Morgunblaðið - 26.05.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAl 1973 HÆGRI-UMFERÐ á íslandi er 5 ára í dag. Árið 1968, 26. maí kl. 06 skiptu íslending-ar yfir til hægri umferðar og fóru að dæmi Svía, sesn hitm 3. september ár ið áður höfðu einnig framkvæmt sama hlutinn. Sérstök nefnd var skipuð til þess að sjá um uni- ferðarlagabreytinguna í fram- kvæmd og áttu sæti í henni Val garð Briem, sem var formaður nefndarinnar, Kjartan J. Jóhanns son og Einar B. Pálsson. Fram- kvæmdastjóri nefndarinnar var Benedikt Gunnarsson, tæknifræð ingrur. Sem nœrri má geta fylgdu þess- ari breytingu miklar breytingar í gatma- og vegamerkiniguim og m.a. voru flutt til vegna hennar 5.300 umferðarmierki, en einnig voru sett upp 1.300 svokölluð H- merki tii þess að minna á breyt- irnguna. 15 miiljónum króna var varið til umiferðarfræðslu og al menns upplýsimgastarfs. Mynd þessi er tekin á H-dagsmorgun fyrir fimm árum. Dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein er hér á fundi með H-nefndinni. Frá vinstri: Jóhann Hafstein, Kjai’tan J. Jóhannsson, Vaigarð Briem og Einar Pálsson. Fimm ár frá gildistöku H-umferðar á íslandi Rætt við formann H-nefndar innar, Valgarð Briem og lögreglustjóra, Sigurjón Sigurðsson Umferðarbreytmgin fór þann ig fram ,að kl. 03,00 aðfaranótt sunnudaigslns 26. maí giekk í gildi umferðarbann. Á þe'm tíma máttu aðeins vera i umferð öku tæki, sem höfðu til þess sérstaka undanþégu. Hófst þá einnig flutn ingur þeirra umferðarmerkja, sem ekki var hægt að flytja fyrir umferðarbreyt nguna. Kl. 05,45 var filutningi umferðarmerkja lokið og kl. 05,50 hófst umferðar stöðvun, sem stóð í 10 mínútur eða til kl. 06,00, þegar hægri um ferð tók gildi. Klukkutíma síðar var umferðarbannimu aflétt eða kl. 07,00. Miikili fjöldi sjálfboða- I.ða aðstoðaði við umferðarbreyt inguna og voru fyrstu vikuna starfandi um 1300 umferðarverð ir í 26 sveitarfélögum þar af um 1000 í Reykjavík. Fyrir forgöngu Slysavarnafélags Islahds voru stofnaðar um 100 umferðaröryigig isneflndir um allt land til aðstoð ar við umferðarbreytiniguna og störfuðu í þe.'m 625' menn. Mongunblaðið átti í gær viðtal við Valgarð Briem, formann H- nefndarinnar, en hún lét af störf um 24. jainúar 1969 og þann dag var sett á stofn sérstakt Umferð arráð. Valgarð Briem sagði: — Þetta var í raun söguleg stund fyrir 5 áruim og hafði hún að sjálfsögðu átt töliuvert mik- :nn aðdraganda. Mér finnst nú eins og H-umiferð hafi ávallt ver ið á Islandi, svo rík er hún orðin í vana mianna og ekki síður en vinstri umferð áður. Ótti manna við breytin.guna hefur sem betur fer reynzt ástæðulítill, en hann hefur hins vegar verið tiil góðs, því að hans vegna sýndu vegfar endur meiri varúð en ella. — Hvað _er þér minnisstæðast nú að 5 árum liðnum? — Minnisstæðust er að sjálf- sögðu stundin kl. 06 að morgni hins 26. maí, en þar fyrir utan verður ef til vill minnisstæðasta atvi'kið, það sem gerðist á fundi, sem við nefndarmenn sóttum á Selfossi til þeiss að ræða breyt- inguna. Einn ræðumaður kvaddi sér þá hljóðts ogbað alla þá, setn andvígir væru breytin.giunni um að yfirgefa salinn og að þv4 er séð varð, risu allir fundarmeMi úr sætum sínum og gengu út, nema við nefndarmennirnir þrír, framkvæmdasljórinn og Ólafur Walter Stefánsson, deildarstjóri í dómsimiálaráðuneytinu. í>á eru og minnisstæðar ýmsar bótakröfur og meðferð ýmissa máia og þá ekki sízt beiðrni lög regluþjóns i sjávarþorpi á Norð urlandi, sem óskaði eftir styrk til þess að leigja sér reiðhjói, sivo að hann gæti fyligzt með breyting unni í umdæmi sinu. Þes.si beiðm var talin falla undir álkvæði um beinan og óhjákvæmilegan kostn að vegna breyt'ingarinnar og var því samþykkt. —Mikil upplýs'ngaherferð var gerð fyrir breytinguna. — Það sem gerði verkefni okk ar að verulegu leyti frábruigðið því sem við höfðum giert ráð fyrir, var sú mikla umferðar- fræðsla sem ákveðið var að taka upp að fordæmi H-nefndarinnar sænsku, en hafði hjá okkur ekki verið ráðgerð áður. Þar nutum við fyrst og fremst góðs frá Sví um. Lars Skiöld, framkvæmda- stjóri H-nefndarinnar sænsku hafði mjög náið samstarf við okkur og auðveldaði samstarf hans mjög verkefni okkar hér heima. — Þetta var mannfrekt verk- efni? — Slikt verkefni sem þetta er mjög mannfrekt og þar sem það stóð tittöl'ulaga stuttan tima var mjög erfitt að fá hæfa starfS- krafta. En það tókst m.a. með þeim hætti, að starfsmenn okk- ar höfðu sumir fengið frí frá sín um venjiufegu störfum til þess að aðstoða við þetta verkefni. — Auk þess var mikill fjöldi fóliks sem vann í sjálfboðavinnu, m.a. Framhald á bls. 31 gPjj*! A íslenzku markaðstorgi ÍSLENDINGAR cru öðrum þjóðum fremur gefnir fyrir fagurt umhverfi og vistlegt og falleg híbýli. Hlutfallslega eru nær hvergi í heiminum byggð eins mörg einbýiishús, eins og hér, og óvíða annars staðar eru þau eins sterklega úr garði gerð, og á óblíð veðr- átta sök á því. En það tekur ungt fólk yfir- leitt möirg ár að eignast þak yfir höfuðið og enn fleiri að innrétta langþráðan „stein- kassann", eins og við vlljum oft kalla heimilið okkar — undirstöðu samfélagsins. Sífellt koma fram nýjungar í húsagerðarlist, og segja má að byltimg á því sviði, hafi átt sér stað síðastiiðinn áratug. Islandingar eru smekklegir og fylgjast vel með öllum nýjung um og við höfum á boðstóln- um gífurlegt úrval af hústoún aði og öðru, sem viðvíkur heimilinu. Það ættá þess vegna að vekja fögnuð flestra, að nú stendur yfir glæsileg heim ilissýning — Heimiiið ’73 — í Laugardalshölíliinmi, þar sem gullið tækifæri gefst til að bera saman flest það, sem nauðsynlegt er talið til heim- ilisins. Það væri of langt mál að gera sýningunni í Laugardals höílinni rækileg skil hér, en skal þess helzta getið. í sýningarbásunum, sem eru um 60, eru starfandi aðil- ar, sem veita gestum allar nauðsynlegar upplýsingar varðandl gæði og vöruverð. Auk þess eru gestum veittir bæklingar til aflestrar með öll um naUðsyniegum uppiýsing- um. Hver bás fyrir sig er smekklega innréttaður, enda hafa þrautþjáifaðir hönnuðiir verið þar að verki.. Mörg dæmi eru um að sýn- ingaraðilar láni vörur öðrum sýningardeildum til fyllinigar og skrauts. Til dæmis hefur H. Benediktsson, sem sýnir hreinlætistæki, til s'krauts handklæði og baðmottusett frá heimiiisdeild Vogue, og skápa og S'pegla og amnað annars staðar frá. Hús'gagna- verzlunin Dúna prýðir deild sýna með borð- og vegg- skrauti frá verzluminni að Laugavegi 21, og svo mætti lengi telja. Hefur áðurnefnt það í för með sér, að fá má margar skemmtiilegar hug- myndir varðandi skreytimgu og litaval, auk þess að bera saman verðlag . Sýniixgin 1 Laugardal er á- nægjuleg sýning og við allra hæfi. Aldraður rnaður virðir fyrir sér sýninguna í Langardals- höli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.