Morgunblaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUN’BL.AÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1973 Ing-var Ingvason, oddviti og ASalsteinn Aðalsteinsson, verk- Vamargarðurinn teygir sig smátt og smátt yfir í hafnarhólmann. Þegar hann verður fuil- stjóri við hafnarframkvæmdirnar, virða hafnarstæðið fyrir gerður, myndast gott var fyrir smábátana. 8ér. — Ljósm.: Mbl. Rafin. Ný höfn í Borgarfirði eystra og bættar samgöngur — algjör forsenda fyrir byggð í Á BORGARFIRÐI eystra byggja ftestir afkomu sína á sjávarafla. Ef fiskur inn þrýtur verður atvinnu- leysi og hefur íbúunum far- ið fækkandi af þeim sókum undanfarin ár. Til að auka úthaldstíma bátanna og stemma stigu við brottflutn- ingnum hefur hreppurinn ráðizt í byggingu nýrrar hafnar, sem hefur verið val- inn staður við bæinn Ilöfn. NÝJA HÖFNIN Hafnargarðurinn í fyrsta áfanga framlkvæmdarinriar liggur miilli lands og Hafnar- hólman.s og að honum full- gerðuim myndast skjól fyrir norðaustan áttinni, sem hef- ur lönigum verið mesti böl- valdur Borgfirðinga. Garður- inn verður 100 metra lan-gur og verður honum væntanlega lokið iinnan mánaðar. Þessi höfn er fyrst og fremst hugsuð sem var fyrir vond- um veðrum, en hún er skammit frá sjálfu kauptún- inu. Himigað til hefur þurft að draga liitlu triillumar á laind, ef veður hafa breytzt til hins verra og stóru bátarnir tveir, sem eru 8 og 14 tonna hafa þurft að leita vars á Seyðisf-irði. Fyrsti áfarngi í hafnargerð- inni mun kosta 9 málljónir króna og lánar ríkið 75% af þeirri upphæð. Næsta sumar er svo ráðgert að halda framlkvæmdum áfram og á þá að byggja garð inn fjörð- inn frá Hafnarhólmanum. Ef til villl mun í framttíðimni rísa þarna fiskvinnsluhús, en það mál er en.n á al- gjöru frumstigi. Borgfirð- ingar binda miklar vonir við firöinum þessa hafinargerð og leggja áherzlu á, að áframhald verði á framkvæmdum vitð hana. Þeir telja að ný höfn sé al- gjör forsenda fyrir áfram- haldandi byggð í firðinum. Verkstjóri við hafnargerðina er Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Hvallátrum í Breiðafirði. ALMENNT ÁSTAND Síðastliðinm ve-tur var snjóa samur og voraði seint eins og víðast hvar anmars staðar á Austurlandi. Sauðburður fór allur fram í húsi og losnuðu bændur seimt við féð. Vorið var kallt og gróður tók seint við sér, en hiýiindatímabilið í júlí bætti nokkuð úr skák og heyja bændur nú vel, þótt heyskapur hafi hafizt með seinasta móti. Atvin-nuástand hefur yfir- leiitt verið fremur bágborið á veturna í Borgarfirði, en í vetur voru gerðar endurbæt- ur á frysíihúskiu, sem veitti svoliitla atvinnu. Einnig var stunduð bátasmiíði, eiinn stál- bátur er í smtíðum og eininig trébátar. Skipasmiðir eru Hörður Bjarnason og Þór Kröyer. í vor var svo hafin bygging skólastjórahúss og veitti hún atvinnu, en fiskur- imn var tregur og ekki fyrr en eftir máðjan júlí, sem fiskaðist sæmilega. Áætluinarflugvél flýgur tvisvar í vilku frá Egilsstöð- um tiil Borgarfj arðar og von- ast Borgfirðingar tiil þess að þessar bættu samgö-ngur ásamt nýju höfninmi verði ti-1 þess að laða fólk frekar að staðnuim. í sumar hefur verið tals- vert urn það, að brottfluttir Borgfirðimgar og þeirra fólk hafi setzt að yfir sumarið í yfir.gefnum húsum á staðn- urn, jafnvel keypt þau, og umnið svolítóð á staðinum. Bkki vill'l fólkið þó setjast aftur að í Borgarfirði og flyzt aftur að hausti. Borg- firðingar telja, að sumir þessara gömilu Borgfirðinga myndu setjast aftur að, ef atvinna væri mæg og trygg. Imgvar Ingvason,, oddvitó Borgarfjarðarhrepps, sagði í viðtali við blaðamann Morg- umblaðsims, að helztu verk- efni framumdan væru fyrst og frernst höfn.im, en þriðj- un-gur af útsvart hreppsbúa fer í hafnarmál, og andur- bætur á fluigvelliimum, til að skapa áætlunarfluginu við umandi aðstöðu. — rj. Unnið að byggingu nýja skólastjórabústaðarins. Nýja félagsheimilið í baksýn. DUNImOP VINNUSKÓRNIR MEÐ OG ÁN STÁLTÁR KOMNIR AFTUR. ÚTSÖLUSTAÐIR: SKÓBÚÐIN, SUÐURVERI, Stigahlíð 45 v/Kringlumýrarbraut. GlSLI FERDINANDSSON, sómsmiður, Lækjargötu 6b. SKÓDEILD KEA, Akureyri. AUSIURBAKKI FSÍMi: 38944 Slæmur aðbúnaður EFTIR verzlunarmannahelgina birtist fréttagrein í Tímanum um illan umgang samkomufólks á Arnarstapa, sem verið hafði þar á dansleik. Tel ég að með þessari frétta- grein hafi verið nóg að gert, þó að ekki bættust við framhalds- fréttir með rosafyrirsögnum af samkomu þessari, en það virðist vera orðin einkennileg árátta blaðamanna og fleiiri að slá upp æsifregnum eftir samkomuhelg- ar sem þessar, um óþverrahátt íslenzks æskufólks. Undrar mig, þegar Þórður vin- ur minn Halldórsson lætur sig hafa það að tjá sig um þessi mál á svo einsýnan hátt, sem grein í blaðinu si laugardag vitn ar glöggt um. Það ætti öllum að vera aug- ljóst, að þegar boðað er til sam- komuhalds um slíkar helgar, er nauðsynlegt að gera ýmsar ráð- stafanir á samkomustað og þá ekki sízt á stað þar sem sam- komuhúsið rúmar um 100 manns. Ætti Þórður manna bezt að vita um aðstæður þama. Hvað var gert til að hafa lágmarkshrein- lætisaðstöðu? Hvað var gert til að hreinsa og afmarka tjald- stæði? Og svara ég þvi sjálfur. Ekkert. Aðkoman á staðimn var hin ömurlegasta. Ég ók fólki á sam- komustað á föstudagskvöld og þá var vart hægt að finna sóma- samlegan tjaldstað í nágrenmi samkomuhússins, sökum grjóts og aillskyns rusls, sem fyrir var, m.a. bílhræið, sem Þórður minn- ist á, trónaði á miðjum grund- unum sem tákn dýrðarinnar. Hvergi var komið fyrir ilátum undir rusl, hvergi salerni, hvergi rennandi vatn. Er að undra þótt eitthvað gangi úr skorðum á si!ík um stað. Verzlunin á staðnum veitti ferðafólki ýmsa þjónustu og kom þanmig í veg fyriir algjört meyðarástand. Ekki er mér per- sónutega kuimnugt um hegðun fóilks á samkomu þessari, en sagt hefur mér Adoif Steinsson, lög- regluimaður í Ólafsvík, að hegð- un fólks hefði yfirleitt veirið góð og ölivum alíts ekki meird en við hefði mátt búast. Ekki vil ég með þessum orð- um mæla bót illri umgengni, að- eins benda á frumorsökina að sóðaskapnum. Væri vel, ef þessi títtnefnda samkoma kenndi ráðamönnum samkomuhúss og staðar að hyggja betur að fyrir næstu stór samkomu á staðnum. Það er létt verk, en löðurmannlegt þó að úthrópa íslenzkam æskulýð fyrir allskyns misferli, eftiir að hafa iítfflsvirt hana með lélegri mót- töku og afplokkað hana sinum síðasta eyri. Það er erfitt fyrir þá að kasta grjóti, sem í glerhúsi búa. Kristinn Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.