Morgunblaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÖIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1973
5
Vindhraðinnl 108hnúta
— þegar lægðin „Ella“ gekk yfir landið
MEÐALVINDHRAÐI hefur
aldrei mælzt meiri í Reykjavík
en í ofviðrinu i fyrrinótt, þegar
geysikröpp lægð gekk yfir vest-
anvert landið. Tíu mínútna meðal
vindhraði mældist 72 hnútar og
er það jafnt því er mældist i ofsa
veðri í Reykjavík árið 1948. 1
mestu hrynunni mældist vind-
hraðinn 108 hnútar og hefur að-
eins einu sinni áður mælzt meiri
hryna — brezld herinn mældi
109 hnúta árið 1942. Hins vegar
er þessi veðurofsi einsdæmi í
september
í samtíili við Morgunblaðið
sagði Knútur Knudsen veður-
fræðingur, að ofviðrinu hefði
valdið mjög kröpp lægð sem
gekk yfir vestanvert landið á
tímabiliinu frá um miðjan dag á
sunnudag og fram á mánudags-
morgun. Upphaflega var lœgðin
felldibyluriinn Elilen, sem kom
sunnan úr höfum. Sagðist Knút-
ur fyrst hafa orðið haras var fyr-
ir fjórum sólarhrimgum nokkuð
fyrir sunnan veðurkortið, sem
hér er notað, eða á svæðinu um
30 gr. norður breiddar og um 55
gr. vestur lengdar. Stefndi felil-
bylurinn þá í norð-norð-vestur og
fór fremur hægt eða með um
10—15 hnúta hraða. Siðan tók
fellibylurinn stefnu á landið og
eftir því sem hanm nálgaðisit það
tók hann að breytast i lægð —
að vísu í nokkuð öðru visi lægð
en við eigum að venjast, mun
krappari og tók yfir minna
svæði. Sagði Knútur, að það væri
til þess að gera fremur sjald-
gæft að fellibyljir næðu himgað
tn lands á þennan hátt, en þó
hefði það komið fyriir nokkrum
sinnum.
Að sögn Hlyns Sigtryggsson-
ar, veðurstofustjóra, komst með-
alvindhraðinn miðað við tíu min-
útur upp i 72 hnúta og í verstu
hrynumum mældisf vindhraðinn
108 hnútar á Reykjavíkurflug
veliffl. Eins og fram kemur í upp
hafi, hefur aðeiins einu simnd áð
ur mælzt jafnmikilll meðalvind
hraði í Reykjavík og einu sinni
Heimilistrygging
bætir ekki tjónið
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Bjarna Þórðarsonar,
tryggingafræðings, og spurði
hanm hvemig tryggingabótum
væri háttað vegna þeirra
skemmda, sem urðu í óveðr-
inu í fyrrinótt.
Bjami svaraði þvi til, að
í þeim tilvikum þar sem hús-
eigendatryggimg svonefnd
væri íyrir hendi, þá yrðu tjón
af völdum ofviðrisims að telj
ast bótaskyld, svo sem rúðu
brot af völdu-m fjúkandi þak
járns. Húseigemdatrygging
þessi er i sjö liðum, og þar
fjallar einn um bætur af völd
um foks og önnur um ábyrgð
húseigenda. Hins vegar r.æði
heimilistrygging ekiki yfir
tjón af þessu tagi.
Húseigendatryggingin nær
hins vegar ekki yfir tjón af
völdum jarðhræringa eða elds
umbrota, að sögn Bjarma. Til
bóta á slikum tjónum er tii
sérstök jarðskjálftatrygging,
sem einnig nær til e’.dsum-
brota. Sagði Bjami, að þessi
trygging væri yfirleitt lítið
tekin hérlendis, þó hefðu
nokkrir húseigemdur í Vest-
manmaeyjum tekið slíka trygg
ingu eftir Surtseyjargosið en
fæstir haldið hemni við og því
voru aðeins tveir aðiiar í Eyj
um sem fengu eignir sínar þar
bættar i eldgosinu í vetur.
1 viðtölum sem Morgunblað
ið átti við ýmsa húseigendur
í gær vegna ofviðrisins, kom
glöggt fram að það kom sem
reiðarslag yfir marga, að
heimilistrygging bætti ekki
tjón sem veðrið olli óbeint,
svo sem þegar teppi skemmd
ust í íbúðum eftir regmelg,
sem átti greiða leið inn í
gluggalausar stofur. Virðist
ekki vanþörf á að trygginga
félögm kynni betur fyrir
tryggingatökum sínum hvaða
tryggingar séu í boði til bóta
á eignum og hversu viðtæk
hver trygging sé.
A UGL ÝSENDUR
ATHUGIÐ
Þeir auglýsendur sem eiga myndamót
(klissjur) hjá auglýsingadeild blaðsins eru
vinsamlega beðnir að hafa samband við
auglýsingadeildina sem fyrst.
Breyttur opnunartími
Frá og með deginum í dag mun auglýsingadeildin verða
opin frá kl. 8—18.00 daglega og til kl. 12 á laugardög-
um. — Vegna breyttra framleiðsluaðferða við Morgun-
blaðíö, sem munu koma til framkvæmda á næstunni,
þurfa auglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu að berast
fyrir kl. 18.00 tveimur dögum fyrir birtingardag.
Mun þessi regla ganga í gildi í dag og haldast tyrstu
vikurna.
meiri hryn-a. f c któber 1948 mæld
ist sami meðalvi'ndhraði og árið
1942 mældu Bretar á Reykjavik-
urflugvelli 109 hnúta í eitnini vind
kviðunni. í desember árið 1948
mældist meðalvindhraðmin 70
hnútar, sami vindhraði mældist
árið 1952, og 71 hnútur mældist
meðalvindhraðiinn eitt sinn árið
1966. í Vestmannaeyjum mæld-
ust 120 hnútar i einni vindhvið-
unni í gær, og kvaðst Hlynur
ekki muna eftir að meiri vind-
hraði hefði mælzt hérlendis.
Hlynur sagði hiros vegax, að of-
viðrið í gær væri líktegast eins-
dæmi miðað við septembermán-
uð, og tók hann sem dæmi að
í septemberveðrinu mikla árið
1936, þegar Pourquoi Pas fórst
við Mýrar, þá mældist 65 hnúta
hraði I Reykjavík. Þess má geta,
að Veðurstofan telur 64 hnúta
og þar fyrir ofan 12 vmdstig.
Cudo-gler;
Framleiddu upp
í skemmdir
— ýttu annarri framleiðslu
til hliðar
STRAX á áttnnda tímanum í
gæmiorgim byrjaði síminn
að liringja hjá framkvæmda-
stjóra Cudo-glers Hilmari Vil-
hjálmssyni, það var húseig-
andi að biðja um gler í
glugga, sem farið hafði t of-
viðrinu. Eftír það stoppaði
ekki siminn hjá Cudoverk-
smiðjunni.
Hiimar tjáði Morgunblað-
irau í gærkvöldi, að hann gizk
aði á að milli 50—70 aðilar
hefðu haft samband við verk-
smiðjuna og beðið um rúður.
Hi'mar sagði, að strax í gær-
morgun hefði verið tekin
ákvörðun um það að ýta allri
annarri framieiðslu verk-
smiðjunnar til hliðar og sinna
nær einungis þeim pönitun-
um sem bærust vegna óveð-
ursins. Sagði Hilmar, að um
3 leytið í gær hefði verksmiðj
an verið búin að framteiða
fyrir um 300 þúsund krónur
og það afflt verið vegna
skemmda i óveðrinu.
Hilmar sagði, að mjög mis-
munandi hefði verið hversu
margar rúður hver panitaði,
en tóik sem dæmi, að einn
húseigandi í Hafnarfirði
hefði orðið að fá sex rúður
hjá verksimiðjunni i gær.
Kenivood mini
ódýr og
afkastamikil
heimilishjálp
Kenwood Mini er létt hrærivél og þeytari, sem hafa má í hendi
sér og færa yfir í pottana. Með skál og standi, sem hægt er að
kaupa sér, vinnur Kenwood Mini öll venjuleg hrærivélaverk. Einnig
fæst nú með henni skurðkvörn, sem sneiðir og rífur hvers konar
grænmeti og ávexti. Kenwood Mini vinnur öll þau verk, sem við
erum vön að fela hrærivél — og meira til.
Kostar kr. 2346,00. Skál ög síandur 1584,00. Skurðkvörn 1790300.
i Kjenwood
HEKLA hf.
Laugavegi 170 — 172.
Sími 21240 og 11687.