Morgunblaðið - 21.06.1973, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNl 1973
SAI GAI N Anne Piper: 1 Snemma í háUinn
9
klukkan ellefu að kvöldi. Ég á
að gifta mig á morgun.
— Einmitt þess vegna er ég
hingað kominn, elskan. Ég vil
að þú eigir fagrar endurminn-
ingar um mig í þessu nýja lífi
þínu.
— Jack, þú hefur líka verið
að drekka. . .
— Auðvitað hef éj það, en
bara ekki mikið, enn sem komið
er. En þegar ég kem þangað aft-
ur, ætla ég að verða álíka full-
ur og Edward. Líttu bara á mig,
Jenny. En það gat ég ekki, heid
ur hélt ég bara áfram að íitla
við snúruna í sloppnum mínum,
og óskaði þess, að ég væri dauð.
Hann gekk til min og settist hjá
mér og lyfti á mér andlitinu, svo
að táriin runnu niður kinnarnar.
— HVers vegna geturðu ekki
látið mig í friði? veinaði ég. —
Tii hvers þurftirðu að vera að
koma? Og svo þrýsti ég andlit-
inu að öxlinni á honum og grét
allt hvað af tók og hann léði
mér vasaklútinn sinn eins og áð
ur og hann var jafn óhreinn og
áður, þrátt fyrir leigðu sam-
kvæmisfötin, og loks fór ég að
hlæja.
— í>að er nú enn ekki orðið
of seint, elskan, að bregða hon-
um upp.
— Jú, það er það, sagði ég,
— og auk þess langar mig ekk-
ert til að hætta við allt saman.
Ég nýt þess fullkomiiega —
nema þegar þú ert héma.
Einhver hörkusvipur kom á
andiitið á honum.
— Ef svo er, elskan mín, þá
ætla ég ekki að sleppa þér. Ég
á þig að minnsta kosti í kvöld
þó að hann Edward eigi þig á
morgun.
— Hvað áttu við? sagði ég og
röddin var heldur betur vesæld-
arleg.
— O, þú veizt fullvel, hvað ég
á við, sagði hann og leesti síðan
dyrunum. Svo tók hann að af-
klæða sig og fór að engu óðs-
lega, tók allt upp úr vösum sín-
um og raðaði því á borðið, rétt
eins og við værum búin að vera
gift árum saman. EJn á meðan
skalf ég svo miíkið, að ég gat
ekki ei-nu sinni staðið upp.
— Ef þú kemur nærri rúminu,
þá öskra ég upp yfir r.iig! sagði
ég máttleysislega.
— O, þú lætur það ógert,
sagði hann. — Hvað heldurðu,
Vegna styttri vinnuviku og þar er sumarleyfis-
tíminn fer í hönd, verða verzlanir vorar lok-
aðar á laugardögum fyrst um sinn.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS.
að fína tengdamamma mundi
segja, af hún fyndi stóran karl-
mann 1 herberginu þímu, kvöldið
fyrir brúðkaupið? Auk þess er
hún Anna frænka heyrnarlausa
öðru megin við þig og baðher-
bergi hinu megin, svo að enginn
mundi heyra til þín. Ég hafði vit
á að athuga þetta vandlega.
— Guð minn góður, Jack!
Þetta skal ég iauna þér þó síðar
verði.
Hann sneri sér við í gamla
brúna sloppnum mínur.i, sem
hann hafði tekið af hurðinni.
— Vertu kát, etskan. >ú ert
þegar búin að ná þér niðri á
mér og vel það. Þú ert þegar bú
in að særa mig meira en ég get
nokkurn tíma hugsanlega sært
þig. Farðu upp í!
Þamniig fékk ég aldrei sviig-
rúm tU þess að krulila á mér
hárið fyrir giftinguna og hafði
það því slétt upp að altarinu. Og
svo svaf ég yfix mig í þokka-
bót. Betsy kom með morgunmat-
inn ásamt handfylli af skeytum
klukkan ellefu. Þau voru öll frá
vinum Edwards, þvi erngan átti
ég vininn, að Jack undantekn-
um. Ég hafði talið May fræmku
trú um, að það væri alltof langt
í þýáingu
Páls Skúlasonar.
fyrir hana að fara í brúðkaup-
ið. En við ætluðum að heim-
sækja hana saman næsta dag.
Jack hafði sent mér afmælis-
kort með einhverri andstyggi-
legri vísu á.
— Æ, Betsy, sagði ég. — Ég
held ég sé alltof þreytt til að
gitfta mig og vil helzt liggja í
rúminu þangað til á morgun.
Hvað er á seyði niðri? Betsy
gekk út að gtugganum og dró frá
honum, svo að ég sá sólima um-
kringda regnskýjum.
— Það er aUt í háaloftl. Ed-
ward og Jack eru báðir þræl-
timbraðir og eims og háifdauðir.
AHt frændfólkið er að reyna að
hjálpa, en mamma bregzt bara
iíla við, og svo stanzar siminn
aldrei. Bassett kemur til að
hjálpa þér að klæða þig fclukk-
an tólf, og við eigum að fá ein-
hvem kaldan bita héma uppi
ktukkan eitt. Betsy var eitthvað
að gera við kjólimn minn og hún
fleygði brennl á eldimm, svo að
það var næstum orðio heitt
þarna inni. — Þú mátt ekki sjá
Fossvogur
4ra til 5 herbergja hæð í vestari hluta Fossvogs-
hverfis óskast. Fjársterkur kaupamdi.
EIGNAHUSIÐ
Lækjargötu 6a. Símar: 18322 — 18966.
velvakandi
Veivakandi svarar í síma
1010C frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Hljóinhurður
Valdi skrifar:
„Ég hef oft furðað mig á
því, að ekki sé kvartað yfir
hljómburði útvarpsiins. Á ég
þar við hvað hann er mishár.
Þetta á ekki síður við um sjón-
varpið og er þá einna mest á-
berandi þegar auiglýsingar eru.
Þá getur hávaðinn aMt í einu
orðið svo ofsalegur, að hlaupa
verðu-r að tækih-u til þess að
lækka í því.
Því vek ég athygli á þesisu,
að nýlega var ég staddur í húsi
þar sem fólk var að horfa og
hluftta á sjónvarp. Tók ég þá
eftir því, að kona, sem þarna
var eiimnig og sem notar heym-
artæki, hrökk ila við þegar
hávaðinn jókst. Augljóst var,
að henn-i ieið verr en okkur
hinum.
Hér hlýtur að vera um tæfcni-
lega galta að ræða, en þedr eru
nú orðnir nokkuð langvarandi.
Er þetta vegna kunináttuleysis
eða trassaskapar þeirar, sem
ei-ga að s-ti'Ma hljóðið?
Valdi.“
Ekki vedt Velvak'andi það, en
sjónvarpsmönnum er velkomið
að svara fyrirspuimiinni á þess-
um vetitvamigi.
0 Landhelgismálið
Konráð Þorsteinsson, Háaleit-
isbraut 18 skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég get ekki orða bundizt um
þá stórkostlegu atburði, sem
gerzt hafa í yfirstamdandi
þorskastriði. Þar kom að því,
að Bretar gerðu okkur greiða
og hann stóran, að visu óvilj-
andí, sem von var, en jafn mik
ilvægan fyrir okkur. Atferli
STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550
Fjölærar plöntur
(yfir 100 tegundir)
Ribs, sólber, birki,
brekkuvíöir og
mispill í lim-
geröi.
_______________/
Breta að senda herskip inn í
landhelgi okkar, hefir í eimni
svipan gerbreytt allri aðstöðu,
svo að segja má að héðan í frá,
eigum við alls kostar við þá í
þessu máli. Það er skemmtileg
tilhugsun, að brezki-r togaraút-
gerðarmenn skyldu verða til
þess að leggja okkur upp í
hendurnar þa-u vopn, sem okk-
ur voru ákjósanlegust. Á máli
skákmanna má segja, að útgerð
armennirnir hafi sett „eitrað
peð“ fram fyrlr brezk stjóm-
völd, og brezka ljóndð ginið við
agni-nu og gleypt það. Flestum
munu nú þykja eftirfarandi við-
brögð eðlileg áf okkar hálfu:
— Að banna brezkum her-
flugvélum afnot af íslenzkum
flu-gvöllum.
— Að slíta stjórnmálasam-
bandi við Breta sem árásarað-
ila.
— Að engar samningaviðræð
ur ei-gi sér stað meðan brezkir
togarar eða herskip eru innan
fimmtiu miilna markanna.
— Samningunum við Banda-
ríkjamenn um aðstöðu vamar-
liðsins verði tafarlaust sagt
upp og ekki endumýjaðir
nema vaimariiðið haldi fisk-
veiðd’landhelginni hreinni.
Minna má á, að þegar samning-
urinn var upþhaflega gerður,
var m.a. sett það skilyrði fyrir
dvöl vamarliðsins, að Banda-
riMn viðurkenndu fullveldi ís-
lands og ynnu að þvi, að aðrar
þjóðir gerðu það einnig. Nú
reynir á hvort hér er lið, lífs-
hagsmunum okkar til vamar
eða ekki.
— Að sjálfsögðu á að kæra
innrás brezka flotans til réttra
aðila, oig ekki er víst að í bráð
gleymist hér hin smekklegu um
mæli, sem höfð voru í þessu
samlbandi eftir „hugsjónamann-
inum“ Willy Brandt, um lög-
mæti og eðlUegheit innrásar-
innar. Hið fáránl-ega og fá-
vizkulega uppátæki Breta, að
senda „flota hennar hátignar"
til þess að rifja upp foman yfir
gang Breta hér og morð þeirra
á vestfirzkum sjómönnum í tíð
Hannesar Hafsteins, mun
þjappa íslenzku þjóðinni sam-
an á hi-nn ákjósanlegasta hátt.
Ástæða hefði verið tM þess að
tiltæki Breta nú hefði verið
fagnað á íslandi með því að
draga hvern islenzkan fána að
húni.
Konráð Þorsteinsson."
Það er einkennilegt, að svo
voveiflega atburði sem ódæðis-
verk fárra manna endur fyrir
löngu, og það, að floti stórveld-
is skuld vera farinn að herja í
íslenzkri landhelgi, skuli þurfa
til þess að við íslendingar stönd
um saman, ein-s o-g bréfritari
gef-ur i skyn.
Spyrja má hvort við eigum
að segja okkur úr Samein-uðu
þjóðunum og öðrum samtök-
um, þar sem aðildarþjóðirnar
viðurkenna ekki landhelgi okk-
ar.
KAUPUM
hreinar og stórar
léreftstuskur
i ■
3Hbr0tmbTúílíí>