Morgunblaðið - 11.08.1973, Síða 16
16
MORGUNBLAE>IÐ — LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1973
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík,
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100,
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjlad 300,00 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 18,00 kr. eintakið.
til þess að undirbúa nýja út-
færslu fiskveiðilögsögunnar.
Það hefur komið í ljós, að
200 mílna reglan á miklu
fyígi að fagna á alþjóðavett-
vangi og þess vegna er eðli-
legt, að íslendingar fylgi
þeirri þróun. Áskorun sú,
sem nú hefur verið beint til
ríkisstjórnar og Alþingis sýn-
ir svo ekki verður um viilzt,
að hreyfing er að skapast í
landinu um að kyrrstaða ráði
ekki ríkjum heldur verði sótt
fram til nýrra markmiða í
HVERS VEGNA ERU ÞEIR
SVONA ÚRILLIR ?
A ð vonum á meginþorri Is-
lendinga erfitt með að
skilja, hvers vegna Lúðvík
Jósepsson, sj ávarútvegsmála-
ráðherra og málgagn hans,
Þjóðviljinn, eru svo miður
sín yfir áskorun hóps for-
ystumanna í sjávarútvegi um
200 mílna fiskveiðilögsögu
við ísland. Allt frá því, að
áskorun þessi kom fram hef-
ur geðvonzkan riðið húsum
á skrifstofu sjávarútvegsráð-
herra og á ritstjórnarskrif-
stofum málgagns hans. í for-
ystugrein Þjóðviljans í gær
er því haldið fram, að „ef við
færum nú að hringla með þá
stefnu, sem fylgt hefur verið
værum við ekki einasta að
skaða okkur íslendinga held-
ur að skaða þá alþjóðlegu
hreyfingu í landhelgismálinu
sem risið hefur fyrir íslenzka
tilstuðlan.“
Þessi ummæli kommúnista
blaðsins verða ekki skilin á
annan veg en þann, að blað-
ið telji áskorunina um 200
mílna fiskveiðilögsögu skaða
málstað íslands. Þetta er
furðuleg afstaða og sýnir
glögglega þá kyrrstöðu og
værð, sem virðist vera að
færast yfir sjávarútvegsráð-
herra og málgagn hans í land
helgismálinu. Það er nefni-
lega ekki nóg að færa út í 50
mílur og horfa aðgerðarlaus-
ir á, að Bretar taki nálægt
170 þúsund tonn af fiski á
íslandsmiðum eftir sem áð-
ur.
Þróunin í fiskveiðilögsögu-
málum hefur verið mjög ör,
ótrúlega ör, á þeim þremur
árum, sem liðin eru frá því,
að Viðreisnarstjórnin beitti
sér fyrir skipun nefndar full-
trúa allra stjórnmáiaflokka
landhelgismálum okkar ís-
lendinga.
Augljóst er, að áskorunin
um 200 mílurnar á miklu og
vaxandí fylgi að fagna með-
al landsmanna. Morgunblað-
ið hefur jafnan lagt á það
ríka áherzlu, að 50 mílurnar
væru ekkert lokamarkmið.
Sjálfsagt er að hagnýta þá
almennu hreyfingu, sem er
meðal þjóða heims fyrir 200
mílunum. Þess vegna veldur
það vonbrigðum, að sjávarút-
vegsráðherra og málgagn
hans taka svo dræmt í 200
mílna áskorunina, sem raun
ber vitni um. Ósagt skal lát-
ið hvað veldur þeirri afstöðu.
Hitt er ljóst, að aldrei má til
þess koma að kyrrstaða ríki
í landhelgismálinu. Þeir, sem
ekki vilja fylgja fram nýrri
sókn í landhelgismálinu ættu
a.m.k. ekki að þvælast fyrir.
KYNNING
LANDHELGISMÁLS
rpalsmenn núverandi ríkis-
stjórnar, sem af einhverj-
um ástæðum virðist fremur
fylgjandi þjóðareiningu í
landhelgismálinu í orði en á
borði, halda því stöðugt fram,
að Viðreisnarstjórnin hafi
ekkert gert á valdatíma sín-
um til þess að kynna málstað
íslendinga í landheligsmál-
inu. Hverjar eru staðreynd-
irnar? Á hverju einasta Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna frá 1960—1970 var ítrek
uð sú afstaða íslands, að ríki,
sem byggðu afkomu sína á
fiskveiðum, ættu ótvíræðan
rétt til auðlinda hafsins.
Fyrir tilstuðlan íslands var
ákveðið að efna til hafréttar-
ráðstefnu þeirrar, sem sett
verður í haust til þess að
kveða á um víðáttu fiskveiði-
lögsögu. Fyrrverandi ríkis-
stjórn beitti sér fyrir því, að
fremsti sérfræðingur íslend-
inga í þessum málum, Hans
G. Andersen, væri kallaður
heim frá störfum erlendis til
þess að undirbúa næsta skref
í landhelgismálinu. Fyrrver-
andi ríkisstjórn átti frum-
kvæði að því að nefnd emb-
ættismanna fjallaði um öll
mál er varða landgrunnið,
nauðsynlegar friðunarráð-
stafanir, hagnýtingu fiski-
stofna o.s.frv. Viðreisnar-
stjórnin hafði frumkvæði um
það vorið 1970 að skipuð var
nefnd með fulltrúum allra
flokka til þess að fjalla um
næsta skref í landhelgismál-
inu með það fyrir augum, að
samstaða gæti tekizt um það.
Annað mál er, að þáver-
andi stjórnarandstöðuflokkar
töldu mikilvægara að gera
nýja útfærslu að bitbeini í
kosningabaráttunni 1971 en
ná samstöðu. Þegar vinstri
stjórnin tók við völdum var
tilbúinn í handriti bæklingury
sem fyrrverandi ríkisstjórn
hafði látið gera en vildi ekki
gefa út fyrir kosningar 1971,
svo að ný ríkisstjórn gæti
gert á honum þær breyting-
ar, sem óskir kynnu að vera
um. Vinstri stjórnin gaf
þennan bækling út óbreytt-
an.
Á sama tíma og Viðreisn-
arstjórnin hélt uppi mark-
vissu starfi til þess að
kynna málstað íslands og
hafði að lokum frumkvæði
um undirbúning að beinni
útfærslu, heyrðist ekkert um
landhelgismálið frá stjórnar-
andstöðuflokkunum, sem þá
voru. í stjórnartíð Viðreisn-
arstjórnarinnar tóku þeir
ekkert frumkvæði í land-
helgismálinu, hvorki varð-
andi kynningu á málstað ís-
lands eða um aðra þætti þess.
Þegar staðreyndirnar eru
skoðaðar kemur í ljós, að
áróður núverandi stjórnar-
flokka um aðgerðarleysi Við-
reisnarstjórnar er blekking
ein og fals.
forum
world features
Sadat og Qaddafi
EFTIR TOM LITTLE
HÆGT er að líkja Sadat
Egyptalandsforseta við Rauðu
drottninguna, sem er furðu-
ver.a í sígildri brezkri bama-
sögu. Hún hljóp á fleygiferð
án þess að komast nokkuð
áfram og var lafrnóð í þokka-
bót. Hver og einn getur getið
sér til, hversu lengi Sadat
tekst að halda áfram sínum
ákafa leik án þess að honum
verði sparkað, en svarið
væri miklu óvissara, ef ein-
hver i Egyptalandi væri svo
grunnhygginn að telja sig
geta gert betur.
Sökin er ekki einvörðungu
hans. Hann vlldi vel. Hann
braut niður lögregluríkið, sem
komið hafði verið á fót í kring
um Nasser forseta og ávann
sér fyrir bragðið hylli þjóðar
sinnar. Hann reyndi að fá
Vesturveld'n, til að styðja áætl
un sina um að knýja Israeis-
menn til friðar, og i sömu
andrá reyndi hann að afla
vopna frá Sovétríkjunum til
þess að geta unnið sigur á
Israelsmönnum, ef hitt tækist
ekki. Ennfremur kom hann
sér í mjúk'nn hjá þjóðarleið-
toga Libyu, Mu.ammar Qadd-
afi, er þykir heldur reikull í
rásinni, og ætlunin með því
var að fá hann til að legigja
fram nokkrar milljónir af ollu
Sadat.
gróða sínum til að greiða úr
hinu stöðuga efnahagsöng-
þveiti í Egyptalandi.
Ef áætlunin hefði heppnazt
hefði hann orðið átrúnaðargoð
fjöidans og öðlazt aðdáun um
heim allan. Þess í stað velta
menn þvi nú fyrir sér, hvað
hann sé e giinlega að föndra,
því að Leifamar af himim stór
felldu áformum hans einkenn
ast af fyrirhyggjuleysi. Sé lit-
ið um öxl kemur þó í ljós, að
Nasser var litlu betur á vegi
staddur fyrir nokkrum árum,
þegar dauð'nn losaði hanai
undan allri ábyrgð. Munurinin
er sá, að Nasser var hygginari,
þar sem hann var sparari á
opinber loforð.
ísi'ael var þá og er enn or-
sök sjálfheldunnar. Rúsisar
heita Aröbum ævarandi vin-
áttu, en útvega þeirn aldrei
næg lega mikið af vopnum til
þess að Israelsmönmum
standi stuggur af þeim. Banda
ríkjamenn útvega Israel
nægiLega mikið magm vopma
til að ó-gna Aröbum og tll að
si-gra þá í orrustu, ef nauðsyn
krefur. Sadat er þvi knúinin til
þess að be ta pólitísku frum-
kvæði, sem mdðar að þvi að
fá Evrópuriki og risaveldin
tvö til að útbúa samþykkt,
sem hanin þorir ekki að koma
saman sjálfur vegna almenn-
inigsálitsins heima fyrir,
vegna þess að það væri nógu
hagstætt fyrir ísrael að
tryggja, að hún næði fram að
ganiga.
Nýiega skýrði Zeid al-Rifai,
forsætisráðherra Jórdaníu frá
því í þýzku tímariti, að eina
leiðin úr þeirri úlfakreppu,
sem Sadat er í sé að fara með
stríð á hendur Israelsmönn-
Qaddafi
um, enda þótt Husseiin kon-
ungur hafi skýrt her sínuim
frá því í einkaskýrslu, að Ar-
abar geti ekki sigrað í stríði
við núverandi aðstæður, og
að hanm hafi ekki i hygigju að
niðurlægja sjálfan siig á nýjan
leik með því að heyja annað
vonlausf stríð gegn ísrael.
Egyptar della nú um, hvort
Sadat muni halda áfram sinná
vonlausu stefnu, en annarra
kosta eigi hann ekki völ. Tvö
ár eru liðan síðan hann lýstá
yfir, að „ár ákvörðunarinnar“
væri hafið, en á því tímabili
átti að finna lausn á vanda-
málinu varðandi ísrael, annað
hvort með striði, ellegar og
fremur með friðarsamining-
um, en ísraelski herinn situir
enn i góðu yfirlæti í Sínai og
buslar með fótunum í Súez-
skurðmum.
ÁR VONBRIGÐANNA
Vonbrigði liðinna ára hafa
sett svip sinn á daglegt lítf
manna í Egyptalandi. Riíhöf-
undar og menntamenn hafa
háð opinskáar deilur sin á
roilli um mótsagnir í stef.nu
stjómarinnar og hafa einniiig
hreyft máluinum gætilega á
opinberum vettvamgi, óþolin-
móðir stúdemtar hafa efn\ ti>l
aðgerða til stuðnings róstu-
sömu.m og margháttuðuan
skoðunum sínum — að gera
áhlaiup við Súezskurð eða ekká
að gera áhlaup við Súezskurð,
að koma á sönnum sósíalisma
sem allra meina bót eða leita
trausts hjá Aliah, svo að hann
muni finma þeiim lieið út úr
ógöng'unum — og hinn
óbreytti borgari hefur óskað
eftir endalokum á ástandinu,
hvað sem það kos'tar.
Þessi ringuilreið hefur vald-
ið því að lögregl uriki hefiur
aftur verið komið á í Egypta-
landi og þar með er úti uim
frjálslyndisstefnuna, sem Sad-
Framhald á bls. 25