Morgunblaðið - 23.09.1973, Síða 4
4
MORGU'NBLAÐIÐ — SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1973
22-0-22-
RAUOARÁRSTÍG 31
V_______—------/
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
72 21190 21188
BILALEIGA
CAR RENTAL
BORGARTÚN 29
AV/S
SIMI 24460
BÍLALEIGAN
EYSIR
CAR RENTAL
BllALEIGA JÓNASAR & KARLS
* Ármúla 28 — Sími 81315
CA* tENTAi
SÍLALEIGA
TRAUSTI
►V£*«OLT 15ATEI. 25780
Bilaleiga
CflR RENTAL
U* 41660 - 42902
SAFNAST ÞEGAR
* SAMAN
§ SAMVINNUBANKINN
U€
EMUR
MORGUNBLAÐSHÚSINIf
Við
gluggami
eftir sr. Árelías Nielsson
tekið hann til fyrirmyndar f
starfsaðferðum td. héraðs-
dómari f Tel Aviv I ísrael; og
yfirmaður allrar fangahjálpar f
heiminum frú Ruth Baker
sendir honum jólakveðjur. I ör-
stuttri grein „við gluggann"
verður því fátt sagt af því, sem
færa mætti á sfður heillar
bókar.
Upphafið var niðurbrotinn
vinur og jafnaldri vestur í
»The grand old gentlemen from
Iceland«
Ég sit í djúpum stól f gömlu
húsi við hjartastað Reykjavík-
ur, varla steinsnar frá „Bern-
höftstorfu“ fyrrverandi
„heidra fólks“ borgarinnar.
A vegg beint á móti mér, nær
dyrum er sérkennileg tré
skurðarmynd, sem sýnir tvo
menn. Annar stendur, hinn
krýpur. Sá, sem stendur ber
með sér tiginlega reisn, gæti
verið táknmynd Krists en líka
eitthvert göfugmenni úr hvaða
stétt sem er, maður sem Kristur
sagði um: „Verið í mér þá verð
égíyður.“
En sá, sem krýpur, er auð-
sjáanlega að standa upp. Hefur
nú þegar komið fyrir sig öðrum
fæti, en liggur í auðmýkt og
þökk á öðru knénu. Slitin
keðja, járnhlekkir, hanga enn
um úlnliði hans. Maðurinn, sem
stendur bendir fingri beint til
hæða.
Ógleymanleg mynd. Gjöf frá
fimm föngum til fangavinarins
Oscars Clausen.
Þetta er nefnilega skrifstofa
hans og heimili i Bankastræti
12. Og skrifborð hans er fullt,
yfirhlaðið af stórum þykkum
bókum, með óteljandi nöfnum
og skýfslum.
Það eru nöfn ungra íslenzkra
afbrotamanna. Aðeins frá árinu
1955 eru þeir, sem þarna eru
skráðir 1336 að tölu. Og mörg
erindi fyrir hvern þeirra.
En það sem bezt er: í bókum
þessum eru fagnaðartíðindi um
frjálsa menn og fjötra leysta.
Yrirleitt eru þetta aðeíns ungir
menn á aldrinum 15—21 árs,
þótt einnig séu þar nöfn
nokkurrá kvenna og eldri
manna. Aðeins 10% þessara
unglinga hafa framið afbrot á
ný. Hinir hafa bjargast. Sam-
kvæmt alþjóðaskýrslum er það
heimsmet í góðum árangri á
þessu sviði.
Við borðshornið á móti mér
situr húsbóndinn, mannvinur-
inn, ættaður vestan úr Ólaf svfk,
Oscar Clausen. Flestir ís-
lendingar og margir aðrir
þekkja nafn hans og Iíklega
þekkja hann flestir Reykvík-
ingar í sjón. Gildvaxinn, góðleg-
ur maður, með virðulegt fas,
mótað hógværð og tiginleika.
Hann gæti verið prestur að út-
liti, en þó ekki síður auðugur
kaupmaður, sem allt hefði
sparað ævilangL
Og víst var hann kaupmaður
af kaupmönnum kominn í
marga ættliði. Og víst eru prest-
ar og vfgð stórmenni meðal for-
feðra hans í f jórar aldir. Og fáir
kunna fleiri sögur um prestaen
hann.
En hér er hann sérstæð per-
sóna engum öðrum líkur, Oscar
Clausen, sem nefndur er á
mannvinaþingum í Ulm, Þýzka-
landi: „The grand old gentle-
man, from Iceland.“'
Hann hefur árum og ára-
tugum saman sótt alls konar
heimsþing, þar sem fangamál
og fangelsismál eru til umræðu,
kynnt sér fangelsi og verið
áheyrandi við réttarhöld
frægra dómara og mál-
flutningsmanna.
Hann hefur látið mikið af
eignum sinum, sem voru miklar
ganga til fangahjálpar á íslandi
og afneitað öllum venjulegum
lífsþægindum og „luxus“
nútímans af sömu ástæðum.
Hann hefur unnið og innt af
hendi störf á þessu sviði sem
mundu fara vel heilli stofnun,
með fjölmennu starfsliði og
tekið lítil sem engin Iaun fyrir,
heldur miklu frekar fórnað
eigin eignum.
Hann hefúr ritað hátt á
þriðja tug böka, sem margar
eru uppseldar og uppilesnar og
öllum ritlaunum sínum hefur
hann fórnað fangáhjálpinni.
Hann hefur unnið sérstak-
lega að því, sem kalla mætti að
koma í veg fyrir fangelsisvist
og frelsisskerðingu. Og nú
þegar hafa ágætir starfsmenn
erlendis á þessum vettvangi
veitt honum viðurkenningu og
Stykkishólmi, þegar þessi 85
ára öldungur var um tvítugt.
Þessi vinur hans var niður-
brotinn eftir mánaðar innilok-
un í litla svartholinu „uppi á
höfðanum", og þorði ekki að
líta upp.
Þá tók kaupmannssonurinn
og fulltrúinn I kaupmanns-
húsinu hann að sér, gaf honum
föt og skó og fór með hann á
dansleik og veitti honum vonir,
sjálfstraust, manndóm ogfrelsi
að nýju. Útvegaði honum at-
vinnu og bar umhyggju fyrir
honum.
Og þetta er í fáum orðum
aðferð Oscars Clausen enn i dag
og allatíð.
„Frelsi, vinna og framtiðar-
brautin verður greið“ segir
hann. Og svo ekkért bréniiivín
engin eiturlyf.
„Það eru aðeins örfáir, sem
ekki lagast á þennan hátt,“ bæt-
ir hann við. „En þá sem ekki
vilja vinna og hjálpa sér sjálfir
getur sjálfur Guð ekkert gert
fyrir. Og þeir, sem misnota
frelsið aftur og aftur og vinna
öðrum mein og tjón, verða auð-
vitað að finna f jötrana.
Handa þeim þarf sérstaka
sjúkradeild. Allt slíkt er geð-
bilun á einhverju stigi.
Árásarmenn eru yfirleitt geð-
bilaðir, og þá verður að tryggja
samborgurum öryggi gagnvart
þeim.
Fangahjálpin byggist ekki á
sérkunnáttu, heldur á því að
hafa opið hjarta, alúð, samúð
skilning, trú á Guð og traust á
hið góða í hverri sál. Bezt er að
koma unglingum á góð heimili í
sveit eða í gott skiprúm. Vinna
og aftur vinna og algjörlega
takmarkaðir peningar er alltaf
bezta lækningin.“
Þannig gæti Oscar leiðbeint
endalaust. Maðurinn, sem eng-
ar kröfur kann sjálfum sér til
handa í lítilli, gamalli leigu
íbúð hjá Silla og Valda. Þar er
bæði rikmannlegt og fátæklegt
f senn. Ein mynd t.d. höggmynd
af Napoleon mikla gæti
kannski kostað hundruð
þúsunda. Fieiri fornmunir úr
kaupmanna- og prestaheimilum
fortíðar gætu verið eins dýr-
mætir. Annars rannur ein-
búans, sem er í starfsgleði og
fórnun hamingjusamur maður.^
„Erum allslausir en eigum þó
allt.“ Franz frá Assisi á íslandi
á 20 öld, ’fangavinurinn, sem
fer þó ekki I fangelsin. Þeir
koma til hans og sumir árum
saman.
Sannarlega hefur hann þó
verið óvirtur, misskilinn, jafn-
vel ofsóttur.
En ég veít, að hann hefur
-verið sæmdur æðstu heiðúrs-
merkjum Isléndinga. Fálka-
orðu, Stórriddarakrossi. En
þær gersemar sjást ekki þarna;,
þó held ég, að hann meti þær að
verðleikum starfs síns vegna-
Og þegar ég að lokum spyr:
Hvað viltu sýna mér að
skilnaði, sem þú metur mest
hér á þinu heimili?
Þá tekur þessi virðulegi, hæg-
fara öldungur litla postulíns-
mynd af barni eða engli á bæn,
sem stendur á skrifborði hans
og segir:
„Amma einhvers af
drengjunum færði mér þetta
fyrir mörgum árum og sagði, að
myndin ætti að tákna verndar-
engilinn minn. Og nærveru
hans hefi ég oft fundið.
Og svo er hérna kross alþak-
inn gleymmér-ei-um. Hann er
mér kær.
Og hvað viltu svo segja við
mig vesælan prest að skilnaði?
sagði ég.
Öldungurinn brosti og sagð*
þessari lágu röddu, sem hann
hefurtamiðsér:
„Musteri Guðs eru hjörtun
sem trúa“, og „Aðgát skal höfð *
nærveru sálar“.
„Þessi spekimál Einars Ben.
eru hornsteinar fangahjálpar,
hvar sem er í heiminum,“ bætti
hann við.
Bridgeþáttur er nú að hefja
göngu sína eftir sumarfríin.
Samstarfið á síðasta keppnis-
tímabili við blaðafulltrúa
bridgefélaganna var mjög gott,
og vonast þátturinn til, að svo
verði einnig í vetur. Fréttir af
höfuðborgarsvæðinu, þ.e. þær
sem birtast vikulega, þurfa að
berast til birtingar eins fljótt
og unnt er, því að í vetur og á
komandi tfmum mun Morgun-
blaðið verða offsetprentað og
þarf þá meiri undirbúning á
fréttunum. Þátturinn mun ekki
birtast eins og í fyrra á laugar-
dögum og sunnudögum, heldur
mun laugardagsþátturinn fær-
ast aftur á þriðjudag eða mið-
vikudag.
*
Aðalfundur Bridgefélags
kvenna var haldinn í Domus
Medica 17. sept. sl. Stjórn fé-
lagsins var öll endurkjörin, en
hana skipa: Margrét Ásgeirs-
dóttir, formaður, Guðrún Hall-
dórsson, ritari, Júlíana
Isebarn, gjaldkeri og til vara
Aðalheiður Magnúsdóttir og
Petrína Færsteth, einnig end-
urkjörnar. Endurskoðendur
voru kosnar Halla Bergþórs-
dóttir og Elín Jónsdóttir og til
vara Laufey Arnalds.
Félagið hefur starfsemi sína
næstkomandi mánudag 24.
sept. með einmenningskeppni.
Konur eru beðnar að tilkynna
þátttöku sem fyrst í símum
14218 eða 16233.
Öllum konum er heimil
þátttaka þó þær séu ekki f
félaginu.
Stjórnin.
*
Frá Bridgefélagi Hafnar-
fjarðar.
Aðalfundur félagsins var
haldinn mánudaginn 10. sept.
sl. og voru þessir menn kosnir í
stjórn: Formaður Björn
Eysteinsson. Aðrir stjórn-
endur: Jóhannes Guðmunds-
son, Jón Gíslason, Ólafur Sigur-
geirsson, Ölafur Valgeirsson og
Sigurður Lárusson.
Sú nýbreytni verður tekin
upp, að fyrir hverja keppni
verða, auk verðlauna, gefin stig
fyrir efstu sætin: 6 stig fyrir 1.
sætið, 4 stig fyrir 2 sætið, 3 stig
fyrir 3. sætið o.s.frv. Sameigin-
legur stigaf jöldi fyrir allan vet-
urinn ræður úrslitum til verð-
launa. Vonast stjórnin til, að
nýbreytni þessi verði hvatning
til meiri þátttöku félagsmanna.
Fyrsta spilakvöldið var sl.
mánudag, en spilaður verður
fimm kvölda tvímenningur.
Röð efstu para eftir fyrstu
umferðina er þessi: Þröstur — Bjarnar 153
Þórarinn — Birgir 133
Agúst — Kristján 125
Óskar — Sigurður 125
Björn — Ólafur 124
Sævar — Hörður 121
Þorgeir — Eyjólfur 119
Asgeir — Ragnar 114
Arangur Þrastar og Bjarnars
er mjög góður og athyglisverð-
ur, eða 42% umfram meðal-
skor, og er það næst bezti
árangur, sem náðst hefur f
einni umferð í Firðinum.
Beztan árangur eiga Ágúst og
Theodór, en þeir hlutu í fyrra
156 stig, og var þá meðalsko
108 eins og nú. Fróðlegt væri a
heyra um árangur sem þennafl
annars staðar að af landinu.
Athygli bridgespilara sj£a
vakin á þvf, að pörum verw*
bætt inn f tvfmenningskepPI\'
ina, sem nú stendur yfir, ®
aðeins fyrir næstu umfer
Bridgespilarar eru hvattir til
fjölmenna.
Nk. fimmtudag mun Bridg
félag Keflavíkur hefja kepPnI
ár sitt og byrjá á tvímenninS-
keppni (Danivalsmótið) SP“a
er á Víkinni, og hefst kepPnl
kl. 20 stundvíslega.
Tafl- og bridgeklúbburin
lun hefja spilamennskuna n '
immtudag, og verður trúleg
yrjað á eins kvðlds tvfm®11
ngskeppni. Spilað er I Dom
íedica, og eru keppend
ieðnir að mæta kl. 20 stun
ÍSlega’ A.G.B.
”V