Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1973 Fa j J tíÍLA i > 'AIAJR" 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 Itf 25555 \mimiR BILALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 32716. *<**>« n„ . Œabf. , ~C9r., h/f ValkaZ°°<’ua, Ul°l? g°n llr, 3o°-os SKODOYÐRnvnNNA. SHODH LStGAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABlLAR HF. Bílaleiga. - Sími 81260. Tveggja manna Cítroen Mehari. Fmm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). AVIS _____SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL SAMVINNU BANKINN Dregið vor í HAPPDRÆTTI MYNDLISTA- og HANDI'ÐASKÓLA ISLANDS 1. júní 1973. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1557, 511, 1848, 1571, 1757, 1822, 407, 1128, 1759, 1007, 1986, 1878, 1558, 1825, 138/, 611, 1491, 1832, 1689, 1684, 1100, 1877, 178, 742. Vinningar óskast sóttir sem fyrst að Grenimel 27 Rvík. STAKSTEINAR Hvað veldur? Frásögn ríkisfjölmiðlanna af mótmælagöngu herstöðva- andstæðinga á uppstigningar- dag vakti eftirtekt. I útvarp- inu var lesin löng frásðgn um kröfugönguna og útifundinn við Sjómannaskólann. Útvarp ið sagði, að 3000 manns hefðu tekið þátt í göngunni og úti- fundinum. Þeir sem að þess- um aðgerðum stóðu hafa lagt mikla áherzlu á, að þær hafi farið fram í fullu samráði og samstarfi við lögregluna í Reykjavík. Lögreglan segir hins vegar andstætt útvarp- inu, að þátttakendur hafi ver ið 1000 til 1800. Iferstöðvaandstæðingar hafa oft áður efnt til gönguferða og funda af þessu tagi og fengið álíka mikinn mann- fjölda til þess að taka þátt í slíkum aðgerðum. Hér var því ekki um neitt nýmæli að ræða í þeirra starfsemi, og þátttakendaf jöldinn gaf ekki vísbendingu um, að vegur hreyfingarinnar færi vaxandi. Aðstandendur þessara að- gerða hafa alla jafna reynt að gera mun meir úr mót- mæium þessum en efni hafa staðið til. Þannig hafa þeir oft og einatt reynt að blása út þátttakendafjöldann langt umfram það sem rétt er. f þeim anda greinir dagblað ið Þjóðviljinn frá mótmæla- aðgerðunum á skírdag og fullyrðir, að 3000 manns hafi tekið þátt i göngunni og ver- ið á fundinum allt til enda. Þetta eru venjuleg vinnu- brögð á Þjóðviljanum og koma engum á óvart. Hitt vekur meiri athygli, hvers vegna útvarpið sér sig tilknú- ið til þess að taka þátt í þess- um leik og segja þátttakendur 3000, þegar lögreglan telur þá hafa verið helmingi færri. Við hvaða heimildir styðst útvarp ið í tilvikum sem þessum? Myndir af útifundinum sýna svo að ekki verður um villzt fjöida þátttakenda; þær bera það með sér, að heldur hafi mótmælaliðið verið þunnskip að. Mjög miklum hluta af fréttatíma sjónvarpsins þenn- an dag var varið til þess að greina ítarlega frá þessum mótmælaaðgerðum. Frásögn af fundum forseta Bandaríkj- anna og Frakklands hvarf næstum í skuggann. Álykt- un útifundarins var lesin upp í heild, en venjulegast er að- eins lesinn stuttur úrdráttur úr siikum ályktunum. Þjóðviljinn er vanur að verja meirihluta af rúmi sínu til þess að greina frá aðgerðum af þessu tagi. En hvers vegna tekur sjónvarp- ið skyndilega upp á því að leika sama leikinn. Séra Em- il Björnsson, fréttastjóri sjón varpsins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á vinnubrögðum af þessu tagi og hann er hér með krafinn skýringa. f hótmælagöngunni mátti m.a. sjá þrjá útvarpsráðs- menn. Það skyldi þó ekki vera eitthvert samhengi á milli þess og misnotkunar sjónvarpsins í þessu máli? spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. UM LÍFEYRISSJÓÐI Birgir Harðarson, Reynimel 90, spyr: „Er það skýlaius skylda a) að vera í stéttarfélagi, b) að gre ða í lífeyrissjóði?" Snorri Jónsson, ASÍ svarar: 1. 1 samningUTn milli laun- þega og vinnuveitenda eru ákvæði um, að vinnuveitandi taki ekki aðra menn í v’nnu en þá, sem eru x viðkomandi stéttarfélagi. 2. I sarrminigum miltí sörmu aðila, þá er samið um lifeyris sjóði, og að launþegi greiði tii þeirra, sem og vinnuveit- endur. REYK.IA EKKI .Jóna Sigurbjörnsdóttir, Baldurgötu 25A, spyr: „Ber lögregluþj ónuim ekki skylda til að bera húfurnar við störf sín, og mega þeir reykja, þegar þeir sinna störf um sínum: Bjarki Elíasson, yfirlög- regluþjónn, svarar: „Húfa er hluti af einkennis- búningi lögregiumanna og á því að bera hana við störf á aimannafæri. Ég hefi ekki séð lögreglumenn húfulausa við störf á götum úti. Hins vegar mun hafa komið fyrir að þeir hafi ekki verið með húfur, þegar þeir hafa verið í lögreglubiifreiðum. Mun þar ýmist hafa vaidið að húfurn- ar hafi rekizt upp í þak bif- reiðanna, sem sumar eru í það lægsta fyrir stóra menn, eða þá að lögreglumennimir hafa taliið að þeir væru ekki að v lla á sér heimildiir þó þeir tækju ofan húfuna í merktum lög r egiubifre i ð u m. Þetta atriði hefur verið rætt við lögreglumemnina og þe.m bent á að þeim beri að hafa húfuma, þegar þeir eru að störfum. Varðandi siðari lið spurn ingarinnar um reykingar er því til að svara, að lögreglu- rnenn reykja ekki er þeir eru við störf á götum úti. Hins vegar munu þess dæmi að þeir hafi reykt í lögreglubifreið- um, sem ekki á að vera, þó hims vegar sé erfitt að korna í veg fyrir að menn „blóti á laun“, þegar þeir hafa verið i lögreglubifreiðum i margar klukkustuindir samflleytt.“ VÖKULAGIÐ Kristinn Þorsteinsson, Lanig holtsvegi 188, spyr: „Á hvaða hljóðfæri er lagið í upphafi og endi Vöku spil- að?“ Andrés Indriðason, upp- tökustjóri sjónvarpsins, svar- ar: „Lagið er þjóðlag frá Perú og lelkið á bambusreyr- flautu?“ UM ÚTIVINNU Málfríður Sigurðardóttir, Bogahlið 7, spyr: „1. Eftir hverju er farið, þegar úthlutað er útivinnu hjá borgimni, s.s. garðvinnu o. fi.? 2. Ef farið er eftir röð um- sókna, hvers vegna er þá ekki hægt að segja unglingunum nógu snemma, hvort þeir muni fá viinnuna eða ekki?“ Gunnar Helgason, forstöðu maður Ráðningarskrifstofa Reykjavikurborgar, svarar: „í Vinnuskóla Reykjavíkur eru teknir unglingar, sem fæddir eru 1958 og 1959, þ.e. nemendur sem eru i 7. og 8. bekk skyldunáms ns í skólum Reykjavíkurborgar skólaárið 1972 og ’73. Umdanfarin ár hefur reynzt unnt að ráða í Vinmuskólann ailla þá unglinga, sem um það hafa sótt og uppfylla framan- greind skilyrði og eins mun verða í ár. Varðandi ráðnlngu skóla- fólks, sem er 16 ára og eldra og óskar sérstaklega eftir úti- vimnu hjá borginmi, er hafður sá háttur á að ráða jafnóðum í þau störf, sem fyrir hendi eru og þá fyrst og fremst far ið eftir röð umsókna. Ekki verður þó stundum hjá því komizt að taka tiilit til fleiri atriða, svo sem hvað störfin eru erfið, en þá verður að taka tiiliit til aldurs, hvort um sækjandi sé eitthvað van-ur vissum störfum t.d. gróður- setningu, en margar stúlkurn ar hjá garðyrkj unsni eru hafð ar til að leiðbema börmum í skóiagörðum-um o.fl. Þá er tek ið tillit til hvort úmsækjandi hafí aðra atvinnumöguil-eika, heimilisástæður og i sumum tilvikum heilsufars, því sum um er bent á útiviimu að 'lækn isráði. Byrjað er að ráða skólafólk til útivinmu hjá borginni um mánaðamót apríl/maí og larngt fram á sumar eftir þvi sem verkefmi falla til. 1 sumum starfsgreinum svo sem garð yrkjunni fer timasetning ráðn inga og verkefni mikið efti-r tiðarfari, svo erfitt er sniemma sumars að segja nékvæmlega til um, hvað margt skólafólk er hægt að taka í vinmu hverju sinmi. Popp-*skýrslan T. REX FORTÍÐ: T. Rex þróuðust úr hljóðlátu dúói upp i al- væddan rafmagnskvartett ár- ið 1971 og öfluðu Marc Bolan þannig frægðarinnar og dýrk unarinnar, sem hann hafði alltaf vitað sig eiga von á. í fyrra voru þeir vinsælastir allra brezkra popphljóm- sveita, en mistókst að vekja athygli í Bandarikjunum. NÚTÍÐ: Þær eftirsóttu bandaiúsku vinsældir myndu hafa veitt hljómsveitinni nýtt líf; eins og málin standa nú hefur hún þegar náð tindinum í Bretlandi og hefur að engu öðru að stefna. Síðiistu tvær litlu plötur Bolans, þótt vin- sælar væru, benda til þess, að hugmyndaauðgi hans sé upp- urin. FRAMTÍÐ: Marc verður kannski fljótlega að fara að taka afleiðingunum af því að hafa ekki leyft félögum sín- um að njóta neins af sviðsljós inu. Þegar skeiði hans sem táningagoðs er lokið, er vand- séð hvar takmarkaðir, sér- hæfðir hæfileikar hans leyfa honum að vaxa. En allnr stíll beindist alltaf að þessum skammvinna blossa popdýrð- ar og nú er hann að deyja út. Vonandi var gaman að þessu. Peningar í vasann og skot í magann Hljómsveitin Led Zeppelin gerir það sannarlega gott á hljómieikaferð sinni um Bandaríkin þessar vikurnar. Á sunniidaginn lék hljómsveit in á útihljómleikum á íþrótta- leikvangi í San Francisco og fyrir 214 tíma leik halaði hljómsveitin inn 320 þúsund dollara (29,1 milljón ísl. kr.). 50 þúsund áhorfendur greiddu þennan aðgangseyri og hundr uð, ef ekki þúsundir áheyr- enda hlustiiðu ókeypis á tón- listarflutninginn af þökum húsa í nágrenninu. Hrakfarafréttir voru m.a. þessar: Nokkrar manneskjur lentu í slæmri fíkniefnavímu; unglingur fótbrotnaði og öryggisvörður varð fyrir skoti úr byssu sinni. Hann er 43 ár» gamall og var sagður í lífs- hættu vegna skotsárs í kviðar holi, sem hann fékk, er hann var að klifra yfir girðingu og missti byssuna úr hulstri sínu með þeim afleiðingum að skot hljóp úr henni í kvið honum. Led Zeppelin léku fyrir mánuði siðan í Shea Stadium- leikvanginum i New York og höfðu fyrir það 309 þús. doll- ara (28 millj. ísl. kr.) og slógu þar með met Bítlanna frá 1966, sem var einmitt sett á þessum sama leikvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.