Morgunblaðið - 22.09.1973, Qupperneq 12
12
MORGU’NBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1973
f#e 1 \
t 1 /
forum
world features
OLIAN, HIÐ
HÁRBEITTA
VOPN ARABA
Hversu reiðir, sem fílistearn-
ir hafa verið, þegar Davíð
grandaði risanum þeirra,
Goliat, með steinvölu, eru
Bandarikjamenn, gnægtaþjóð-
in mikla, voldugasta riki, sem
sögur fara af, áreiðanlega hálfu
reiðari nú, er þeim er ógnað af
vesölum eyðimerkurrikjum,
sem vart hafa á að skipa meiri
mannafla en 20 milljónum, ef
allt er talið, karlar, konur og
börn.
Það gremjulegasta við þetta
vopn, sem nú er beitt gegn
Bandarikjamönnum og er raun-
ar eins lítið, slétt og fellt og
steinvalan hans Davíðs er það.
að Bandaríkjamenn munu að
öllum líkindum standa ger-
samlega ráðþrota gagnvart þvi.
Saudi Arabia og litlu oliurikin
við Persaflóa hafa nefnilega
ekki í hyggju, að gera neitt rót-
tækt, svosem að stöðva olíusölu
eða annað, sem bryti í bága við
alþjóðalög. Þeir segja einungis,
að þeir neyðist til að hætta við
aukningu á olíuframleiðslunni.
En það er nóg. Hinar áhrifa-
miklu aðgerðir Kadaffís, þjóð-
arleiðtoga Libyu, eignaupptaka
olíufélaga, lokun á höfnum
landsins fyrir þeim oliuskipum,
sem neituðu að framselja rétt-
indi leigutakans, það að neita
að taka við greiðslu í
Bandaríkjadölum fyrir oliu
selda i Bandarikjunum, — I
stuttu máli, allar þessar að-
gerðir, sem vakið hafa heimsat-
hygli, myrxiu aðeins valda
gremju og óþægindum, ef ekki
væri hætta á, að rikin á austan-
verðum Arabiuskaga gripu til
svipaðra aðgerða.
'tin fimm meiriháttar oliu-
..„•ög í I .darikjunum og
Royal Dutt.i Shell, sem orðið
hafa fyrir barðinu á þjóðernis-
stefnu Kadaffis, geta I mörgum
tilvikum stöðvað sölu á olíu,
sem þeir hafa keypt frá Libyu
með þvi að höfða mál, þar sem
olfunni er skipað á land og einn
ig með þvi að kæra til Alþjóða-
dómstólsins í Haag eins og
British Petroleum gerði, eftir
að Libyumenn þjóðnýttu oliu-
vinnslu þeirra árið 1971. Þau
myndu njóta stuðnings ríkis-
stjórna í Vestur-Evrópu og
Ameríku. Einnig hefur getum
verið að því leitt, að sjötti floti
Bandarikjamanna setji hafn-
bann á hafnir í Libyu, sem er
ósennilegt, og Nixon forseti
hefur lagt til að samkomulag
verði gert um að hætta öllum
olfuviðskiptum við Libyu, en
undirtektir VesturEvrópu-
þjóða þar að lútandi hafa verið
dræmar, þar sem þær kaupa
megnið af henni. En hætt er
við, að þessar aðgerðir geti á
engan hátt klekkt á Kadaffi,
þar sem hann hefur þegar dreg-
ið úr framleiðslu sinni, sem var
116 milljónir tonna á síðasta ári
en 160 milljónir árið 1970, og
samt á hann varasjóð, sem nem-
ur 1.000 milljónum sterlings-
punda og gæti með honum
haldið ríki sínu gangandi i ára-
tug án þess að selja svo mikið
sem eitt gallon af oliu. Mótleik-
ur hans gæti verið sá að þjóð-
nýta allar eignir Breta og
Bandaríkjamanna til fullnustu
í stað þess að þjóðnýta aðeins
51%, eins og hann hefur I
hyggju, enda þótt hann hafi
næstum enga þjálfaða menn til
að starfa við iðnaðinn.
MIKLAR BIRGÐIR
Ríkin á austanverðum Ara-
bíuskaga eiga lika miklar olíu-
birgðir og þvi fer fjarri, að þau
þurfi að nýta allar tekjur sfnar
af oliusölu til venjulegra þarfa,
og þetta styrkir stöðu þeirra.
Sennilega hefðu þau öll mestan
hag af þvi að draga úr oliufram-
ieiðslunni, þvi að hráefnið í
jörðinni hækkar óðfluga i
verði, en hagnaðurinn af olíu-
sölunni, sem þeir leggja I
banka, rýrist stöðugt að raun-
gildi, eða sú hefur þróunin
orðið einkum sl. tvö ár. Þeir
ráðherrar Arabarikjanna, sem
með olíumál fara, geta hæglega
sagt að þeir geri Japan og
iðnaðarrikjunum á Vestur-
löndum nægilegan greiða með
þvi að vinna eins mikið magn af
olíu og þeir þegar gera.
Aðalástæðan fyrir yfirvof-
andi orkukreppu, sem svo hef-
ur verið nefnd, og það, sem
hefur fært Aröbunum „oliu-
vopnið" I hendur, er hin gífur-
lega þörf Bandaríkjamanna. í
Bandarikjunum búa aðeins 6%
jarðarbúa, en oliuneyzla þeirra
nemur 33% af þvf oliumagni,
sem framleitt er í heiminum.
Ríkisstjórnin ætlar nú að nýta
hinar geysimiklu oliubirgðir
sfnar f Alaska og hefur sam-
þykkt eftir 5 ára tafir að láta
flytja olíu þaðan f leiðslum.
Ennfremur er frekari kola-
vinnsla ráðgerð og auknar
rannsóknir á sólarorku og
notkun kjarnorku f iðnaði.
A hinn bóginn ætla Efna-
hagsbandalagsrikin að nýta
eins fljótt og unnt er olíu-
lindirnar á botni Norðursjávar,
sem geta séð fyrir allt að
helmingi af orkuþörf Bretlands
og þörf ríkjanna á meginland-
inu að verulegu loyíi. Þá var
ráðgerð frekari kolavinnsla og
nýting orku í öðrum myndum.
En það eru ár og dagur þar til
þessar kostnaðarsömu fram-
kvæmdir geta dregið úr þörf-
inni fyrir oliu frá Arabaríkjun-
um, svo að nokkru nemi.
Bandarikin hafa sjálf kallað
orkukreppuna yfir sig með
heimskulegu atferli, skorti
á langtíma áætlunum, hindr-
unum áróðursaðila, og f
siðasta lagi mótmælum um-
hverfisverndunarmanna, sem
lögðu stein f götu þeirra, er
vildu leggja olfuleiðsluna frá
Alaska. Sl. vetur var olíuskort-
ur f Mið-Vesturríkjunum og á
þessu ári verður bæði skortur
og skömmtun á ýmsum olíuteg-
undum. Arið 1967 fluttu Banda-
rfkjamenn inn aðeins 300.000
olfutunnur á dag að jafnaði, og
því er spáð, að árið 1980 flytji
þeir inn um 15 milljónir af olfu-
tunnum daglega, einkum frá
Mið-Austurlöndum. Þessa þró-
un hefði verið unnt að sjá fyrir,
og það gerðu raunarýmsir fyrir
mörgum árum. Þá voru til næg-
ar birgðir i landinu og Banda-
rikjamönnum hefði gefizt ráð-
rúm til að leita skipulega eftir
orkugjöfum f annarri mynd.
Feisal konungur Saudi
Arabíu hefur beðið þolinmóður
eftir þessum bráða og knýjandi
olfuskorti Bandaríkjamanna,
þvf að hann sá hér leik á borði
gegn Israel. Feisal hefur
þrisvar áður lagt á ráðin um
notkun þessa vopns i átökum
Araba og Israela, árin
1948—1956 og 1967. 1 þessi
skipti reyndist það haldlftið af
þeirri einföldu ástæðu að til var
nægileg olía á Vesturlöndum til
að mæta þörfum Evrópuríkja.
Að undanförnu hefur fast verið
lagt að Feisal, að hann hætti
oliusölu til Bandaríkjamanna
vegna stuðnings þeirra við
Israela. Hann hefur hins vegar
látið sér nægja að senda vin-
samlegar aðvaranir til Hvfta
hússins, hann svaraði eftirfar-
andi til, þegar Sadat Egypta-
landsforseti og fleiri Arabaleið-
togar hvöttu hann til róttækari
aðgerða: „Vopnið okkar getur
aðeins orðið raunhæft, þegar
Bahdarikjamenn eru i knýjandi
þörf fyrir oliu, — og sá tfmi
nálgast óðum. Við þurfum ekki
að hætta framleiðslu okkar, og
jafnvel ekki að draga úr henni.
Með þvf móti gætum við skaðað
vinaþjóðir okkar í Evrópu, og
hver veit, hvernig okkur reiðir
af, ef allur heimurinn er okkur
andvigur. Ég er sá aðili, sem
selur mesta olíu til Bandarfkj-
anna, og ég þarf ekki að gera
annað en hafna tilmælum um
að auka framleiðsluna að þvi
marki, sem Bandarfkin þurfa á
að halda til að mæta vaxandi
olíuneyzlu i landinu. Engin al-
þjóðalög geta svipt mig heimild
til að fara sparlega með olfuna f
landi mfnu, né heldur getur
nokkurt erlent rfki gert réttlæt-
anlegar ráðstafanir til að koma
f veg fyrir, að ég hrindi fyrir-
ætlun minni í framkvæmd."
Um mjög svipað leyti og Feis-
al konungur flutti Sadat þenn-
an boðskap sinn, kom Frank
Jurgens til Riyadh, en hann er
forseti bandarfska olfufélagsins
Aramco, sem sér um vinnslu og
dreifingu á nærfellt allri olíu
frá Saudi Arabfu. Erindi hans
var að biðja konung um leyfi til
framleiðsluaukningar f áföng-
um eða frá 8 milljónum tunna á
dag upp í 20 milljónir, hvorki
meira né minna. 1 þetta sinn
voru viðtökur Feisals ger-
sneyddar þeim hjartanleika,
sem hann hafði áður sýnt
Jurgens. I stað þess svaraði
hann kuldalega: „Við núver-
andi aðstæður, er mér ógerlegt
að verða við þessari beiðni eða
viðhalda vináttu við þjóð yðar.
Þjóðernistilfinning mfn gerir
mér ókleift að svikjast undan
merkjum, þar sem orkan, er við
framleiðum, er notuð til að
veita Israelum ótakmarkaðar
birgðir vópna og flugvéla og
styðja þá gegn okkur i hvi-
vetna.“ Jurgens kom fram i
sjónvarpi f Bandarfkjunum
nokkrum dögum siðar og hafði
eftir þessi orð, bandarísku þjóð-
inni til viðvörunar. Sagðist
hann álfta, að ef til annarrar
styrjaldar kæmi milli Araba og
tsraela, þá yrðu Bandarikja-
menn f vonlausri aðstöðu.
Fyrir nokkrum mánuðum
gerði Fulbright öldungadeild-
arþingmaður, formaður utan-
rikismálanefndar Bandarfkja-
þings, grein fyrir þvi, hversu
alvarlegt ástandið væri, er
hann sagði, að Bandarfkjamenn
þyrftu ef til vill að tryggja olfu-
flutninga til landsins með
hernaðaraðgerðum, og gerði
þvf jafnvel skóna, að öflugum
herjum Israels og Irans yrði
beitt I slfkum átökum. Aðrar
aðgerðir, til að mynda svlpaðar
þeim, sem notaðar hefðu verið
gegn Libyu, væru óhugsandi
gagnvart rfkjunum við Persa-
flóa, sem hefðu staðið óaðfinn-
anlega við lög og samþykktir.
Samt sem áður eru alvarlegir
meinbugir á þvf að grípa til
vopna gegn Aröbum. Skammt
frá, norðan við Persaflóa hafa
Sovétríkin fylgzt með þvf með
ánægju, hversu óhönduglega
Bandarfkjamönnum hefur
tekizt til f samskiptum sfnum
við Araba, og ekkert gæti
frekar fengið þá til að bregðast
harkalega við en að Bandarfkin
sýndu merki um hernaðarlega
fhlutun.
Feisal konungur telur sér
enga hættu stafa af þessu.
Hann telur, að olfuþörf banda-
rfsku þjóðarinnar geti knúið
Nixon, eina manninn, sem hafi
áhrif á Israel, til að taka upp
jafnvæga stefnu gagnvart
Israelum og Aröbum. Verði sú
raunin á, verður oliuvopnið
lagt afsiðis og látið rykfalla.