Morgunblaðið - 11.08.1973, Side 17

Morgunblaðið - 11.08.1973, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 19T3 17 Norræn menn- ingarmiðstöð NORRÆNA menningarvikan. í Háss- elby slott er haldin árlega og hefur það markmið að auka þekkingu fólks á norrænni menningu, bókmenntum og listum. Hásselby stofnunin er rek- in af norrænu höfuðborgunum sam- eiginlega, í stjórn hennar eru fulltrú- ar höfuðborganna og tveir fulltrúar Stokkhólmsdeildar Norræna félags- ins. Forstjóri stofnunarinnar er Birg- er Olsson. Á þessu ári er stofnunin tíu ára. 1 Hásselby slott hafa einkum verið haldnar ráðstefnur um félagsleg efni og fjölmörg námskeið. Sameiginleg áhugamál höfuðborganna, framtiðar- skipulag, skólamál, umhverfisvernd, er meðal þess, sem verið hefur á dag- skrá. Auk hinnar umfangsmiklu fé- lagslegu starfsemi hefur verið lögð áhersla á að kynna myndlist og tón- list frá Norðurlöndum. Níu sýningar norrænnar nútímamyndlistar hafa ver ið haldnar í Hásselby slott með verk- um eftir samtals 358 listamenn. Auk þessara sýninga hefur verið haldin sýning á teikningum skólabarna frá Kaupmannahöfn, sýningin 10 norr- ænir nútímamálarar og íslensk nú- tímamyndlist. Nýr sýningarsalur var tekin í notkun í lok síðasta árs, Gal- erie Piaisiren, og þar stendur nú yíir fyrsta einkasýningin, plastmyndir eft ir rriyndhöggvarann Per-Erik Willö. Myndir Per-Eriks Willö eru heimildir um liðna tíð, Hfið í skánska þorpinu Husie by, þar sem hann fædd ist árið 1921. Hann er staðráðinn i að gefa tæmandi mynd af Hu&ie og íbú- unum þar. Sá, sem sér sýninguna, trúir þvi vel að Per-Erik Willö muni ljúka ætlunarverki sínu. Pað var skemmtilegt að skoða sýninguna und- ir leiðsögn hans sjálfs, en myndirnar eru i naivískum stíl, tilfimning lista- mannsins gagnvart viðfangsefninu innileg og barnsleg. Forstjóri Hásseiby slott Birger Ols- son var áður ritari í Svíþjóðardeild Norræna félagsins en hann hefur stjórnað Hásselby stofnuninni frá upphafi. Birger Olsson er mikill Is- landsvinur, ritari í félaginu Sver-ige- Island, en það félag hefur greitt götu margra Islendinga i Sviþjóð, meðal annars styrkt íslenska blaðamenn til Svíþjóðarfarar. Birger Olsson hefur hug á því að efla tengsl íslendinga við Hásselby slott. I tilefni 1100 ára afmælis Reykjavíkur á næsta ári mun Hásselby stofnunin efna til sýn- ingar á teikningum reykvískra skóla- barna, íslenskir myndlistarmenn munu sýna og ef til vill lesa islenskir rithöfundar úr verkum sinum. 1 sam vinnu við Författarcentrum í Stokk- hólmi verður á næsta ári haldið þing rithöfunda frá Norður-Sviþjóð, Norð- ui’-Noregi, Norður-Finnlandi og Is- landi í Hásselby slott. Islendingar tóku nú í fyrsta sinn þátt í norrænu menningarvikunni Vár tids kultur i Norden, en Birger Olsson hyggst stefna að því að íslendingar verði þátttakendur í framtíðinni, íslensk menningarmál eða listir verði fastur iiður vikunnar. Þess ber að geta að Hásselby slott er ekki eini vettvang- ur menningarsamvinnu 1 Svíþjóð. 1 Biskops Arnö er líka töluverð starf- semi, en hún er einkum bundin við bókmenntir. Birger Olsson sagðist njóta starfs- ins i Hásselby slott. Það væri lær- dómsrikt og að sínum dómi ákaflega mikilvægt. Hann sagði að Hásselby stofnunin hefði þeim tilgangi að þjóna að efla norræna samkennd; með því að hittust i Hásselby lærðu þjóðirnar hver af annarri. Norrænt samstarf gengi hægt, en þolinmæði yrði að hafa. Ef til vill er norræn samvinna ekki nauðsynlegust af öHu, sagði Birger Olsson þegar ég minnti hann á þá gagnrýni, sem beinst hef- ur gegn henni, nauðsynlegast er að veita vanþróuðum þjóðum stuðning, en til þess að unnt sé að vinna sam- an að alþjóðlegu samstarfi þurfa ná- grannaþjóðir að geta talast við. í>að er einkum þegar mikill vandi er á ferðum, samanber eldgosið í Vest- mannaeyjum, að norrænu þjóðirnar finna hve mikfflvægt er að standa saman, að það er skylda þeirra að rétt hver annarri bróðurhönd. Þannig talaði þessi mæti fulltrúi norrænnar samvinnu, maður, sem vinnur að raunverulegum tengslum norrænna þjóða, en hafnar há- stemmdu orðagjáifri skálaræðanna. Honum hefur tekist að gera Hássel- by slott að sannkallaðri menningar- miðstöð. Húseiningar hf. á Siglufirði: Heildarframleiðslan getur farið í 100 hús á ári Rætt við Kristján Sigtryggs- son og Skúla Jónasson í hinni alhliða uppbyggingu atvinnulífsins á Siglufirði er eitt fyrirtæki, sem er öðrum nýstárlegra. Það er hlutafé- lagið Húseiningar, sem vænt- anlega mun hefja verk- smiðjuframleiðslu íbúðarhúsa seinna á þessu ári. — Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins var á Siglufirði fyrir skömmu var ætlunin að hitta að máli framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Knút Jónsson, en hann var í viðskiptaerind- um fyrir sunnan. Snerum við okkur því iil Kristjáns Sig- SIGLUFJÓRÐUR tryggssonar, stjórnarfor- manns fyrirtækisins, og Skúla Jónassonar, ritara, og báðum þá að segja okkur frá fyrir- tækinti í stórum dráttum. Húseiningar hf. var stofnað á síðasta ári, og nemur hluta- fé þess nú um 7,5 milljónum, og eyksit stöðugt. Stærsti hluthafinn er Siglufjarðar- bær með 2 milljónir, en næst stærst-i hluthafinn er verka- lýðsfélagið Vaka með hálfa millljón. Alls eru hluthafar 101 talsins, einistakiingar og félög, með hi.utafé frá 10 þús- und krónum upp í 2 milijónir, sem fyrr segir. Kristján og Skúli sögðu, að fyrirtækið fengi fyrst um sinn inni í húsnæði Tunnu- verksmiðju ríkisins, sem nú er ekki starfrækit. Lægi nú fyrir að rýma það húsnæði bæði af vélum og birgðum. því væntanlega væru vélarn- ar í húsaverksmiðjuna á leið- innd til landsins. — Við vonum að framleiðsl- an geti haCizt á næsitu Vilkum, því ekki ætti að vera mikið verk að setja upp vélarnar, og ailt annað er tilbúið. Við fáum væntanlega afn-ot af Kristján Sigtryggsson og Ski'di Jónasson tunnuverksimiðjunni um nokk urn tíma, a. m. k. á meðan bann við síldveiðum er í gildi, en í framtíðinni verður vafa- laust ráðizt í að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemina. — Eru þesisi hús að ein- hverju leyti frábrugðin þeim húsuim, sem Viðlagasjóður hefur flutt inn á síðustu mán- uðum? — Þau eru að því leyti frá- brugðin Viðlagasjóðishúsun- um, að þau eru í fyrata lagi byggð í smærri einingúm. í öðru lagi eru þau hönnuð hér á landi og styrkt talsvert fram yfir skandiinavísku hús- in fyrir vindi og vatni. Hús þessi eru teiknuð af Helga Hafiiðasyni, arkitekt, og hef- ur Edgar Guðmundsson í verkfræðiþj ónustustofu Guð- mundar Óskar&sonar séð að mestu um verkfræðillega hönin un þeirra. Hugmyndina að Framliald á bis. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.