Morgunblaðið - 01.08.1973, Page 14

Morgunblaðið - 01.08.1973, Page 14
14 MORGUNöLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1973 Prestar svöruðu ekki bréf um hans úr fangelsinu ^ • • Rætt við Olaf Snævar Ogmunds- son, fyrrverandi fanga, en nú nýtan þjóðfélagsþegn Ungu h.júnin Ólafur og; Gunnhiklur. I*au eru sæl og; ánægð með tilveruna. I Kirkjulækjarkoti í Fljóts- hlíð á Fíladelfía land og rek- ur þar starfsemi til hjálpar af vegaleiddum mönnum og einnig heimili fyrir börn, sem koma frá heimilum, er eiga i einhvers konar vandræðum. Einn af starfsmönnum þar er ungur maður að nafni Ólafur Snævar Ögmundsson, sem býr þar ásamt konu sinni, Gunnhildi Höskuldsdóttur. Rekur hann þar bílaverk- stæði, og er ætlunin að hann hafi einnig umsjón með barna heimilinu um óákveðinn tíma. Óiafs hefur áður verið getið í íslenzkum dagblöðum, er hann ásamt Hafsteini Jósefs- syni afvopnaði Harald Ólafs- son, þegar hann réðst inn til fyrrv. tengdamóður sinnar í Breiðholti í vetur, eins og Is- lendingum er í fersku minni. Blm. Mbl. átti leið um Fljóts hlíðina fyrir skömmu og ræddi við Ólaf. UífsferiII Ól- afs er athyglisverður og sér- stæður, en hann er fyrrver- andi fangi, en frelsaðist og gekk í Fíladelfíu, og hefur nú öðla/t trú á lifið og tilgang þess. Siðan eru liðnir 15 mán- uðir. En látum Ólaf tala. „Ég sat í fangelsi í tvö ár, og þegar ég hafði verið á Litla-Hrauni í eina viku tók ég kristna trú og gat sætt mig við örlög mín, en það er meira en flestir fangar geta sagt. Eitt af því fyrsta, sem ég bað um, er ég kom í fang- elsið var Biblían, en hana fékk ég ekki fyrr en hálfu ári seinna. Er þetta gott dæmi um þann aðbúnað og þá þjón- ustu, sem fangar á ísiandi fá. En hún kom að lokum og ég las hana spjaldanna á milli mér til mikillar ánægju. Eins og allir aðrir hafði ég sífellt verið að leita að einhverju og fannst margt tilgangslítið á þessari jörð, en eftir að hafa lesið Biblíuna var ég sannfærður um að sannleik- ann er að finna hjá Guði. í stuttu máli má segja að ég hafi í fyrsta skipti i llfi mínu upplifað frið í fangelsinu." „Hver er reynsla þín af ís- lenzku fangelsi?" „Hún er ekki góð. Lítið er gert til að reyna að hjálpa föngunum. Ekki er um neina endurhæfingu að ræða. Á þess um tveimur árum, sem ég sat í fangelsinu, kom aldrei sálfræðingur til mín, til að sálgreina mig eða rannsaka á einhvern hátt. Enginn hafði áhuga á að vita hvort hér væri um einhvers konar sálar- flækju að ræða. Þegar ég svo hafði setið inni í tvö ár, var aleiga mín 300 kr. Með það var ég sendur aftur út í lifið, tekið í höndána á mér og sagt: „Góða ferð og við vonum að við sjáum þig aldrei aftur.“ Bnginn spurði hvað ég vildi gera. En ég var svo gæfu- samur að eiga yndislega for- eldra, sem gátu hjálpað mér. En hvað hefði orðið um mig ef ég hefði ekki haft þau? hað er ekki gott að segja. En eitt er öruggt og það er, að í öllum föngunum, sem voru með mér bjó þrá og vilji til að verða nýtir menn. En það er bara ekkert gert fyriir þessa menn og þeir eiga hvergi höfði s'ínu að að halla og leiðast út í sömu vandræðin aftur og aftur. Þessir menn, sem sátu iimni með mér virt- ust flestir vera góðum gáfum gæddir og höfðu hæfileika á einhverju sviði, eins og t. d. listræna hæfileilka. Þeir voru alliir góðir féiagar, jafnvel þeir beztu, sem ég hef eign- azt. Þeir reyndust vel og var umhugað hverjum um annan. Margt af erfiðleikum þessara manna má rekja til æsku þeirra og uppeldis. Kapp- hlaupið eftir lífsgæðum er orð ið svo geigvænlegt, að foreldr arnir gleyma að sinna börn- um sínum, en hafa meiri áhuga á nýju innréttingunni og nýja bílnum. Er óþarft að fjölyrða um þær afleiðingar, sem slikt sinnuleysi getur haft á barnið. Ég er ekki í , minnsta vafa um að allir þess ir menn geta orðið nýtir þjóð- félagsþegnar. Það eina, sem þeir þurfa, er mannkærleikur. Mín reynsla eftir að ég kom út úr fangelsinu er góð af al- menningi. Allir vildu og viija hjálpa mér, allir nema hið opinbera. Það hefur lagt stein í götu mína, þó þeir sjái að ég reyni með kjafti og klóm að bjarga mér. íslenzka ríkisvald ið ætti að taka Svía sér til fyrirmyndar. Þar er það þann ig, að strax og afbrotamaður er frelsaður fær hann sakar- uppgjöf og allt er gert honum til hjálpar, en ekki reynt að koma honum niður aftur. Sænski dómsmálaráðherrann hefur sagt, að ef afbrotamenn viiji verða nýtir og góðir þegn ar, ætli rikið sér ekki að standa í vegi fyrir þeim. 1 Svi þjóð er rekin stór stofnun á vegum Hvítasunnusafnaðar- ins, og frelsaðir fangar eru sendir þangað og 96% af þe:m monnum, sem reynt hefur ver ið að hjálpa, hafa fengið full- an bata. Fíladelfía hefur áhuga á að auka starfseimi sína og kaupa jörð, þar sem sams konar endurhæfing færi fram. Það yrði mjög dýrt fyr- irtæki, en við vonum að gott fól'k og h:ð opinbera viilja að- stoða okkur. Það er eitt atriði enn, sem ég vildi nefna í sambamdi við deyfð og áhugaleysi hins opin- bera í þessum málum. Allir vita, að menn, sem eru á saka skrá fá ekki að vinna hjá rík- inu. Mér er þetta gjörsamlega óskiljanlegt, því hver á að hjálpa þessum mönnum, ef ekki hið opinbera?" „Hvers vegna gekkst þú í Hvítasunnusöf nuðinn ?“ „Á meðan ég var í fang- elsinu skrifaði ég nokkrum prestum, en enginn þeirra svaraði bréfum miínum, svo að lokum skrifaði ég tiil for- stöðumanns Fíladelfíiu og hann svaraði bréfi mínu og bauð mér að koma á samkomu hjá þeim, þegar ég kæmi út. Satt að segja hafði ég nú ekki mikinn áhuga á því. Ég áleit fólkið í söfnuðinum skrtt ið og ofstækisful'lt. En ég labbaði mér inn á eina sam- komu, því það sakaði ekki að kíkja inn. Á þessari samkomu varð mér ljóst að ég var frels aður. Skömmu seinna kynnt- ist ég stúlkunni, sem varð eiginkona mín fyrir rúmum mánuði síðan. „Getur þú sagt okkur eitt- hvað frá atburðunum, sem gerðust í Breiðholti í vetur?" „Já. Eins og áður heíur komið fram í blaðaviðtali við mig, vair ég staddur hjá Haf- steimi af einskærri tilviljun. Við rákum bifreiðaverkstæði saman og ég hafði komið till hans, til að sækja lykla. Ég ætlað: bara að stoppa mjöig stutta stund, en Hafsteinn lagði fast að mér að fá kaffi- sopa. Ég hafði satt að segja lítinn tíma til þess, en ég fann að eitthvað var að hjá Hafsteini og þess vegna ákvað ég að þiggja kaffiisopann og reyna að komast að því hvað væri að. Nokkrum minútum seinna réðst Haraldur inn á okkur. Þegar baráttunni við hann lauk, fannst mér, að það hefði alls ekki verið ég sjálfur, sem þar var að verki, heldur einhver yfirnáttúrulegur kraft ur.“ „Heldur þú að hægt vaeri að hjálpa Haraldi, ef hann frelsaðist?" „Alveg örugglega. En frum skilyrðið er að hanm vilji hjálpa sér sjálfur, eins og með alla aðra. Þetta hefði al veig e'ns getað verið ég, sem réðst þarna iinn vopnaður byssu. Það er aðeins frelsun mín, sem gerir það að verk- um að h ugsunarháttur minn er breyttur, frá þvi sem áður var. Ég hef mikinn áhuga á því að tala við Harald og ég ætla mér að gera það áður en langt um líður. Ég hef þekkt hanin frá því áð ég var barn og ég veit að hann á margt gott til. Ég ætla að stefna að þvú í framtíðinmi að hjálpa afbrota- mönnum og öðrum, sem eiga í erfiðleikum." „Eitthvað, sem þú vildir segja að lokum?“ „Já, ég viil taka það skýrt fram, að það er ekki sök for- stöðumanna fangélsanna, að illa er búið að föngunum, heldur ríkisins." — Steinunn. Kven- og karlmonnaskór Fjölbreyft úrvai i ferðalagið SKÓVERZLUNIN, FRAMNESVEGI 2, SKÓVERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR. 1275 GT — Til sölu Mini 1275 GT. Bíllitnn er með 60 ha. vél (din). Upphituð aftur- rúða. Stælfelgur. Snúningshraðamælir. Servo- bremsur. Upplýsingar í síma 14388. Hraðfrystihús - fiskverkendur Ungur, áreiðanlegur skipstjóri óskar eftir að komast t samband við fiskkaupanda, sem vildi aðstoða við byggingu á nýjum 120 lesta stálbáti. Tilboð, merkt: „Nýsmíði — 9091“ sendist af- greiðslu Mbl. fyrir 4. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.