Morgunblaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ — ÞFUÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1973 Sjáifstæöisflokkurinn; Stjórnmála- skóli í haust Morgunblaðið hefur fregn- að að fyrirhugað væri að halda stjórnmálaskóla á vegum Sjálfstæðisflokksins á þessu hausti. 1 því tilefni sneri biaðamaður Morg- unblaCcins sér til Sigurðar Hafstein, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í leit að nánari upplýsingum. Sigurður Hafstein sagði, að ákveðið væri að stjórnmála- skóli starfaði í Reykjavik á vegum Sjálfstæðisflokksins dagana 24. sept. til 30. sept. n.k. Brýn þörf væri fyrir fræðslu á þvi sviði sem dag- skrá stjórnmálaskólans væri bundin við einkum vegna þess að hið almenna skóla- kerfi landsins hefði ekki sinnt þvi sem skyldi. Höf uðtilgangur með Stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokks- ins væri að gera þátttakend- um kleift í krafti haldgóðr- ar þekkingar á þjóðfélagi og þjóðarhag að tjá sig áheyri- lega og skipulega og ná valdi á góðum vinnubrögðum í fé lagsstarfi og stjórnmála- baráttu. — Sjálfstæðisflokkurinn hef ur áður staðið fyrir stjórn- málaskóla ? — Jú, fyrir 15—20 árum Sigurður Hafstein. var stjórnmálaskólahald ár- viss atburður i starfi flokks- ins en féll svo niður. Mið- stjóm flokksins ákvað svo fyrir rúmu ári að hefja undirbúning að endurreisn skólans. S.l. sumar var síð- an unnið að undirbún- ingi hans og kom hann sam- an 5. febrúar s.l. Nemendur í skólanum voru þá 27 en 18 leiðbeinendur tóku þátt í kennslustörfum. Að skólanum loknum var það samdóma áli't þátttakenda að hann hefði tekizt hið bezta og sýndi áhug inn fyrir þessu starfi flokks- ins að tímabært hafði verið að endurvekja það. — En hvað er þá kennt 1 svona skóla? — Tilgangur skólans er fjölþættur eins og ég lýsti áð an. Kennsla fer fram í ræðu- mennsku, fundarsköpum, al- mennu félagsstarfi og þjóðfé- lagsmálum svo sem stjórnmála sögu, stjórnskipun landsins, lýsingu á þjóðarbúskapn- um og atvinnuvegum og svo mætti lengi telja. Þá verða farnar kynnisferðir. Skólinn er heiisdags skóli og áherzla lögð á gjörnýtingu skóladag- anna. — Er skólinn ætlaður ein- göngu flokksbundnu sjálf- stæðisfólki? — Nei, öllu stuðningsfólki flokksins, bæði flokksbundnu og óflokksbundnu er heimil þátttaka en ef aðsókn að skól anum sem er mjög takmörk- uð verður mikil hljótum við að láta flokksbundið fólk ganga fyrir. Er það eitthvað sérstákt sem þú vilt taka fram að lok um? Já það er von okkar að sem flestir, einkum ungt fólk, víðsvegar um landið kanni hug sinn til þátttöku í stjórn málaskólanum. Ég tel þetta mjög þroskandi fyrir hvern og einn og um leið skemmti- legt. Reynsla okkar frá síð- asta vetri ber gleggst vitni um það, en þátttakendur sem þar voru luku aliir lofs- orði á skólahald þetta og það er ekki sízt þess vegna sem við erum bjartsýnir á góða þátttöku nú. Byggingameistarar — Verzlunarmenn LÓÐ til sölu á bezta stað í Hafnarfirði. Teikning af íbúð- ar- og verzlunarhúsi fyrir hendi. Nánari uplýsingar í síma 30646 eftir kl. 5 á daginn. Veiðileyfi í Grímsá til sölu vegna forfalla 25. og 26. ágúst. - Upplýsingar í símum 86050 og 15040. HLUSTAVERND - HEYRNASKJÓL STURLAUGUR JÖNSSON & CO. Vesturgötu 16, Reykjavík. Símar: 13280 og 14680. Karlmannaskór: Teg. 5053 Finnsk leðurstígvél. Mjög vönduð. Litur: Svart/brúnt. Nr. 6-10 í y2nr. Kr. 4.985,- Kvenskór: Teg. 35 ítalskir leðurskór. Litur: Ljósbrúnn/brúnn/ dökkbrúnn Nr. 36-41. Kr. 1.665,— Teg. 11 Hollenzkir leðurskór. Litur: Brúnn/Blár/Gul. Nr. 6—11 í y2 nr. Kr. 3.025,- Teg. 7301 ítalskir leðurskór. Litur: Dökkbrúnn. Nr. 36-41. Kr. 1.660,- Teg. ítalskir leðurskór. Litir: Svart/Rautt Brúnt/ljósbrúnt Bordeaux/Rautt. Nr. 39—45. Kr. 2.735,- Teg. 1043 ítalskir skór. Litir: Rautt/gult/grænt svart/orange/gult hvítt. Kr. 1.465,— Skóverzlnn Þórðor Péturssonor Kirkjustræti 8, við Austurvöll — Sími 14181

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.