Morgunblaðið - 11.08.1973, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1973
SAI BAI N Anne Piper: 1 Snemma í háttinn
giftast strax svo við getum veráð
eitthvað saman, þar sem hann
telur víst að verða sendur út á
sjó innan skamms
— Óþægðarangi! sagði páfa-
gaukurinn og hún hrökk til
fcaka og greip í höndina á mömmu
sirmi.
enda þótt frú Foster gerði sitt
bezta til að hindra það, með þvi
að segja að það væri alltof
kalt og blautt og Friðrik væri
nógu gamail til að bjarga sér
sjálfur. Ég fór mér hægt á heim-
íeiðinni, kom við i mörgum búð-
um og náði rétt heim í hádegis-
matinn.
— Jæja, þá erum við einar út
af fyrir okkur og ég vona að
þér þyki ekki húsið héma of
þegjandalegt, elskan. Og ég er
alveg viss um, að hann Friðrik
skreppur hingað oft. Kannski
værirðu til með að lesa dá'.ítið
íyi'ir' mig á morgnana? Gömlu
augun mín eru orðin svo þreytt.
O, farðu í fjandann, hugsaði
ég. í>ú sérð þó alltaf tii að sauma
En auðvitað sagði ég, að ég
skyldi með ánægju lesa fyrir
hana. Seinnipartinn var hún
vön að leggja sig, svo að ég
fékk næði til að snerpa á arnin-
um og skrifa henni Betsy.
„Elsku Betsy. Hvað mér þætti
gaman að sjá þig. Eins og þú
sérð af heimilisfanginu, er ég
ekki svo langt frá Chipworth,
og ég kem meira að segja bráð-
um ennþá nær þér, þegar ég fer
að búa mcð nýja manninum mín-
um 1 Bath. Við erum nú ekki
alveg gift ennþá, né heldur búið
að dagsetja það, en líklega verð
ur það einhvem tima í næstu
viku. Ég var að vona, að ég gæti
fengið þig til að vera brúðarmær,
ef ég sendi þér skeyti þegar ég
veit um daginn.
Hvernig líður Edward? og
Timothy og henni Jennifer litlu?
Alitaf bless!
Jenny“.
Svarið kom um hæl:
„Elsku bjáninn þinn. Hvað þú
getur verið þagmælsk! Hver er
hann? Hvað heitir hann? Hvar
hdttirðu hann? Er það nú loks-
Ins ást fyrir alvöru ? Og allt
það. Auðvitað skal ég koma —
með augnabliks fyrirvara, og lík
lega kem ég með Jennifer til að
sýna þér hana, svo að vinir
brúðarinnar geti orðið fjölmenn-
ir! Héma er hundleiðinlegt. Ed-
ward er alltaf i lífverðiinum og
mamma er húsmóðir. Alit gengur
eðililega fyrir sig en skyldu-
kenndin myrkvar samt lífið hjá
manni á alla vegu. Ég eyði tíman
um í að rekja upp snæri, safna
Ijárnarusli og pappír, prjóna
peysur taka upp matjurtir í
garðinum og stilla til friðar hjá
vanþakklátu flóttafólki Það
verður gaman að fá brúðkaup
tii tilbreytingar. Þín einlæg mág
kona (fylgir nokkurt tengda-
fólk nýja manninum?)
Betsy".
„P.S. Tim er í fríi næstu tiu
daga á leið til einhvers dular-
fulls staðar. Hann segir ykkur
að gifta ykkur svo fljótt, að
han.n geti komið I brúðkaupið."
Fred hringdi til mín um kvöld
ið í miklum æsingi. — Elskan
min, við erum búin að fá ibúð
og hana ágæta. Náunginn, sem
ég tek við af hefur látið okkur
eftir sina ibúð og ég er búinn
að ná í leyfisbréf, sem gildir
alíltaf og allsstaðar. Hvenær eig-
um við að segja ?
— Áttu frí um helgina? spurði
ég.
— Já frá því um miðjan laugar
dag.
— Jæja, hvað segirðu þá um
Mukkan þrjú á laugardag í litlu
kirkjunni héma handan við horn
ið? Ég skal tala við prestkm
eklsnemma í fyrramálið. Hvenær
getum við flutt I íbúðina?
— Á föstudag. Þá fer hann
til London. Þetta er með öli-
um húsgögnum, á efstu hæð við
eitt torgið.
— Guð hvað við erum heppin.
Jæja, ég verð að leggja símann
og segja henni mömmu þinni frá
þessu.
Þá á maður ekki eftir nema
tvær nætur með fótakulda í
rúminu.
Ég þaut upp i setustofuna.
— Fred biður að heilsa þér.
Og það er svo dásamlegt, að
við erum búin að fá íbúð hjá
einhverjum manni úr flotamála-
ráðuneytinu, sem er að fara.
— Það er ágætt væna min,
sagði hún í tortryggnistón.
— Já, það finnst okkur líka
báðum. Ég hélt áfmm másandi:
— Og þá ætlum við að gifta
okkur um helgina og flytja þang
að strax áður en einhver tek-
ur hana frá okkur.
— Guð minn góður! Og ég sem
var að vona að fá að hafa þig
héma einhvem tima. Saumnálin
skali í höndina á henmi.
— Já það hefði ég lika viljað,
en vitanlega vill aumingja Fred
— Æ, góða mín, þetta er af-
skaplegt áfall fyrir mig, mér
finnst ekki fólk eigi að ana svona
i hjónaband.
— Stríðið gerir okkur nú öli-
um erfitt að haga okkur skyn-
samlega.
— Ég hef bara ekkert að vera
i. Þú sagðir nú strax um helgina?
Þetta er nú óþarflega snögglegt.
— Ég vorkennd’ kerlingargrey
inu en lét bara ekki undan.
Næsta morgun sendi ég Betsy
skeyti og talaði við prestinn.
Frú Foster sagðí næstum ekki
orð við mig við hádegisverðinn.
Reiðin og harmurinn börðust
innra með henni. Hún snuggaði
og stundi á vixi. Nú var ekkert
undanfæri lengur. Ég var nógu
hugrökk tii að standast hvað
sem vera viidi.
Ég var í blágráum ullarkjól
við athöfnina, og með stóran
hatt.
Við komum öli saman í kirkj-
unni. Fred tók við hjölastólnum
af Edith og renndi honum eftir
kirkjugólfinu á heppilegan stað.
Edith og frú Foster voru einar
öðrumegin í kirkjunni, en hinu-
megin voru Betsy, Timothy og
litiil rauður hattur, sem ég þótt-
ist vita að Jennifer væri undir.
Ég gekk ein eftir gólfinu með
vönd af afskaplega dýrum rós-
um i hendi.
Á eftir fórum við heim til frú
Foster og drukkum kampavín,
sem við Fred höfðum útvegað.
Frú Foster fór beint i rúmið.
Betsy dró mig út i homið bak
við páfagaukinn. — Mér finnst
hann afskaplega laglegur elskan,
og dálítið sjómannslegur. Ég
vona að það fari vel í þetta sinn.
— Það fór nú vel með hr.
Jones, hefði hann bara ekki dá-
ið.
— Já vist er svo. Ég sá hann
aldrei, en hann virðist hafa ver-
ið allra bezti maður. Jennifer,
komdu héma og heilsaðu henni
guðmóður þinni. En Jennifer var
of upptekin af páfagauknum,
til þess að veita mér nokkra
eftirtekt.
— Viltu koma og heimsækja
mig í Bath, Betsy? Líklega verð
ég þar alein allan daginn. Fred
kemur til með að vinna meira eða
minna reglulega í skrifstofunni.
— Vitanlega kem ég. Ég geri
mér bara upp eittihvert erindi,
Tim og Fred virðist koma vel
samati.
— Hvers vegna er Tim i hern-
um núna?
— O, það er bara einhvers
konar dularbúningur.
Tim kom og kyssti brúðiná
iinnilega.
— Þú ert íallegri en nokkru-
siinni áður Jenny, sagði hann. —
Ég vona, að þú sért ekki hætt
að lesa.
— Ég hef nú líitiinn tíma haft
til þess í seinni tíð, Tim, en ég
hef aldrei séð eftir því að hafa
farið að lesa. Ég vona að þú
verðir ekki sendur út í neina lifs
hættu.
— O, það er engin hætta á því.
— Jæja, við ættum að fara að
komast af stað, elskan, sagði
Fred.
— Billinn er kominn. Eiigum
Ivið að fara og kveðja hana
mömmu?
Blessuð gamla konan var í
rúminu, með glás af koddum
öillum megin og með skrýtna nátt-
húfu úr knippiimgum. Hún brosti
eins og viðutan.
— Mér þykir leitt að spiilila
ánægjunnd hjá ykkur ekskumar
mínar. En þetta hefur orkað svo
iMa á mig, og mér fannst ég ekki
mundu þoia að hitta aLLan mann-
fjöldann niðri.
— Fiestir mundu halda að þú
hefðir verið við jarðarförina
mina mamma.
— Guð forði því! Svona ætt-
irðu ekki að tala, Friðriik,
ekki einu sinni í gamni.
— Vertu þá sæl, mamma, og
við komum fljótlega að heim-
sækja þig. Mundu að við erum
ekM langt í burtu.
Ég kreisti hönd hans þegar við
hlupum niður.
— Mér finnst þú hafa verið
xnjög hugrakkur, min vegna, Fred
Ég er viss um, að hún verður
í þýáingu
Páls Skúlasonar.
elcki Lengi með þessar áhyggjur,
þegar hún sér hvað við erum
hamingjusöm saman.
Við hiupum upp í bíiiinn, en
fluttum um leið Betsy og fjöl-
skyldu hennar á stöðina. Við
urðum samferða i Lestinni til
Bath það var orðið ddmmt þegar
við komum í íbúðina, en það var
vistlegt og skemmtillegt að koma
þangað. Tveir rauðir hæginda-
stólar stóðu sitt hvorum megdn
við arininn.
— Hvað þú ert sniðugur, Fred
Hvemig Jórstu að þessu?
— Við höfum ágæta konu hérna
— hún fylgir ibúðinni — og
hún kom með mestu ánægju og
tók til héma. Komdu og sjáðu
svefnherbergið.
Svefnherberglð var allt blátt
og hvltt og afskaplega síkemmti-
legt. Failegt hjónarúm. Ég bjóst
við áframhaldandi fótakulda!
— Frú Clark hefur haft handa
okkur kaldan mat og svo súpu
sem hægt er að hiita upp, svo að
við þurfum ekki neitt að fara út
aftur, sagði Fred.
— Gott, það er líka eins og
það ætli að fafa að snjóa. Hvað
það er indælt að vera loksdns
ein saman!
— Ég er fengin að þér skull
finnast það, elskan. Hann vafði
mig örmum.
— Er þetta bréf til þín?
spurði ég og leit yfir öxlina á
honum á bréf sem lá þar á borð-
imu.
Hann tók það upp. — Það er
til þin, sagðd hanin, það hefur
verið sent hingað áfram frá ráðu
neytinu, á mitt nafn.
Ég velti bréfinu fyrir mér. Frú
Higgins? Hvað skyldi hún vera
að skrifa mér á brúðkaupsdag-
inn minn? En ég hefði svo sem
mátt vita það. Ég las:
„Kæra frú! Þetta er bara till að
óska yður aEra heilla með nýju
giftinguna, sem ég býst við, að
nú hafi fatið fram.
Húsið hefur enn ekki orðið
fyrir sprengjum, ég fer þangað
á hverjum degi til þess að vera
viss, og skal segja yður til ef
það verður. En milkið varð ég
hiissa, þegar ég kom þangað í
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Um nafn eldfjallsins
í Eyjum
Friðfinnur Finnsson úr Vest-
mannaeyj um skrifar ef tirf ar-
andi:
„Ég, sem þessar linur skrifa
sendi í vor greinarkóm til Vel-
vakanda. Þá voru að berast að
úr öllum áttum tiilögur um
nafn á gosstöðvamar á Heima-
ey. Ég leyfði mér að leggja til
að þeim heiðurshjónum frú
Helgu Þorsteinsdóttur og Þor-
bimd Guðjónssyni bónda í
Kirkjubæ yrði gefið sjálfdæmí
um að gefa gosstöðvunum nafn
þegar gosið hætti og landslaig
á svæðinu væri fullmótað.
Þessi hjón hafa sannarlega
gert garðinn frægan. Fyrir
fimmtíu og þremur árum höfðu
þau þarna litið býli, sem nú
var orðið að stórbýli með sex-
tíu dagsiláttna túni. Einndig höfðu
þau byggt upp öU hús á staðn-
um af mdiklum myndarskap.
Þar sem Þorbjöm var orðdnn
eiðaistí bóndinn í Eyjum og gos
ið kom upp í túnfætinum á
Kirkjubæ, þannig að ailt
Kirkjubæjarhverflð, sú fagra
byggð, hvarf undir ösku og
hraun á fáum kMkkustundum,
heyrði ég á mörgum Eyjamönn
um, að þeim fanmst fara vel á
því, að þessum greinda bónda
og forvigiismanni þeirra Kirkju
bæjarmanna væri falið að gefa
eldstöðvunuim náfn.
fc Á að heita
Kirkjubæjarfell
Þorbjöm í Kirkjubæ hafði
íram að færa tiliögu um nafn,
sem mdmniti á staðimn. Það var
Kirkjubæjarfell. Veit ég, að
Vestmammaeyinigar liefðu verið
ánægðir með, að mafnið væri
temgt þessari fögru byiggð, sem
þama varð eyðiiiegginigunni að
bráð.
En það er til nefnd í Reykja-
vik, sem heitir „ömefraanefnd",
og þetta nafn fann ekki náð fyr-
ir auigum nafndarinniar. Þor-
bjöm í Kirkjubæ átti tal við
oddvita raefndarinnar og færðd
fram rök fyrir því, að fjtallið
yrði nefnt Kirkjubæjarfell. Það
eina, sem nefndarmanninum
fannst að því, var að raafnið
væri of langt. Og þar við sat.
FjaUiið var nefnt Eidfell.
Heyrist mér á mörgum Eyjia-
mönnum, að þeim finmiist raatfira-
ið risUtdð. Ennfremur, að ekM
hafi verið niauðsynlegt að láta
það milnna á eldinn, þvi að nóg
var komið aif horaum áður. önn-
ur sjóraairmið hafa ráðið þagar
hinu forna eldvarpi var gefið
nafnið Helgafiell.
0 Kirkjubæjarbraut
Hér eru svo raokkur minnis-
atriði um Kirkjubæ i Vest-
rraannaeyjum: Kirkja stóð þar
um fjögur hundruð ár og mál-
dagi er til frá árirau 1250. Þar
sátu margir merkir Merkár, til
dæmis séra Guðmundur Högna
son um fimmtiu ára skeið. í
ævisögu sinnd mánnist séra Jóm
Steimgrímsson þess lofsamlietga
þá hann kom til Eyja og gisti
hjá Guðmundi í Kirkjuhæ. Séra
Jón Þorsteinsson píslarvottur,
sem myrtur var af Tyrkjum í
harmiiedknum árið 1627, Iwíilir
þar í víigðum reit. PáU Jónsson
skáldi mun hafa setið síðastur
presta í Kirkjubæ (1837). Átta
jarðir voru í ábúð á Kirkjúbæ
fram yfilr 1930.
Fyrir nokkrum áru.m var
nýrri götu gefið nafiin í Vest-
mannaeyjum. Ligigur gatan í
átt tifl Kirkjubæjar og hlaut
hún nafnið Kirkj ubæjarbraut.
Bendir það ekki til þess, að
Vestmannaeyiragum þyM raafn-
ið of lamgt.
Verður ekM nafmið Kirkju-
bæjarfell iraotað af okkur Vest-
maranaeyinigium tíi miraraimgar
um þá fögru byigigð, sem þairraa
stóð um aldaraðir — fremiur en
Eldfell?
Ég get ekki anmað en spurt
— svarið verður að koma frá
ykkur, kæru Vestmannáeyimg-
ar.
Með beztu kveðju til ykkar
alira.
Friðfinnur Finnsson."
í framhaldii af því, sem að
framan stieradur, vili Velvak-
andi sikjóta því að, að horaum
vdrðast menn nokkuð sammála
um að ekki hafi teMzt vel tii
rraeð þessa raafiragifit. Eldfell sé
heldur tiiliþrilflaiUtið og flatt náfn
á fjaMið, auk þess sem svipuð
ömefni séu tii Víða um lamd.
^ Vísnaþáttur óskast
endurtekinn
Ein ljóðelsk skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Miig Iianigar að biðjia þiig að
koma þvi á framfæri við út-
varpið, að vísnaþáttur Guð-
miuindar A. Firarabogiasonar, sem
fluttiur var á suimarvökunni 25.
júli síðastliðiran, verðd endiurtek-
inn. Gaman væri að fá að heyra
fleina eftir þonnain ágæta höf-
und, flutt af horaum sjálfum.
Með fyrirfram þakklæti fyr-
ir birtiniguna.
Ein ljóðelsk."
------------------------------^
Electrolux
SÆNSKAR
UPPÞVOTT AVÉLAR
Ryöfriar að innan