Morgunblaðið - 01.08.1973, Page 28

Morgunblaðið - 01.08.1973, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1973 SAI GAI N Anne Piper: I Snemma í háUinn okkur. Hann stóð upp og lagaði á sér jakkann. — Nú þarf ég að fara, sagði hann. — Þú getur gist hérna í nótt ef þú vilt. — Hefurðu þá aukasvefnher- bergi? spurðí hann. Ég varð hálf- hissa. — Já, vitanlega sagði ég. Og svo er hérna líka legubekkur sem er ágætur að sofa á. — Þá ætla ég að sofa hérna niðri. Það fer bezt á því. Eigum við nú að lífga eldinn. Hann var ótrúlega húslegur. Hann tók kolafötuna og hellti inndihaddi hennar í eldinn. — Nú skal ég fara með bakk- ann fram í eldhús, sagði hann. — Ég sagði ólundarlega: — Það er verst, að ég skuli ekki hafa neinn kött hérna handa þér ti.l að setja út fyrir. Hann sneri sér við á leiðinni til dyranna. — Ég held þú skiljir þetta ekki. Ég skal skýra það. Hann gekk varlaga niður með þungan bakkann, og ég gat heyrt þegar hann setti hann á eldhúsborðið, þvoði sér um hendumar við vask inn og hljóp svo léttilega upp aftur. Ég var kyrr þar sem ég var kornin, hringuð upp í hæg- indastólnum. Þessu er þannig farið, sagði hann og veifaði örmum um leið og hann kom inn. — Þú átt að verða konan min og þess vegna bið ég þig ekki að verða frillan mín. Finnst þér það ekki ein- falt mál? — Jú sérlega einfalt, sagði ég. — Og ef svo er, þá ætla ég að fara upp að hátta. Fáðu þér bað ef þú vilt — vatnið er enn heitt býst ég við. Og viltu slökkva í forstofunni: — Sjálfsagt. Og ég skal líka aflæsa framdyrunum. Góða nótt, elskan min. Hann kyssti miig á ennið og horfði á eftir mér upp stigarm. Öjæja þá! Útlendingar geta svei mér verið skrýtnir. Hann kom aftur um næstu helgi. Enn bjó hann til ágætis kvöldverð og sendi mig svo í bælið, fljótt og siðlega. Loksins kom kort frá Jack, frá Niagara Palls: „Er að kenna strákunum að fljúga. Verð hér lengi. Dásamlegur staður. Vildi að þú værir komin. Kanadísku stelpumar eru ekki líkt því eins leiðinlegar og þær eru sagðar. Sjáðu til þess að ekki komist raki að myndunum mínum. Bless! Jack.“ Ég náði mér i kort af Tower- brúnnd og svaraði um hæfl: „Er að kenna strákunum að drekka te. Skipakvíamar í London eru dásamlegar Ég er alveg vitlaus í sjómenn, einkum þá frahska. Nota myndirnar þínar fyrir baðmottur. Bless! Jennifer" Og næstu árin varð ekki meira úr bréfaskiptum okkar í milli. Skipið hans Léon-Jaques fór. íbúð með 4 svefnherbergjum óskast fyrir fjársterkan kaupanda. PÉTUR AXEL JÓNSSON, lögfræðingur, öldugötu 8. — Sími 12672. Lagerhúsnœði Við höfum verið beðnir að auglýsa 150 fm geymslu- húsnæði á jarðhæð til leigu. Húsnæðið er nýtt og upphitað. Upplýsingar gefnar í skrifstofunni, sími 10650. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA. í þýáingu Ptfils Skúlasonar. Ekki vissi hann hve langt yrði þangað til hann fengi frí í Pairís. Við föðmuðumst innilega fyrir utan matstofuna, undir háværu blistri og svo fór ég aftur iinn á vaktina mína, rjóð og úfin. Einn mánuður leið, síðan tveir og þrír, og vorið var komið. Loks ins skrifaði I.éon-Jaques mér frá Pairís: Elskan mín. Ég hef slæmar frétt að færa. Ég er hræddur um, að við getum ekki gifzt. Ég er búinn segja mömmu af heimsóknunum ti'l þín, og hún vill ekki trúa þvi, að ofsafenginn Frakki geti staðizt jafnfaldega konu og þú ert (hún hefur séð mynd af þér og viðurkennir að þú sért fall- velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Þurfa íslendingar atvinnuleyfi á Norðurlöndum? Frú Rannveig Kjartansdóttir Grönás, sem búsett er í Rokne í Noregi skrifar: „Mér datt í hug að skrifa til ykkar, vegna atvinnuleyfa fyr ir Islendinga á Norðurlöndum. Fyrir hálfum mánuði fýlgdi ég tveimur islenzkum stúikum á sýsluskrifstofuna hér, en er- indi þeirra var að sækja um atvinnuleyfi. Ég hafði ráðlagt þeim að sækja um atvinnuleyfi áður en þær kæmu til Noregs, en svar- ið, sem þær fengu á fslandi var, að fslendingar þyrftu ekki að hafa atvinnuleyfi á Norður- löndum. Þetta svar er bara ekki rétt. Til er skýrslueyðublað tll út- fyllingar fyrir útlendinga, sem óska eftir atvinnuleyfi hér. Efst á þessu blaði stendur, að Danir, Sviar og Finnar þurfi ekki at- vinnuleyfi á Norðurlöndum, en ekkert er getið um fslendinga. Sjálf er ég íslenzkur rikis- borgari, en hef verið hér í átta og hálft ár. Ég þarf að sækja um atvinnuleyfi á hverju ári. Hvemig stendur á þessu? Rannveig Kjartansdóttir Grönás." Velvakandi sneri sér tii Jóns Ögmunds Þormóðssonar, full- trúa í utanríkisráðuneytmu. Hann sagði að fslendingar þyrftu að hafa atvinnuleyfi í Noregi, réðu þ;ir sig tii starfa þar. Hins vegar þyrftu þeir ekki að hafa slíkt leyfi í hönd- um við komuna till Noregs, held ur gætu þeir sótt um það þar, meðan fólk ' frá ýmsum lönd- um öðrum fengi þvi aðeins dval arleyfi í landinu, hefði það atvinnuleyfi handbært við kom- una. Skýringin á því hvers- vegna ekki er krafizt atvinnu- leyfis í Noregi af einstaklingum frá hinum Norðuriöndunum mun felast í því, að í gildi eru sérstakar reglur um sameigim- legan vinnumarkað Norðurland anna, nema íslands. Benda má á, að ekki er ráð- legt fyrir þá, sem hyggjast hasla sér völl á erlendum vinnu markaði að fara af stað án þess að hafa áður orðið sér úti um atvinnuleyfi í viðkomandi landi, jafnvel þótt ætla megi að leyfið verði auðfengið þegar þangað kemur. 0 Misnotkun á aðstöðu? Tveir söngvarar a. m. k. eru starfandi hjá Útvarpimu. Annar er framkvæmdastjóri þess og hinn háttsettur í tónlistardeild. Þeir hafa nú svo lengi sem elztu menn muna haft tii skipt- is á laugardagskvöidum þátt með söngvurum. Yfirstjórn Útvarpsims veitir þessum þætti einnig þann heið- ur að endurtaka hann í vik- unnd, eftir að hann er frumflutt ur. Hvemig stendur á þvi, að Seglugerðin Ægir Tjöld Tjaldhimnar Svampdýnur Toppgrindapokar Vindsængur Svefnpokar Borö og stólar. - Sendum í póstkröfu. - SEGLAGERÐIN ÆGIR, Grandagarði 13. símar 14093 - 13320. ein grein tónlistar nýtur slikrar sérstöðu í Útvarpinu? Er ekki mál að linni? Eða hvemig væri að gera pákuleikara að framkvæmdasljóra Útvarpsins? „Útvarpshlustandi." 0 Bankann i hólinn „Heiðraði Velvakandi, Skelfing er leitt til þess að fólk skuli vera að fjargviðrast yfir þessari blessaðri Seðla- bankabyggingu, sem vofir yfir Amarhólli. Verra hefðd það get- að orðið. Einhverjum söfinuðin- um hefði getað dottið í hug að reisa þarna kirkju, já, jafnvel Ásatrúarmönnum væri trúandi til að reisa þarna hof, fyrst þarna trónar fyrsti ásatrúarmað urinn, sem tók sér bólfestu á Islandd, Ingólíur Amarson. En það liggur í augum uppi hver er bezta lausnim á þessu vandamáli og hvað gera þarf, svo ölhim líki. Það á ekki að byggja bankann á Amarhóli heldur í honum. Með þvi að hola Amarhól að inmian og grafa nokkuð niður fyrir jafn- sléttu má hæglega gera þama 5—6 hæða byggimgu. Byggingu, sem hvorkn þyrfti að mála, né múrhúða í mesta liagi að slá nokkrum sinmum á sumrí. Ef bæta þyrfti eimni eða tveiimur hæðum við húsið mætti bara hækka hólinn. Með timanum gæti jafnvel farið svo, að þarna risi hið myndarlegasta fjall og verður það tilkomumikill sjón þegar hjálmur Ingólfs „flúttar" við turn Hallgrimskirkj u. 0 Huggulegt fyrir starfsmennina Frá alda öðli hefur tiðkazt að grafa penimga sína í jörð og þótt hin öruggasta geymsCa. ís- lenzkum peningamönnum þætti því ekki sorglegt að geta setið á bekk á Arnarhóli og viita af krónunum símum vel gröfnum undir fótum sér. Á veturna, þeg ar klakahjúpurinn hylur hól- inn, getur svo Seðlabankinn sagt og sýnt með sanni, að hann hafi fryst íslenzku krón- una. 1 hverjum banka er hópur fuii trúa, sem virðast hafa það eina starf með höndum að stara út um gluggann meðan þeir styrkja kjálkavöðvana með blý antsnagi. Ekki þurfa þeir að óttast, að immfflokuniarkenndin muni buga þá, því hæglega má setja upp fjögurra rása innan- hússsjónvarp og með því að ýta á takka gætu þeir valið um út- sými til allra höfuðátta. Þegar þeir þreyttust á að horfa á Esjuna gætu þeir svissað yfir á aðra rás og athugað hvort torgklukkan væri ekki að verða fiiimm. Myndavélamar mætti bafa í stöplinuim undir Ingólfi. Þar mætti og hafa bankahólf (næturhólf). 0 Saltir seðlar . f stórstreymi má búast við þvi að flœði inn í neðstu hvelf- ingar bankans, en þegar þess er gætt, að vér Islendingar höf- um megnið af þjóðartekjunum úr sjónum, þá ætti engiinn að setja það fyrir sig þótrt seðlarn ir, sem þeir taka út, séu hrá- blautir eða með smá seltukeimi. Þegar búið er að hola út hól- inn þá væri tilvalið að breyta nafni hans í Amarhol. Er þessari sjálfsögðu tiiiögu sem sagt hér með komið á fram- færd og ekkert því tdl fyrir- stöðu, að arkitektar vorir geti tekið til óspiHtra málanna. Sjálfur bíð ég með óþreyju þess dags þegar ég get farið og setið á peningunum mínum á Amar- holi og horft á sóiina hníga ttl viðar — ekki bak við banlka- byggingu — heldur á sdnn stað í vestrínu. Birgir Bragason, Fossagötu 1, Reykjavík.“ Iðnoðarhúsnæði óshnst til leigu, 100—250 fm, í Reykjavík eða Kópavegi. Stærra húsnæði kæmi til greina. SE-PLAST HF„ sími 26025.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.