Morgunblaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 4
4 MORGLTNBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBETR 1973 M ji Itíi í U'K. I \ MJAJLUm 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 /£> 14444 & 25555 \miíMB BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGHRTÚN 29 BlLALEÍGA 'JÖNÁSAR & KARLS Ármúla 28 — Simi 81315 BILALEIGAN 5IEYSIR \> CARRENTAL SKODA cYÐIR MINNA. ■nmi LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmrl ferðir 8—50 farþega 5ílar. KJARTAN INGIMARSSON, sími 86155 og 3271S. FERCABlLAR HF. Bilaleiga. - Sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F.mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). nucivsincnR ^-«22480 Með vatn á milli vita Stundum birtast f blöðunum svo fáránlegar ritsmfðar, að menn finna næstum til með rit- stjóranum. Sú „bezta“ af þessu tagi það sem af er árinu birtist f Þjóð- viljanum sfðastliðinn fimmtu- dag. Maðurinn, sem framdi vit- leysuna, skrifar undir stöfun- um „úþ“ og grein hans fjallaði um tækjafundinn f Kieifar- vatni. Morgunblaðið vék Iftil- lega að þessari samsuðu f rit- stjórnargrein f fyrradag. Þar var einkanlega vakin athygli á þeirri afburðasnjöliu niður- stöðu „úþ“, að með þvl sum njósnatækjanna, sem komu upp úr vatninu, hafi sanna- lega verið rússnesk — Þá séu þau alls ekki rússnesk! En sýnishornin af frábærri rökvísi „úþ“ eru langtum fleiri. Þau bókstaflega streyma upp úr manninum. Hann telur vitanlega allar ifkur á þvl, að tækjunum hafi verið komið f Kleifarvatn af fjandmönnum Sovétrfkjanna, og að tækja- fundurinn hafi semsagt verið settur á svið. Grein „úþ“ verður ekki rakin hér nánar, þó aidrei væri nema af því, að fslenzka höfundar verður á köflum óskiljanleg. Þó skal hér tekið annað dæmi um „rökfestu" hans. Hann telur það meðal annars tortryggilegt hvernig og hvar njósnatækin fundust. Hann segir af djúpri speki og, með sfnum ómetanlega stfl: „Fyrst er það, að úr þeirri örfámennu herdeild (slenzkra kafara skuli einmitt hafa farið iiðsmenn að kafa I Kleifar- vatní, einmitt á þessum stað f vatninu og akkúrat á þessum tfma.“ Með öðrum orðum: Þetta hefði allt verið stórum trúlegra ef tækin héfðu fundist þar sem þau voru ekki; Morgunblaðið sendir Þjóð- viljanum samúðarkveðjur. Að kafsigla sjálfan sig Ef Breiar viija bjarga ein- hverri ögn af sóma sfnum, þá þurfa þeir ekki einungis að skipta snariega um vinnu- brögð: þeir ættu lfka að láta athuga höfuðið á manninum, sem stjórnar aðgerðum þeirra hér á Islandsmiðum. Honum hefur ekki tekist að sökkva skipi ennþá. En i offorsi sínu hefur honum tekist að kaf- siglabrezku áróðursskútuna. Spjótabúnaður hans á skut einnar freigátunnar er siðasta giapræðið. Brezk stjórnvöld hafa frá öndverðu iagt á það ofurkapp að telja umheiminum trú um, að fslenzku varðskipin séu að reyna að sökkva brezku her- skipunum með ásiglingu. Bret- ar hafa beitt þessu áróðurs- bragði f þeirri vissu. að aliur obbi manna, fáfróður um sjúmennsku, er vitamega auu- ginntur f svona málum. Bretinu hefur treyst þvi, að siendur- tekinni bábilju yrði að lokiun trúað. En með spjótunum aftan úr freigátunni hefur sá Þorska- Nelson, sem er aðmfrátl Bretans á tslandsmiðum, enn skotið yf ir markið. Þó að þessi verkfæri eigi ef- laust að ifta út sem varnarvopn, þá er tilgangurinn svo augljós- lega sá að valda tjóni á fslenzk- um skipum. Jafnvel landkrabbi inni f miðri Evrópu fæst liklegaseint til að trúa þvl, að skipherra á Islenzku varðskipi, sem er helmingi minna en skip and- stæðingsins og þar að auki til muna gangminna, k jési samt að elta það uppi og sigla aftan i það. spurt og svarað Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins. BlEASTÆHIN A TOLLSTÖÐINNI Bjarni Pálmarsson, Nóatúni 9R cnvr* 1) Hvað eru mörg bílastæði á þaki Tollstöðvarinnar? 2) Hvað fara mörg bílastæði undir brúna. sem liggur upp á bílastæðin á þakinu? 3) Fara ekki fleiri fermetrar undir brúna, heldur en eru á bilastæðinu á þakinu? Björn Hermannsson, toll- stjóri, svarar: Samkvæmt áætlun Teíkni- stofunnar sf. verða bílastæðin á 3. hæð Tollstöðvarinnar 105 að tölu. Fermetratala bílastæðis- hæðarinnar er 2555. Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur, svarar: Ef engin brú hefði verið gerð, þá hefðu komizt 76 bílastæði á brúarsvæði og að bakkanti gangstéttar. Bifreiðastæði f Tollstöð verða 105, möguleiki er á 40 stæðum á Geirsgötubrú, 25 stöðumælastæði verða í Tryggvagötu sunnan brúar, eða alls 105+40+25=170 bifreiða- stæði. Við gerð brúarinnar eykst þvf stæðafjöldi úr 76 í 170 stæði, eða um 96 bifreiðastæði. ÓLÆTI UNGLINGA I LANGHOLTSHVERFI Gunnar Gunnarsson, Langhoitsvegi 150, spyr: Undanfarið hefur borið á þvf, að unglingar hér f hverfinu ynnu spellvirki á görðum og væru með ólæti. Kvartað hefur verið til lögreglunnar vegna þessa, en hún hefur ekkert annað gert í málinu en að aka fram hjá þessum unglingum og hafa þeir hrópað ókvæðisorð að lögreglunni. Hvenær má vænta þess, að lögreglan geri eitthvað til að koma í veg fyrir slíkt háttalag? Bjarki Elfasson, yfirlögregiu- þjónn, svarar: Kvatanir vegna óláta og spell- virkja barna og unglinga berast úr fiestum hverfum borgarinn- ar, og ekkert tiltakanlega mest úr Langholtshverfi. Lögreglan á oft óhægt um vik I þessum málum og þarf að meta það hverju sinni, til hvaða aðgefða á að grípa. Oftast er um að ræða ærsl, sem fólk á misjafnlega gott með að þola. I flestum til- vikum hefur nægt, að lögreglan kæmi á staðinn, og hefur þá ýmist verið, að ekkert væri um að vera eða þá þess eðlis, að það hefur ekki gefið tilefni til af- skipta. Hafi spellvirki verið unnin, þarf tjónþoli að tilkynna það, og eru þau atvik þá sér- staklega rannsökuð og lögreglu- skýrslur skrif aðar. IÞRÓTTATIMI SJÓNVARPS Asta Benediktsdóttir, Kleppsvegi 132, spyr: Er hægt að færa tii iþrótta- tfmann I sjónvarpinu á þriðju- dagskvöldum? Ómar Ragnarsson, Iþrótta- fréttamaðursjónvarps, svarar: Þeir, sem dagskránni ráða, hafa ekki viljað leggja bezta sjónvarpstíma kvöldsins, þ.e. strax eftir fréttir, undir íþrótta- þáttinn. Ekki hefur ,\heldur verið talið heppilegt að láta íþróttaþáttinn koma þar næst á eftir, en láta umræðuþáttinn bíða, því að umræðuþátturinn er jafnan sendur út beint og þvl þyrfti starfsliðið við þá út- sendingu að bíða enn lengur fram á kvöldið en nú er og sllkt er ekki taiið æskilegt. Þá er aðeins einn tfmi eftir fyrir íþróttaþáttinn — síðast á dagskránni, ernsognú er. Hins vegar færist þátturinn yfir á laugardagana strax eftir næstu mánaðamót. , rr i T) J.JJJJJJ IHL1 Tfu vinsælustu lögin á Islandi þessa vikuna eru, samkvæmt út- reikningum þáttarins „Tfu á toppnum": 1 (3) Saturday night..........................Bay City Rollers 2(5) Imaciown...................................David Cassidy 3 ( 2) (Jenny, Jenny) Dreams are ten a penny.........Kincade 4(1) Free electric band......................Albert Hammond 5(4) Brother Louie.....................................Stories 6(6) I'm the leader of the gang..................Gary Glitter 7(9) Standing on the inside.......................Neii Sedaka 8 (—) Freeride............................Edgar Winter Group 9 (—) Musir makes my day......................Marvin & Farrar 10 ( 7) LifeonMars................................David Bowie AF óviðráðanlegum orsökum var ekki unnt að birta fslenzka vinsæidalistann i sunnudagsblaðinu. Af iistanum féllu fimm lög: Give it to me — J. Geils Band (8), Young iove — Donny Osmond (10), China Grove — Doobie Brothers (—). 48 Crash — Suzi Quatro (—), og Say, has anybody seen my sweetCipsy Rose — Dawn (—). Ný lög á listanum eru fimm: 11 Showbiz kid ...................................SteelyDan 12 Delta Dawn...................................Helen Reddy 13 If you want me to stay.................Siy & Family Stone 14 Feeiin’ stronger today ........................„Chicago 15 Ididn’tknow...........................Magnús Kjartanssim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.