Morgunblaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1973 ® 22*0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 25555 VÍEUfíBIH BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚIi 29 BILAlflGA CAR RENTAL ‘S 21190 21188 SIMI 24460 BÍLALEIGAN EYSIR CAR RENTAL TRAUSTI ►VEKHOLT ISATEt. 25780 SKODA EYÐIR MINNA. SHODfí LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FEREABlLAR HF. Bílaleiga. - Síml 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F.mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m. bílstjórum). HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skernmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, stmi 86155 og 32716. Hvers vegna lýgur Þjóðviljinn? Skrif Þjóðviljans liafa löng- un> verið rannsóknarefni fyr- ir sálfræðing-a. Tæpast hefur þó nokkru sinni verið jafn frjór jarðvegur til slíkra rannsókna á ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviljans og einmitt nú. Spumingiri, sem sálfræð- ingar þurfa að brjóta til mergjar er þessi: Hvers vegna lýgur Þjóðviljinn? Nú er það svo, að þeir, sem liafa vondan málstað að verja, gripa gjarnan til ósanninda, en yfirleitt rejna þeir hinir sömu að sveipa lygrina í slík- an biekkingarvef, að ekki sé hægt að sanna hana með góðu n.óti. En svo er nú komið fyrir Þjóðviljanum, að hann reynir ekki einu sinni að fela lygina. Hún er ölltim auðsæ. Sl. laugardag var t. d. svofelld klausa á forsíðu Þjóðviljans: „Þeir urðu að éta allan ósannindavaðalinn ofan í sig í Morgunblaðinu um að Höskuldur Skarphéð- insson, skipherra, hefði feng- ið að vita tim breytinguna á 200 mílna skjalinu." Að von- um þótti J>eim, sem þurft hafa að standa í deilum við Þjóðviljann um þetta mál, forvitnilegt að sjá með hvaða rökiim blaðið héldi þessari fnllyrðingu fram. Og sjá! Til þess aó sanna ]>essa staðhæf- ingu tók Þjóðviljinn eina setningu út úr stuttrí at- hugasemd, sem birtist í Morgunblaðinu sl. föstudag. Sú setning, sem Þjóðviljinn tók út úr til þess að sanna fullyrðingu sina er svohljóð- andi: „Af þessu tilefni vil ég taka frarn, að ég bauðst til þess að biðja hann afsöknnar- á því, að hann var ekki lát- inn vita um breytinguna áð- ei. hún var gerð.“ Þessi setn- ing verður tilefni til upp- siáttar á útsíðu og hálfrar síðu frásagnar á leiðarasíðu og skyldi vera sönnun um það, að Morgunblaðið hefði orðið bert að csannindum í þessu deilumáli. Að sjálf- sögðu datt ritstjóra Þjóðvilj- ans ekki í hug að birta með þessari setningu þá, sem næst kemur á'eftir og er svo- hljóðandi: „Hins vegar lét ég hann vita um breytinguna áð- ur en áskorunarskjalið var aflient stjórnarvöldum og birt opinl>erlega.“ Öllum heil- vlta mönnum er ljóst, að með þessari athugasemd vlldi einn af forvigismönnunum áskor- unarskjalsins taka skýrt fram, að hann hefði boðizt til &c biðja Höskuld Skarp- héðinsson, skipherra, afsök- unar á því, að hann var ekki látinn vita um breytingu á texta áskorunarskjalsins, áð- ur en strikað var yfir tiltekna setningu og haldið áfram að safna undirskriftum undir skjalið svo breyt,, hins vegar hefði skiplierrann verið látinn vita, áður en skjalið var af- hent ráðlierra og birt opin- berlega. Hver er skýringin? Nú má ætia, að vel flestir lesendur Þjóðviljans sjái Morgunblaðið einnig, þannig að ritstjóra Þjóðviljans mátti vera Ijóst, að þessi barnalega biekkingariðja var til einskis. En hver er þá skýringin á þeirri bjánalegu Iygi, sem Þjóðviljinn ber á borð fyrir lesendur sín sl. laugardag? Eins og að framari greinir er það merkilegt rannsóknar- efni fyrlr sálfræðinga. Þess vegna skal hér aðeins sett fram tilgáta, sem að vísu er líkleg. Svavar Gestsson, rifc- stjóri Þjóðviljans, niddist fram á sjónarsviðið fyrir rúmri viku og hélt því frant, að 200-mílna skjalið væri falsað. Þegar hann gat ekki lengur sjálfur staðið við þessa fullyrðingu, beitti liann fyrir sig Höskuldi Skarpliéð- inssyni, skipherra. Nú hefur hvert einasta atriði í sam- eiginlegri ófrægingarlierferð skipherrans og ritstjórans verið hrakið. Þar stendur ekki steinn yfir steini. Þetta er ritstjóranum ljóst. En aliir vita, að einstaklingar, sem standa frammi fyrir óþægi- legiur veruleika hafa til- hneigingu til þess að leita skjóls í sjálfsblekkingu og ímyndunum. Þettu er líkleg- asta skýringin á lygum Þjóð- viljans. Ritstjórinn hefur ein- faldlega ekki haft kjark til þess að viðurkenna þá stað- reynd, að hann stóð uppi rök- þrota. Þess vegna leitaði iiann skjóls i veröíd hlekkingar og imyndunar. Þeim, sem er gert að verja þann vonda málstað, sem Þjóðviljinn ber fyrir brjóstí, er vorkunn þótt þeir leiti sér stundum skjóls með þessum hætti. Eíf í lieiml lyga hlýtur að vera óbærilegt — a.m.k. á köflum. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS flringið i sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi tll föstudags og biðjið um Eesendaþjónustu Morg unblaðsins. AÐIEDARFÉLÖG Æ. S. I. OG ÚRSÖGN ÞEIRRA Árni M. Mathiesen, Suðurgötu 2S,Hf. spyr: 1) Hvaða félög eru nú í Æskulýðssambandi Is- lands? 2) Hvaða félög hafa geng- ið úr Æ. S. 1.? Gunnlaiigur Stefánsson, forseti Æ. S í. svarar: Aftildarsambönd Æ. S. 1. eru 16 að tölu, þau eru Lands- samband isltnzkra mennta- skólanema, Samtök íslenzkra kennaraskólanema, Æskulýðs nefnd Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Æskulýðs nefnd Alþýðubandalagsins, Samband ísienzkra stúdenta erlendls, Stúdentaráð Háskóla Islands, Samband bindindis- félaga i skólum, Landssam- band ísl. ungtemplara, Ung- mennafélag Islands, Iþrótta- samband íslands, Bandalag ísl farfugla, Iðnnemasamband ís- lands, Samband ungra fram- sóknarmanna Samband ungra sjálfstæðismanna, Æskulýðs- fylkingin og Samband ungra jafnaðarmanr.a. 2) Fjögur aðildarsambönd hafa sent Æskulýðssamband- inu tilkynningu um úrsögn. Þau eru: Samband ungra sjálfstæðismanna, Bandalag íslenzkra farfugla, Iþrótta- samb. íslands og Landssamb. ísl. ungtemplara. 1 lögum Æ. S. 1. er að finna eftirfarandi ákvæði: Úrsögn úr Æ. S. 1. er því aðeins gild, að hún hafi verið samþykkt á lög- legan hátt hjá þvi sambandi sem i hlut á. Ennfremur er það skilyrði til úrsagnar, að stjórn Æ. S í. hafi verið gert viðvart um fyrirhugaða úrsögn og hefur stjórn Æ. S. 1 þá rétt til að senda fulltrúa til viðræðn? um málið við stjórn viðkomandi sambands. Samkvæmt þessu lítur stjórn Æ. S. 1. svo á, að ekkert að- ildarsambanda Æ. S. í. hafi enn formlega gengið úr Æsku lýðssambandi Islands. Þess má geta, að viðræður eru hafnar en þeim er ekki lokið við neitt þessara aðildarsam- banda. LÖG UM DREIFINGU FÍKNI EFNA Kristjana V. Jónsdóttir, Skipagötu 15, Isafirði, spyr: Hve gömul eru lögin um dóma fyrir dreifingu fikniefna og hver flutti frumvarp til laga um það efni? Voru eng- ar breytingar gerðar á frum- varpinu og hafa engar breyt- ingar verið gerðar á lögun- um, síðan þau voru sam- þykkt? Jón Thors, deildarstjóri i Dómsmálaráðuneytinu, svar- ar: Lög varðandi þetta efni, voru fyrst sett 1923. Eru þau nr. 14/1923 og heita lög um tilbúning og verzlun með ópíum o. fl. Frumvarp tii þessara laga var flutt af þáverandi ríkis stjórn, og voru gerðar á því smávægilegar breytingar í meft ferð Alþingis, einkum varft- andi heimild til innflutnings á ópíum. Lög þessi stóftu óbreytt ttt ársins 1968 en það ár var flutt stjórnarfrumvarp um breytingu á 4. grein laganna, um að þau nái til fleiri efna. Frumvarp það var samþykkt óbreytt, og gefið út sem lög nr. 43/1968. Á árinu 1970 var enn flutt stjómarfrumvarp um breyt- ingu á lögunuir frá 1923, varð andi heimild manna til að hafa fíkniefr.i undir höndum, og einnig ti! hækkunar refs- inga fyrir brot á lögunum. Frumvarpið var samþykkt óbreytt og b:rt sem lög nr. 25/1970. Siðan voru lögin um tilbúning og verzlun með ópium o. fl gefin út að nýju á áririu 1970, með þeim breyt ingum, sem þá höfðu verið gerðar á þeim og eru þau nú nr. 77. 16 júní 1970. 1111 „Þetta var ánægju- leg stund.“ - Rætt viö Sigurjón í Brim- kló um útihljómleika „VIÐ erum mjög ánægðir með hljómleikana, bæði undir tektirnar og undirbúninginn,“ sagði Sigurjón Sighvatsson, bassaleikari Brimklóar, í við- tali við Poppkorn í gær. Hljómsveitin hélt útihijóm- leika í Laugardalsgarðirmm á sunnudaginn og voru áhorf- endur 6—8 þús., þegar flest var, að sögn Hafliða Jóns- sonar, garðyrkjustjóra. Veður var hið bezta til úti- hljómleikahalds, sólskin og nánast logn. Klukkan 2 messuði séra Grimiir Grims- son, sóknarprestur í Ás- prestakalli, í garðinum og síðan var þjóðdansasýning. Hljómleikar Brimklóar hófust um kl. 3.30 og stóðu til kl. 5. „Við vorn ekki með neitt sérsftakt prógramm,“ sagði Sigurjón, „bara þetta, sem við höfum verið að spila á böll- um undanfarið. Við höfum lika haft svo mikið að gera í spileríinu að við höfum ekki getað æft sem skyldi. En við höfðum eiginlega ákveðið, að þetta yrði í síðasta skipti, sem við flyttum þette prógramm, en það er einnig flutt í sjónvarpsþætti, sem nýlega var tekinn upp. Það var mikið af fullorðnu fólki i garðinum og við byrj- ii'ðum á „Country & western"- tónlistinni og fhittum hana í hálftima. Siðan fórum vi® Framhald á bls. 22. Brimkló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.