Morgunblaðið - 24.07.1973, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUÐAGUR 24. JÚLÍ 1973
Bjl HÍI. iU H, I \
Æ’alur;'
22*0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
Tf 21190 21188
li /£> 14444 f 25555
« mum
BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚM 29
AVIS
SIMI 24460
c-
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
CAR RENTAL TDAIICTI
BÍLALEIGA TRAUSTI
l»VERHOLT 15ATEL. 25780
BÍLALEtGA JÓNASAR & KARLS
Ármúla 28 — Sími 81315
eiLALEIGA
BORGARHESS
Kveldúlfsgötu 19,
sími 93-7298.
FERÐABlLAR HF.
Bílaleiga. - S.mi 81260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
F mm manna Cítroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LE/GAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
STAKSTEINAR
Skattaálögurnar
Athyglisvert er að fylgjast
með skrifum stuðningsblaða
ríkisstjórnarinnar um skatta-
mál um þessar mundir. Skatt
skrárnar hafa verið birtar og
sýna öðru sinni, hversu óskyn
samleg skattastefna ríkis-
stjórnarinnar er. Jafnvel hin
einstrengingslegu stnðnings-
blöð ríkisstjórnarinnar hafa
tekið undir kröfur stjórnar-
andstæðinga um breytta
stefnu í þessum efnum.
Tekjuskattarnir eru nú orðn
ir meginhlutinn af opinbertim
gjöldum skattgreiðenda. Er
það glöggt dæmi um, hvernig
rikiskerfið hefur verið þanið
út. Þegar skattalögin voru
sett á sínum tima, básúnuðu
stjórnarblöðin. að skattar
myndu lækka á þorra gjald-
enda. Reynslan hefur nú sýnt
annað, og af þeim sökum hafa
stjórnarblöðin neyðzt til þess
að taka undir kröfur stjórnar
andstöðunnar um nýja stefnu
í skattamáium.
Dagblaðið Timinn reynir þó
að bera í bætifláka f.vrir rík-
isstjórnina sl. sunnudag með
því að halda fram, að skattar
séu nú lægri en áður á meðal-
tekjur og lágtekjur. Ritstjóra
Tímans er þó vafalaust ljóst,
að fullyrðing hans um þetta
efni er röng. Einn megingall-
inn á skattakerfi núverandi
ríkisstjórnar er einmitt sá, að
skattaálögurnar leggjast með
mestum þunga á fólk með
miðlungstekjur og lágar tekj-
ur. Samtöi Morgunblaðsins
við nokkra hafnarverkamenn
sl. laugardag sýna svo að ekki
verður um viilzt, að skatta-
stefna ríkisstjórnarinnar bitn
ar mjög liarkalega á þeim
hópi manna.
Hvort sem það hefur verið
ætlun ríkisstjórnarinnar eða
ekki að leggja þyngstu byrð-
arnar á láglaunafólk og eldra
fólk, þá hefur sú orðið raunin
á. Að vísu var gerð nokkur
Ieiðrétting að þvi er eldra fólk
ið varðar i fyrra, enda var þar
um hneyksli að ræða. Ef hér
var ekki um ætlunarverk að
ræða, þá sýnir það áðeins
stjórnleysið og ringulreiðina,
sem virðist alls ráðandi i öil
um gcrðum ríkisstjórnarin-
anr.
Lúðvík biður
um hjálp
Sú ákvörðun stjórnarflokk-
anna að hefja hyggingu nýs
Seðlabankahúss hefur valdið
gífiirlegum deilum innan
þeirra og þó einkanlega á milli
Þjóðviljans og Tímans. Þessi
höfuðmálgögn ríkisstjórnar-
innar reyna nú allt sem þau
geta til þess að koma sökinni
af sínum flokki og yfir á sam
starfsflokkana. Að vísu heyr
ir þetta til venjuhelgaðra
vinnubragða innan þessarar
ríkisstjórnar. En i þessu til-
viki hafa öldur illdeilna risið
hærra en oftast áður.
Timinn hefur þráfaldlega í
forsíðufrásögniim og forystu
greinum lagt áherzlu á, að
Lúðvík bankamálaráðherra
bæri alla ábyrgð á fram-
kvæmdagleði banknas og gæti
einn stöðvað hana. Þjóðvilj-
inn segir svo enn í forystu-
grein sl. sunnudag, að fullyrð
ingar Tímans um þel.ta efni
séu fráleitar: Lúðvík geti með
engu móti skipað undirmönn-
um sínum fyrir verkum, nema
ráðherrar hinna flokkanna
komi honum til aðstoðar.
Boltanum hefur sem sagt
verið varpað í hendur Fram
sóknarráðherranna. Nú er það
bara spurningiu, hvort þeir
koma Lúðvík til hjálpar.
*
ORÐ I EYRA
Sumarleyfi
Þá eru nú sumarteyfin vin-
sœlu byrjuð fyrir alvöru, og
þeir, sem hafa ekki efni á að
kaupa sér hjólhýsi eða ferða-
grill, verða að láta sér nægja
að skreppa til Mæorku eða
kosta uppá sig delasól eða
kvað það er nú kallað sólskin
ið þarna suður á Spáni.
Að vlsu er ednstaka maður
svo heppion að hafa tekið svo
kallaða veiðiveiru. Af slíkum
þarf eingar áhyggjur að hafa.
Ef þeir geta komizt í sbraum-
vatn fyrir smápeníng eða sii
úngapoll fyrir enn minna, þá
meiga öll hjólhýsi og all'r grill
ofnar heimsins fara veg allr-
ar veraldar fyrir þeim. Meira-
aðsegja Mæorka, sem verður,
hvað líður, kunnari sönnum
Íslendíngum en Hafnarstræti
og skólavörðu'holt, mætti
leysast upp í sína frumparta
ásamt með öllu, sem á henni
iðar, án þess nokkur sæi
þeim bregða. >ví hvað er
hjólhýsi á við flugu? Og hvað
er Mæorka á við maðk?
Sú tíð er laungu fyrir bí
og kemur sjálfsagt aldrei
aftur fremuren aðrar tíðir, að
landi.nn sigli til Kjöben og
komi heim forframaður og
margvís og tyggi uppá
dönsku. Nú gistir landinn
mennlngarpláss við Miðjarðar
haf og Svartahaf, og eingum
dettur í hug að gera kröfu
til þess, að hann komi margs
vísari heim. Hinsvegar þarf
hann nauðsynlega að dökkna
á húð og þýðíngarmiikið er
að eiga litmyndir af hótelum
og baðströndum, sem auðvdt-
að eru því merkilegri, sem mör
landiinn hefur haft óljósari
nasasjón af umhverfinu.
— Það eru semsagt ýmsir
möguleikar i sumarfríinu, eins
og þeir fóstbræður Gvuðrti
og Ingó'lfur, vita. Ef metwi
nota það þá bara ekki í að
byggja og geyma sér svoköll-
uð sólariönd, hjólhýsi og veiði
stángir, þartil fjölskyldugaller
áið er að minnstakosti til-
búið undir tréverk.
Hvað segir Jóhann
G. í fréttum?
JÓHANN G. .lóhannsson var
fyrir nokkru í London og
hljóðritaði þar sex lög sín til
útgáfu á plötum hér heima
og e.t.v. eriendis. Poppkorn
sagði frá ferð hans og dvöl i
London á síntim tíma, og nú
rifjurn við það upp aftur, í til-
efni af því, að nú er verið að
gefa út á íslandi fyrstu plöt-
una með afurðum ferðarinn-
ar.
Platan er tveggja laga og
heita lögin „Don’t try to fool
me“ og „Fifth floor“. Útgef-
andi plötunnar er hljómplötu-
fyrirtækl, sem Á.Á. nefntst og
er í eigu Ámunda Ámunda-
•Tóhann G. Jóhannsson.
sonar, sem um langt skelð
hefur rekið umboðsskrifstofu
fyrir hljómsveitir. Ef Popp-
kornstölvan man rétt, er
þetta þriðja platan, sem Á.Á.
gefur út, en hinar tvær voru
plata fxiga, sem nýkomin er
á markað, og hin sérstæða
plata .Tóhanns G. með lögun-
um „Brotinn gítar“ og „Þögn-
in rofin“.
Við spurðum Jóhann um
daginn, hvernig sú plata
hefði selzt. „Nokkuð vel,“
sagði hann. „Ég tók hana með
mér til London og leyfði fólki
að heyra. M.a. hitti ég fransk-
an náunga, sem hefur gefið
út sérstæðar plötur, t.d. eina,
þar sem hann leikur aleinn á
kontrabassa. Hann varð mjög
hrifinn, þegar ég gaf honum
eitt eintak af minni plötu, og
lionum þótti hún mjög at-
hyglisverð."
En hvað vill Jóhann segja
um þessa nýju pltttu sína, svo
og hin lögin, sem hann hljóð-
ritaði í Ijondon? „Auðvitað er
maður aldrei fullkomlega
ánægður og gjarnan hefði tím
inn í upptökustúdíóunum
mátt vera lengri. En samt er
ég á vissan hátt ánægður, því
að þetta er í rauninni fyrsta
skipti, sem ég kem fram með
mína eigin tónlist. Ailt það,
sem ég hef samið áður, hef-
ur verið undir áhrifum frá
öðrum listamönnum. En nú
hefur mér tekizt að losna und
an áhrifunum — eða svo virð-
ist mér — og skapa núna ein-
göngu mína eigin tónlist."
I Lundúnaferðinni reyndi
Jóhann lítillega fyn. sér með
að ná sambandi við þarlend
plötufyrirtæki og virðist það
hafa gengið framar vonum.
Fljótlega eftir að hann kom
heim, fékk hann bréf frá Der-
ek Wadsworth, sem var hon-
um hin mesta hjálparhella í
sambandi við plötuupptökurn-
ar. 1 bréfinu sagði Derek, að
A&M plötufyrirtækið hefði
sýnt tónlist Jóhanns mikinn
áhuga og viidi fá 15—20 lög
til viðbótar á segulhandi til
athugunar. Þá hafa fjársterk-
ir einstaklingar einnig sýnt
áhuga á að sjá um útgáfu á
plötum Jóhanns, þ. á m. einn,
sem var að hugsa um danska
markaðinn.
Jóliann er því sæmilega
bjartsýnn á framtíðarhorfiim
ar og síðast, er Poppkorns-
ritari ræddi við hann, kvaðst
hann nú ætla að einbeita sér
að því að koma lögum sín-
um á band til að senda A&M.
Af nógu er að taka af nýjum
lögum, því að Jóhann hefur
algeriega helgað sig tónlist-
arsköpuninni undanfarna mán
uði — og aðeins gert hlé til
að mála.