.k. þrír svokallaðir stjóm- arþingmenn hafa opinberlega lýst því yfir, að þeir séu herrunum í ríkisstjórninni hefur lýst því yfir, að hann telji, að við íslendingar eig- um að senda málflytjanda til Haag til að verja og sækja þar mál okkar. Og ætla verð- ur að flokkur hans stvðji hann í þessari afstöðu. Sá þingmeirihluti, sem varði rík- isstjórnina falli, er því einnig klofinn um þetta lífshags- munamál landsmanna. Nú hafa verið upp taldir þrír meginflokkar íslenzkra stjórnmála, og alls staðar kemur í ljós, að stjórnar- flokkarnir eru klofnir og ófærir um að marka nokkra þá stefnu, sem þeir geta sam- einazt um og tryggt ríkis- stjórninm meirihluta. Það er SKRÝTIÐ ÞINGRÆÐI stjómarþingmenn vörðu að vísu ríkisstjórnina falli, er vantrauststillaga Sjálfstæðis- flokksins kom til atkvæða fyrir skömmu. En á hinn bóginn tvístrast þeir í allar áttir, er ríkisstjómin ber fram stjórnarfrumvörp og reynir að koma málum í gegmun Alþingi. í efnahagsmálunum hagar nú svo til, að ríkisstjórnin kemur engu máli fram. Stuðningsblöð stjómarinnar, Tíminn og Þjóðviljinn, kenna „stjómarandstæðingum“ um, og segja þá þvælast fyrir framgangi mála. Meðal þess- ara ,stjórnarandstæðinga‘ eru þingmenn úr stjórnarflokk- unum svonefndu. Þeir neita að veita atfylgi sitt til að koma fram frumvörpum, er um, án þess að leggja þau fram á Alþingi, og eins frum- vörp, sem lögð hafa verið fram, en síðan svæfð í nefnd. Öllum er Ijóst, að ríkisstjóm- in hefur ekki meirihluta á Alþingi til að framfylgja neinni stefnu í efnahagsmál- um. Hún er því ekki þing- ræðisstjóm að því er að andvígir því, að varnarliðið verði rekið úr landi eins og nú háttar. Vinstri stjórnin hefur því ekki þingmeiri- hluta til að framkvæma neina stefnu í öryggis- og varnarmálum landsins. í landhelgismálinu er nú einnig kominn upp djúpstæð- ur ágreiningur. Einn af ráð- því vissulega í hæsta máta óeðlilegt að tala um þessa stjórn sem þingræðisstjórn. En hér með er sagan ekki öll sögð. Einnig er kemur til málaflokka, sem ekki hafa jafn mikla þýðdngu og þeir þrír, sem éður eru nefndir kemur í ljós. að stjórnarliðic' er margklofið. Stjórnarfrum- vörpum er breyf: í beinni andstöðu við þá ráðherra, sem ábyrgð bera á viðkom- andi málaflokkum, með at- beina þingmanna stjórnar- flokkanna, og jafnvel gengur svo langt, að sjálfur forsæt- isráðherrann greiðir atkvæði með slíkum breytingum, þvert gegn vilja þess ráð- herra, sem viðkomandi mál heyrir undir. Nú er í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að þing- menn úr sama flokki greini á um ýmis atriði, og gjarnan má slíkur ágreiningur koma upp á yfirborðið. En hins vegar hlýtur það að heyra til tíðinda, þegar forsætisráð- herra snýst gegn ákvæðum stjórnarfrumvarps, sem áð sjálfsögðu hefur átt að ræða í stjórninni, áður en það var lagt fram, og stuðlar að því að koma fram breytingum, þvert gegn vilja viðkomandi ráðherra. Sannleikurinn er sá, að í stjórnarherbúðunum ríkir nú fullkomin upplausn. Reynt er að koma fram einu málinu af öðru, en allt fer í handa- skolum vegna algjörs for- ustuleysis. Það er af þessum sökum, sem ríkisstjórnin leggur meg- in kapp á að koma Alþingi heim, svo að hún geti stjórn- að með bráðabirgðalögum. Hún veit sem er, að hún er ekki lengur nein raunveru- leg þingræðisstjóm, en ætl- ar sér samt að hanga. Hólmfrídur Gunnarsdóttir: Fýkur mold yfir hæðir f morgun, þegar blóð lambsins var að stikna í ofninum, og vorsólin staf- aði geislum inn um gluggann, kom mér það í hug, hve mannshugurinn má vera sæll á stundum. Margan sunnudagsmorgun hef ég setzt eins og madam Flod til að hlýða á lestur Carlsons úr ritningunni. Amstur dag anna, vonbrigði og mistök, hafa oft horfið þessa stuttu stund, á meðan gamalkunnugir sálmar berast til eyrna úr útvarpinu og vekja minn- ingar, sem hafa enga ákveðna mynd en öryggi þess þekkta. Oft hafa prestarnlr komið með nýjar tillögur í lífsins stríði, lagt vei út af textan- um, vakið til umhugsunar um ómælis vidd þeirra tækifæra, sem lífið get- ur boðið einstaklingnum. Og gagn- vart orðum biblíunnar stöndum við madam Flod i sömu sporum. Kannski sofnum við út frá lestrinum í dag, en lífsskoðun okkar er mótuð af þeim réttlætisskilningi, sem við erum aldar upp við. Við berjumst hvem dag við að komast fram úr því að lifa, þræða þetta vandrataða ein- stigi á milli alls, sem er. En „kött- ets lusta och sjalens obotliga ensam- het“ eru engin lömb að leika sér við. Þess vegna erum við öll svo ógnar villt, og hver sú stund, sem færlr frið, hver sú hönd, sem rétt er út til stuðnings og hjálpar, er mildi. Hve margir muna ekki eftir mynd- inni af englinum, sem stóð hinum megin við brúna og rétti hjálpandi hönd á móti bömunum, sem voru að fikra sig yfir. Ættu þeir, sem þjóna guði, ekki að reyna að vera slíkir englar? Þegar ég opnaði útvarpið í morg- un var presturinn rétt að sleppa orð inu „móðurást“. Það var verst að missa af upphafinu, hugsaði ég, en þegar lengra var haldið, fór ég að efast um missinn. Maðurinn var að tala um móðurást. Hann vissi upp á hár, hvernig hún er. Hann minntist ekki á föðurást. Kannski veit hann ekki, hvernig hún er. Síðan vitnaði hann í grein, sem hann sagði, að birzt hefði í íslenzku blaði fyrir nokkrum árum og sem mig sannar- lega rekur minni ti‘l. Það var saga ófuliburða fósturs, sem segist vera eftirmynd móður sinnar, sem reynd- ar lætur eyða fóstrinu. Pesturinn sagði að þetta væri glæpur. Ekki treystist ég til að mótmæla þvi. Efa- laust er það glæpur að drepa. Fóst- ureyðing er ekkert gamanmál. Það er ekki heldur þess eðlis, að einhverj ir svokallaðir „sérfræðingar" geti skorið úr um það, hvenær eigi að drepa. Þeir, sem stóðu að þvi, að líf varð til, verða í sameiningu að taka á sig ábyrgðina. Engir aðrir geta tekið hana af þeim. Það er ábyrgð að eiga barn ekki síður en að drepa. Heilt líf, heil ætt á einu andartaiki. Börnin eru líka manneskjur frá upp hafi. Þau eru ekki algóð fremur en við, sem erum fullorðin. Við breyt- umst ekki úr englum í óargadýr á fermingardaginn. Presturinn sagði, að í dag minnt- ist hanm getnaðiair Krists í móðu.r- skaut. Það virðist hafa farið fram- hjá prestinum, að þetta var alveg einsdæmi með Jesúm. Það er miklu algengara og raunar einhlítt, að börn verða til fyrir samverknað tveggja aðila af gagnstæðu kyni. Þessir tveir aðilar, hversu veikir og smáir sem þeir eru, verða að hafa alla ábyrgð. Og börnin, sem verða til, mæta heimi, sem er fullur af kvöl en líka kærleika. Og sumir litlu drengirnir verða vondir menn. „Hver hefði orðið saga frelsarans, ef móðir hans hefði deytt hann?“ spurði presturinn. Og ég spyr: „Hver hefði orðið saga mannkynsins, ef Stalín hefði aldrei orðið til, ef Hitler hefði ekki komizt á legg, ef valdamennirnir, sem stjórna þjóðar- morðum hér og þar hefðu ekki lií- að?“. Svarið er ekki hér. Ég verð að taka það fram aftur til þess að forðast misskilning, — vegna þess, að fólk er oft fljótt að draga rangar ályktanir, — að ég er ekki að segja, að fóstureyðing sé ekki glæpur. Það er efalaust glæpur, en ábyrgðin af þeim glæp verður að vera í höndum þeirra, sem ábyrgðina eiga. Það er líka glæpur að drepa fullorðið fólk, — jafnvel þótt það sé drepið í nafni réttiætisins. Þó sitja valdhafarnir í austri og vestri, sem senda þjóðirn- ar út i styrjaldir og morð, við há- borð heimsins. Er heili mannsins svona lítill, að hann skilur ekki þess ar víddir? Skilur presturinn ekki glæpinn nema hann sé smár? Þá skul um við huga að litlum glæpum, sem allir skilja. Er það ekki glæpur, hvernig hinir sterku troða hina veiku í svaðið? Er það ekki glæpur að yppa öxlum yfir angist þess, sem er minni máttar? Er það ekki glæp- ur, ef þeir, sem standa við dánar- beð, veita maninslífinu ekki þá virð- ingu, að þeir hætti að hlæja á með- an síðustu andvörpin eru tekin. Þetta er ekki saga — úr lausu lofti gripin? Er það ekki glæpur að meta mannslífin misjafnt? Þegar þeir, sem standa á jökultindi hefðarinnar falla frá, er flaggað, og prestarnir tala um þunga og stóra þjóðarsorg. Sömu dag ana eru aðrir á Islandi að missa ást- vini sina. Þjóðin missir heilar skips- hafnir í hafið, flugvélarnar hrapa með marga menn innanborðs. Ástvin irnir sitja eftir. Er þeirra sorg ekk- ert þung og stór? — Hvers vegna eru þeir, sem að prédikun standa, ekki hræddari við orðin? í dag, þegar presturinn war að tala Hólmfríður Gunnarsdótl.ir hafa áreiðanlega margar konur hlust að. Fjöldi þeirra hefur, — af viti eða óviti —, látið framkvæma fóstureyð- ingu. Ef til vill er það fyrir stuttu um garð gengið? Kristur fór mildum höndum um bersyndugu konuna. Presturinn i dag var dómari. Það er kannski talandi tákn um það, hve þessi litla þjóð metur dómara sína mikils, að hæstaréttardómari hefur nú á þriðja hundrað þúsund krónur á mánuði i laun, ef hann hættir að dæma. Skyldu orð pre.stsins í dag hafa glatt nokkurn? Þau hafa áreiðanlega sært marga. Skyldu þau hafa hugg- að nokkurn? Þau hafa áreiðanlega hryggt marga. Skyldu þau hafa vls- að einhverjum veginn? Ég veit það ekki. En ég veit, hvað það getur ver ið erfitt að lifa. Hvað það getur ver- ið erfitt að þræða einstigið, einkum ef maður er einn, sem við verðum öll á endanum. Það eina, sem við ættum að gera, væri að styðja hvert annað i stað þess að dæma. Er það ekki fremur í anda Krists? Systir. Ég rata ekki betur einstig- ið yfir brúna en þú, — en ég rétti þér hönd mína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.