Morgunblaðið - 30.08.1973, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 19t3
Vika á Vestfjörðum;
Fólk í dreifbýli sættir
sig ekki lengur við
lakari aðstöðu
— segir Högni í*óröarson
forseti bæjarstjórnar
ísafjarðar
Hög-ni Þórðarson, forseti bæjarstjórnar Isafjarðar.
Á ISAFIRÐI mynda Sjálf-
stæðismenn, Alþýðnflokks-
menn og Samtök Frjálslyndra
og vinstri manna meirihlnta í
bæjarstjórn. Forseti bæjar-
stjórnar er Högni Þórðarson
útibússtjóri og við snerum
okkur til hans til að fá upp-
lýsingar um bæjarmálin á tsa-
firði. Högni sagði, að samstarf
ið í bæjarstjórn hefði verið
gott og gengið snurðulaust og
vel. „Menn líta fyrst og fremst
& sig sem tsfirðinga og vinna
að málum með þvi hugarfari.
Pólitíkin hefur breytzt mjög
mikið, hún er ekki eins hörð
og miskunnarlaus, og nú er
ekki eins haldið uppi persónu-
Iegiun ágreiningi," sagði
Högni. „Hér eru mörg óleyst
verkefni framundan, sem að-
kallandi er að verði leyst á
skömmum tima. Fólk í dreif-
býlinu sættir sig ekki lengur
við að búa við lakari aðstöðu
en þeir s'em búa við Faxaflóa
og ráðamenn verða að gera
það upp við sig, hvort veita
eigi nauðsynlegu fjármagni til
atvinnuuppbyggingar í dreif-
býlinu og lausnar félags-
legra vandamála. Að öðrum
kosti heldur fólk áfram að
flykkjast á þéttbýlisstaðina á
Reykjavikursvæðinu."
ATVINNA GÓÐ
— Hvernig hefur atvimnu-
ástand verið hér á Isafirði?
— Það hefur verið mjög
gott og stundum tæplega ver-
ið hægt að virina allan þann
afla, sem á land hefur borizt.
Þar munar mest um skuttog-
arana þrjá, sem keyptir hafa
verið hingað, en sá fjórði bæt-
ist í hópimn eftir áramótin.
Enda er það ekki atvinnu-
ástandið sem valdið hefur
flutningum fólks suður til
Reykjavíkur, þótt atvinnulíf
sé einhæft, heldur margvlsleg
félagsleg vandamál. Það hef-
ur komið fram, að Vestfirð-
iingar skila þjóðarbúinu geysi-
miklum útflutningsiverðmæt-
um og teljum við okkur ekki
vera neina ölmusumenn og
viljum fá réttlátan skerf af
því sem þjóðarbúið afiar.
— Hver eru helztu verkefni
bæjarfélagsins sem framund-
an eru ?
— Það eru hafnarfram-
kvæmdir, aðgerðir í heilbrigð-
ismálum, og svo ibúðabygg-
ingar og varanleg gatnagerð.
HAFNARBÆTUR
I fyrra og nú i sumar hefur
mikið verið unnið að hafnar-
málum, unnið hefur verið að
miklum endurbótum á Hnífs-
dalsbryggju, verið er að vinna
að gerð flotbryggju fyrir smá
báta í sundahöfn og áformað
er að hefja í sumar fram-
kvæmdir við dýpkun og breikk
un innsiglingarinnar inn sund
in. Dýpkunarskipið Hákur er
væntanlegt hingað á næst-
unni. Uppmoksturinn á að
nota við gerð uppfyllingar,
því okkur skortir tilfinnan-
lega landrými hér til bygg-
inga. 1 undiirbúningi er leng-
ing hafskipabryggjunnar og
hafa botnrannsóknir farið
fram. Fyrirhugað er að byrja
á þeirr. framkvæmdum næsta
sumar.
NÝTT SJÚKRAHÚS OG
MIKIÐ BYGGT
Undirbúningur er hafinn að
því að reisa hér heiisugæzlu-
stöð, sem að standa rikið, Isa-
fjarðarkaupstaður og nærliggj
andi sveitarfélög og fyrirhug-
að er að i framhaldi af þeirri
byggingu rísi nýtt sjúkrahús.
Þessum húsum hefur verið
valinn staður, sem enn er úti
í sjó í Torfunesbugnum, en
þar á að fylla upp á næstunni.
Ákveðið hefur verið að þama
risi einnig dvalarheimili fyrir
aldraða i tengslum við sjúkra
húsið, og ætti ekkert að vera
því til fyrirstöðu að hefja
framkvæmdir við það heimili
strax og lóðin verður tiibúin.
Nú er byggt með meira
móti í kaupstaðnum, verið er
að byggja um 40 íbúðir þ.á.m.
fjöibýlishús skv. lögum um
verkamannabústaði. Haldið er
áfram við byggiingu mennta-
skólans og unnið að byggingu
heimavistar. Þá hefur bærinn
ásamt nærliggjandi sveitarfé-
lögum fest kaup á sorp-
brennsiuofni, sem áformað er
að taka i notkun í haust.
GATNAGERH
Unnið er nú að miklum lag
færingum á veginum til Hnífs
dals og gert ráð fyrir að vega-
gerðin leggi varanlegt slitlag
á veginn næsta sumar. Þá er
einnig mikid nauðsyn, að lok-
ið verði við að leggja slitlag á
allar götur i bænum og verð-
ur unnið að þvi á næstu árum.
ísafjarðarkaupstaður vinnur
að þessari gatnagerð í sam-
vinnu við önnur sveitarfélög
á Vestfjörðum innan félags,
sem um þetta hefur verið
stofnað og ber nafnið Átak.
Þá er rafveitan að vinna að
hækkun vatnsstíflunnar við
Fossavatn til að auka vatns-
forðann og gera þar með raf-
orkuframleiðslu öruggari og
verður lokið við það I haust.
NÝTT SKIPULAG
— Hvernig er skipulagsmál
um komið hér í bænum?
— Núna er verið að vinna
að gerð aðalskipulags, sem
orðið var aðkalLandi, enda stóð
það framkvæmdum fyrir þrif
um að skipulagi var ekki lok-
ið. Það er skipulagshópur
ungra manna, sem verkið vinn
ur og gera þeir það á afar at-
hyglisverðan hátt. Þetta eru
ekki eingöngu uppdrættir,
heldur er tekið tiUit til ýmissa
féliagslegra atriða. Haft hefur
verið gott samstarf við bæjar-
búa um þetta og hefur hópur-
inn gefið út blöð og dreift
meðal íbúanna og einnig hafa
verið haldnir opnir fundir um
skipulagsmálin til þess að fá
fram sjónarmið almennings í
þessum málum.
— G.H.H.
Lang j ökulsf lakið
og leitin mikla
Flugminjasafn RAF leitar enn
að hlutum í Fairey Battle vélina
STARFSMENN minjasafns
brezka flughersins standa nú
frammi fyrir erfiðustu þraut,
sem þeir hafa fengið að
glíma við til þessa. Þrautin
er í þvf fólgin að verða sér
úti um flugvélahluta úr göml
um Fairey Battle sprengju-
vélum — til að þeim megi
takast helzta ætlunarverk sitt
um þessar mundir: Að end-
ursmíða elnu heillegu Fairey
Battle-vélina, sem til er á
Bretlandseyjum — í sinni
upprunalegu mynd. Þessari
flugvél tókst sérfræðingum
safnsins að bjarga ofan frá
Langjökli á sl. sumri og
fluttu hana þá til Bretlands.
Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Talsvert
vantaði i flugvélarflakið, sem
Bretamir náðu í upp í óbyggð
ir Islands, og marga hluti vél
arinnar vantar til þess að
kleift sé að endursmíða vél-
ina. Starfsmenn safnsins hafa
haldið uppi eftirgrennslan eft
ir slíkum hlutum úr Fairey
Battle í öllum heimsálfum en
lítið orðið ágengt. Ástæðan
er fyrst og fremst sú, að söfn-
un flugvéla, er komu við sögu
sáðari heimsstyrjaldarinnar,
er orðin eins konar tízkufyrir-
bæri og þar gilda áþekkar
reglur og í heimi frímerkja-
safnaranna: Safnararnir láta
því aðeins tiltekinn hlut af
hendi að hinn aðilinn hafi
upp á eitthvað gimilegt að
bjóða í skiptum.
Nú bítast flugminjasöfn
ýmissa landa og áhugamenn
um einstaka hluti sögufrægra
hervéla og gjalda dým verði
málmbúta, sem fá mátti fyr-
ir ekki neitt fyrir örfáum ár-
um. Það eru einkum auðug-
ir Bandaríkjamenn sem vald-
ið hafa örum verðhækkun-
um á sögufrægum flugvélum
og hlutum úr þeim, en marg-
ir þeirra safna slíkum vélum
af sama ákafa og litlir dreng
ir safna hasarblöðum. Um-
fram flestar flugvélategundir
er harðast barizt um Fairey
Battle, enda er hún hvað fá-
gætust allra hervéla siðari
heimsstyrjaldarinnar, sem
verður að teljast heldur vafa-
söm meðmæli.
Fairey Battles voru notað-
ar — oftast með afdrifarik-
um hætti — snemma í síðari
heimsstyrjöldinni af brezka
flughernum. Heiðurssess sinn
á minjasafni brezka flughers-
ins eiga þær ekki að þakka
eigin ágæti heldur hetjudáð-
um áhafnanna, sem flugu
þeim. Það mun hafa þurft
kjarkmenn til að stíga upp í
þessar vélar, sem þóttu ákaf-
lega illa hannaðar og voru
annálaðar fyrir litla flug-
hæfni. En það voru þó áhafn
ir Fairey Battle-véla sem
voru sæmdar fyrsta Viktoríu-
krossi síðari heimsstyrjaldar-
innar fyrir sprengjuárásir á
brýr í Þýzkalandi í maímán-
uði 1940.
Nú orðið telja starfsmenn
minjasafnsins það einskæra
heppni, takist þeim að end-
ursmíða Fairey Battle-vélina
aif Langjökli með upprunaleg
um hlutum úr öðrum vélum
þessarar tegundar. Miðhluta
vængsins varitar til að mynda
á Langjökulsflakið og hann
er ekki að finna á hverju
strái. Þetta var sá hluti vél-
arinnar sem hvað oftast varð
eldi að bráð, þegar þessar flug
vélar fórust — vegna þess að
þar var eldsneytisgeyminum
komið fyrir og hann var al-
gjörlega óvarinn.
Minjasafnið hefur þó orð-
ið þess vísara, að maður nokk
ur í Kanada á í fórum sinum
þennan miðhluta en sá vill
fá í skiptum mótorinn úr Tig
er Moth flugvél. Minjasafn-
ið á engan slíkan mótor, en
vonast þó til að geta dregið
upp úr pokahominu eitt-
hvert það skran sem geti vak
ið áhuga þriðja aðilans, sem
hefur yfir Tiger Moth mótor
að ráða og vill láta hann í
skiptum. Nú leita starfsmenn
safnsins einmitt að slí'kum
þriðja aðila.
Meðan þessu fer fram er
Eric Mannings, liðsforingi,
sem stjórnaði leiðangrinum
upp að Langjökli í fyrra, á
höttum eftir öðrum Battle-
flökum um allan heim, en til
þessa hefur árangur orðið lít-
ill. Hann hafði spurnir af
tveimur Fairey Battle-vélum
á Salisbury sléttunni, en við
athugun reyndist lítið eftir
af þeim — brezki flugherinn
hafði notað flökin sem skot-
mörk í æfingum. Athugun á
braki i fjalllendi i Suður-Wal-
es leiddi ekkert í ljós nema
heillega vængi en safnið
þurfti ekki á þeim, að halda.
Einu jákvæðu svörin til þessa
hafa borizt frá Ástralíu og
Kanada, en eftir er að ganga
úr skugga um hvort þar sé
eitthvað nothæft að fá.
Marga smærri hluti vant-
ar i Langjökulsflakið — svo
sem skrúfuna og hjólin. Hins
vegar hafa áhugamannasam-
tök heitið að útvega fremri
stjórnklefann í vélina og önn
ur stofnun mun leggja til
stjórntækin, sem jafnan er
hið fyrsta sem hverfur úr
braki flugvéla.
Mikið verk bíður því sér-
fræðiniga minjasafns brezka
flughersius, þegar að þvi kem
ur loks að þeir telja sig hafa
viðað að sér nægilega mörg-
um hlutum í vélina til að geta
haifizt handa um endursmíði
hennar. En að því mikla og
vandasama verki loknu mun
minjasafn brezka flughersins
ráða yfir sýnishomi af flug-
vél með þann vafasama heið-
ur að hafa kennt flugvéla-
hönnuðum Breta á stríðstím-
anum hvernig eigi ekki að
hanna flugvélar.
(Endursagt úr The Guardiam)