Morgunblaðið - 24.07.1973, Síða 16

Morgunblaðið - 24.07.1973, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 1973 Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor,ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúf Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjórl Bjðrn Jóhannsson. Auglýsingastjórl Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Augtýsingar Aðalstræti 6, sfmi 22-4-80, Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðiu 18,00 kr. aintakið. aði þótt Bretar veiddu hér undir herskipavernd „vegna þess að það, sem þeir kropp- uðu inni í landhelginni hjá okkur, skipti okkur engu máli, það var svo ómerki- legt“, eins og hann komst að orði. Lúðvík Jósepsson hefur enn sömu afstöðu. Hann ferð- ast um landið og telur fólki trú um, að veiðar Breta séu einvörðungu saklaust „kropp“. Enn sem fyrr er því haldið fram, að Bretar geti ekki veitt undir her- ÞJÓÐAREINING UM .KROITItí' |> rezku togararnir og þeir ” v-þýzku halda ótrauð- ir áfram veiðum innan nýju fiskveiðitakmarkanna. Nú er liðið tæpt ár frá því að reglu- gerðin um 50 sjómílna fisk- veiðilandhelgi tók gildi. Út- færsla landhelginnar hefur þó enn sem komið er ekki borið tilætlaðan árangur, þar eð ekki hefur tekizt að draga úr veiðum á miðunum og koma á skynsamlegri vernd- un fiskstofnanna. Lúðvík Jósepsson, sjávar- útvegsráðherra, hefur marg sinnis lýst þeirri skoðun, að í sjálfu sér geri lítið til þó að útfærslan sé óvirk að þessu leyti, þar sem brezku togararnir geti ekki til lengd- ar veitt undir herskipavernd. Nú hefur það hins vegar komið fram, að Bretum mun takast að veiða 170 þúsund lestir, en Alþjóðadómstóllinn hefur í bráðabirgðatilmælum sínum óskað eftir, að þeir takmörkuðu afla sinn við það magn. Afstaða Lúðvíks Jósepsson- ar er hin sama nú og 1961, þegar umræðurnar fóru fram um samningana við Breta. Lúðvík Jósepsson sagði þá í ræðu á Alþingi, að hann vildi beinlínis, miðað við afstöð- una til friðunar á íslands- miðum, semja um það við Breta, að þeir héldu áfram veiðum milli fjögurra og tólf mílna markanna í allt að fjögur ár. í sömu þingræðu gat Lúðvík þess, að ekki sak- skipavernd. Út frá þessu sjónarmiði hafa síðan allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu verið ákveðnar. íslendingum er að vísu Ijóst, að þróun alþjóðlegra réttarreglna um fiskveiði- takmörk er svo ör um þess- ar mundir að hjá því mun ekki fara, að réttur okkar verði viðurkenndur. Sigur okkar er því vís. En á meðan verðum við að gæta þess að gera allar þær ráðstafanir, sem tiltækilegar eru, í því skyni að vernda fiskstofnana fyrir ofveiði. Það er hið eina raunverulega markmið í þess- um efnum. Við getum ekki leyft okk- ur að líta á 170 þúsund I laust „kropp“. Það er blekk- lesta ársafla og gegndarlausa ing, sem varhugavert er að rányrkju á smáfiski sem sak- I byggja allar aðgerðir á. Herör gegn sovézkri áþján O'ópur menntamanna á vest- urlöndum hefur nú ritað opið bréf til félaga í Komm- únistaflokki Sovétríkjanna, þar sem vakir. er athygli á ruddalegum og ómannúðleg- um ákærum á menn sakir stjórnmálaskoðana þeirra. Skorað er á félaga kommún- istaflokksins að viðurkenna það óréttlæti, sem fólgið er í slíkum verkum leiðtoga sov- ézka kommúnistaflokksins. Jafnframt er þess farið á leit, að félagar í kommúnista- flokknum styðji kröfuna um það, að þeim verði sleppt úr haldi, sem nú sitja í fangels- um og geðveikrahælum í Sov- étríkjunum og Tékfcóslóvakíu vegna stjórnmálaskoðana. í bréfinu eru nefnd nöfn fjölda manna, sem leiðtogar Sovétríkjanna hafa látið taka úr umferð eða meinað að fara úr landi vegna kynþátt- ar. Fremstur í flokki þeirra manna á Vesturlöndum, er nú skera upp herör gegn skoð- anakúguninni, er Nóbelsverð- launahafinn Heinrich Böll. Hann hefur áður sett fram gagnrýni á það þjóðfélags- kerfi, sem hann _býr sjálfur við. En nú tekur hann for- ystu í mótmælum gegn þeirri sósíalísku áþján, er íbúar Sovétríkjanna verða að þola með því að þeir eru sviptir frelsi til þess að láta skoðanir sínar í ljós. Þar er hver setn- ing, sem ekki fer saman við hugmyndir leiðtoganna, lýst andsovézk og um leið svik við föðurlandið. Um þessar mundir berast þær fréttir frá Sovétríkjun- um, að rithöfundurinn And- rei Amalrik hafi enn á ný verið verið dæmdur til þrælkunarvinnu. Og hörð hríð hefur verið gerð að hin- um kunna kjarnorkueðlis- fræðingi Andrei Sakharov, sem haft hefur á hendi for- ystu í samtökum sovézkra menntamanna, er berjast gegn frelsisskerðingu hins sósíalíska stjórnkerfis Sovét- ríkjanna. Þessa hörku sýna leiðtogar Sovétríkjanna á sama tírna og Vesturveldin gera ítrekað- ar tilraunir til þess að bæta sambúð og samskipti austurs og vesturs. En frelsi fólksins hlýtur þó að vera frumfor- senda þess, að þær tilraunir beri raunhæfan árangur. TTW^T K.Z-'S-XJ $eárftork$tme0 Eftir William Millinship Miklar vonir eru bundnar við hinn nýja ráðgjafa Nixons í innanríkismálum Líf rikisstjórnar Nixons Banda- rikjaforseta hefur hangið á bláþræði síðan upp komst um Watergate hneykslið, en fyrir skömmu hlaut hún óvænta og vel þegna stuðnings- yfirlýsingu, þegar jafnvel hörðustu andstæðingar forsetans fögnuðu út- nefningu Melvin Laird, fyrrum varn- armálaráðherra, sem ráðgjafa Nix- ons í innanríkismálum. Laird er at- vinnustjórnmálamaður og því má það teljast næsta athyglisvert, að út- nefningu hans skuli vera fagnað nú á tímum, þegar svik og hneyksli hafa komið svo miklu óorði á alla stjórn- málastarfsemi sem raun ber vitni. Melvin Laird er fimmtugur að aldri, maður með mjög hátt höfuð, áberandi skalla og skemmtilega bogn ar augnabrýr. Hann tekur við emb- ætti af John Ehrlichman, lögfræð- ingi, sem einnig hefur mjög hátt og nær sköllótt höfuð, og þann vana að lyfta annarri augabrúninni, þegar hann leggur áherzlu á orð sín. Sá er munurinn á þessum tveim mönnum, og hann hefur vakið hrifningu á Capitolhæð, að Laird hefur sjálfstæða pólitíska fortíð, hann var i sextán ár fulltrúadeildar þíngmaður fyrir Wis- consin, en Ehrlichman er hins vegar pólitískt „nobody", sem hefur komist til mannvirðinga vegna kunnings- skapar við Nixon forseta. Ehrlichman var ein traustasta stoð in i hinum svokallaða Beriínarmúr, sem varði forsetann fýrir óhæfilega miklum afskiptum fulltrúadeildar- þingmanna. Hann veitti íorsetanum þá einangrun, sem hann krafðist. Gallinn var bara sá, að Ehrliehman og H. R. Haldeman, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, sýndu svo mik- inn hroka í þessu varnarstarfi sínu, að þeim tókst að móðga fjölmarga fuiltrúade’ldarþingmenn, jafnt repú- blikana sem demókrata. Laird er allt önnur manntegund. Hann er upprunn inn í miðríkjunum og hefur engin tengsl við hina svokölluðu Kaliforníu Mafíu. Hann var ekki einungis einn reyndasti f ulltrúadeildarþingmaður- inn, heldur einnig einn hinn valda- mesti og hélt vináttu við þingmenn- ina þótt hann hyrfi sjálfur af bekkj- um fulltrúadeildarinnar. Þessi vin- átta hefur haldizt, þrátt fyrir það að Laird lenti oft í hörðum deilum við þingmennina vegna Víetnamstríðsins þau fjögur ár sem hann gengdi emb- ætti landvarnaráðherra. Til gamans má geta þess, að í ráðherratíð sinni skipti Laird til dæmis álltaf við rak- ara fulltrúadeildarinnar. Það kunnu þingmennimir að meta. Laird lét af embætti varnarmála- ráðherra snemma á þessu ári. Hann hafði lýst því yfír fyrir löngu, að lengur myndi hann ekki gegna emb- ætti. Hann undirritaði vopnahléssamn ingana í Víetnamstriðinu og hætti síð an. Enn sem komið er hefur Water- gatehneykslíð ekki snert þær deildir vamarmálaráðuneytisins, sem hann stjómaði, á nokkum hátt. Howard Hunt, sem nú hefur verið dæmdur fyrir sinn þátt í hneykslinu, bað einu sinni um að fá aðgang að skýrslum vamarmáiaráðuneytisins, þar sem hann ætlaði að falsa símskeyti og reyna þannig að tengja nafn Kenne- dys forseta við morðið á Diem for- seta Suður-Vietnam. Þessari beiðni var hafnað og svo virðist sem Laird hafi sjálfur afgreitt allar sérstakar beiðnir, sem frá Hvíta húsinu komu. Hunt fékk hins vegar það sem hann óskaði eftir frá öðru ráðuneyti, þar sem varkárni sat ekki í fyrirrúmi. Útnefning Laird til starfa í Hvita húsinu er talin marka tímamót. Hér eftir verður haft samráð við þingið og þess má vænta, að þingmenn mæti sömu virðingu og tíðkast hefur um árabil. Einnig má vænta þess, að ýms- ar hugmyndir utanaðkomandi manna verði nú teknar til vinsamlegrar at- hugunar af starfsmönnum forseta- embættisins. Fögnuður manna stafar kannski ekki einungis af útnefningu Laird, heldur öllu fremur af brott- rekstri varðhundanna tveggja, Halde mans og Ehrlichmans. En breytingin kom seint og Nixon forseti var í raun néyddur til að fram kvæmá hana, eins og raunar svo margt annað, sem hann hefur fram- kvæmt á undanförnum vikum og mánuðum. Hann einangmði sjálfan sig frá þinginu og hafði áætlanir á prjónunum um að draga enn úr valdi fulltrúadeildarinnar, þegar fjárlaga- frumvörpin kæmu til afgreiðslu. Þvi má ljóst vera, að „Berlínarmúrinn" var ekki reistur af tilviljun, heldur samkvæmt fyrirskipunum frá forset- anum. En „Múrinn" var heldur ekki rofinn samkvæmt vilja forsetans, heldur vegna Watergatehneykslisins. Síðan hafa starfsaðferðir Nixons breytzt verulega. Hann situr nú tíð- um á fundum með leiðtogum fulltrúa- defldarinnar og heldur stjórnarfundi vikulega. Nú er ekki lengur krafizt frjálsræðis til framkvæmda til handa starfsmönnum Hvíta hússins. En hver verður ámngurinn af þess um breyttu viðhorfum? Útnefningar Nixons í rikisstjóm og starfslið Hvíta hússins eru enn innan þröngs hóps vina og samstarfsmanna, sem hann telur sig geta treyst. Melvin Laird og Alexander Haig hershöfð- ingi, sem tók við af Haldeman, geta ekki talizt nýir menn. Len Garment, gamall vinur forsetans, hefur verið útnefndur lögfræðilegur ráðunautur, í stað John Dean, sem nú hótar, að bendla forsetann persónulega við Watergatemálið. Nánustu samstarfs- menn forsetans verða vissulega að vera tmustir stuðningsmenn hans, en sá stunðingur getur reynzt harla mis jafnlega, eins og síðustu atburðir sanna. Útnefning Laird hefur vakið svo mikla hrifningu vegna þess, að hann er sjálfstæður stjórnmálamaður, en ekki kjölturakki forsetans. Menn von- ast til þess, að honum takist að opna frjóum hugmyndum leið inn í Hvita húsið og skrifstofur forsetaembættis- ins. Engu að síður ber að hafa í huga, að fyrir nokkrum vikum sagði Laird, að væri forsetinn persónulega flækt- ur i Watergatehneykslið vildi hann helzt ekki vita af því. Nú er viðkvæð- ið hins vegar: „Það sem mestu máli skiptir er að sannleikurinn komi i ljós.“ Enn geta nokkrar vikur liðið unz í ljós kemur hvor yfirlýsingin reynist heilladrýgri. Á meðan hlýtur Laird að snúa sér að efnahagsmálunum og öðrum þeim vandamálum, sem svo mjög hafa ver ið vanrækt að undanförnu. „Rikis- stjórnin er stöðnuð á sumum svið- um,“ sagði Laird fyrir skömmu, og gaf þar með í skyn, að hann hygðist reyna að koma nýjum málum fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.