Morgunblaðið - 04.05.1973, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAl 1973
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthfas Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Asknftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.
IT'undur þeirra Nixons,
* Bandaríkjaforseta og
Pompidou, Frakklandsfor-
seta, sem haldinn verður í
Reykjavík um næstu mánaða
mót, er sögulegur í tvennum
skilningi. Vegna þess, að Is-
land hefur verið valið sem
fundarstaður þessara tveggja
þjóðaleiðtoga mun ísland og
íslenzk málefni verða í sviðs-
ljósinu á alþjóðavettvangi
næstu vikur. Ekki þarf að
hafa mörg orð um þýðingu
þessa fyrir okkar fámennu
og að mörgu leyti einangruðu
þjóð. Á hinn veginn er fund-
ur þessi haldinn, þegar Banda
ríkin og ríki Evrópu standa á
tímamótum í samskiptum sín
á milli. Þess vegna má
telja líklegt, að viðræður for-
setanna her í Reykjavík geti
skipt sköpum um framvindu
þessara mála á næstu mán-
uðum og árum.
Síðasti fundur forsetanna
tveggja var haldinn á Azor-
eyjum í desembermánuði
1971. Á þeim fundi var tekin
ákvörðun um gengislækkun
dollarans og afnám sérstaks
innflutningstolls í Banda-
ríkjunum. Vel má vera, að á
þessum viðræðufundi forset-
anna tveggja verði teknar
ákvarðanir, sem ekki verða
síður þýðingarmiklar. Nixon,
Bandaríkjaforseti, hefur ger-
breytt öllum viðhorfum í al-
þjóðamálum í forsetatíð
sinni með óvæntum stefnu-
breytingum, eins og alkunn-
ugt er. Bersýnilegt er, að
hann er til alls vís.
Fyrir u.þ.b. 10 dögum flutti
Kissinger, aðalráðgjafí Banda
ríkjaforseta í alþjóðamálum,
ræðu, sem vakið hefur heims-
athygli. í ræðu þessari gerði
Kissinger að umtalsefni sam-
skipti Bandaríkjanna og Evr-
ópu og lagði til, að gerður
yrði nýr sáttmáli um At-
lantshafið. Þessari ræðu Kiss-
ingers hefur verið líkt við
ræðu þá er Marshall, fyrrum
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, flutti eftir stríðið er
hann lagði fram tillögur sín-
ar um Marshalláætlunina,
sem gerði Evrópuríkjum
kleift að hefja endurreisnar-
starfið að stríðinu loknu. Nú
eru tímamót í samskiptum
ríkjanna beggja vegna At-
lantshafsins og því hefur
verið lýst yfir af Bandaríkj-
unum, að þetta sé ár Evrópu,
þar sem tengsl Bandaríkj-
anna við Evrópu verði tekin
upp til endurskoðunar. í því
ljósi ber að skoða ræðu Kiss-
ingers og viðræður Nixons
við Evrópuleiðtoga um þess-
ar mundir.
í ræðu sinni lagði Kissing-
er áherzlu á 6 atriði. í fyrsta
lagi, að Bandaríkin vilji
halda áfram að stuðla að
sameiningu Evrópuríkja. I
öðru lagi, að Bandaríkin ætli
ekki að draga úr þátttöku í
varnarsamstarfi Atlantshafs-
ríkjanna en vænti í þess stað
eðlilegrar þátttöku í því sam-
starfi af hálfu Evrópuríkj-
anna. í þriðja lagi, að Banda-
ríkin vilji stuðla að bættri
sambúð austurs og vesturs
með samningum. í fjórða
lagi, að Bandaríkin muni
aldrei af ásettu ráði gera
neitt, sem gengur gegn hags-
munum bandalagsríkja þeirra
en að þau vænti hins sama
frá þeim. í fimmta lagi, að
þau vandamál, sem nú eru
komin upp varðandi orku-
notkun verði leyst sameigin-
lega og í sjötta lagi, að viður-
kennd verði hin nýja staða
Japans og að Japan geti orð-
ið aðili að sameiginlegum
ákvörðunum Atlantshafsríkj-
anna.
Á þessum grundvelli má
gera ráð fyrir, að viðræður
þeirra Nixons og Pompidou
fari fram. Þær munu fyrst
og fremst snúast um ný við-
horf beggja vegna Atlants-
hafsins. Með ræðu Kissing-
ers má segja, að Bandaríkja-
forseti hafi spilað út sínum
fyrstu spilum og eftir er að
sjá, hver viðbrögð Evrópu-
ríkjanna verða. Nixon hefur
þegar rætt við Heath og
Brandt og nú er röðin komin
að viðræðum hans og Frakk-
landsforseta. Þessar viðræð-
ur munu svo væntanlega
leggja grunJvöll að Evrópu-
ferð forsetans í haust, sem
vel getur orðið hin söguleg-
asta.
Menn spyrja að vonum
hvers vegna ísland hafi orð-
ið fyrir valinu sem fundar-
staður. Svarið virðist ein-
faldlega vera, að forsetarnir
hafi viljað hittast einhvers
staðar miðja vegu milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna. Árið
1971 voru Azoreyjar valdar,
nú or það ísland. Þetta er
okkur íslendingum mikið
fagnaðarefni. Það er heiður
fyrir okkur að bjóða hina
voldugu gesti velkomna.
Fundarhald þeirra hér mun
stuðla að því að efla tengsl
íslands bæði við Bandaríkin
og Evrópuríkin og stuðla að
virkari þátttöku okkar í
þeim breytingum, sem nú eru
að verða í samskiptum ríkj-
anna við Atlantshaf.
SÖGULEGUR FUNDUR
S j álf stæðisf lokkur inn einn
hefur ekki bognað
— segir Jónas Haralz, bankastjóri
EINS og kunnugt er hefur Jónas
Haralz gengið í Sjálfstaeðisflokk-
inn og verið kosinn fulltrúi á
landsfund flokksins sem hefst
um þessa helgi. Hefur þetta vak-
ið verulega athygli, ekki sízt
vegna ummæla hans í Eimreið-
inni nýlega, þar sem hann er
m.a. spurður, hvort hanm hyggi
á beina þátttöku í stjómmálum,
en hann svarar því neitandi.
Morgunblaðinu þótti rétt að
spyrja Jónas Haraiz um þessi
mál, enda mun mörgum þykja
fróðlegt að kynnast sjónarmið-
um hans, svo mjög sem um
ákvörðun þessa er rætt.
Það sem Jónas Haralz sagði í
samtalinu fer hér á eftir:
„Aðdragandinn að þeirri
ákvörðun minni að ganga í Sjálf-
stæðisflokkinn var sá, að á sl.
hausti mæltist formaður flokks-
ins til þess, að ég tæki sæti i
efnahagsmáianefnd flokksins.
Ég varð við þeirri ósk og hef
starfað í þeirri nefnd síðan, en
verið eini maðurinn í nefndinni,
sem er ekki í flokknum. Ég tai-
aðí einnig alloft á sl. vetri í fé-
lögum sjálfstæðismanna að ósk
þeirra. Mér virtist að slík starf-
semi innan flokksins, án þess að
vera formlega í flokknum, væri
óeðlileg og hreinlegra væri að
ganga í flokkinn. Þegar því
sjálfstæðismenn í Kópavogi
stungu upp á því við mig, að ég
gengi í félag þeirrá og yrði full-
trúi á landsfundi, féllst ég á þá
uppástungu, enda skoðanir mín-
ar í mjeginatriðuim i samræmi við
stefnu flokksins eins og fram
hefur komið í þeim erindum,
sem ég hef haldið.
Það hefur á hinn bóginn verið
skýrt tekið fram af minni hálfu,
að ég vildi ekki taka að mér nein
trúnaðarstörf umfram það sem
ég hef þegar gert, þ.e.'að starfa
i efnahagsmálanefnd flokksins.
Ákvörðun mín að ganga í Sjálf-
stæðisflokkinn er því ekki að
mínum dómi í neinu ósamræmi
við ummæli mín í Eimreiðinni,
þar sem ég tók fram, að ég hefði
áhuga á stjórnmálum, en hygði
ekki á beina þátttöku í þeim, en
með þvi átti ég við opinbera
þátttöku sem frambjóðandi í
kjördæmi eða til trúnaðarstarfa
innan flokksins.
Viðbótarástæða til þess að
ég vildi ganga í flokkinn er sú,
að ég tel að mikið umrót sé í
stjómmálum bæði hér á landi og
erlendis. Miklar breytingar á við-
horfum hafa orðið á undanförn-
um árum, og mjög áberandi v'.rð-
ist vera, að raenn missi sjónar á
því, hvernig það frjálsa og opna
þjóðfélag sem við hér á Vestur-
löndum höfum lifað í, sé upp
byggt og hvemig það starfar.
Mikil hætta er á því, að menn í
óþolinmæði og ógáti raski þeim
meginstoðum, sem þetta þjóðfé-
!ag hvílir á. Ég hef gert mér far
um það upp á síðkastið að leiða
þessar tilhneigingar fram í dags-
ljósið og vara við þeim. Ég efast
ekki um, að mikinn skilning á
þessum vanda er að fiinna í flest-
um eða öllum flokkum. En mér
virðist, að allir flokkar nema
Sjálfstæðisflokkurinn hafi bogn-
að í þeiim sterka vindi, sem nú
hefur blásið um stundarsakir.
Þvi meiri ástæða er fyrir þá,
sem hafa ákveðnar skoðanir á
þessum málum að sýna flokkn-
um, að þeir meti þá afstöðu, þó
að það'sé ekki gert á annan hátt
en þeir gerist meðlimir í flokkn-
um.
Stjórnmálastarfsemi er bæði
erfitt og vanþakklátt verk. Og
þess vegna líka ástæða fyrir þá,
sem eru ekki þannig settir, að
þeir vilji eða geti tekið þátt í
slikri starfsemi að sýna í verki,
að þeir meti það sem aðrir
leggja fram.
Ég vil taka fram, að störf
bankastjóra geta ekki samrýmzt
stjórnmálaönnum. Fyrir því er
raunar almennur skilningur.
Samkomulag var milli stjórnar-
f.okkanna i fyrrverandi ríkis-
stjórn um það, að menn sem
tækju að sér bankastjórastörf
skyldu ekki vera í framboði eða
sitja á Alþingi. Núverandi stjórn
arflokkar virðast vera sömu skoð
unar. Þetta er, að mínu áliti,
sjálfsögð stefna. Landsbankinn
er það mikil stofnun, að ekki er
hægt að veita henni forystu,
nema það sitji í fyrirrúmi fyrir
öHu. Hér má einnig nefna í
þessu sambandi, að gagnstætt
þvi sem fólk virðist oft halda,
koma pólitísk sjónarmið ekki til
greina í stjóm bankanna. Það er
tvímælalaust kostur eins og okk
ar þjóðfélagi er háttað, að í
bankastjórn sitji menn sem hafa
fullt traust stjórnmálaflokkanna
og flokkarnir geta sýnt fullan
trúnað. En innan veggja bank-
anna er þeim stjórnað í nánu og
ágætu samstarfi bankastjóranna,
þar sem leiðarljósið er heill og
hagur bankans sjálfs og hinna
mörgu viðskiptavina hans. Að
þessu leyti eru íslenzkir bankar
ekki frábrugðnir bönkum annars
staðar. í samræmi við þessi
sömu sjónarmið hefur bankaráð
Landsbankans að undanförnu
tekið það fram við ráðningar úti-
bússtjóra, að ætlazt sé til að þeir
hafi ekki opinber afskipti af
stjórnmálum, þ.e. fari ekki í
framboð, þó að ekki sé talið at-
hugavert að menn starfi innan
stjórnmálaflokka."
1 samtali sem ég átti við Jón-
as Haralz og birtist 6. sept. 1969,
leggur hann áherzlu á mikilvægi
einstaklingsframtaksins og seg
ir m.a.: „Það er bezti grund
völlur heilbrigðs og gróandi at
vinnulífs. Of mikil afskipti
stjórnvalda af atvinnulífinu í ein
stökum atriðum örva ekki heil
brigða þróun heldur drepa
hana í dróma.
Jónas Haralz
Með þetta viðhorf í huga tek
ég við bankastjórastarfi í Lands-
bankanum. Ég hefi ekki tekið
þátt í störfum Sjálfstæðisflokks-
ins, enda hefði það ekki sam-
rýmzt störfum mínum sem efna
hagsráðunautur ríkisstjórnarinn-
ar. Ég hef ekki heldur í hyggju
að gerast flokksmaður neins
flokks. 1 ljósi þessara staðreynda
blasir því betur við frjálslyndi
Sjálfstæðisflokksins að stuðla að
vali mínu.“
Vegna þessara ummæla er 1
lokin ástæða til að spyrja Jónas
Haralz, hvort þessi orð sam-
rýmist núverandi ákvörðun hans.
Hann svaraði:
,,1 grundvallaratriðum er þetta
óbreytt. En með tilllti til stjóm-
málaviðhorfa nú hef ég eins og
ég hef reynt að skýra í þessu
samtali, talið rétt að standa ekki
lengur utan flokka."
M.