Morgunblaðið - 15.06.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1973 Otgefandl hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, slmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Asknftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I iausasðlu 18,00 kr. eintakið. fT'lotainnrás Breta í íslenzka fiskveiðilandhelgi hefur sett verulegan svip á störf utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsríkjanna, sem nú sitja á fundi í Kaupmanna höfn. Ljóst er, að Atlants- hafsbandalagið gerir nú á- kveðnar tilraunir til þess að koma því til leiðar, að Bret- ar láti af herskipaíhlutun sinni í landhelgi Islands, þannig að þjóðirnar geti setzt að samningaborðinu á nýjan leik. í>essi tilraun Atlants- hafsbandalagsins er fyrsta raunhæfa aðstoðin, sem okk- ur er veitt í þeim tilgangi að fá Breta ofan af hernaðarof- beldi sínu. íslendingar voru einhuga um að óska eftir þessari að- stoð Atlantshafsbandalagsins; þar skarst að lokum enginn flokkur úr leik. Að vísu get- ur það tekið nokkurn tíma fyrir bandalög af þessu tagi að verða við slíkum tilmæl- um og gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru. Hvorki Atlantshafsbandalag- ið né nokkur önnur alþjóða- stofnun getur leyst slíkt deilumál á svipstundu. Islend ingar hljóta að meta þær til- raunir, sem nú fara fram og miða að því að veita íslend- ingum liðsinni í þessu alvar- lega máli. Sú ákvörðun að skjóta þessu máli til Atlantshafs- bandalagsins sýnir ótvírætt, að íslendingar bera traust til bandalagsins í þessum efn- um. En hér reynir á þolrif Atlantshafsbandalagsins, þar eð áframhaldandi flotaað- gerðir Breta á miðunum um- hverfis landið geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. íslendingar fylgjast því af athygli með framvindu mála á utanríkisráðherrafund inum í Kaupmannahöfn. Josef Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins, sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins sl. miðvikudag, að hann væri allur af vilja gerður til þess að leggja sitt af mörkum til lausnar deilunni innan þess ramma, sem ríkisstjórn ís- lands óskaði. Josef Luns hefur þegar átt viðræður um þessi efni við Einar Ágústsson og Rogers utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Þá hefur hann átt trún- aðarviðræður við Douglas- Home utanríkisráðherra Breta. Þetta starf fram- kvæmdastjórans er ótvíræð- ur stuðningur við málstað íslands, þar sem mestu máli skiptir í bráð, að Bretar fari með herskip sín út úr fisk- veiðilandhelginni. Ýmsar þjóðir bandalagsins hafa þeg- ar veitt okkur beinan stuðn- ing varðandi þessa kröfu. Má þar fyrst nefna Norðmenn, sem beint hafa þeim ein- dregnu tilmælum til Breta, að þeir kalli herskip sín af íslandsmiðum. Utanríkisráð- herra Dana hefur einnig lýst yfir því, að Danir styddu þessi tilmæli. Stefna Kanada í fiskveiði- lögsögumálum hefur einnig styrkt málstað íslands á al- þjóðavettvangi, að því er varðar baráttuna fyrir við- urkenningu á hinum nýju fiskveiðitakmörkum. Full- trúadeild Kanadaþings hefur nýlega samþykkt ályktun, þar sem þeirri skoðun er lýst, að Kanada og önnur strandríki eigi allar fiskauð- lindir í sjónum yfir land- grunninu og beri ein ábyrgð á þessum auðlindum. I álykt- uninni segir ennfremur, að Kanada eigi að gera full- nægjandi ráðstafanir til eftir- lits, svo að ekki verði brotið gegn þessum hagsmunum. Enginn vafi leikur því á, að málstaður okkar nýtur veru- legs stuðnings meðal banda- lagsþjóða okkar í Atlamts- hafsbandalaginu. Raunar hef ur einnig komið fram tals- verður stuðningur við land- helgismálið bæði í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi meðal almennings og félagasam- taka. Þó að kröfur okkar gagn- vart Bretum nú og málstaður okkar í fiskveiðilögsögumál- um njóti vaxandi stuðnings víða um heim, er engu að síð- ur við ramman reip að draga í þessum efnum. Og með öllu er óvíst um árangur af til- raunum Atlantshafsbandalags ins. En hvað sem þeim líður hljótum við að meta þann stuðning við íslenzkan mál- stað, sem ótvírætt hefur kom ið fram síðustu daga. Um- ræður þær, sem orðið hafa innan Atlantshafsbandalags- ins að undanförnu hafa fært okkur nær lokamarkinu; skilningur og liðsinni við málstað Íslands hafa án nokkurs vafa aukizt. íslenzka ríkisstjómin hef- ur ekki leitað eftir stuðningi Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna vegna flotainnrásar Breta. Eina alþjóðastofnun- in, sem hún hefur leitað til, er Atlantshafsbandalagið. En mestu máli skiptir, að engin ákvörðun verði tekin í þess- um efnum, sem dregið getur úr vaxandi stuðningi við okk ar sjónarmið. Allar aðgerðir verður að miða við það eitt, að þær færi okkur nær loka- markinu; stundartilfinninga- rót má ekki færa okkur af réttri leið í þessu viðkvæma og mikilvæga máli. ÖFLUGUR STUÐNINGUR VIÐ KRÖFU ÍSLENDINGA Kinar Ágústsson i ræðu í Kaupmannahöfn: Tilmæli um endurskoðun til fasta- ráðs NAT0 í þessum mánuði VVilliani Rogers heilsar Einari Ágústssyni í upphafi fundarins grær. í RÆÐU sinni á NATO-fund- inum í dag sagði Einar Á- gústsson, utanríkisráðherra, að íslenzka ríkisstjórnin myndi síðar í þessum mán- uði senda fastaráði banda- Iagsins tilmæli um endur- skoðun varnarsam ningsins og tekur þá 7. gr. varnarsamn- ingsins formlega gildi. Hluti úr ræðu utanríkisráðherra fer hér á eftir. ... Starfsbræðrum mínum mun kunnugt um þasr umríeður sem fram hafa farið undanfarið í fastaráðinu varðandi brezk her- Skip við ísland. Hlutverk þessara herskipa er að koma i veg fyrir j'afnvel takmarkaðar löggæziuað- gerðir íslenzkra varðskipa innan 50 milna fiskveiðimarkanna, sem komu til framkvæmda hinn 1. september 1972. Brezkir togarar stunda nú veiðar innan markanna undir vernd þessara herskipa. Riikisstjórn íslands telur hér vera um óþolandi ástánd að ræða og við höfum því vakið athygli ráðs ins í málinu, til þesss að þátttöku rlki bandalagsins geti tekið það til meðferðar sem mjög alvarlegt mál. Ég vil leggja áherzlu á það að síðustu tvö árin höfum við átt marga fundi með fulltrúum Bret lands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands í því skyni að semja um hagkvæmt bráðabirgðafyrir- komulag til að leysa þau vanda- máil, sem togaraútgerðir Bret- lainds og Þýzkalands hafa átt við að etja vegna útfærsiu fiskveiði- markanna. Síðasti fundur með brezku fulltrúunum var haldinn í Fteykjavik dagana 3.—4. maí sl. Þar náðist ekki endanlegt sam- komulag, en báðir aðilar lögðu fram ákveðnar tfflögur til frek- ari athugunar af hálfu ríkis- stjórnanna. Tveimur vikum síðar — hinn 19. maí — fóru herskipin inn á svæðið og leiddi það til þess að ekkert varð úr frekari samn- iingsviðræðum. í þessu sambandi vil ég leggja sérstaka áherzlu á, að meðan við áttum svipaðar samn- ingaviðræður við vini okkar frá Færeyjum og Belgíu héldu fiski- Skip þeirra sig utan markanna og samkomulag náðist. Ég vi.l tjá starfsbræðrum mónum frá Belgíu og Dapmörku þakklæti íslenzku rílkisstjómarinnar fyrir þann hátt sem þar var á hafð- ur. Ég vil einnig geta þess, að ákveðið hefur verið að samn- ingaviðræðum við Samibandslýð- veldið Þýzkaland verði haldið áfram í Reykjavík hinn 29. júní nk. og að við munum bráðlega hefja viðræður við Norðmenn um undanþágur fyrir fiskiskip þeirra á svæðinu. Hins vegar hlýt ég að mótmæla harðlega veru brezka flotians á þessu svæði og krefjast að hann hverfi þaðan á brott hið skjót- asta, þannig að frekari tilraunir til að ná samkomulagi geti haldið áfram. Þegar herskipin eru farin af svæðinu erum við reiðubúnir til að hefja viðræður við Breta á ný. 15 dagar hafa nú liðið síðan rikisstjóm íslands fór þess á leit við NATO að bandalagið hlutaðist til um að brezku her- skipin hyrfu af svæðinu. Ég verð að láta I Ijós aivarlegar áhyggjur rJkisstjómar minnar vegna þess að ekkert hefur skeð. Það veldur ökkur miklum vonbrigðum að NATO hefur ekki getað leyst þetta mál og ef svo skyldi reynast að NATO geti ekki orðið við kröfu okkar, hljótum við íslendingar að taka til endurskoðunar hvaða hag við höfum af því að vera virkir aðilar í bandalaginu. Annað atriði, sem ég vil vikja að hér er staðsetning varnarliðs á Isliandi. Svo sem menn rekur minni til voru allir hl'utaðeiigamdt sammála um það, þegar Island varð aðili að NATO árið 1949, að ekkert herlið skyldi staðsett á Islandi á friðartmium. Á árinu 1951 var vamarsaminingurinn gerður vegna þess hættuástands, sem þá rikti, en siðan eru liðin rúm 20 ár og liðið er ennþá stað- sett á Islandi. Rikiisstjórn Islands hefur átt óformlegar viðræður við rikisstjóm Bandarikjanna um þetta mál. Við höfum rætt möguleilkaina á breytingum á þessu fyrirkomulagi, án þess að miðurstaða hafi femgizt. Ríkis- stjórn íslands hefur nú ákveðið að beita inrnan skamms ákvörð- un 7. gr. varniarsiaminiingsins, sem hljóðar þannig: „Hvor rikis- stjórnin getur hvenær sem er að undaníariinni tilkynninigu tM hiinm ar ríkisstjómarinmar, farið þess á leit við ráð Norður-Atlants- hafsbandaiagsins, að það endur- skoði hvort tengur þurfi á að balda framangreindri aðstöðu og geri tfflögur til beggja ríkis- stjórnanna um það hvort samn- ingur þessi muni gilda áÆram. Ef slík málaleitum um endurskoðun leiðir ekki til þess, að rikiisstjóm irnar verði þvi ásáttar innan 6 mánaða, frá þvi að málaleitunin var borin fram, getur hvor rík- isstjórn hvenær sem er eftir það, sagt samninignum upp og skal hamn þá falla úr gildi 12 mánuð- um síðar.“ Ég hef tiikynint rikiisstjórm Baindaríkjanna ákvörðun þessa og jafnframt lagt til, að viðræð- um okkar um endurskoðun samn imgsins verði fram haldið. Til- mæli okkar um endurskoðun verða lögð fyrir fastaráð banda- lagsins síðar í þessum mánuði. Áfengisauglýs- ingar bannaðar í Noregi I FRÉTT frá Áfengisvamaráði segir, að norska Stórþingið hafl 25. maí sl. samþykkt með 58 at- kvæðum gegn 27 að banna allar áfengisauglýsinigar og auglýsing- air á tækjum og efnum, sem sér- staklega eru ætluð til heima- bruggs. I uimræðum kom fram, að nauðsyfnllegt væri, að lögin gerðu ákveðinn greinarmun á al- mennium nauðsynja- og neyzlu- vairnimgi og ávana- og fíkniefin- um. Norska Stórþingið hafði áð- uir samþykkt lög um bann við tóbaksauiglýsingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.