Morgunblaðið - 26.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAl 1973 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. rír ráðherrar, þeir Lúð- vík Jósepsson, Magnús Kjartansson og Einar Ágústs- son, hafa að undanförnu ver- ið á ferðalögum fyrir austan járntjald. Utanríkisráðherra var í opinberri heimsókn í Póllandi, og var ekki dult með ferðir hans farið. En hins vegar læddust iðnaðar- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra úr landi, án þess að til- ' kynna um ferðir sínar, þótt auðvitað fréttist af þeim, þar sem þeir skeggræddu við ráðamenn í Rússlandi og Tékkóslóvakíu. Við lok hinnar opinberu heimsóknar Einars Ágústs- sonar, utanríkisráðherra, til Póllands, kallaði sjávarút- vegsráðherra Pólverja, Jerzy Szopa, saman blaðamanna- fund í Varsjá, þar sem hann gagnrýndi harðlega stefnu íslands í landhelgismálinu. Sagði hann, að Pólverjar hörmuðu mjög einhliða ákvarðanir varðandi fisk- veiðitakmörk og sagði orð- rétt: „Sú stefna, sem ekki tekur tillit til skoðana annarra við útfærslu landhelginnar, ber engan árangur með sér. Þetta hef ég tjáð Einari Ágústssyni í viðræðum okkar.“ Pólverjar hafa þannig tek- ið eindregna afstöðu gegn okkur íslendingum og allir vita, að þeir tala ekki fyrir eigin munn, a.m.k. ekki ein- göngu. Þeir verða að lúta utanríkisstefnu Ráðstjómar- ríkjanna í einu og öllu, þótt í þessu tilviki kunni að vera, að Rússar og Pólverjar telji hagsmuni sína fara saman. Hvað sem íslenzkum ráðherr- um og valdamönnum austan járntjalds kann að hafa farið á milli í einkaviðræðum, er a.m.k. ljóst, að ráðherrarnir í ríkisstjórn íslands hafa ekki náð neinum árangri í túlkun á málstað okkar. Þvert á móti nota valdhafarnir aust- ur þar heimsókn utanríkis- ráðherra okkar sem tilefni til að lýsa yfir fyllstu andstöðu við allar okkar gerðir í land- helgismálum. Hér í blaðinu hefur verið bent á, að utanríkisráðherra ætti að taka sér ferð á hend- ur til allra Norðurlandanna til þess að leita fyllsta stuðn- ings þeirra við málstað okk- ar. Hann hefur án efa gert tilraun til að sannfæra ráða- menn austur í Póllandi um réttmæti málstaðar okkar, en gjörsamlega mistekizt, eins og raunar mátti fyrirfram gera ráð fyrir. Nú ber að einbeita kröft- unum að þeim verkefnum, sem hugsanlegt er að árang- ur geti borið. Samstaða Norðurlandanna allra með okkur er meira en hugsanleg. Valdamenn í Norðurlöndun- um öllum, Noregi, Dammörku, Svíþjóð og Finnlandi, hafa látið hafa eftir sér mjög vin- samleg ummæli, og áreiðan- lega eru þeir fúsir til að ræða málið nánar við utan- ríkisráðherra okkar eða for- sætisráðherra, annaðhvort þannig, að þeir heimsæki hvert land um sig eða boð- aður verði sameiginlegur ráð- herrafundur, annaðhvort ut- anríkisráðherra eða jafnvel forsætisráðherranna. Ef al- gjör samstaða Norðurland- anna næðist fyrir ráðherra- fund Atlantshafsbandalags- ins, mundi það verða okkur gífurlegur styrkur. Þess vegna má engan tíma láta ónotaðan til að vinna að slíkri sameiginlegri afstöðu. Danska blaðið Politiken skýrir frá því sl. miðvikudag og hefur það eftir sjávarút- vegsráðherra Póllands, að ís- land og Pólland ætli að taka upp samninga um hugsan- legar veiðar pólskra sjó- manna innan íslenzku land- helginnar, og er þar talað um hefðbundin veiðisvæði. Frá þessu skýrði Morgunblaðið í gær og hafði raunar gert ráð fyrir, að utanríkisráðherra mundi gefa yfirlýsingu varð- andi þetta mál, enda mun væntanleg fréttatilkynning um för hans. Hitt er ljóst, að ummæli pólska ráðherrans eru hreinn dómaskapur. Þegar um opin- berar heimsóknir er að ræða, er ætíð reynt að sneiða hjá slíkum viðkvæmnismálum, en í þessu tilviki er heimsókn Einars Ágústssonar beinlín- is notuð til að móðga hann og þar með íslendinga. Ekki er heldur um að ræða nein „hefðbundin veiðisvæði“ pólskra skipa hér við land. Þau hafa ekki stundað hér veiðar fyrr en á síðari ár- um, og þá mjög takmarkaðar veiðar, og svo eindregin er andstaða Pólverja gegn stefnu okkar í landhelgismál- inu — og sett fram, þegar verst gegnir — að sízt er ástæða til að ræða um eitt eða neitt við þá þjóð varð- andi fiskveiðilandhelgi okk- ar. Verður að krefjast þess, að utanríkisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli. HVAÐ GERÐIST AUSTAN JÁRNT JALDS ? Ingólfur Jónsson: Bretar hafa tækifæri til þess að bæta fyrir mistökin Um ekkert er nú meira rætt hér á landi en landhelg ismálið, og innrás Breta í is- lenzka landhelgi. Fullvíst er, að Bretar hafa að þessu sinni valið versta kostinn. I>að mun verða for- dæmt af flestum þjóðum heims, að ólöglegar veiðar og taumlaus rányrkja fer fram undir vemd hrezka flot- ans. Það kom nýlega sem mikil væg frétt i brezka útvarp- inu, að brezki flotinn hefði unnið fyrsta leikinn á Islands miðum. Sagt var frá þvi, að ís- lenzku varðskipin hefðu reynt að klippa á togvira á nokkr- um veiðiskipum, en freigát- unum hefði tekizt að koma í veg fyrir það. Þessi frétt er einkennandi fyrir þá blindu, sem margir áhrifa- og valda- menn í Bretlandi virðast vera slegnir. fsland er vopnlaus þjóð og fámenn. Varðskipin eru smá og fá. Þau geta ekki farið í skotbardaga við stríðsskip Breta. Eigi að siður er hælzt um í brezkum fréttum, yfir því, að brezki flotinn hafi unnið fyrsta leikinn á fiski- miðunum innan islenzkrar landhelgi. Áreiðanlega hafa margir Bretar gert sér grein fyrir þvi, sem er að gerast. Ýmsir munu hafa séð skoplegu hlið- ina og brosað, en jafnframt skammazt sín fyrir niðurlæg- ingu brezka flotans, sem einu sinni var talinn ósigrandi i al vöru skothríð milli stór- velda. En varðskipin ís- lenzku munu halda áfram að klippa á togvíra, þótt það sé miklum erfiðleikum bund- ið, þegar herskipin eru lög- brjótunum il verndar. Bretar telja sig hafa rétt til þess að veiða við ísland, vegna þess að þeir hafi sótt fisk til íslands í meira en 300 ár. 1 þorskastriðinu 1958—61 byggðu Bretar rétt sinn á 300 ára hefðinni, og það gera þeir enn. Þótt aðrar ástæður séu stundum nefndar, mál- stað þeirra til styrktar, er hin aldagamla hefð bezta vopnið, í augum Breta til sóknar og vamar, fyrir rétti þeirra til að halda áfram veiðum á landgrunni Islands, Bretland var heimsveldi. „Stóra Bretland", mesta ný- lenduveldi heims. Margir Bretar virðast enn lifa í gamla timanum, og hafa ekki gert sér grein fyrir breyttum hugsunarhætti og auknum skilningi fyrir rétti hverrar þjóðar til að njóta þeirra gæða og auðlinda, sem hvert land hefur innan sinna marka. Islendingar hafa ákveðið að helga sér fiskveiðiréttindi á landgrunninu. Nýlendu- hugsunarháttur hefur orðiö að víkja 1 hinum frjálsa heimshluta. Bretar hafa vlssulega fundið fyrir því, og nauðugir viljugir samþykkt frelsi gömlu nýlendunum til handa. Bretar eru menningarþjóð, sem býr við lýðræðis- og þingræðis þjóðskipulag. Of- beldis og einræðisstefnum hafa þeir barizt gegn og for- dæmt. 1 orði hafa Bretar allt af og i sinni tíð oft í reynd, viðurkennt rétt smáþjóða ekki síður en stórþjóða. Bretar standa framarlega á sviðí visinda og rannsókna. 1 Bretiandi eru margir vísinda menn, sem vita að hverju of- veiði og rányrkja stefnir. Raddir brezkra visindamanna munu heyrast og hafa áhrif, áður en langt líður, á stjóm- málamenn og aðra áhrifa- menn í Bretlandi. Bretar munu iðrast þess verknaðar sem þeir nú vinna við íslandsstrendur. Fiskimið in við ísland geta verið áfram matarbúr fyrir milljón ir manna, ef rányrkju og of- veiði er hætt. Islendingar hafa nægan fiskiskipaflota til þess að veiða þann fisk, sem hæfilegt er að taka á miðunum við Is- land. íslendingar eiga hæfa vís- indamenn, sem geta fylgzt með þvi að ekki verði of nærri stofninum gengið. Bret ar munu framar öðrum þjóð- um njóta þess, ef fiskimiðin við ísland verða gjöful eftir- leiðis. Islendingar munu flytja fisk á brezkan markað á verði, sem ræðst af framboði og eftirspurn. Bretar eru í varnarbanda- lagi, Atlantshafsbandalaginu, ásamt Islendingum. Bandalag ið var stofnað til verndar frelsi og sjálfstæði þjóðanna gegn kúgun og ofbeldi. Með innrásinni í íslenzka landhelgi hafa Bretar brotið stofnskrá Atlantshafsbanda- lagsins. Þeir hafa brugðizt þeim hugsjónum, sem banda- lag frjálsra þjóða vill vinna að samkvæmt stefnuskrá sinni. Bretar hafa sem betur fer tækifæri til þess að s,já sig um hönd og bæta fyrir mis- tiikin. f*að er krafa íslands og það verður krafa annarra þjóða í Atiantsliafsbandalag- inu að Bretar fari með her- skipin út úr landhelgi ís- lands. Þess verður að vænta að brezkir ráðamenn geri sér fulla grein fyrir því, hvaða afleiðiingar það gæti haft í för með sér að ráðast á bandalags- og vinaþjóð með þeim hætti, sem nú hefur ver ið gert. Þótt Islendingar séu deilu- gjarnir og hafi oft skiptar skoðanir á málum, stendur þjóðin einhuga í landhelgis- málinu. Islendingar munu ekki semja við Breta meðan herskipin eru innan 50 mílna landhelginnar. Islenzkir ráð- heirar hafa setið að samn- ingaborði með Bretum um bráðabirgðalausn landhelgis- málsins. Ríkisstjórnin hefur boðið Bretum meira, en mörg um finnst vera rétt og sann- gjamt. Það virðist vera mjög óhyggilegt að gera samkomu lag um ákveðið aflamagn eins Ingólfur Jón.sson. og Bretum var gefinn kostur á. Komi til þess að bráða- birgðasamkomulag verði gert um lausn landhelgisdeilunnar eftir að herskipin eru farin burtu, ætti samkomulagið ekki að miðast við tiltekið aflamagn yfir árið. Það væri miklum erfiðleik- um bundið að fylgjast með því, hve mikið brezkir togar- air kynnu að veiða við Is- land. Það gæti orðið miklu meira en upp væri gefið. Ef samkomulag verður gert, ætti að miða við ákveð- inn skipafjölda, stærð skipa og ákveðin veiðisvæði á ýms um árstímum. Verði setzt að samningaborði með Bretum á ný er nauðsynlegt að íslenzk ir ráðamenn hafi þetta í huga. Enginn vafi er á þvi, að barátta Breta er vonlaus. Haf réttarráðstefnan er framund- an og þar munu umráð strandrikja yfir landgrunn- inu verða viðurkennd. Það er auðveldara fyrir ís- lendinga að vera í jafnvægi og halda skynsamlega á mál- inu, þar sem séð er, hver málalokin verða og sigur er vts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.