Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1973 Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjórl Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstraeti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I iausasölu 18,00 kr. eintakið. lTerðhækkanirnar dynja nú ' yfir hver á fætur annarri. í gær kom til framkvæmda ákvörðun um stórlega hækk- un landbúnaðarafurða. Rétt- um mánuði eftir að ríkis- stjómin setti bráðabirgðalög um 2% niðurfærslu alls verð- lags í landinu er búvöruverð hækkað um allt að 12,8%. Hækkanir á einstökum fram- leiðsluvörum eru misjafnlega miklar, en þær eiga sér stað þrátt fyrir auknar niður- greiðslur á nýmjólk, kinda- kjöti og kartöflum. Þessi hækkun á landbúnað- arafurðum er einkar skýrt dæmi um afleiðingar þeirrar þenslustefnu, sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt frá öndverðu. Orsakir þessarar hækkunar eru fyrst og fremst almennar launahækkanír í landinu, verðlagshækkanir á rekstrarvörum landbúnaðar- ins eins og t.d. áburði. Þá hefur einnig verið nauðsyn- legt að hækka smásöluálagn- ingu á kjöti, og vegna al- mennra launahækkana hefur vinnslu- og dreifingarkostn- aður mjólkur hækkað veru- lega. Þannig hleður verðbólgu- stefna ríkisstjórnarinnar utan á sig; hver verðlagshækkun- in fylgir í kjölfar annarrar, án þess að við neitt verði ráðið. Nýlega hafa verið heimilaðar gífurlegar hækk- anir á þjónustugjöldum pósts og síma, bensínverð hefur enn verið hækkað og síauk- inn rekstrarkostnaður leiddi til þess, að heimila varð veru- lega hækkun á fargjöldum í innanlandsflugi. Að vísu hafa víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags verið stöðugt viðfangsefni ríkis- stjórna í a.m.k. þrjá áratugi. En ástandið hefur þó aldrei verið jafn slæmt og nú, enda segja þingmenn stjórnar- flokkanna, að önnur eins verðbólguskriða hafi ekki dunið yfir landið frá stríðs- lokum. Það eru ekki einung- is stjómarandstöðuflokkarn- ir, sem líta þessi málefni alvarlegum augum um þess- ar mundir. Ummæli þing- manna stjórnarflokkanna sjálfra taka af öll tvímæli um, að dýrtíðarhjólið hefur ekki í annan tíma snúizt með jafn miklum hraða. Hitt er svo ekki síður alvarlegt, að ríkisstjómin hefur gert ítrekaðar tilraun- ir til þess að blekkja fólkið í landinu með sýndar- mennskuráðstöfunum. f kjöl- far gengishækkunarinnar vom sett bráðabirgðalög, sem mæltu svo fyrir, að kaup- gjaldsvísitalan skyldi reikn- uð út miðað við 2% niður- færslu alls verðlags í landinu. Ríkisstjórnin reyndi með nafngift bráðabirgðalaganna að gefa í skyn, að hún hefði hafizt handa um aðgerðir, er miðuðu ekki einungis að þvi að draga úr verðlagshækk- unum, heldur beinlínis að lækka verðlagið. í flestum til- vikum hafa þessar ráðstafan- ir verið hrein sýndar- mennska. Nú, þegar nýr vísitöluút- reikningur hefur tekið gildi, er verðlagshækkunum síðan dengt yfir þjóðina. Vitaskuld var ríkisstjórninni fullljóst, þegar bráðabirgðalögin vom sett, að óhjákvæmilegt yrði að heimila verulegar verð- lagshækkanir innan tíðar. Verðbólgustefnan hefur hækkað svo rekstrarkostnað í öllum atvinnugreinum, að hjá því varð ekki komizt. Einu úrræðin, sem ráðherr- arnir geta komið sér saman um, eru bráðabirgða blekk- IT'lestir virðast nú vera á einu * máli um, að stuðningur við málstað íslands varðandi víðáttu fiskveiðilögsögunnar fer vaxandi á alþjóðavett- vangi. Allt frá árinu 1948 hef- ur það verið yfirlýst stefna íslenzku þjóðarimnar að vmna að því, að yfirráð strandríkja yfir landgmnninu og hafinu yfir því verði viðurkennd sem alþjóðleg réttarregla. Á seinustu hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að fá bindandi samþykkt fyrir því, að 12 sjó- mílnareglan yrði gildandi að alþjóðalögum, þannig að þjóðunum væri óheimilt að helga sér víðari fiskveiðilög- sögu. Svo ör hefur þróunin orðið í þessum efnum, að taldar eru líkur á, að sjónar- mið íslendinga í þessum efn- um geti orðið ofan á á haf- réttarráðstefnunni, sem hefj- ast á að ári. í sameiginlegum sjónvarps- þætti íslenzka og brezka sjón- ingaráðstafanir, sem gerðar eru æ ofan í æ. Þjóðin er nú orðin lang- þreytt á því stjómleysi, sem ríkir á þessu sviði sem öðr- um. Nú er fullreynt, að nú- verandi stjórnarflokkar ná ekki samstöðu um neimar fastmótaðar aðgerðir til þess að snúa þessari þróun við. Um það bera síðustu verk ríkisstjórnarinnar órækan vott. varpsins sl. mánudag, lýsti brezki þingmaðurinn Patrick Wall, sem verið hefur einn helzti andstæðingur íslend- inga í landhelgismálinu, að nú væri viðurkenmt að al- þjóðarétti, að ríki hefðu heimildir til þess að nýta sér auðlindir landgrunnsins. Slík regla hefði ekki verið viður- kennd að því er varðaði auð- ævi sjávarins yfir landgrunn- inu, en það gæti þó hæglega breytzt eftir hafréttarráð- stefnuna næsta ár. Þannig virðast jafnvel helztu andstæðingar okkar vera famir að gera sér grein fyrir því, að líkur eru á að sjónarmið íslendinga verði viðurkennd af meirihluta þjóðanna á hafréttarráðstefn- unni. Þessi staðreynd hlýtur að leiða til þess, að ríkis- stjórnin beiti kröftum utan- ríkisráðuneytisins af enn meira afli en áður til þess að vinna að framgangi máls- ins á alþjóðavettvangi. STÖÐUGAR VERÐ- LAGSHÆKKANIR RÖK ÍSLANDS VIÐURKENND Gréta Sigfúsdóttir; Undir fölsku flaggi „Öllum má vera ljóst hve lofsvert það er að sýna orðheldni, heiðarleik og mildi. Hins vegar sýnir reynsla vorra daga að leiðtogar sem virða loforð sín vettugi og blekkja með- bræður sina, hafa unnið mörg afrek og að lokum sigrað þá andstaeðinga sem studdust við lög og rétt. Þess eru ótal dæmi að fólk sem lýgur og svikur og fetar fimlega refilstigu — þvi hefur vegnað bezt. Mestu varð- ar að hylja sitt sanna eðli hjúpi hræsninnar, því að menn eru svo ein faldir að svikarinn getur allt- af fundið einhvem sem gín við flug unni. Leiðtogar þurfa því ekki endi iega að vera prýddir fyrmefndum dyggðum. Hins vegar er nauðsynlegt að láta líta svo út að þeir séu það. Já, ég leyfi mér að fullyrða: Sé mað- ur gæddur þessum eiginleikum og noti þá að staðaldri, eru þeir skað- legir. Láti maður líta svo út sem mað- ur sé gæddur þelm, eru þeir gagn- legir.“ Þessi orð, skrifuð af flóren- tínska stjómspekingnum Machiavelli fyrir um það bil 500 árum, tala til okkar eins og þau hefðu verið skrif- uð í dag (ég hef leyft mér fáeinar orðabreytingar, t.d. leiðtogar í stað fursta). Ofstækisfullir og þröngsýn- ir hagsmunahópar beita meðbræður sína svivirðilegustu bolabrögðum undir fána róttækra hugsjóna, og til- gangurinn er látinn heiga meðalið. Oft eru þama metnaðargjamir menn í fararbroddi, merm sem einhverra hluta vegna hafa ekki — að eigin dómi — náð verðskulduðum árangri á framabraut sinni. Virðist það veita þeim nokkra fróun að safna um slg klíku eða eins konar hirð sem lýtur boði þeirra og barrni, og með aðstoð hennar færa þeir svo út kviamar samkvæmt hinni kunnu formúlu Machiavellis. Rithöfundar sem stétt hafa orðið harðast úti í kjarabaráttunni, eru ennþá úti í kuldanum. Bækur eru lánaðar út af bókasöfnum fyrir lágt endurgjald sem ekki nema að litlu leyti kemur höfundum til góða. Reynt er að bæta úr þessu með styrkjum og viðurkeniningum, en þess er sjaldnast gætt að félögin eru tvö, enda hafa forráðamenn Rithöf- undafélags lslands haidið uppi ein- hliða áróðri um að í þvi félagi séu fleiri og betri rithöfundar (fjölda- munur er innan við 20) og telja sig einfæra um gæðamatið. Nú kemur fyrir að þeir ráðast að eigin félags- mönnum, þeim sem vilja ekki sætta sig við að vera verkfæri í höndum þeirra. Þá er Ólafur rithöftindabaní kallaður á vettvang og látinn sjá um aftökuna. Strangur agi ríkir um borð í félagsskútunni, svo að ekki er vært fyrir þá sem iðka sjálfstæða hugsun. Láta þeir í minni pokann með þvi að hætta að sækja fundi. Viðurkenn ingar njóta aðeins margjórtraðar tuggur úr munni forráðamannanna. Oft og tíðum hafa verið uppi radd ir um að félögin ættu að sameinast til að styrkja aðstöðu siina, þvi eins og áður er sagt hafa rithöfundar að miklu leyti verið afskiptir. Flestir neyðast til að vinna borgaraleg störf og stunda ritstörfin í hjáverkum. Auk þess eru þeir stétt — ásamt skapandi listamönnum yfirleitt — sem ekki á kost á lífeyri (sbr. fast- ráðna leikara og tónlistarmenn). Sameining getur þó ekki orðið að sinni vegna klíkustarfsemi þei-rra manma, sem söisað hafa undir sig völdin í Rithöfundafélagi Islands og hafa um þessar mundir meirihluta i stjóom Rithöfundasambandsins, en sambandið fer með umboð beggja fé- laganna. Hefur það sýnt sig á kjör- tímabilinu að þeir hafa haft í frammi himn grófasta yfirgamg gagnvart minnihlutainum. Tilefni þessarar greinar er fregn i Vísi, birt 22. f.m. um að rithöfund- ar vilji sameinast. Fregninni lýkur með svohljóðandi klásúlu: ....Hin félögin tvö gætu þó eftir sem áður haldið áfram sinni starf- semi.“ Hvemig ber að túlka þetta? í fljótu bragði má ætla að allt verði sem áður, að miðstjóm félaganna tveggja verði áfram Rithöfundasam band íslands eins og verið hefur. Þó flaug mér í hug að það sem lægi á bak við, væri að kjör í sambands- stjóm ætti að fam fram á sameig- inlegum aðalfundi, þar sem „klíkan“ hefði fyrirfram tryggt sér meirihluta atkvæða með sinni venjulegu aðferð: atkvæðasmölun, og þar með tryggt sér einræði i sambandsstjóminni. En hingað til hefur tiðkazt að félögin hafi skipzt á að fara með völdin. Til allrar haminigju var þetta að- eins fregn um skoðanakönnun án allrar skuldbindingar, komið á að til hlutun forráðamanna Sambands- ins og Rithöfundafélags íslands und ir hótun um sambandsslit (sem okk- ur mætti í léttu rúmi liggja eins og málum er háttað). Ég býst við að Félag ísl. rithöfunda hafi átt þau „nei“ sem þama komu fram, en því miður var þátttakan of lítil af okkar hálfu. Mér er kunnugt um félagsmenn sem vilja ekki einu sirmi ræða sameiningarmál undir núver- Gréta Sigfúsdóttir. andi kringumstæðum, hvað þá greiða um þau atkvæði. Ég hygg að markmið „kllk- unn;ar“ sé að afmá okkur sem íé- lag og einstaklinga. Það hefur löng- um verið henni þyrnir í auga að við skulum eiga jafnan rétt á viðurkenn ingu. Fyrir henni vakir að ná tang- arhaldi á öllum fjárveitingum rithöf undum til handa, þanniig að hún ein geti ráðið hverjir teljast verðugir. En félagi okkar hefur vaxið fiskur um hrygg. Við gínum hvorki við flug unni né látum kúga okkur. Við kné- krjúpum ekki þessurn sjálfkjörnu páf um. Við munum berjaist fyrir jafnréttl og drengskap unz yfir lýkur. Þó að Fél. ísl. rithöfunda hafi ekki eins hátt um sig og Rithöfundafélag íslands, tel ég að við eigum engu siður vin- sældum að fagna meðal lesenda, þ.e. skattgreiðenda, sem eru hi-nir eigin- legu stuðningsmenn listsköpunar í landinu. Lokasvar okkar verður því hlið- stæð ályktun og gerð var á útifund- inum á Lækjartorgi: SemjUm ekki undir valdbeitingu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.