Morgunblaðið - 15.06.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNií 1973 Sendinefnd frá þingi Rúmeníu í heimsókn — í boöi Alþingis SENDINEFND frá þingi Rúm- eníu kom hingað til lands í gær í boði Alþingis. 1 henni eru fjórir þingmenn, ritari og túlkur. Ambassador Rúmeníu hér á landi, George Ploesteanu, sem búsettur er i Kaupmanna- höfn, kom einnig með nefnd- inni. Hún mun dveijast hér i fimm daga og kemur hingað til að endurgjalda heimsókn sendi- nefndar frá Alþingi til Rúmeníu vorið 1970. 4 leikrit og ópera bárust í samkeppni Þjóðleikhússins FJÖGUR leikrit og ein ópera bár ust í samkeppni Þjóðleikhússins vegna þjóðhátíðarársins, en skilafrestur rann út fyrir slkömmu. Samkeppnin var þrí- þsett, heitið var verðlaunum fyr- ir sjónleiki, óperu og efnisút- drátt og tónlist við danssýningu. Engin hugmynd barst að listdans sýningu. Dómnefndir hafa tekið ttl starfa og verða úrslit kunn- gerð í haust. Heitið var 200 þús. kr. verðlaunum fyrir óperu og 150 þús. kr. fyrir leikrit, ef fram bærileg verk bærust. Samlkvæmt upplýsingum skrif- stofu Allþingis eru nefndarmenn þessi.r: Maria Groza, varaforseti þjóðþingsins; Dumitru Petrescu, mieðlimur ríki'sráðsins og vara- forseti þjóðarráðs Argeshéraðs; Ioan Demeter, nefndairmaður í laganefnd þjóðþingsins og prófessor við hásikólann í Cluj; Vasile Barbulescu, nefndarmað- ur í landbúnaðar- og skógrækt- amefnd þjóðþingsins og for- maður landbúnaðarsamvinnufé- lags Scorn ices ti-svei'.tar í Olthér- aði. Nicolae Patuleanu, prótó- kollmeistari þjóðþingsi.ns er rit- ari nefndarirmar og Teódór Massim, blaðamaður, er túlkur. Brezkir ferðamenn: Hætta við íslandsf erðir Ekið á kyrr- stæða bifreið Á MIÐVIKUDAG, á tímanum kl. 08.30—18.30, var ekið á Trabant bifreiðina R 22193, sem er hvít að lit með guldrapplitum toppi, á stæðinu vestan við Smiðjustig (í öðru stæði frá grindverkinu efst á stæðunum), og rispuð öll haagri hlið bifreiðarinnar. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lögregluna vita. L.IÓST er að þorskastríðið ætlar að setja sinn svip á ferðamanna- strauminn frá Bretlandi til fs- lands að þessu sinni, og verða brezkir ferðamenn með fæsta móti á íslandi i sumar. Fjöldi Breta hafði afpantað far til fs- lands með Flugfélagi fslands og það sama mun einnig hafa skeð hjá B.E.A. Þá hafa hópar Breta afpantað innanlandsferðir hér nieð ÍJlfari Jakobsen, títsýn og Zoéga. Allt fram til þess tíma, að árásin var gerð á brezka sendi ráðið í Reykjavik, virtist ferða- mannastraumur frá Bretlandi tii fslands ætla að verða eðlilegur, en eftir árásina var eins og kiippt hefði verið á spotta og af- pantarnir fóm að streyma til flugfétaganna og ferðaskrifstof- anna. „Það eru 200 manns búin að afpanta ferð til íslands með Flug féiagi lslands,“ sagði Jóhann Sig urðsson, skrifstofustjóri F.f. í London, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Af þess- um fjölda," sagði hann, „eru um 120 manns sem ætliuðu til fslands í hópferðum og hluti þeirra ætl- Fornleifagröftur — í miðbænum UPPGREFTINUM á „bæjar- atæði Ingólfs", eins og það hefur stundum verið kallað, verður haldi áfram í sumar. f fyrra var tokið við að grafa á Uppsalahom- inu, en nú verður haldið áfram í grunninum, þar sem stóð Aðal- stræti 14, en nú er bílastæði og einnig við Suðurgötu, þar sem byrjað var í fyrra. Sænski fornleifafræðingurinn Eipe Nordal, sem hér var í fyrra. i sumar kemur 17. júní ásamt öðrum sænskum fomleifafræðingi. En Þorkell Grímsson mun vinna þar fyrir Þjóðminjasafnið. Auk þeirra munu nemar vinna við uppgröftinn. f Suðurgötu var í fyrra komið niður á leifar frá landnámsöld, og verður nú haldið áfram rann- sóknum þar, en þær vorii stutt komnar. Eyjagosið í Gamla bíói Vestmannaeyingum boðið á sýningu n.k. laugardag ELDEYJAN, heitir gosmynd, sem kvikmyndatökumennirnir Ásgeir Long, Ernst Kettler og Páll Steingrímsson hafa tekið og iokið við. Myndin spannar fyrstu þrjá mánuði eldgossins í Heimaey, en sýningartíminn er 26 mimitur. Myndin, sem er í litum, var trumsýnd í Eyjum í gærkvöldi, en í Reykjavík verður hún sýnd kl. 2 e.h. í Gamla bíói á laugardag. Þangað bjóða höf- undar myndaiinjnar Vest- mannaeyingum til að sjá myndina og er aðgangur ó- keypis. Forráðameinin Garnla bíós sýndu þeian félögum mikla lipurð þannig að þeir geta gert þetta boð. Búið er að panta um 20 ein- tök af myndinni fyrir islenzka aðila og m ikil eftirspum er eftir henni erlendis frá. Þul- ir í myndiinni. eru Árni Gunn- arsson og Helgi Skúlason, en tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. aði að stunda rannsóknir á fs- landi. Fólkið ber þvi yfirleitt við, að það hafi ekki áhuga að koma til íslands á meðan ríkjandi and- rúimsloft er á milli íslenzku og brezku ríkisstjórnanna, en það segir, að það ætl'i sér til ísdands um leið og þorskastríðið er leyst." Jóharm sagðist vilja taka það fram, að miðað við allar þær skammir, sem íslendingr væru búnir að fá í hattinn frá brezk- um fjölmiðlum, og þeirri pólitílk, sem rekin hefði verið gegn í.s- landi i Bretlandi undanfarið, þá væru farpantanimar ótrúlega fáar. Ennfremur væri það svo, að þeir Bretar, sem hefðu verið á íslandi, hvettu landa sína til að fara til fslands, og ættu ís- lendingar marga góða stuðnings- merun í Bretlandi og þeim færi sífjölgandi. Ég er ekkert hræddur við þessa fækkun brezkra ferða- manna tiil íslands í sumar. Þeg- ar landhelgisdeilan leysist, þá held ég að þróunin verði sú, að brezkum ferðamönwum, sem ætli sér til íslands fjölgi mikið, enda hefur ísland fengið stórkostlega au'glýsingu hér síðastliðið ár. Þá má geta þess, að brezkur al- menningur hefur minna fé á milli handanna en undanfarin Eikarbátar til Fáskrúðsfjarðar Fáskrúðsfiirði, 13. júní, FRÁ Trésmiðju Austurlands Fá- skrúðsfirði, voru afhentir tveir 15 lesta frambyggðir eikarbátar sl. laugardag. Bátar þessir eru báðir byggðir eftir sömu teikn- ingu, Teikningúnia af þéim gerði Sigurður Einarsson í Reykjavfk. Eigandi amnars bátsins er Frið- rik Stefánsson, Fáskrúðsfirði, og hlaut hans bátur nafnið Stefán Guðfinnur SU 78. Eigandi hins bátsins er Gylfi Eiðsson, Eski- firði, og hlaut bátur hans nafnið Guðmundur Þór SU 121. Báðir bátamir fara á handfæraveiðar. — Albert. ár og virðast færri Bretar fara úr landi á þessu ári en siðustu ár, sagði Jóhairn að lokium. Hjá Ferðaskrifstofu Zoéga varð Tómas Zoéga fyrir svörum. Sagði hann, að nokkuð margir ferðahópar frá Bretlandi hefðu hætt við hingaðkomur sínar að þes9U sinni, en það væri fleira en þorskastriðið, sem hér ætti hlut að máli. Settur hefði verið á sérstakur neyzluskattur í Bret landi, sem gerði það að verkum að allar ferðir yrðu dýrari, og eins hefði dýrtíð aukizt þar nokk uð þannig, að fólk hefði minna fé á milli handanna en áður. Hinu væri sa-mt ekki að leyna, að þegar frétzt hefði um árásina á brezka sendiráðið i Reykjavík, þá hefði strax fairið að draga úr farpöntunum Breta til íslands. Hins vegar sagði Tómas, að ekki hefði neitt borið á því, að Þjóðverjar hefðu hætt við íslands ferðir. — „Því er ekki að neita, að-ég hef orðið að taka á móti fjölda afpantana í háfjallaferðir min- ar,“ sagði Úlfar Jakobsen, er við ræddum við hann. „Fyrir 10 dög um afpöntuðu 64 Bretar far með okkur um hálendi Islands, og kom þessi afpöntun frá einni ferðaskrifstofu, en einnig hefur einn og einn aðili verið að af- pamta far með okkur." Hann sagði, að þessar afpant- anir ættu allar rót sína að rekja til þorskastríðsins, en þegar þvi væri lokið þá færu Bretar aftur að láta sjá sig hériendis. Úlifar sagði, að Þjóðverjar kæmu hingað sem fvrr, og ekki sagðist hann verða fyrir neinum skakkaföllum, þó svo að Bretar hefðu hætt við að taka þátt í há- lendisferðunum. Fólk væri alltaf að láta bóka sig í ferðimar. Til dæmis væru nú 60 Norðurianda- búar búnir að bóka sig í hálendis ferðir, en í fyrra voru þeir ekki nema uim 20, sem tóku þátt í þess um ferðum. Þá eru einnig 140 Hollendingar búnir að bóka sig i þessar ferðir, og Islendingum fer sif jölgandi, en þeir taka eink um þátt í 11 daga ferðunum. Landshappdrætti S j álf s tæðisf lokksins: Síðustu f orvöð DREGIÐ verður í Landshapp- drastti Sjálfstæðisflokksins n. k. laugardag og eru þeir sem ekki hafa gert skil beðnir um að gem það strax. Sími hápp- drættisskrifstofunnar í Reykja vik er 17100 að Laufásvegi 47. Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér miða í þessu glæsi lega happdrætti með 14 fjöl- breyttum vinningum, þ. á m. fólksbifreið. Látið ekki happ úr hendi sleppa um leið og mikllvægt starf Sjálifstæðis- fiokksiins er styrkt. Listskreyting á Höfðaskóla SKREYTINGAR á opinberum byggingum færast nú mjög í vöxt. Nýlega samþykktt fræðsluráð Reykjaviknr tll- lögu uni listskreytingu á 1. áfanga fyrirhugaðs Höfða- skóla, sem á að fara að byggja nálægt kirkjugarðinuni simn- an í Öskjuhliðinni. Er ætlun- in að skreyta 7 fleti á bygg- ingunni, alls 55 femi. að stærð, og er lieildarkostnaður áætl- aður um 300 þúsimd krónur: Höfundur Iistaverkanua er Snorri Sveinn Friðriksson i Reykjavík. Gjafir til Eyja „Axel Kristjánsson forstjóiH Rafha hefur afhent Lionsklúbbi Hafnarfjarðar gjafir til uppbygig ingar í Vestmannaeyjum. Gjafir þessar eru frá Beha verksmiðj'unum I Porsgrunui Noregi, isl. kr. 52.500.00. Og frá Joh Baunsgaard Espergæmle Dan mörku, ísl. kr. 304.798,50. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færir gefendum beztu þakkir <>g mun ráðstafa fénu síðar til mairrn úðarmála og eða mennin'gamnála Vestmannaeyinga." — Fréttafilkynninig. Utvarps- skákin 1. e2-e4 c7-c5 2. Rglf3 d7-d6 3. d2d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8-f6 5. Rbl-c3 a7-a6 6. Bo.l-g5 e7-e6 7. f2-f4 Bf8-e7 8. Ddl-f3 Dd8-c7 9. 000 Rb8-d7 10. Bfl-d3 b7-b6 11. Hhl-el Bc8-b7 12. Rc3-d5 e6xRd5 13. Rd4-f5 Ke8-f8 14. Df3-g3 e5xd4 15. BdSxet Bb7xBe4 16. HelxBe4 Dc7-c5 17. Bg5xRf6 Be7xBf6 18. Rf5xd6 Staðan eftir 18. leik h vits. Svart: Gunnar Gunnarsson. W'.t: "nP', i K IH rnp- »1 4 i 1 1 Íl 1:1 I * . 3 tm w * ■Bct^a Hvitt: Terje Wibe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.